Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 8
o VISIR . Laugardagur 12. júní 1965, Utgetandi: Blaðaútgátan VISIR Ritstjóri- Gunnar G. Schram Aðstoðarntstjóri: Axel Thorsteinsor Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn O Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasólu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Sjálfstæðisflokkurinn Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa um ára- tugi rekið gegn honum þann áróður, að hann sé þröngsýnn íhaldsflokkur, sem stjórnað sé með hags- muni fárra efnaðra einstaklinga fyrir augum. Og enn þann dag í dag eru þeir að japla á þessu íhaldsnafni, þótt flokkur, sem við það var kenndur væri leystur upp fyrir meira en 30 árum. Að sönnu var megin efni- viður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var stofnaður, úr íhaldsflokknum og hitt úr Frjálsynda flokknum, en um leið og þeir voru sameinaðir var tekin tipp ný og frjálslyndari stefna en sú, er íhaldsflokkurinn hafði fylgt, og þess vegna má segja að komið hafi fram nýr flokkur. íhaldsflokkurinn var að mörgu leyti all hægri sinnaður flokkur, en þó ekki nándar nærri eins íhalds- samur og samnefndir flokkar á hinum Norðurlönd- unum. Og að líkja Sjálfstæðisflokknum við íhalds- flokkana þar er fjarstæða, sem engu tali tekur. Sjálf- stæðisflokkurinn er frjálslyndur og mjög víðsýnn framfaraflokkur, sem fylgist með tímaiium og bind- .0' ur sig ekki um of við hugmyndakerfi og kenniSé'fh-^ ingar, sem voru góðar og gildar á sinni tíð, en þurfa endurskoðunar við með nýjum tímum og breyttum aðstæðum. Karolina litla varð sólskinsgeislinn á heimilinu. Það var skemmtilegt að fara út á ströndina og una þar í sólinni og hjálpa Karolinu við að moka sandinum. Ýmislegt gott má segja um íhaldsflokkana á Norðurlöndum, og íhaldssöm öfl þurfa að vera til í öllum þjóðfélögum, og þau eru til meira og minna í öllum stjórnmálaflokkum, hvort sem þeir kenna sig við sósialisma, samvinnu eða eitthvað annað. En íhaldsflokkarnir hjá frændum okkar á Norðurlöndum hafa verið of fastheldnir við gamla stefnu og úreltar þjóðfélagshugmyndir, og sú fastheldni hefur orðið til þess, að þeir hafa um langt skeið verið svo til á- hrifalausir í þjóðmálum. Dettur nokkrum vitiborn- um manni í hug, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti því fylgi að fagna með þjóðinni, sem raun ber vitni, ef hann væri þröngsýnn íhaldsflokkur? Slíkt væri vita- skuld óhugsanlegt, enda trúa fáir þessari gömlu og gatslitnu áróðursplötu. Fólk úr öllum stéttum og starfsgreinum fylgir Sjálfstæðisflokknum, af því að það sér að hann er víðsýnn umbótaflokkur, sem starfar á þjóðlegum grundvelli og samhæfir stefnu sína aðstæðum á hverjum tíma, án þess að missa þó nokkru sinni sjónar á grundvallarhugsjóninni, sem er frelsi einstaklingsins og samvinna allra stétta. Öllum ætti að vera það auðskilið, að þessi fá- menna pjóð má ekki við því, að vera margklofin í meira og minna andstæða hagsmunahópa. Andstæð- íngar Sjálfstæðisflokksins skopast oft að því, að hann skuli vilja vera flokkur allra stétta. Margir þeirra virðast með engu móti fá skilið, að nokkur flokkur geti verið það, enda eru þeirra flokkar það ekki. En það er einmitt slíkur flokkur, sem þjóðin vill efla, og þess vegna mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vaxa og verða langlífur í landinu. v* i Það var ekki fyrr en árið 1957, þegar þau Jacqueline og John Kennedy höfðu verið gift á fjórða ár, sem hægt er að segja að hjú skaparhamingja þeirra hefjist. Auðvitað höfðu þessi fyrstu hjúskaparár þeirra gengið upp og nið ur. Þau voru á stundum góðir félagar, sem undu lífinu saman, en þó settu andstæðurnar milli þeirra meiri svip á þennan tíma. Mótþrói og gagnkvæm andúð sem stafaði af óLíkum lífsviðhorfum brutust oft út. . Stundum var sem þau lifðu í tveim ólíkum heimum, gátu ekki mætzt og fjarlægðust hvort ann að. Þetta kom jafnvel framíþví, að þau lítilsvirtu það sem hinu var heilagast. Jacqueline lét í það skína hvað eftir annað, að hún hefði óbeit eða að minnsta kosti áhugaleysi á stjórnmálum, sem var lífsins áhugamál eigin- manns hennar. Og Jack lítils- virti þá í staðinn málaralistina, sem var konu hans kærust. En svo alít í einu var bundinn endi á þessar skærur, sorglegur atburður opnaði í fyrstu undirn- ar, en síðan greri um heilt, þau leituðu gagnkvæms skilnings og félagsskapar og það varð upphaf hamingju þeirra. Og gieðirfkur atburður innsiglaði sáttmála þeirra. I lok nóvember 1957 eign uðust þau dóttur, sem þau skírðu Karolínu. Þetta var óum- ræðileg fagnaðarstund, héðan i frá gat ekkert spillt samstöðu þeirra og hamingju. Nú virtist óralangt liðið frá gömlum hjú- skaparværingum, svo langt að Jacqueline gat jafnvel gert sér þær að gamanmáli, hún teiknaði gamanteikningu, sem hún kall- aði: „Hvernig Kennedy-hjónin halda upp á afmæli sín“. Á ann- arri myndinni lá Jack í sjúkra- rúmi og Jacqueline sat hjá hon- um, — á hinni lá Jacqueline í sjúkrarúmi og Jack sat hjá henni. Hafði þá viljað svo til að flest afmælin hafði annað hvort þeirra legið á spítala, svo að lít- ið varð úr veizlum til hátíða- brigða. Tackie fór nú að annast eigin- ** mann sinn betur en áður, augu hennar opnuðust fyrir því, að hann þarfnaðist konu sem hjálpaði honum við að halda röð og reglu á hlutunum og hún tók .4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.