Vísir - 15.06.1965, Side 15

Vísir - 15.06.1965, Side 15
V í S IR • Þriðjudagur 15. júní 1965. RACHEL LINDSAY: RIVERIUNNI — Eg hefl aldrei séð neitt svo fagurt. — Þér eignizt vafalaust eins fagr an hring einn góðan veðurdag, sagði hann stuttaralega, yður vant ar bara að krækja í milljónara og hann hittið þér vafalaust bráðum Er það ekki þess vegna, sem þér starfið hér? Rose varð svo reið, að hún titr- aði, en hann skyldi ekki verða þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá, að hann hafði sært hana og knúði hún því sjálfa sig tii þess að taka þessu með ró. — Þér viljið, að ég feli hringinn milli blómanna?, spurði hún. — Já, en ekki of vel, skiljið þér. — Já, ég skil, svaraði hún ró- lega? Ég lofa yður, að ég skal hagað þv íþannig, að hann komist í réttar hendur, — og — hvort sem þér trúið því eða ekki herra Hammond slíkur hringur væri ein skis virði í mínum augum, væri mér gefinn slíkur gripur, ef það væri ekki sannar tilfinningar á bak við. Hann horfði á hana undrandi. — Þér eigið við, að þér girnist bæði peninga og ást. — Ég mundi aldrei giftast manni, sem ég ekki elskaði. Háðið hvarf úr svip hans. — Ég elska Enid — þér getið verið alveg rólegar. — Það gieður mig, ég vona að þið verðið mjög hamingjusöm. — Þökk, sagði hann er hann hafði horft á hana steinhissa. Svei mér, ef ég held ekki að þetta hafi komið frá hjartanu. Rose horfði á eftir honum. Svo tók hún hringinn og smeygði hon- um varlega á rósarstöngul. Ef ljós ið félli á hann var ekki hægt ann að en taka eftir honum. Vegna þess að hann hafði beðið hana að koma hringnum fyrir í blómavendinum, þótti henni örugg ast að fara upp með hann sjálf. Bezt að aðrir kæmust ekki á snoðir um þetta. Litlu síðar barði hún að dyrum á íbúð ungfrú Walters. Enginn svar- aði. Hún barði aftur, en enginn svaraði. Hún var í vafa um hvað gera skyldi, — enginn var 1 göng unum, en hún gat ekki skilið blóm ín eftir við dyrnar. Hún gekk út frá því sém gefnu, að enginn væri í íbúðinni og fékk einn starfs- mann gistihússins til þess að opna. Svo gekk hún inn með blómvönd inn i fanginu, setti hann frá sér á borð. en er hún sneri sér við til þess að ganga út heyrði hún eitt hvert hljóð. Úti við gluggann stóðu þau Enid Walters — og — Tino Barri í faðmlögum, og höfðu greini lega gleymt stað og stund. Rose stóð eins og lömuð og gat ekki hreyft sig úr sporum. í þessum svif um sneri ungfrú Walters sér við og kom auga á hana. Hún roðnaði upp í hársrætur og hvæsti út úr sér: — Er það siður hér í gistihúsinu, að starfsfólkið komi inn í íbúðir gesta án þess að berja að dyrum? — Ég barði tvívegis, sagði Rose eins rólega og hún gat. — Þá gátuð þér farið án þess að reka erindi yðar. Til hvers komuð þér annars? — Ég fékk starfsmann til að opna vegna þess að blómvöndur- inn, sem ég kom með, er verðmæt- ari en svo, að ég gæti skilið hann eftir fyrir utan dyrnar. — En starf yðar? Er það ekki yður verðmætt. — Ég barði tvívegis, sagði Rose, og var fastmælt og ákveðin, en þér voruð uppteknari en svo, að þér heyrðuð til mín. — Ég skal kæra yður, hvæsti Enid Walters. — Það er yður frjálst, svaraði Rose og gekk út. ;i Það gekk qlveg frajn af henni, að Enid gat verið að daðra við annan mann þar sem hún að kalla mátti var opinberlega trúlofuð öðr- um — og að geta daðrað við mann tegund slíka sem Tino Barri var! Hvað mundi Lance segja, ef hann vissi þetta? Eða frú Hammond? En hún hratt frá sér öllum hugs unum um þetta. Þetta var fullorðið fólk og ábyrgt gerða sinna. En hugsanirnar um þetta sóttu að henni á ný. Hún