Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 15
V í SIR . Miðvikudagur 9. júní 1965. 15 RACHEL LINDSAY: Og svo sagði hún henni, að hún gæti útvegað henni létt starf 1 blómaverzlun í Cannes baðstaðn- um fræga, á Frakklandsströnd, en blómaverzlunin væri í einu af stóru gistihúsunum þar. — Ég þekki nefnilega eigand- ‘iann, sagði hún, hann er góður vin- ur minn. Hann varð feginn, þvf að hann vantar stúlku ,sem er vön slíku starfi. Og samtímis fáið þér allt það sólskin, sem þér hafið svo mikla þörf fyrir, án þess að það hvíli á yður nokkur byrði þakkláts- semi í minn garð. Þessi hugmynd var snjallari — eða hvað? Rose fór að hlæja. - Þér hugsið út í allt sagði hún þakklátlega. — Ég geri það, sagði frú Rog- ers og það lof fékk ég líka ávallt hjá manninum mínum sáluga. — En hve lengi má ég vera þarna, og ef það skyldi nú bregð- ast, að ég gæti innt starfið af hendi? —r Þér hafið alveg frjálsar hend- ur, ef ykkur kemur ekki saman, monsjör Fernier og yður. Ég hef útvegað yður starfið — og þar lýkur mínum afskiptum, en þetta fer allt vel, ungfrú Tiverton. Hún reis á fætur. — Þetta er þá útkljáð mál. Þeg- ar þér útskrifizt hér farið þér í iheimsókn til föður yðar í Devon .og undir eins' og yður finnst, að þér hafið fullt starfsþrek farið þér til Cannes ... Og Rose hugsaði um sólskin og blátt haf. Hún teygði úr sér f rúminu af einskærri andlegri vel- líðan. Hún hafði ekkert á móti þvf 'að yfirgefa London og þokuna þar og fá í staðinn sól og hið bláa Miðjarðarhaf. 2. KAPÍTULI Rose hlýnaði um hjartaræt'umar, er hún nálgaðist gamla húsið, um- ^girt gráum grjótgarði og fremur , illa hirtum garði, - en þetta var , enn heimili f hennar augum, og henni kærara en mörgum hvítmál- uð skrauthús með rósum upp eft- ir öllum veggjum. Hún sá að lim- gerðið beggja vegna stfgsins að húsinu litla þarfnaðist klippingar og hún brosti við lítið eitt, en bros færðist yfir allt andlit henn- ar, er hún leit hávaxna, granna manninn, sem kom á móti henni. í — Ó, hvað það er gott að vera komin aftur heim — til þín, sagði ,hún og vafðl handleggjunum um hálsinn á þonum og andvarpaði af ánægju. — Þú liefðir átt að skrifa mér um slysið, sagði faðir hennar dá- lítið ásakandi. — Ég vildi ekki gera þig hrædd- an, allt gekk lfka eins og í sögu, sagði hún. — Hm hann lagði hönd undir höku hennar og lyfti henni upp svo að hann gæti virt betur fyrir sér andlit hennar. — Þú lítur út fyrir að geta haft gott af svo sem tveggja vikna dvöl í Devon. Hann lagði annan handlegginn um herðar hennar og svo gengu þau inn hlæjandi og masandi. Tiverton, faðir hennar, kinkaði kolli ánægjulega, er hún sagði hon- um, að hún ætlaði til Cannes. — Mér líkar það vel, sagði hann, þú hefur gott af að komast burt í bili og kynnast fólki — öðru ungu fólki. — Ég kynnist nú svo sem nógu mörgum f London, sagði hún hlæj- andi. — Já, en þetta verður allt öðru vísi. Hann horfði á hana dálftið kank- víslega. — Mamma þín var gift kona og búin að eignast þig á þínum aldri. — Pabbi ég veit það — en ég hef bara ekki orðið ástfangin. í neinum enn. Kannski retlast ég til of mikils... en þegar ég hugsa um hve hamingjusöm þið voruð, þið mamma ... — Það eru ekki mörg slík bjóna- bönd, Rose, sagði faðir hennar. Og konur eins og manrma þín eru ekki á hverju strái. Eins og ávallt þegar talið barst að móður hennar varð skammt milli