Vísir - 15.06.1965, Blaðsíða 9
VI S IR • Þriðjudagur 15. júní 1965.
9
MINNING:
Alexander Jóhannesson
dr. phil. & jur.
Ég skal koma þessu fram
Þegar Alexander Jóhann-
esson var skipaður prófessor
árið 1930, hafði hann kennt
15 ár í háskólanum, 11 ár
sem einkadósent og 4 ár
sem dósent. Ekki var það
háskólanum að kenna, að
þessi braut var honum að
vonum seinfarin, heldur var
Alþingi á þessum tíma all-
tregt til þess að hleypa mik'
um vexti í þessa ungu st'
un. Samt er óhætt að segja,
að það var ekki fyrr en Aléx
ander var orðinn rektor há-.
skólans, haustið 1932, sem
samkennurum hans fór að
verða ljóst, hvílíkan athafna
mann þeir höfðu lengi haft
sín á meðal, án þess að
krafta hans hefði verið neytt.
Með þessu rektorskjöri hófst
ekki einungis nýr þáttur í
ævi og starfi Alexanders,
heldur nýr kapituli í sögu há-
skólans, nýr skilningur þess,
hvað rektor ætti að gera og
væri gert. Þá sögu þarf ekki
að rekja lengra. í þessum
fáu línum langar mig aðeins
til þess að rifja upp tvö at-
vik af öllu því, sem mér er
minnisstætt frá 64 ára kynn-
um og margra ára nánu sam
starfi.
í febrúar 1933 kvaddi rekt
or saman kennarafund og bar
fram þá tillögu, að háskól-
inn sækti til alþingis um
einkaleyfi til peningahapp-
drættis í því skyni að afla
fjár til háskólabyggingar.
Málinu var vísað til háskóla-
ráðs, og þar voru síðan þrír
menn kosnir í nefnd til þess
að vinna að því, rektor og við
Magnús Jónsson. Af því að
ég átti þá ekki sæti í háskóla
ráði, komu þeir Alexander
og Magnús heim til mín þeg-
ar að fundi ráðsins loknum.
Magnús gerði fyrstur grein
fyrir sinni skoðun, enda var
hann þaulreyndur alþingis-
maður og öllum hnútum
kunnugur. Hann sagði, að
eins og nú blési í þinginu,
væri það allra skásta, sem
fyrir slíkt happdrættisfrum-
varp gæti komið, að það
yrði steindrepið. En að öllu
líkindum mundi málinu jafn-
vel reiða svo vel af. Hug-
myndinni yrði stolið frá há-
skólanum og happdrætti sett
á stofn í þágu einhverra
verkefna, sem arðvænlegri
þættu, eða jafnvel til þess að
bæta lélegan hag ríkissjóðs.
Hér væri ekkert vit í öðru
en fara sem dulast með hug
myndina og reyna að bíða
betri tíma og tækifæris. Al-
exander svaraði þessum úr-
tölum með fáum orðum, án
þess að fara út í frekari rök-
ræður: „Ég hef einu sinni
komið frumvarpi gegnum
efri deild (það mun hafa ver
ið um síldarleit á flugvél-
um), þó að þeir Jónas Jóns-
son og Jón Þorláksson
greiddu báðir atkvæði á
móti því, — og ég skal koma
þessu fram.“ Mér er nær að
halda, að þessi nefnd hafi
ekki haldið fleiri fundi. En
málið var tekið upp í þing-
inu og happdrættisfrumvarp
ið samþykkt sem lög 3. maí
um vorið.. Vitanlega áttu
margir góðir menn innan
þings og utan, meðal annarra
Magnús Jónsson, góðan hlut
að úrslitunum. Og þó hygg
ég ekki ofmælt, að hlutur A1
exanders hafi verið drýgst-
ur. Áhugi hans og trú á mál
stað sinn, mannheill hans og
lagni orkuðu þar ótrúlega
miklu.
