Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1965, Blaðsíða 3
V1 SI R . Miðvikudagur 9. júní 1965. 3 Skátafélagið Hraunbúar í Hafn arfirði efndi til vormóts í Krýsu vík nú um hvítasunnuna. Vormót Hraunbúa er fastur þáttur í starf- semi félagsins og var þetta í 10. skiptið, sem mótið er haldið, en fyrsta vormót Ilraunbúa fór fram í Lambhaga við Kleifarvatn 1955. Að þessu sinni sóttu mótið um 800 skátar frá flestum skátafé- lögum á suðvesturlandi. Flestir skátanna mættu til mótsins s.l. föstudag og kl. 21,30 fór mótsetn- ing fram. Mótsstaðurinn var hinn ákjósanlegasti. Skátamót hefur aldrei áður verið haldið í Þær Hjördís Jónsdóttir, Þuríiur Ástvaldsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir sátu upp í brekku og virtust skemmta sér vel. (Ljósm. I.M.) \ Krýsuvík og má segja um mót- staðinn að hann sé bæði fagur og forvitnilegur. Hraunið, fellin, hellar, gígir, Kleifarvatnið jarð- hitinn, allt þetta talar sínu máli. Að venju buðu Hraunbúar upp á fjölþætta og skemmtilega dag- skrá. Famar vom kynnisferðir um nágrennið og farið í leiki. Hugmyndapotturinn nefndist einn dagskrárliðurinn. Er hér um að ræða hugmynd sem Hafnfirðing- arnir hafa tekið frá Noregi. „í hugmyndapottinum hjá okkur, var að við fengum ýmsa sér- fræðinga, t.d. í hjálp í viðlögum, hnútum og skátaiþróttum tii þess að dreifa sér um svæðið og sýna listir s£na,“ sagði Hörður Zophan- íasson, félagsforingi Hraunbúa. Eins og tíðkast á skátamótum var tjaldskoðun á morgnana og fáninn hylltur og á kvöldin var komið saman kringum varðeldinn, sungið og leikið. Það er hægt að segja, að í Krýsuvík hafi risið lítill bær, að sjálfsögðu hefur slíkt bæjarfélag marga starfsmenn sem sjá um hin ýmsu verkefni. Á mótinu var t.d. gefið út mótsblað. Verzlun var starfrækt, sjúkratjald var fyrir hendi ef einhver skyldi slas- ast og ekki má heldur gleyma mótslögreglunni. Á hvítasunnudag voru heim- sóknir leyfðar og kom hátt á annað þús. manns f heimsókn inn á mótssvæðið. Meðal þeirra sem komu í heimsókn var bæjar- stjórinn í Hafnarfirði og bæjar- fulltrúar. Mótið þótti takast f alia staði vel og héldu allir ánægðir heim. Það er þvf hægt að segja að mikill munur hafi verfð á þessari sam- komu eða þeirri sem um sex hundruð unglingar héldu á Laug- arvatni á sama tfma. % f V % ""*: *: *.-.,****..v.w. v ----■**•*.". i vw"" " •• Farið var f leiki og auðvitað kepptu Hafnfirðingar í handknattleik. Hugmyndapotturinn nefndist einn dagskrárliðurinn. Hér sést einn sérfræðingurinn leiðbeina nokkrum áhugasömum skátum. v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.