klökkva og kæti hjá Rose. Hún átti svo margra góðra stunda að minnast, sem hún átti móður sinni að þakka, en það var mikið áfall fyrir hana að 'missa hana. Hún var svo ung. Frá henni h'áfði hún vfst erft ástina til alls, sem lifði, alls sem greri, til dýra og blóma. Hann brosti ,þegar hún hugsaði til þess hve oft mamma hennar hafði skotið skjólshúsi yfir flækingsketti og hunda — og lít- ill seppi hafði nú orðið til þess, að hún fékk tækifæri til þess að fara burt og sjá annað land... Rose var hvergi nærri búin að ná sér og hún hallaði sér út af og var næstum sofnuð, þegar faðr ir hennar kom upp til hennar með kvöldmatinn á bakka. Hve Ifkt honum, hugsaði hún, er hún sá hann standa í dyragættinni með bakkann í höndunum. Þannig var hann ávallt. ástríkur umhyggju- samur . . . Desmond Tiverton var langt kominn með að undirbúa morgun- verð, þegar hún kom niður. Hann fékk hjálp til þess að halda öllu hreinu, en hann kaus að matreiða handa sjálfum sér. Þegar kona hans dó, sagði hann lausu starfi sfnu sem háskólakennari. Nú bjó hann þarna einn og hafði oían af fyrir sér með ritstörfum. Það var minna upp úr þeim að hafa, en hann var ánægðari. Desmond Tiverton var ekki ágjarn, hafði enga löngun til þess að verða auðugur en efna- hagur hans var traustur. — Ég á nóg að bíta og brenna, sagði hann þegar talið barst að peningamál- um, á kofann og fæ ellilaun innan tíðar, og þarf ekki að kvarta. Og Rose stóð við gluggann á herbergi sínu og dáðist að útsýninu, þegar hún heyrði tii hans í stiganum. Hún var fljót að hoppa upp í, þvf faðir hennar hafði blátt áfram krafizt þess, -- setti það ofar öllu öðru, að hún hvfldist vel, vera ekkert að rífa sig upp fyrir allar aldir borða morgunmatinn f rúm- inu, — til þess að hvílast, og ná sér væri hún komin, sagði hann. Þeim fannst báðum, að þessi hálfi mánuður, sem hún var heima, væri dásamlegur tími. Veðurguð- irnir litu til þeirra með velþókn- un, það var sól og heiður him- inn á hverjum degi, og það kom brátt litur í kinnar hennar og faðir hennar var hinn ánægðasti. — Mér er farið að förlast sjón, ef einhver milljónarinn krækir ekki í þig í Cannes .sagði hann glettn- islega við hana á leiðinni til stöðv- arinnar, er hún var að fara. — Mig langar ekkert til þess að eignast milljónara, sagði hún, ég er ánægð, ef ég fæ góðan mann. Þau kvöddust með miklum kær- leikum og eins og um var talað hringdi Rose til frú Rogers undir eins og hún var komin til Lon- don. Og frú Rogers bauð henni til miðdegisverðar þegar. — Þér ættuð að ljúka við að ganga frá farangri yðar og koma svo hingað með hafurtaskið og svo getið þér verið gestur minn þar til þér farið. Hringið þegar þér eruð tilbúnar, og ég sendi bflinn eftir yður. Rose vissi af reynslunni, að ekki mundi tjóa að mótmæia. Hún þakk aði með bros á vör fyrir boðið og þar sem hún var ekki lengi að ganga frá farangri sinum, leið ekki á löngu þar til hún sat í Rolls Royce-bíl frú Rogers á leið til heim ilis hennar. Um leið og dyrnai opnuðust kom lítill kolsvartur hundur hlaup andi á móti henni og upp í fangið á henni, ýlfraði af kæti og sleikti kinnar hennar — Þárna sjáið þéi. sagði trú Rogers, Benjyj, þekkir yður aftur. Hann er bara að þakka yður fyrir björgunina. Rose hló, setti seppa niður og klappaði honum. —Það var fallega gert af yður að bjóða mér að koma til yðar, sagði hún — Hvaða