Vísir - 15.06.1965, Síða 8
R
V I § I R . Þriðjudagur 15. júní 1965
VISIR
Utgetandi: Blaðaútgátan VISIR
Ritstjóri- Gunnar G. Schram
Aðstoöarntstjóri: Axel Thorsteinso
• Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn 0. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuSi
í lausasölu 7 kr eint. — Sími 11660 (5 linur'
Prentsmiðia Vísis - Edda h.f
Atvinnumál Norðlendinga
JTyrir skömmu var haldin á Akureyri ráðstefna Norð
lendinga um atvinnumál landsfjórðungsins. Þar hefur
atvinnuástand yfir vetrarmánuðina verið æði erfitt,
svo það er að vonum að Norðlendingar hugleiði ráð
til úrbóta. Fyrir dyrum standa tvennar ráðstafanir,
sem líklegar eru til þess að efla mjög atvinnulífið í
fjórðungnum og auka atvinnu í kauptúnum og kaup-
stöðum þar. Önnpr er stofnun Framkvæmdasjóðs
strjbýlisins, er uagafrumvarp verður borið fram um
í haust, er þing kemur aftur saman til funda. Hin er
samning framkvæmdaáætlunar fyrir Norðurlands-
fjórðung en að því verki er nú unnið, og verður sú á-
ætlun í svipuðu sniði og Vestfjarðaáætlunin.
JJráefnisskortur er eitt mesta vandkvæðið í fiskiðju-
verum norðanlands. Því er nauðsyn að ekki verði að
eins síld flutt frá fjarlægari miðum, eins og þegar
er reyndar byrjað á, heldur einnig að skapaður verði
grundvöllur flutnings fisks norður til stövanna. Þá
benti ráðstefnan á að æskilégt væri að leyfa útlending-
um að landa fiski og breyta lögum um það atriði svo
sem nauðsyn krefur. Efling íðnaðar í fjórðungnum
er annað mesta nauðsynjamálið og þá ekki sízt þess
iðnaðar, sem við sjávarútveginn er bundinn. Er þar
efst á blaði fullvinnsla síldar m.a. í niðurlagningar-
verksmiðjum. Markaðsmálin eru þar helzti erfiðleik-
inn og standa mjög tVeimur slíkum verksmiðjum á
Norðurlandi nú fyrir þrifum. Hér þarf því að kanna
nýjar leiðir og hefja skipulega markaðsleit eða hverfa
inn á þá braut, sem mörkuð hefur verið af Pólstjörn-
unni í Hafnarfirði.
J>að er ljóst, að með einhverjum ráðum verður að
beina meira f jármagni stöðugt til atvinnuuppbygging-
arinnar úti á landi en nú er gert, ef vel á að takast til
í atvinnumálum dreifbýlisins. Ella verður dreifbýlið sí-
felltafskipt í samkeppninni við þéttbýlisþægindi Faxa
flóahvilftarinnar. Gera þarf því ráðstafanir til þess
að laða félags- og einkafjármagn til landshlutanna
utan hennar og skapa þau skilyrði að það sjái sérhwg
í að leita þangað. Þar koma til greina sérreglur um
greið og ódýr stofnlán til verksmiðjubygginga, sem
reistar eru í þessum landshlutum og svipuð lán til
vélakaupa. Og einnig sýnist ekki fráleitt að ívilna at-
vinnurekstri, sem þar yrði komið á stofn, í opinber-
um gjöldum fyrstu 2-3 árin, meðan verið er að komast
yfir byrjunarörðugleikana. Slík aðstoð er mun
jákvæðari en neyðarhjálp og kreppulán, þegar
fyrirtæki eru komin í rekstrarþrot eins og nú
mjög tíðkast, þótt slíkar ráðstafanir séu vissulega
góðra gjalda verðar. Hér þarf með öðrum orðum að
kanna nýjar leiðir og framkvæma nýjar hugmyndir
til uppbyggingar í strjálbýlinu.
Surtur talar
sínu máli
Á annað ár hefir Surtur talað
til okkar ljósu máli, talað
til okkar ljósu máli, talað til
allra íslendinga, en mest og
fastast til þings og stjórnar og
Háskóla íslands. Og nú hefir
Surtur yngri — Surtur Surts-
son — einnig látið til sín heyra
svo ekki er um að villast.
Og hvað segja þeir feðgar?
Mér skilst að það sé eitthvað
á þessa leið:
Háskóli íslands er lítill há-
skóli fámennrar þjóðar. Þess er
eigi að vænta, ekki sanngjarnt
að ætlast til þess, að hann geti
sér álits og frægðar út fyrir
landsteinana svo miklu nemi.