En svo stórt spor sem stigið
var með happdrættislögun-
um, var það fé, sem árlega
féll til, ekki líkt því nægi-
legt til skjótra framkvæmda.
Og þetta voru krepputímar
erfitt að útvega lán. Alex-
ander sýndi í því sem öðru,
er að byggingu háskólahúss-
ins laut, bæði hugkvæmni og
þrautseigju. Hann háfði auga
á hverjum fingri. Allar lán-
tökur varð að bera undir há-
skólaráð til samþykktar. Það
gekk vitanlega greiðlega. En
einu sinni, þegar Alexander
bað um leyfi til þess að taka
að láni 10 þúsund krónur úr
sjóði Þingvallahrepps,
nenntu háskólaráðsmenn
ekki að rétta upp hendurnar.
Við klöppuðum! Og það er
líklega í eina skiptið í sögu
þessa virðulega ráðs, sem
samþykkt hefur verið gerð
með lófataki, svo að það á
skilið að vera fært í letur, ef
það skyldi ekki vera bókað
í fundargerðinni.
Rúmum sjö árum eftir setn
ingu happdrættislaganna og
rúmum mánuði eftir hernám
ið, 17. júní 1940, var há-
skólahúsið vígt. Það kostaði
með öllum húsbúnaði um 2
milljónir króna. Mörgum
fannst þá húsið alltof stórt
og allt of dýrt. Og það var
ævintýri líkast að koma því
upp svo myndarlegu sem það
var á þeim tímum, sem nú
eru teknir að fymast hinum
yngri kynslóðum. Þó að
forganga Alexanders Jóhann
essonar í þeim framkvæmd
um væri ekki nema eitt brot
af miklu ævistarfi, hlýtur
alltaf að leika um það brot
sérstakur ljómi í minni þeirra
sem því voru kunnugastir.
Sigurður Nordal.
Mér er ljúft og skylt að
minnast kennara míns og
vinar drs. Alexanders .Jó-
hannessonar, er dó á annan í
hvítasunnu. Ég var nemandi
hans í háskólanum á árunum
1943-’49 og man ekki sízt
eftir fyrstu kennslustundinni
þegar hinn lærði málfræðing
ur var að skýra okkur, er þá
hófum nám, frá því verkefni
er biðu okkar. Við yrðum
fyrst að glöggva okkur á ger
mönsku málunum, en síðar
skyggnast víðara um til alls
indóevrópska málaflokksins.
Alexander vann þá af alefli
að orðabók sinni hinni miklu,
og sveif hugur hans í kennsl-
unni því oft frá þurrum mál-
fræðireglum yfir í skýringar
á uppruna orða og skyldleika
tungumála. Voru þá tíðum
mörg sverð á lofti og gaman
að sjá í einni sjónhendingu
langt aftur í aldir og skilja
í svipinn, að manni fannst,
þessa huldu dóma málsins, er
voru máske ekki svo flóknir,
þegar að var gáð. Mörgum
árum síðar, þegar leið að al-
vöru prófsins, setti maður í
sig herkju og lærði helztu
reglurnar, en metur nú samt
meira hugboðið, sem þessi
kennsla veitti, en sjálfa viss-
una.
Alexander Jóhannesson
blandaði ekki mjög geði við
nemendur sína utan kennslu
stunda. Hann mátti ekki vera
að því, hann stóð í stórræð-
um. Var að reisa hús yfir há
skolann .og,,stofnanir hans:,,
Ég kynntist~lionum því ekki
að verulegu ráði fyrr en
mestu önnum hans var lokið,
og var þá gott að líta inn
til þeirra hjónanna á Hring
braut 57, þiggja hjá þeim
kaffisopa og spjalla um
heima og geima.
Ég veit, að nánustu sam-
starfsmenn Alexanders munu
í minningargreinum rekja ýt
arlega feril hans og marg-
þætt fræði- og þjóðþrifastörf,
svo að ég mun ekki fara út
í þau efni hér, heldur eru
þetta einungis fáein kveðju-
og þakkarorð frá einum
hinna yngri nemenda hans.
