Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 2
Larsen malaði blaðamennina SíÐAN Efnilegasti skákmaður á Norð urlöndum um þessar mundir er Daninn Bent Larsen, sem var vel kunnur hér og kom hér m. a. fyrir nokkrum árum til að keppa við Friðrik Ólafsson. Larsen tekur nú þátt í undan keppni um heimsmeistaratitil- inn og fer hann suður t'il Júgó slavíu og mun eiga þar einvígi við Borislav Ivkov. Fer það fram í bænum Bled og hefst 27. júnf. Þeir munu tefla 10 skák ir, þó svo að ef annar er fyrr' öruggur um sigur, verður hætt að svo komnu. Áhugi á skák hefur far’ið vaxandi í Danmörku að und- anförnu og nú verður mjög vel fylgzt með gengi Larsens í þessari keppni. Nú á dögunum bauð danska Post festum Undarlegt hve mat almenn- ings á fréttnæmi breytist, — kannski ekki ár frá ári, en frá áratug til áratugs að minnsta kosti. Þetta kemur kannski hvað áúgljósast fram í fréttatil kynningum útvarpsins, því að fréttamenn þess vita, að þeir hafa alla landsbyggðina að hlustendum og fréttasjónarmið þeirra því öllu almennara en dagblaðanna, gsem astíla dsínar fréttir helzt til borgarbúa — . að einu þó ef til vill undan- teknu, sem miðar fréttaflutn- ing sinn við þetta undarlega dreifbýlishugtak, sem allir telja sér skylt að sfnjatta á en eng- inn vill þó neitt fyrir gera. Sem sagt — fyrir tíu árum hefði það þótt fréttnæmt, ef ungling ar hefðu vaðið uppi á einhverj um fjölsóttum stað um hvíta- sunnuna og gert öllum þar óver andi með ölvun, slagsmálum og ólifnaði. Nú þykir hinsvegar fréttnæmt, að unglingar skuli ekki hafa hagað sér þannig. Efl það breytist fleira — Iðg- reglan virðist allt í einu hafa fengið þá merkilegu vitrun, að unglingarnir verði þvf aðeins ölvaðir að þeir drekki áfengi, og það sem meira er — að þeir drekki ekkj áfengi, nema að þeir hafi það, og hafi það ekki staðar, og fái þeir það einhvers staðar, og fái eir það einhvers staðar, hafi þeir það að öllum líkindum meðferðis, því að ef þeir hefðu það ekki meðferðis, gætu þeir ekkj drukkið það og þar af leiðandi ekki orðið ölv- aðir. Eftir áð hafa fengið þessa merkilegu vitrun tók lögreglan svo rögg á sig og leitaði áfeng is í farartækjum unglinganna — og fann það, og sannaðist þannig sannleiksgildi hinnar margslungnu kenningar. Og það, sem er enn merkilegra — það mun hafa komið á daginn f því sambandi, að unglingarnir gátu ekki drukkið það áfengi, sem lögreglan tók af þeim, og hafi þeir orðið ölvaðir samt sem áður, hefur það verið af einhverju öðru áfengi. Enn er eftir að athuga einn hlekkinn í þessari merkilegu sannanakeðju — unglingarnir geta varla haft áfengi undir höndum, nema að einhver selji þeim það, — já, eða gefi, því að rausn okkar við yngri kynslóðina og hugulsemi er al- kunn. Kannski athugar lögregl an það næst — fái hún við- bótarvitrun! En sem sagt, um þessa hátíð var það fréttnæm- ast að ekki ge.rðist það, sem fréttnæmast hefði þótt fyrir svo sem tíu árum, ef það hefði gerzt . . . blaðið B.T. Larsen til skák- keppni, skoraði hann á hólm ef svo má segja. Voru sfðan vald ir tfu beztu skákmennirnir úr hinu fjölmenna liði á ritstjórn blaðsins. Var þetta gert til efn- • istilbreytingar í blaðinu og jafnframt til að prófa, hvað sterkur skákmeistarinn væri. Fóru fáar sögur af því aðrar en að Larsen sigraði alla tfu keppi nauta sfna á stuttum tíma. Eft'ir hálfa klukkustund var að aðeins einn eftir sem tregðað- ist við að gefa algerlega tapaða skák. Hrósar blaðið mjög við bragðsflýti Larsens f þessari keppni. Hann hafi aldrei þurft að hugsa sig um nema eitt augnablik. Margrét HoIIandsprinsessa þriðja dóttir Júlíönu drottning- ar og Bernharðs prins lenti f umferðarslysi nýlega á þjóð- brautinni við Utrecht. Hún handleggsbrotnaði og fékk „sjokk.