Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 12.06.1965, Blaðsíða 9
y í S I R . Laugardagur 12. júní 1965. 9 Með gagnkvæmum skilningi hófst hjúskaparhamingja Kennedy-hjónanna að sér það hlutverk. Kennedy lifði svo athafnasömu lífi sem baráttumaður, að hann þurfti að. hafa kraftmikinn og góðan mat og hún gekk frá matarpökkum fyrir hann, sem hann fór með i vinnuna í öldungadeildinni. Hún kom í veg fyrir það að hann klæddi sig í rauða sokka og með litskræpótt hálsbindi og nú hætti hann að gleyma að hafa peninga í veskinu, eigin- konan sá um að allt væri í röð og reglu. Og nú nálgaðist Jacqueline meira en áður fjöl- skyl^u hans. 1 stað þess að dveljast í Merrywood nálægt fjölskyldu hennar, kaus hún nú sumardvalarstað í Hyannis Port hjá hans fólki, til þess að geta alið Karólínu Iitlu upp í hópi Kennedy-barnanna. >au fóru ennfremur eftir þessa breytingu að kynnast betur en áður vinafólki hvors annars. Þau eignuðust sameig- inlegan hóp vinafólks og skipt- ust á heimsóknum við það. Ein nánasta vinkona Jacqueline var Antoinette Bradlee sem var eiginkona Ben Bradlee ritstjóra vikublaðsins Newsweek í Washington. Hann getur rifjað upp margar endurminningar frá samverustundum með Kennedy- hjónunum, frá því tímabili, er þau bjuggu f litla rauða tígul- steinah.'sinu í Georgetown, þar sem hamingja þeirra blómg- aðist. Hann segir m. a.: „¥jað var oft eftir kvöldmat- inn, sem þau Kerinedy hjónin fóru út að ganfá og stundum skruppu þau þá til okkar. Þá kom það fyrir að við vega mér barnfóstru. Þegar þetta gerðist hafði Kennedy nýlega verið kosinn forseti en hann átti ekki að taka við emb- ættinu fyrr en í janúar næsta ár. En með því, að hann var væntanlegur forseti Bandaríkj- anna, höfðu öryggislögreglu- menn tekið að sér gæzlu húss hans. Nú gerðist það eftir litla stund, að sfminn hringdi. Það var Jacqueline. Hún sagðist hafa verið að senda einn örygg- islögreglumanninn til okkar, til að gæta barnanna. Það var góð- vild hennar að þakka, að maður úr öryggislögreglu Bandaríkj- anna dvaldist hjá okkur sem „barnapía“ allan daginn. Við þóttumst þá geta verið róleg út af öryggi barnanna. ^rið 1958 var kjörtímabil Kennedys sem öldunga- deildarþingmanns fyrir Massa- chusetts útrunnið og hófst þá fyrir honum kosningabarátta um endurkjör til þings. En, nú gerðist það gagnstætt því sem verið hafði í fyrri stjórnmála- baráttu hans, að Jacqueline fylgdi honum tryggilega eftir hvert sem hann fór og tók hún nú að venjast því að taka í hönd fjölda fólks og rabba jafnvel við kjósendurna. Hún ætlaði að venja sig við hlutverk eiginkonu stjórnmálamanns. Og smám saman komst hún að því að kosningabarátta getur verið skemmtileg og spennandi. Jack var endurkjörinn öld- ungadeildarþingmaður. Hinn góði friður og samheldni á heimilinu gaf honum síðan nýj- an kraft til að stíga næsta spor sjálf ekki mikið vit á stjórn- málum. En hún trúði á eigin- mann sinn. Ef að hann var von- daufur um úrslit í einhverju máli, þá var hún líka vondauf. Og ef hann var bjartsýnn, þá var hún það líka. Ég minnist kvölds eins árið 1960, þegar fram fóru prófkosningar varð- andi forsetaframbjóðanda í fylkinu West Virginia. Kvöld'ið sem talning fór fram borðuðum við saman kvöldverð á veitinga- húsi í Washington. Þessar próf- kosningar voru mjög mikilvæg- ur þáttur í baráttu Kennedys sem var kaþólskur, þvi að í þessu fylki var svo fátt kaþólskra manna, að heita mátti að þeirra yrði að leita með log- andi ljósi. Prófkosningarnar voru þannig úrslitastund fyrir Kennedy, af þeim mátti ráða hvort mótmælendatrúar-kjós- endur gætu þolað kaþólskan frambjóðanda. Eftir kvöldverðinn, meðan við vorum að biða eftir úrslit- unum fórum við að sjá kvik- mynd og völdum „hryllings"- mynd einhverja. Það var eina leiðin til að yfirvinna spenning og óþolinmæði. Við vorum til loka kvikmyndarinnar. En sann- leikurinn var sá, að ekkert okk- ar hafði geta fylgzt með kvik- myndinni og við vorum jafn- nær um, hver söguþráðurinn hefði verið. Þegar við komum heim hringdi siminn, það var til Kennedys, tilkynning um það að þetta trúarlega óvin- veitta fylki hefði kosið hann forsetaframbjóðanda sinn. Þeg- ar þessar fréttir