Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 16
vism Míðvikudagur 23. júní 1965 Norðurlonds- samningurnir snmþykktir ú Fyrri hluta næsta mánaðar er von á nokkrum bandarískum geimförum hingað til lands til að kanna aðstæður á ógrónu eldfjallalandi með væntanlega tunglferð fyrir augum. í fylgd með geimförunum verða nokkr ir bandarískir jarðfræðingar. Leiðangurinn kemur til lands ins 11. júlí og dvelur um það bil eina viku.,Áður koma þó menn til að undirbúa komu aðalhóps- ins og hefur helzt verið rætt um að fara til Öskju og nota Öskjusvæðið til æfinga. Það þykir ekki ólíklegt að þar sé helzt að finna það landslag á íslandi, sem kvað mest kann að líkjast landslagi á tunglinu. ísland er engan veginn eina landið sem kannað verður i þessu efni, því leiðangurinn kemur hingað eftir að hafa ver Framh. á bls. 6. t t t U{« S . Seyðisfirði 1 gærkvöldi var haldinn fundur á Seyðisfirði í verkalýðsfélaginu þar, stóð hann fremur stutt og voru þar samþykktir samningar þeir sem gerðir voru á sunnudag- inn um það að á Seyðisfirði skyldi fylgja allsherjarsamningum þeim sem gerðir voru fyrir Norður og Austurland. >á hafa kaupfélögin á Vopna- firði, Neskaupstað og Breiðdals- vfk og tilkynnt að þau muni greiða kaup eftir þe'im allsherjarsamning um. Radiósimamöstrin, sem nú eru í notkun, ber við himin efst á SkálafellL Gegnum þau fara flest símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. \ Notkun rudíórásu auðveldar mjög framkvæmd áætlana Ný símaskrá er nú komin út og er það stærsta bókarupplag, sem gefið er út hér á landi, því að hún kemur út í 55 þúsund eintökum. Þegar litið er yfir hana kem- ur f ljós sú öra þróun sem nú stendur yfir í símamálum, en það er fyrst og fremst fólgið í aukningu sjálfvirka símans á langlínusamtölum. Er það at- hyglisvert að í nýju símaskránni er einskonar formáli sem fjallar um notkun sjálfvirku símanna. Þessi aukning á sjálfvirku símunum hefur og auðveldazt mjög við það, að tekið er að nota radíótalrásir í síauknum mæli f staðinn fyrir stauralfnur eða jarðsambönd. Hér I þéttbýl inu sunnanlands eru að vísu not aðir mest jarðstrengir, en mik- ill hluti annarra símtala út á land fer fram gegnum radio-tal rásir. Þessi radíóöld í símanum hóf innreið sína, þegar radíósam- bandið var tekið upp við Vest mannaeyjar árið 1950. Áður hafði verið sæsími út í Eyjar frá Landeyjasandi, en hann hef- ur ekkert verið notaður síðan. öll símtöl við Vestmannaeyjar fara fram gegnum radíórásir. Frá Vestmannaeyjum liggur radíórásin svo austur í Horna- fjörð með magnara í Vík í Mýrdal. Til Hornafjarðar eru opnar 12 rásir, en hátt upp í hundrað til Eyja. Önnur radíó-rás liggur frá Reykjavík til Stykkishólms og þaðan til Patreksfjarðar. Ein þýðingarmesta radfórás- in er norður til Akureyrar, og mestur hluti símtala við Akur- eyrarsvæðið fer fram í gegnum hana. Eru það 56 talsímarásir sem liggja gegnum radíósímann til Akureyrar. Til þess að koma á þessu radíósambandi við Akureyri var fyrir nokkrum árum komið upp miklum möstrum á Skálafelli fyrir austan Esju og ennfremur á svokölluðum Björgum yfir Eyjafirði. Nú standa yfir viðbæt ur við þessi möstur á Skálafeíli. Er þar búið að steypa stólpa undir viðbótarmöstur. Eiga