Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 2
I Hávaðatónlist hættuleg Tve/V drengir í Danmörku skaddast á heyrn á tónleikum Eitt sinn i vetur, er erlend bítlahljómsveit kom hingað til lands og hélt „hljómleika“ í Austurbæjarbiói, var gerð mæl- ing á hóvaðastyrk tónlistar- mannanna og tækja þeirra. Kom i ijós, að hávaðinn var á því stigi, að hættulegur gæti talizt heym manna. Takmörkin eru talin vera um það bil 90 decibel, en hávaði frá venjulegri bítlahljómsveit í essinu sínu venjulega 120 deci- bel. Sá styrkur helzt nokkuð ó- breyttur fáeina metra frá há- tölurunum, en á bítlatónleikum eru fremstu sætin, þ. e. næst hljómsveiíinni, venjulega eftir- sóknarverðust. Nýlega kom það fyrir í Dan- mörku, að 12 ára piltur, sem stundaði bítlatónleika og stillti útvarpið mjög hátt, stórskadd- aðist á heyrn. Það kom í ljós, að á þe'im bítlahljómleikum sem hann hafði sótt, hafði hann setið fimm til sex metra frá hljómsveitinni. Eitt s'inn er hann fór sem oftar að hlusta á bítlatónlist. kom hann heim eld rauður í andliti og átti ákaflega erfitt með heyrn. Annar dansk ur unglingspiltur, 16 ára gam- all, sem leikið hefur í bítla- hljómsveit fékk sams konar til- felli. Báðir þessir drengir eru frá sama bæ í Danmörku, Grindsted, og Iæknirinn sem fékk þá til rannsóknar hefur sett þá í algjört hávaðabann, og bannað hljóðfæraleikaranum að snerta rafmagnsgítarinn í langan tíma. Sagð'i hann að ef Hinn 12 ára gamli John: fórnarlamb hávaðatónlistarinnar. Skortur á orðstofnum? Undarlegt hve þéir, sem ráða nafngiptum allskonar virðast fátækir af orðstofnum. Detti einhver ofaná sæmilegan enda- stofn, er hann síðan endurtekinn með breyttu forskeyti f það ó- endanlega. Einhverjum orr'rög- um manni datt í hug orðið „ver“ sem endastofn í verzlun- arheiti — kannski var það „Vesturver" — óneitanlega laglegt orð og munntamt. En það komst fljótt í ofnotkun, innan skamms voru slík „ver" orðin fleiri í bænum en allar verstöðvar á lándinu — Austur ver, og önnur „ver" þar sem vfsað var t'il átta, voru afsak anleg, en nú virðist þróunin benda í þá átt, að þess verði ekki langt að bfða, að rúmfata verzlanir nefnist „Sængurver" — og þýði endastofninn þá ann að en í venjulegri merkingu. Annar fann upp endastofninn „kjör" í sambandi við kjörbúð- ir — nú skipta „kjörin" senni- lega tugum, og virðist ekkert ónotað sem verzlunarheiti í þeirri mynd, annað en „Ókjör", hvað oft mundi þó réttnefni. Til þess að undirstrika fátækt- ina, hafa þessir, tve'ir orðstofn ar svo verið tengdir saman í „Kjörver" — og er þá eftir „Verkjör", sem ef til vill mundi ekki rangnefni á vissa veitinga staði, hvaðan fólk verður sam- ferða heim, það sem þó ekki hafði þangað samflot. Sam- kvæmt þesiari nýju notkun orð stofnsins liggur beinast við að eldri orð breyti um merkingu — kona, sem tíðum fer í þessi verzlunarver, mætti kallast „vergjörn", afgreiðslustúlkur í kjörbúðum „kjörgripir", þjófn- aðir f kjörbúðum „kjörgrip- deildir", þeir sem að þeim standa „kjörþjófar". Sannast þar, þrátt fyrir nefnda orð- stofnafæð, er ekki um að ræða neina kyrrstöðu í þróun máls- ins, sem betur fer. Loks fann orðhagur maður upp verzlunar- heitið „Hagkaup" — annar ekk'i eins hagur, greip þá stofn endingu og skeytti annarri framan við, svo úr varð „Kjara kaup" — er þá enn ónotað af brigðið „Verkaup" — sem að vísu er dálítið tvírætt... og „Hrossakaup", sem kannski geti gengið á bílasölu og hefði þá „hross" einskonar táknræna merkingu... drengirnir hefðu ekki komið strax til sín, hefðu þeir átt