vitleysa, mín er öll ánægjan, sagði hún. F.g er sjálf ■ með tilhlökkunarkennd, eins og j það væri ég sjálf sem væri sð fara j.f ferðalag. — En þér getið ferðazt, skilst i mér, hvenær sem þér viljið? — Það er nú það, sem er svo : dapurlegt, stundi frú Rogers. Það er eins og maður hafí glatað hæfi | leikunum til þes að blakka til af j allri sál sinni, þegar maður getur j veitt sér allt, sem mann langar til | . . . Yður finnst þetta nú sennilega af vanþakklæti mælt, sagði hún. i Rose svaraði þesu ekki. Hún átti erfitt með að gera sér grein fyr- i ir hver áhrif það mundi hafa, að | hafa nóga peninga og tfma til alls. I Sjálf hafði hana ávallt skort fé og | tíma ... ] — Þér virðist hafa fengið starf, ! sem er við yðar hæfi, sagði frú Rogers seinna um kvöldið, þegar hún hafði spurt Rose spjörunum úr um starf hennar og annað. — Jæja, sagði hún einhvern tíma verður breyting á, þegar þér hittið ungan mann, sem kveikir ást í brjósti yðar. Þá gleymið þér öllu vegna hinnar miklu ástar. — Þér talið nákvæmlega f sama dúr og faðir minn, sagði Rose glað lega. Ég held nú ekki, að ég mundi segja lausu starfi mfnu, ef ég gifti mig, — ég veit ekkert yndislegra en að dútla við blóm, og ég hef víst áhuga á húsverkum. Frú Rogers hló. — Bíðið bara og sjáið hvað verð ur uppi á teningnum. Þegar Rose var að hátta um kvöldið varð henni aftur hugsað um viðhorf föður hennar og frú Rogers. Hvers vegna gátu menn aldrei skilið það rétt ef kona vildi stunda sjálfstæða atvinnu. En þegar hún hafði rætt við föður sinn um að stofna einhvern tíma sína eigin blómaverzlun, hafði hann bara brosað kankvfslega og klapp- að á öxl henni og ekkert sagt. Hjónaband? hugsaði Rose. Ef hún gifti sig gerðist1 það vegna þess að hún hefði orðið gagntekin af ást. f fyrsta sinn. Hún horfði á hina farþegána. Það var ekki að sjá á svip neins, að það væri neinu að kvíða. Hún herti upp hugann og brosti til flugfreyjunnar, er hún sagði henni að festa um sig ör- yggisbeltið. Sér til undrunar uppgötvaði Rose, að hún hefði ekki nema smá- stund áhuga á að horfa á skýja- Það var ekki laust við, að hún væri dálítið kvfðin, er hún gekk upp tröppurnar í flugvélinni næsta morgun. Hún hafði ekki flogið fyrr og var dálítið óstyrk á taugum, eins og sumir verða, er þeir fljúga VESTMANNA- EYJAR i Afgreiðslu VÍSIS í Vest- mannaeyjum annast Bragi Ólafsson, sími 2009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og bangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. SUÐURNES Útsölusf.aðir VÍSIS á Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: Verzlun Bjöms Finn- bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavíkurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. ÁRNESSÝSLA Útsölur VÍSIS í Ámes- sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjörn Sigurgeirs- son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. T A R Z A N Furðulega skörp greind þess- þær Iæra fljótlega aðferðirnar, ara skrintu vera sem Tarzan sem hann sýnir þeim við að nota fann, gerir það að verkum að gullið f hluti, sem þeir geti not- að og haft ánægju af. Tarzan sjáðu fallegu hlutina, sem ég bjó til handa konunni minni alveg eins urnar nota. og Ururukon- VÍSIR ASKRIFENDAÞJÓNUSTA Áskriftar- Kvartana- síminn er 1661 virka daga kl. 9 - 20. aema laugardaga ki. 9 —13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.