sá Lance fyrir hugskots augum sínum með glitr- andi hringinn í hendinni? Hvað mundi hann segja, ef hann vissi, að Enid daðraði með leynd við slæp ingja þann, sem móðir hans hafði þessa stundina til að snúast kring um sig? Líklega yrði hún að stappa í sig stálinu og segja Alan frá þessu. Einhvern veginn fannst henni ó- þolandi, að Lance Hammond væri ginntur sem þurs. 5. kapítuli. Rose beið árangurslaust eftir Alan, en hann kom ekki. Hún á- I kvað að fara til hans daginn eftir. j En næsta morgun var heilmikið í- j blöðunum um trúlofunina, sem hafði verið birt kvöldið áður. Rose fékk því ekki tækifæri til þess að tala við Alan hvorki um þetta eða annað. Og auk þess var þetta um seinan. Hún yrði að þegja yfir þessu. Jacqueline gat ekki um annað : talað en trúlofunina og var á þön- : um milli búðar og bakherbergis. Hefurðu heyrt., sagði hún við Rose, ; að þau ætluðu að gifta sig svo til í í „einum grænum“, hafði hún séð j öll blöðin, og allar myndirnar? En Rose hlustaði ekki á mas hennar. Hún var önnum kafin. Það leit út fyrir að allir ætluðu að senda þeim blóm — og hefð,u valið einmitt þessa blómabúð til j þess að kaupa jjau f. i Og loks fékk hún stöðvað Jacque ! line og sagt: i Við getum ekki sinnt fleiri pönt unum. — Við verðum að gera það, sagði j Jacqueline eins og skelfingu lostin. j Ég skrepp niður í bæinn og reyni að ná f fleiri blóm, við verðum að hafa nóg, þótt við verðum að ; borga meira en vanalega. ( Rose hris*:i höfuðið brosandi, en ; Jacqueline var rokin burt áður ien hún.gæti stöðvað hana. Og.litlu ^síðár 'k'om ‘ húh ’aftur með fangið fuliUaf tiiðmum. — Ég tók allt, sem ég gat máð í, sagði hún bíllinn bfður fyrir ut- an — ætti ég að reyna að ná í meira. Rose hló og lét hana fara, og hugsaði sem svo, er pantanir héldu áfram að berast, að það væri á- gætt, að Jacqueline hafði verið for sjálli en hún. Þær unnu af kappi og höfðu ekki lokið starfinu fyrr en klukkan hálf átta. — Þú mátt fara, Jacqueline, sagði Rose og rétti úr sér, þó að hana sárverkjaði í bakið ég veit að þú iðar í skinninu að hitta Philippe þinn. — Þakka þér fyrir, sagði Jacque- line himinlifandi, ef ég er heppin kem ég kannski auga á Lance Hammond. En það var Rose, sem var sú heppna. Hún var að slökkva ljósin í búðinni, þegar Lance Hammond kom inn. Ég vildi gjarnan afhenda yður þetta persónulega, sagði hann og rétti henni umslag. Rose opnaði það og varð alveg undrandi er hún sá, að innan í var boðskort í trúlofunarveizluna frá frú Hammond. — En — en frú Hammond þekk- ir mig ekki — og bér raunar ekki heldur? — Víst þekki ég yður, sagði Lance Hommond brosandi. Þér hjálpuðuð mér einu sinni munið þér ekki eftir því? Og þar að auki — þetta er líka vegna Alans, — hann hefði aldrei beðið mig sjálf ur að bióða yður. Tað er þá afgert mál — þér komið? Rose kinkaði kolli. < — Þökk, sagði hún, ég skal gjarnan koma. Þegar hann var farinn athugaði Rose spjaldið nánar. Hún hafði tvo daga til undirbúnings. Það var dag sett 10. júnf. Hún hafði tvo daga til undirbúnings. Hún yrði að svip ; ast um eftir kiól f háderrishléinu j á morgun. __ , Hún var heppin, Jacqueline tók að sér búðina, — ekki gat komið til mála að loka l—2 tíma, þar sem mest var að gera á þessum ; tfma árs. Og Rose fann kjól, sem j hún var ágætlega ánægð með. Hún horfði gagnrýnandi augum á hann í speglinum er hún var að máta hann, og hún sá, að hann fór henni vel, og að hún mundi ekki fá ann- : an, fer betur hæfði og hentaði, en dýr var hann. Hún hafði aldrei orð- ið að punga út með svo mikið fé fyrr — og þó var hún hissa, að hann skyldi ekki vera miklu dýr- ari. Og stúlkan var einnig ánægð. — Það er eins og kjóllinn hafi verið saumaður á yður, en . . . . Rose horfði undrandi á hana. Var þá eitthvað athugavert við hann. j — Ætti ég ekki að taka hann? ! spurði hún. í — Kjóllinn er gullfallegur, sagði stúlkan, en — ef mér leyfist að segja það — þér ættuð að fá aðra hárgreiðslu — og ef þér færuð að mínum ráðum þ áfarið til Sylvestre, og berið honum kveðju frá mér. Þér verðið? að taka yður sem allra bezt út. ' : # Hnú tók við litlu spjaldi, sem stúlkan rétti henni — spjaldi með I nafni Sylvestre og símanúmeri. j Hún yrði að hringja til hans þegar. Hafi maður sagt A verður líka að segja B. Og nú var næsta hádegis- hlé llka farið, án þes hún gæti fengið sér bita, hvað þá farið í sjó. Rose var áhyggjufull á svip, er hún settist í Stólinn í snyrtisal Sylvestre, — horfði alvörugefin á skæri og önnur áhöld. —Hafið engar áhyggjur, sagði ungi hárgreiðslumeistarinn, ég klippi það ekki allt . . Sannleikurinn var sá. að Rose hafði allt af gengið með sítt hár — allt frá því hún var telpa Ef það varð of langt stytti hún það örlftið, það var allt og sumt, setti það svo upp einfaldlega, fléttað eða ófléttað — Ég sé eftir því, hálfstamaði hún við Sylvestre, ég hefi verið svo stolt af að hafa svo sítt hár, að ég gæti setið á þvl — Setið á því, sagði Sylvestre með skelfingarsvip, hár er ekki til þess að sitja á því Rose sagði ekki meira Mótmælti ekki frekar Það var kannski gaman að dálítilli tilbreytingu Kannski var tími til kominn að breyta dálítið til, hugsaði hún En hún hafði ekki gert sér grein fyrir, hve breytingin mundi verða mikil, en Sylverstre kinkaði kolli ánægður, er hann hafði klippt það og burstað — Sjáið, sagði hann, nú liðast það eðlilega (I Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annasf frú Bima Karlsdótíir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. T A R Z A N CN!EP MITiá NEvVS- THAiT 7HE HE 60LP THE SPI7ER PEOPLE'S G0L7T0 WAS OM AN APMEP SAPAKi TO PLUNFER. m? WLLTHE/A-- HA3 ALEKTEP TARZAMTOA PAMSERHE HOPE7 THESE STRAMSE, IMTELLIGENT CREATURES WOULP HEVER FACE. WE UKURUS HAVE PR0TECTE7 OUR ’I SPIPER-FEvOPLE FRIEKJPS ANPTHEIR SECRET A LOMS -LONG TlttE ,TARZAM! EEP0R.E EVILAENCAN HARIATHEfA, STEAL THEIR GOLP, THEY MUST PÁSS THROUGH URURU .COUNTRY.... J SO,IFITELLN TRAPER. KEEP OUT OF URURU COUNTRY, ANP HE NOT OSEY AAE, Fréttirnar frá Miti höfðingja að verzlunarmaðurinn sem seldi gull Köngulóarþjóðarinnar væri á Ie'iðinni í vopnuðum leiðangri til þess að ræna og drepa þá hef ur látið Tarzan verða varan við þá hættu sem hann vonaði að þessar einkennilegu, greindu ver- ur myndu aldrei þurfa að kom- ast í kynni við. Við Ururumenn höfum verndað Köngulóarþjóð- ina okkar og leyndarmál þeirra lengi Tarzan. Áður en vondir menn geta gert þeim mein, stol- ið gullinu þe'irra verða þeir að fara í gegn um Ururuiandið. Svo ef ég segi verzlunarmanninum, haltu þér frá Ururulandinu og hann hlýðir n:5r ekki, þá drep- um við hann. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS I Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir,. sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVIK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vik annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. ^/WWNAAA/WW^AAAA/ VÍSIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- Kvartana- simmn er í virka daga kl. 9 - 20, nema laugardaga ki. 9-13. WNAAAAyVSAAAAAAAAAA/

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.