Alexander Jóhannesson
var sannur höfðingi í sjón og
raun, hugsjónamaður, er lét
ekki sitja við orðin tóm, for
dæmi öllum þeim, er vilja
beita sér þjóðinni til þroska
og framfara.
Ég votta að lokum frú
Hebu innilega samúð mína.
Finnbogi Guðmundsson.
Mep dr. Alexander Jó-
hannessyni er til moldar
hniginn einn af beztu son-
um þesfearar þjóðar.
Hvað hæst bar í lífi hans
er erfitt að sjá í skjótri svip-
an, því að dr. Alexander var
svo fjölhæfur og margslung-
in hans áhugamál. Er ég
heimsótti hann allmörgum
árum eftir að hann var kom-
inn á eftirlaun sýndi nann
mér málverk, er hann hafði
verið að ijúka við. Sköpunar
þráin þurfti sína næringu,
það var ekki honum líkt að
sitja auðum höndum.
Persónulega held ég, að
þótt málvísindi og stórbrotið
brautryðjendastarf i málefn-
um Háskóla íslands hafi tek-
ið stóran meiri hluta af ævi-
starfi hans og hann þar eins
og svo viða annars staðar
reist sér óbrotgjarnan minnis
varða, þá hafi hann samt
haft einna mestu ánægju af
afskiptum sínum af flugmál-
um, en þar gerðist hann
brautryðjandi á myndarlegan
hátt á árunum 1928-’31. Það
varð mér því nokkurt undrun
arefni, er ég á dögunum fletti
upp nafni dr. Alexanders í
bókinni íslenzkir samtíðar-
menn og sá þar að engu getið
þessa merka tímabils ævi
hans. Það eitt, að háskóla-
prófessor og dr. í málvísind-
um skuli gerast flugbraut-
ryðjandi og forstjóri flug-
félags í hjáverkum er ærið
undrunarefni. Hitt að það
skyldi gert af miklu viti og
fyrirhyggju er næsta furðu-
legt. Ég hef margoft haldið
því fram í ræðu og riti að
það hafa ekki nsegt minna en
alheimskreppa til að eyði-
' 1é£gja FÍugfélag 'lslands hið
annað í höndum dr. Alexand
ers.
Áhugi dr. Alexanders var
svo brennandi og bráðsmit-
andi, að hann hreif alla með
sér eins og hinn fæddi leið-
togi og ég held, að viðhorf
hans til þessara mála sé bezt
lýst með þvf að birta orðrétt
lítinn kafla, þar sem hann
segir frá fyrstu flugferð til
Norðurlandsins, en farið var
vestur um land með fyrstu
viðkomu á Isafirði.
FYRSTA FLUGIÐ TIL
;NORÐURLANDS.
Eftir að búið var að reyna
„Súluna“ í Reykjavík og
nokkur hringflug farin í ná-
grenni Reykjavíkur, var lagt
upp í fyrstu flugferð til
Norðurlandsins 4. júní 1928,
kl. 9,30 að morgni. Við vor-
um 4 í vélinni, Simon flug-
maður, Otto Wind, vélamað-
ur, Walter flugstjóri og ég.
Veður var ekki gott, all-
dimmt í lofti og flugum við
því ekki yfir Snæfellsnes-
fjallgarð, heldur tókum
stefnu beint í vestur á Snæ-
fellsnes. Flugum við fram
með Svörtuloftum, fram hjá
öndverðamesi og stefndum
þaðan beint á Látrabjarg.
Skyggni var mjög lélegt, og
vorum við komnir mjög ná-
lægt Látrabjargi áður en
okkur varði, en Simon var
fljótur að snúa vélinni beint
í vestur. Flugum við síðan
með öllum Vestfjörðum og
Frh. á bls t