Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 11
''siór'' VÍSIR . Miðvikudagur 9. júní 1965. 11- KR VANN FRAM 2:1 OG TOK EFSTA SÆTID í FYRSTU DEILD — en Fromnrar voru áheppn- ir nð missa þarna stig KR hóf sig í gærkvöldi upp úr heldur óvirðulegu sæti næst neðst á stigatöflu 1. deildar í efsta sætið með 4 stig eftir 3 leiki. En það hafðist ekki með rólegheitum, því sigurinn var torsóttur og laus við að vera „sætur“ sigur, því stóran skugga bar á, þar eð Framarar voru án Guðjóns Jónssonar í 35 mínútur og léku 10 gegn 11 KR-ingum, — og höfðu þó öllu betur og sóttu meira. Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og dómarinn sá hin- um fjölmörgu áhorfendum fyrir „hneyksli“ til að hafa heim með sér, og er ekki að efa, að atburður þessi verður mjög umræddur á næstunni. Sóknir liðanna voru nokkuð jafn ar. Framarar sóttu með mjög löng- um sendingum, sem reyndust oft skapa hættu, enda er KR-vörnin afar léleg og margar músaholur þar til að skríða í gegn fyrir góða framherja og varnarveggurinn mol ast auðveldlega, ef krafti er beitt gegn honum. Hræddur er ég um að KR sæti enn í sinu næstneðsta sæti ef Baldvin Baldvinsson hefði leikið í blárri peysu í stað röndóttr- ar því hann var maðurinn .sem enn éinu sinni gerði út af við fyrri fé- laga sína í Fram. Fyrsta markið kom á 27. mín. og skoraði það hinn efnilegi og sókn- djarfi miðherji Fram, Hreinn Elliða- son. Hann hikaði ekki við að skjóta á vítateig, og sennilega hefur Heim ir ekki séð nógu vel til ferða boltans því fremur laus bolti Hreins var kominn of nærri marki þegar Heimir kastaði sér til jarð- ar. Hins vegar var skotið vel úti í horninu. Þessu marki svaraði Baldvin Bald vinsson miðherji KR. Hann fékk boltann á vftateig hinum megin á 31. mín. fyrri hálfleiks, braut af sér varnarmann með sínum mikla frumkrafti og skaut stórkostléga fallegú skoti sem leníi * ofarlegá í hornið fjær, algjörlega óverjandi fyrir Hallkel markvörð. Lauk hálfleiknum þannig að báð- ir aðilar höfðu skorað eitt mark. í seinni hálfleik tókst báðum að skapa sér góð tækifæri og meðal annars bjargaði Guðjón Jónsson Hand knattleiks- maðurinn fær 10 daga keppnisbann — af þv/ hann snerti boltann þrivegis með hendi / knattspyrnuleik FRAM og KR Eftir 10 mín. leik í seinni hálfleik í gærkvöldi í leik KR og Fram kom furðulegt atvik fyrir. Dómarinn, Baldur Þórðarson vísaði Guð- jóni Jónssyni, hægri bakverði Fram, af Ieikvelli fyrir að hafa snert boltann þrívegis með hendi, — að hann taldi, — f öll skiptin viljandi. Vakti þetta atvik mikið fjaðrafok og ekki að ástæðulausu. Guðjón greip boltann í fyrri hálfleik viljandi, þá fékk hann að- vörun að sögn Baldurs. Síðar var hanii áminntur, að því er Baldur telur fyrir sama brot, og f þriðja sinn fékk hann að ganga yfir þveran völlinn til búningsherbergja sinng. Veikti þetta lið Fram mjög og er ekki að vita nema Fram hefði unnið eða gert jafntefli við KR, ef þeir hefðu ekki þurft að vera manni undir. Guðjón fær 10 daga keppnisbann vegna þessara „yfirsjóna“ sinna, og verður ekki annað sagt en að dómarar hafi nokkur völd. Virðist valdið sett í óvitahendur, þegar svo fer sem í þessu til- felli. Hvað þarf annars til að gerast brottrækur. Er það bara að snerta bolta með hendi? Hvers. vegna fengu margir aðrir ekki „reisupassann" í gærkvöldi, t. d. einn leikmaður, sem þrívegis var dæmt á fyrir brögð, sem dómarinn taldi ekki leyfileg? - jbp - góðum sl^alla Ellerts Schram á i geiri en Heimir bjargaði þar með