“ Hún hafði ekið með miklum hraða á nýrri bifreið sem hún hafði éignazt, en farið út af, og hvolfdi bfl hennar. Á kvikmyndahátíð sem ný- lega Var haldin f bænum Cann es í Suður-Frakklandi bar mjög á amerfsku kvikmynda- leikkonunni Carroll Baker. Hún öðlaðist frægð fyrir nokkrum árum þegar hún lék í kvikmynd 'inni Baby Doll. Nú hefur hún verið að leika í kvikmynd sem fjallar um ævi kvikmyndaleik konunnar og léttúðardrósarinn ar Jean Harlow og í fram- göngu sinn'i í Cannes reyndi hún auðsjáanlega að líkja eftir klæðaburði hennar klæddi sig mjög f snjóhvíta búninga. Carr oll er rúmlega þrftug þótt hún segist aðeins vera 26 ára. Á myndinni hér fyrir ofan sést hún í hvítum loðfeldi. Hertoginn afLinley kominn i síðbuxur Þetta er nýjasta myndin af Snowdon-fjölskyldunni í Bret- landi. Sýnir hún þau hjónin Margrétu prinsessu og Tony Armstrong lávarð af Snowdon með syn'i þeirra, hertoganum af Linley. Þau voru viðstödd brúð kaup Martin Parsons hálfbróð- ur Tonys. Drengurinn fékk við það tækifæri að vera í fyrsta skipti í síðbuxum. Skömmu eft ir þetta var drengurinn hertogi af Linley lagður inn á sjúkra- hús vegna eyrnabólgu. Var tal ið að honum kynni að hafa orðið kalt í brúðkaupsveizl- unni. Mótmælir mótmælum vegna ummæla Vegna skrifa eins lesenda blaðsins um ummæli Þórunnar Guðmundsdóttur, sem hún viðhafði í útvarpþætti Stefáns JónsSonar, sendir Snæbjörn Jónsson stutt bréf til Kára. Ofangreindur lesandi kallaði sig „Einn af gamla skólanum" og hneykslaðist hann mjög vegna ummæla Þórunnar, sem sagði m. a. um útlenda ferða- menn: „Það væri svo sem allt í lagi að henda mat í þessa ræfla svo þeir dræpust ekki uppi í óbyggðum og gengju aftur.“ Þarna áttj Þórunn auð vitað við filitla ferðamenn sem kæmu hingað lifðu eins spart og frekast væri kostur. Bréf Snæbjarnar er mótmæli gegn mótmælum „Eins af gamla skólanum“ á ummælum Þórunnar Guþmundsdóttur og birt'ist það í heild hér á eftir. Ekki mun það bera vitni um fagran hugsunarhátt að gera at hugasemd við svo hákristilega (mér iiggur við að segja gegnd arlausa) gestrisni og mannúð þá, er lýsir sér í orðum „Eins af gamla skólanum“ í dálkum Kára skrifaða í Vísi 28. f. m. Sá góði maður. hneykslast á harðýðgi Þórunnar Guðmunds- dóttur I útvarpsávarpi hennar 23. maí. En ekkj kann ég við að svo sé Iátið líta út sem orð hennar hafi engan hljómgrunn fundið á meðal hlustenda. Ég minnist þess ekki að í sínu alltof stutta ávarpi segði hún nokkuð það er ég gæti ekki tekið undir nema hvað mér þótti óviðeigandi að svo var sem hjá henni örlaði á efa um það, að þingmenn mundu úr eigin vasa bæta það tjón, er eigéndur alifugla kynnu að verða fyrir af tilvonandi inn- fluttum sundmörðum. Vita- skuld gera þeir það með ánægju, ef til kemur. Þetta eru efalaust sanngjarnir menn. Ég næ ekki til konu þessar- ar, ella mundi ég taka f hönd hennj og þakka fyrir övenju skemmtilegan lestur. Þarna var þá kona sem hugsaði skýrt og rökfast, kunni með móðurmál ið áð fara, og átti einurð t'il að segja hug sinn af hreinskilni. En á voru landi íslandi vitum við að einurö er ein hinna fágætustu vörutegunda. Ég vildj gjarna hugsa mér það útvarpskvöld aþ þau töluðu bæði, Páll Kolka og Þórunn Guðmundsdótt'ir. Sn. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.