það á hættu að missa heyrnina ger samlega um 20 ára aldur. Læknirinn kvað það nokkuð algilda reglu til að dæma hvort hávaði væri skaðlegur heyrn manna, að geti menn í eins metra fjarlægð hvor frá öðrum ekki greint orðaskil þótt þeir tali hárri röddu, þá sé hávað- inn kominn yfir markið. Kári skrifar: A ð undanföniu hefur mikill áhugi á ferðamálum vakn að hjá okkur íslendingum. Al- drei hafa jafnmargir íslending ar farið til útianda og aldrei hafa jafnmargir útlendingar heimsótt landið og síðast liðið ár. Og allar líkur benda til þess að öll met verði slegin nú í ár. Mikill áhugi á mót- töku erlendra ferðamanna hef ur vaknað hjá þjóðinni. Ferða málaráð hefur verið sett á Iagg irnar og stöðugt er eytt meira fé til landkynningar. Helgi Tryggvason, yfirkennari sendi okkur hér stutt bréf og kemur m. a. með eina ágæta hug- mynd. Iceland is not an ice-Iand. Iceland is a nice land. Fyrir nokkrum árum, er ég ræddi við enskumælandi ís- landsVin, varð niðurstaða okk- ar sú, að með þessu ofanritaða. að einkunnarorðum ættum við að auglýsa ísland í rituðu máli. Þessi útlendingur var leiður yf ir því hvað landið bæri kalt nafn, sem vekti sífellt hroll { brjósti ókunnugra, eins og raunar allir kannast við, sem verið hafa eitthvað í öðrum löndum, einkum fyrr me’ir, þeg ar fáir erlendir þekktu til lands ins af eigin sjón. Sumir hafa sagt, að þetta hrollvekjandi nafn hafi á sínum tíma veitt okkur eins konar landvörn. Hvað sem um þetta er, þá er hitt víst, að á þessum dögum og á framtíðar dögum er Is- lendingum það mestur ávinning ur, að aðrar þjóðir viti satt og rétt um þjóð og land, menn- ingu hennar á ýmsum sViðum, um fegurð landsins og tíguleik og ferðamöguleika fyrir marga útlenda gesti, sem fýsir að heimsækja þetta sérstæða land, rétt eins og þeir heimsækja frændlönd okkar. Það er i alla staði rétt og eðlilegt, að útlend ir ferðamenn skilji hér eftir hóflegt gjald fyrir vel veittan greiða og ýmiss konar fyrir- greiðslu, fyrir vinsamlega fræðslu og leiðbeiningar á sómasamlegu útlendu máli. En íslendingar hafa eins og aðrar þjóð'ir — þörf fyrir meira en gjaldeyri ferðafólksins. Sérhver ferðamaður á að vera góður landkynnir og fulltrúi fyrir ís- land f sínum heimahögum, eftir að hafa verið hér. Virð'ing fyrir íslenzkri þjóð og vinsemd í hennar garð verður okkar bezta landvörn. Þess vegna eru líka ferðamálin, móttaka ferða- manna og meðferð, þýðingar- mikil menningar- og sjálfstæð- ismál. Þessi ofanritaði gamansami orðaleikur, eða öllu heldur hljóðlíking I framburð'i, fellur útlendingum vel í geð. Ég legg til, að þeir, sem auglýsa landið erlendis, noti þessi einkunnar- orð sem bezt og víðast. Það verður áre'iðanlega tekið eftir þeim og þau verða staðfest af þeim fjölda góðra gesta, sem hingað sækja, Það er mikill kostur við einkunnarorð í aug- lýsingum, að þau séu hlýleg, hnyttin og skýr, sönn og eftir- minnileg. Helgi Tryggvason yfirkennari NOTUÐ HUSGOGN GETUM TEKIÐ TIL UMBOÐSSÖLU VEL MEÐ FARNA: Svefnsófa — Svefnbekki Sófasett og klæðaskápa B-deiid SKEIFUNNAR kiörgarði TILKYNNING w fSS félagsmanna Vinnuveitendasambands Islands Að gefnu tilefni tilkynnir Vinnuveitendasamband íslands að félags- mönnum þess er bannað að ráða til sín fólk á öðrum kjörum en um var samið milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna á Norður- og Austur- landi 7. júní sl Gildir þetta um þá staði, er auglýst hafa önnur kjör en í þeim samningi felst. Reykjavík 22. júní Vinnuveitendasamband íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.