marklínunni og Hreinn Elliðason góðu úthlaupi og boltinn fór yfir komst einn inn fyrir með boltann markið. eftir mistök í vörninni hjá Þor-1 Á 21. mín. skoraði KR markið, sem færði þeim bæði stigin. Bald- vin Baldvinsson var enn búinn ah bora sig í gegn með krafti sínurft og dugnaði, þegar horsam var brugðið kyrfilega í dauðafæri og dómurinn hljóðaði vitanlega VÍTA SPYRNA. Ellert Schram skoraði örugglega úr þessari spymu upp í vinstra horn marksins, 2:1 Fleiri mörk voru ekki skoruð, en það sem eftir var af leiknum voru Framarar meira í sókn og hefðu átt skilið að skora jöfnunarmark, en svo fór þó ekki. — jbp. Framarar fagna marki Hreins Elliðasonar f leiknum í gærkvöldi. BIKARKEPPNI í KÖRFU- KNATTLEIK KOMIÐ Á Körfuknattleikssamband íslands ákvað nýlega að komið skuli á bikarkeppni í körfuknattleik og seg ir f fréttabréfi frá stjórn sam- bandsins að með henni hyggist hún stuðla að aukinni útbreiðslu og iðkun körfuknattleiks. Segir stjómin m.a. svo í bréfi sínu: „Stóraukin þátttaka utanbæjar- liða f sfðasta islandsmóti sýnir, að nægur grundvöllur er fyrir slíkri keppni. Núverandi fyrirkomulag ís- landsmótsins gerir öðrum utanbæj- arliðum en þeim, er næst eru Reykjavík, mögulegt að sækja það mót. Með tilkomu bikarkeppninnar gefst nú öllum félögum og aðilum er íþróttir stunda, tækifæri tll að vera með. Stjórn K.K.l. hvetur yð- ur eindregið til þátttöku. Þátttökutilkynningar í ár skulu hafa borizt stjóm K.K.Í. fyrir 15. júnf.“ í reglum um keppnina segir, að hún skuli vera svæðakeppni og er landinu skipt niður í 8 svæði. Er öllum heimil þátttaka nema 1. deild arliðunum f körfuknattleik og skal keppt eftir útsláttarfyrirkomulagi. Eitt lið frá hverju svæði skal taka þátt í úrslitakeppninni. Er ráðgert að keppni skuli fara fram á tíma- bilinu frá 1. apríl til 1. nóvember. Svæðin sem talað er um hér að framan eru þessi: 1. íþróttabandalag Akraness, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu og Ungmennasam band Dalamanna. 2. Héraðssamband V.-ísafjarðar sýslu, íþróttabandalag ísafjarðar Barðastrandarsýsla. 3. Héraðssamband Stranda- manna, Ungmennasamband V.-Hún- vetninga, Ungmennasamband A.- Húnvetninga, Ungmennasamband Skagafjarðar. 4. íþróttabandalag Siglufjarðar, íþróttabandalag Ólafsfjarðar, Ung mennasamband Eyjafjarðar, íþrótta bandalag Akureyrar, Héraðssam- band S.-Þingeyinga, Ungmenna- samband N.-Þingeyinga. 5. Ungmenna- og íþróttabanda- lög Austfjarða, Ungmennasamband- ið Úlfljótur, A.-Skaftafellssýslu. 6. Ungmennasamband V.-Skafta fellssýslu, Héraðssambandið Skarp héðinn, íþróttabandalag Vestmanna eyja. 7. íþróttabandalag Keflavíkur, Iþróttabandalag Suðurnesja, íþrótta bandalag Hafnarfjarðar, Ungmenna samband Kjalarnessþings. 8. Reykjavík. TILBOÐ óskast í varahluti í ýmsar eldri gerðir bif- reiða, bifhjóla og vinnuvéla, einnig í rafmagns tæki, hreinlætistæki, hitunartæki, notaða hjólbarða, hurðir, vinnuskúr, fleka, borð, 7 kw dieselrafstöð o.fl. HLutirnir verða til sýnis í birgðastöð Pósts- og símamálastjórnarinnar að Jörva, fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. júní n. k. milli kl. 9.00 og 17.00 báða dag- ana. Hlutirnir verða flokkaðir í tölusetta hópa og óskast númer tilgreind í tilboði á- samt nafni heimilisfangi og símanúmeri bjóð- anda. Tilboðunum sé skilað í skrifstofu vora Borgartúni 7 fyrir kl. 18.00 föstudaginn 11. júní. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS . mamam I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.