bárust, ákváðu þau hjónin að fara þá þegar um Jacqueline tók að fylgja manni sínum eftir á kosningaleiðöngr- um hans. Þessi mynd var teldn í baráttunni um forsetaembættið l|60. Héai ikbnnJacfiMeliufl beinllnis frani til að sýna að ekKi væri um ósamlyndi milli þeirra að ræða og var ekkert að fela það sem skipti máli. fórum öll saman á bíó eða við sátum heima og röbbuðum saman. Það umræðuefni sem frú Kennedy hafði mestan áhuga á var um böm. Þá átti hún að- eins eitt barn, Carolinu, en við hjónin áttum þá fimm börn. Jacqueline stóð jafnan á því fastara en fótunum að hún vildi eignast stóra fjölskyldu. Heima hjá þeim voru oft smábörn úr nágrenninu, sem voru að leika sér við Karolínu og stundum kom hún með telpuna heim til okkar til að lofa henni að leika sér við okkar böm. Og Bradlee heldur enn á- fram: Það var þremur dögum áður en John fæddist í lok nóv- ember 1960, að konan mín þurfti líka að fara á fæðingardeildina, það var síðasta og sjöunda barnið okkar, sem þá var á leið- inni. Barnfóstra okkar var sænsk háskólastúdína, sem var einmitt upptekin í prófum í skólanum, þegar þetta gerðist. Okkur vantaði því einhvern til að gæta bamanna sex, meðan ég fylgdi konu minni á sjúkra- húsið. Það varð því seinasta úr- ræðið, að við hringdum yfir i hús Kennedyhjónanna og spurði ég, hvort við gætum fengið lánaða barnfóstru þeirra. En hún var þ* farin út með Karo- linu og stóð ég nú uppi alveg í vandræðum og vissi ekkert hvað ég ætti að gera til að út- ið, að taka þátt í forsetakosn- ingunum. 'Y7’ið skulum heyra áfram frá- ’ sögn kunningja þeirra Ben Bradlees ritstjóra Newsweek. „Jacqueline", segir hann, „hafði nóttina til West Virginia, en það er stutt að fara frá höf- uðborginni Washington. Það var auðséð, að Jacqueline var mjög spennt og strax komin ferðahugur í hana. Það mátt'i sjá, að stjórnmálabarátta manns hennar var nú líka orðin hennar brennheita áhugamál". Den Bradlee minnist þess enn- fremur, að þau Kennedy- hjónin bjuggu áfram i húsi sínu í Georgetown eftir að John hafði verið kosinn forseti og alveg þangað til hann tók við embættinu. Þá gerðust ein- kennilegir atburðir í hverfinu Georgetown, sem hafði áður verið svo kyrrlátt og friðsælt. — Við bjuggum þar skammt frá húsi, Kennedy-hjónanna,. ,en þegar maður kom heim úr vinnunni, ætláði maður varla að, komast að ,-því að svo mikill mannfjöldi hafði safpazt samán á götunni, öft fjögUr óg fimm hundruð manns, sem kom þarna til að hylla og heiðra hinn unga væntanlega forseta. Þessi hópur leit á Kennedy sem fulltrúa nýrrar Ameríku. Þau kölluðu sig: „Unga Ameríka, fædd á 20. öldinni". Eins og fyrr segir, var það einmitt á ári forsetakosning- anna, 1960, sem þau eignuðust annað barn sitt og olli þunginn því að hún gat ekki tekið eins mikinn þátt í kosningabarátt- unni eins og hún hefði viljað. Hún tók að vísu mikinn þátt í baráttunni, sérstaklega á fyrstu stigum hennar Hún hélt boð, fór á fundi og skrifaði blaðaþátt sem varð allvinsæll, þar sem hún ságði frá lffi sínu sem eiginkona forsetaframbjóð- anda. En svo eftir því sem hún komst lengra á leið með barn- ið, þá varð hún að draga sig æ meira út úr þessu pólitíska starfi. Hún varð, ekki sízt vegna þess sem fyrir hana hafði komið áður að fara varlega. TTinir pólitísku andstæðingar voru ekki lengi að taka eftir þessu, að hún var að draga ■ sig í hlé og notuðu þeir tæki- færið óspart til að koma af stað alls kyns sögusögnum um að ósarnlyndi væri á ný komið upp rpilli Kennedy-hjónanna. Ein svæsnasta sagan sem gekk og komst á ( prent var sú, að Josef Kennedy faðir forseta- frambjóðandans hefði orðið að greiða Jacqueline milljón doll- ara til að fá hana til að fresta hjónaskilnaðarkröfu er gæti haft svo alvarleg áhrif á stjórnmála- frama sonarins. Þessar sögur, sem voru samd- ar í pólitískum tilgangi fengu þó ekki rætur í frjósamri mold. Þeir trúðu þeim sem af illgimi og andúð vildu trúa þeim, en þorri almennings virti þær ekki viðlits. Og sannleikurinn er sá, að þótt Jacqueline yrði að hlífa sér nokkuð í kosninga- baráttunni, þá stóð hún einörð og traust með manni sínum og fylgdi honum oft á ferðum hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.