Þó er svo ástatt um tvær fræði-
greinar að vel má hyggja til
þess að hlutur Háskóla íslands
verði stærri og meiri en sem
svarar til mannfæðar á landi hér
og fyrirfeðar okkar sem þjóðar
meðal annarra stærri þjóða.
Þessar tvær fræðigreinar eru:
Annað: íslenzk tunga, það er
norrænan í víðustu merkingu,
málvísindi þar að lútandi
og sagnfræði þeirra. Um þetta
þarf ekki mörg orð, svo ljóst er
það. Og þegar handritin koma
heim — við skulum vona að
það verði, þrátt fyrir alla mót
spyrnu, vaxa ekki aðeins mögu
leikar þess að fræði íslenzkrar
tungu beri hátt við Háskóla ís-
lands, þá stórvex einnig skyldan
að vinna svo að á þessu sviði,
að hróður íslenzkra málvísinda
hefji Háskóla íslands meðal
norrænna þjóða og víðar.
Hitt: Jarðfræði, sérstaklega
fræði elds og ísa. Menn sem
hafa dvalið allmikið handan ís
landsála hafa þá sögu að segja,
að meðal fræðimanna erlendis
veki það svo mkila undrun að
stappar nærri hneyksli, að ekki
skuli haldið uppi rannsóknum í
jarðfræði og kennslu við Há-
skóla íslands. Útlendir fræði-
menn fróðir á þessum sviðum
benda á að land vort ísland er
allt ein stór vísindanáma í jarð
fræði elds og ísa. Enginn Norð
urálfumaður getur talizt vel
menntaður í jarðfræði nema
hann hafi numið nokkuð um ís
land, landið frætt hann margvís
lega. Á engu sviði gæti Háskóli
íslands gert .sig frekar „stóran“
eBbáásðfréBði-sviSinu: ‘Með því
iBniiJijbosn
að efna til íslenzkrar fræðastarf
semi á því sviði.
Þetta segja þeir feðgar Surtur
eldri og Surtur yngri. En þeir
gera meira og segja fleira. Þeir
leggja okkur upp í hendur náms
■ efni á mælikvarða jarðfræði-
vísinda um heim allan. Um leið
eggja þeir forráðamenn Háskóla
mála lögeggjan að gera alvöru
af því að koma á fót fræðastóli
i jarðfræði við Háskóla íslands,
gera alvöru af því og draga það
ekki árinu lengur, landi og þjóð
til vansæmdar. Við megum gera
okkur það ljóst að tómlæti ís-
lenzkra fræðsluyfirvalda á þessu
sviði er farið að vekja undrun
eigi all litla víða erlendis. Nú
stedur svo á sporði að nýbúið
er að lögsetja allmikla stofnun
sem nefnist Náttúrufræðistofn-
un Islands. Við þá stofnun eru
að verki vísindamenn sem vel
myndu skipa prófessorssæti við
Háskóla íslands, við Jarðfræði-
stofnun Háskólans.
1_Tvað dvelur Orminn langa?
Er ekki skrefið stutt að
stíga frá Náttúrufræðistofnun ís
Framh.. á bls. 6.
Nýstúdentar úr M. R. á Selfossi
í fyrrakvöld, þegar tíðinda-
maður Vísis var á leið frá Laug-
arvatni (þar sem hann var við-
staddur brautskráningu stúd-
enta) og kom við á Selfossi, bar
fyrir augu gjörvilegan hóp ný-
stúdenta úr Menntaskólanum í
Reykjavík. Þeir höfðu lokið
prófum daginn áður, laugardag,
og í dag verða þeir braut-
skráðir og fá hvítu kollana. Þeir
voru 17 talsins (B-bekkur
máladeildar) og voru þarna í
boði prestshjónanna frúStefaniu
Gissurardóttur og síra Sigurðai
Pálssonar. Sonur hjónanna vai
einn í hópnum. Prestur fylgf'
þeim úr garði og sagði þeim :
hugsa hátt — það var vega
nestið.
Ungu stúdentarnir voru glað-
ir í bragði — þeir höfðu sungið
mikið. í tilefni af komu þeirra
hafði skáldkona á Selfossi,
Auður Thoroddsen, ort stuttan
brag svohljóðandi:
Nú velkomnir sem vera ber
þið veizlu skuluð njóta
Af alhug fögnum ykkur hér
og ei skal gleði þrjóta.
I þinghá sauða Sigurðar
þið safnizt nú til gleðskapar
af vizku vel uppfylltir
þið skuluð ávallt hyiltir.
Að baki er allt prófa puð
og púl frá liðnum vetri.
Hver frosin sál og forkeluð
;kal fagna dögum betri.
sem ungkálfar þið ærslizt nú,
með ykkar hjörtu full af trú
á med. júr. mag. og fílu
og meðlagt theol. pflur.