þau m. a. að vera til vara, þvf að hætta er á skemmdum á slfkum möstrum í vetraráhlaupum, en einnig geta þau tekið við aukn- ingu. Þetta radíósamband hefur mjög auðveldað útvíkkun sjálf- virka sambandsins. Það hefði Framh. á bls. 6. Stöplar hafa verið steyptir fyrir viðbótarmöstur á Skálafelli. Utanrikisráðherra Svía / heimsókn / næstu viku Utanríkisráðherra Svía Torsten Nilsson er væntanlegur hingað til lands f kurteisisheimsókn í næstu viku og mun hann dveljast hér f þrjá daga. Þetta er sams konar heimboð og þegar utanrikis ráðherra Norðmanna Halvard Lange kom hingað í nokkurra daga heimsókn í hitteðfyrra. Nilsson utanríkisráðherra mun koma hingað á mánudagskvöldið og dveljast hér fram á fimmtu- dag. Hann mun ræða við forseta og ráðherra og ferðast um landið, koma á Þ'ingvöll og fara norður til Akureyrar og Mývatns. Þá er það vitað að hann er mikill áhuga maður og unnandi málaralistar og vegna þess mun Listasafn ríkisins stilla upp í einn sal fyrir hann sérstaklega nokkrum nútímamál- verkum, en ráðherrann kann sér- staklega að meta nútímamálverk. Nilsson varð sextugur nýlega, hinn 1. apríl. Hann hóf ungur starfsemi í sænska Jafnaðarmanna flokknum var forseti æskulýðs- sambands hans, siðar varð hann formaður Stokkhólmsdeildar flokks ins og framkvæmdastjóri flokks- ins. Þingmaður hefur hann ver’ið síðan 1941. Hann varð fyrst ráð- herra 1945 og þá yfir samgöngu- málum en utanríkisráðherra frá 1962. AKUREYRI FÆR STÓRGJAFIR Akureyrarbæ hafa nú borizt tvær stórgjafir og var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar í gær að veita þeim báðum við- töku. Er þar um að ræða Daviðshús, fbúðarhús Davíðs hcitins Stefánssonar ásamt hús- munum og bókum, svo og jarð imar Syðri- og Ytri-Skjaldar- vík. Lagt var fram bréf fram- kvæmdanefndar Davíðssöfnun- ar, svohljóðandi: „í framhaldi af bréfi voru dags. 15. des. síð- astliðinn varðandi húsið Bjark- arstíg 6 og samþykkt síðasta bæjarstjórnarfundar, leyfum vér oss fyrir hönd framkvæmda nefndar Daviðssöfnunar að af- henda bæjarráði afsal til handa Akureyrarbæ fyrir húsinu Bjark arstíg 6, Akureyri. Jafnframt viljum vér nota tækifærið til að votta bæjar- stjórn Akureyrar og bæjarráði einlægt þakklæti fyrir velviljað an skilning og drengilega fram- komu í þessu máli. Virðingarfyllst: Brynjólfur Sveinsson, Sverrir Pálsson, Þórarinn Björnsson, Sigurður O. Bjömsson. Jafnframt voru Akureyrarbæ færðar að gjöf jarðirnar Ytri- og Syðri Skjaldarvík, sem verið hafa í eigu Stefáns Jónssonar, sem hefur þar um árabil rekið elliheimili ásamt stórum bú- skap. Gjöfinni fylgja þeir skil- málar, að þar verði rekið áfram elliheimili eða önnur líknarstofn un. Er gjöf þessi afar verðmæt, og samþykkti bæjarstjórn að veita henni viðtöku, þótt ekki sé ákveðið hvernig jarðimar skuli reknar. Hins vegar fól bæjarstjórn bæjarráði að gera tillögur um rekstur og stjórn Davíðssafns. Ekki var öll sú fjárhæð komin, er þurfti til kaupanna, en búizt við að svo yrði fljótlega, þar eð söfnunarlistar hafa ekki allir enn borizt. Formaður framkvæmda nefndar Davíðssöfnunar er Þór- arinn Bjömsson, skólameistari. Torsten Nilsson utanríkisráðherra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.