Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 9
 «W8* 9 VI S IR . Föstudagur 25. júni 1965. wwwiw—ii i ii WWMK.<ga f-----—----------- ------------------------------s Fluttist fjögurra ára úr Ólafsvík með for- eldrum sínum og systkinum að Laugarnesi og sextán ára frá Laugarnesi til Reykjavíkur ... í þann tíð var Laugarnesið ekki í Reykjavík. ------------------------------------------------/ að gerðist í Kvennaskólan- um fyrir nokkrum áratug- um, að skólastýran sá ástæðu til að kalla eina af námsmeyj- unum fyrir sig og segja við hana nokkur vel valin orð í fullri meiningu. Ekki það. að námsmey þessi hefði brotið neitt af sér að minnsta kosti ekki á þann hátt að hún hefði óhlýðnazt settum skólareglum. Svo var mál með vexti, að söng kennari skólans var að undir búa söngskemmtun með náms meyjum og þurfti á einhverri raddgóðri að halda til að syngia Íþar einsöng, og var það sam- eiginlegt álit þeirra allra, að þessi skólasystir þeirra væri bezt til þess hæf En hún skorað ist eindregið undan þeirri miklu ábyrgð, og einhvern veginn fór svo, að skólastýran, fröken Ingi björg H. Bjarnason komst að þessu. Og nú reyndi hún að J koma þessari hlédrægu náms- með foreldrum sínum til Reykja víkur. í þann tið var Laugarnes ekkj i Reykjavík, og eftir að María litla fór að stálpast horfði hún oft þaðan löngunar- augum á alla Ijósadýrðina i „borginni". — En ég varð að sækja skóla í bænum, og það var býsna löng ganga innan úr Laugarnesi alla leið niður I Miðbæjarskóla, segir hún. Ekki um að ræða önnur hús á þeirri leið. unz kom I bæinn, en fiskhúsin á Kirkjusandi, Bjarmaland, Kirkjuból og Tungu. Það var ÖII byggðin. Fyrir kom að maður fékk að sitja í hestvagni spotta korn og þá þóttist maður nú heppinn. Og svo var ekki laust við að hættur væru á leiðinni — að minnsta kosti var ég mjög hrædd við hundinn á Bjarmalandi, og reyndi því að fara sem næst sjónum. En þá var það brimið. María Markan — að allt í einu er farið að klappa frammi . . . þar voru þá komnar fjórar stöllur mínar, og ekki nóg með að þær klöppuðu, heldur hrósuðu þær rödd minni og gátu loks talið mig á að koma með sér heim til foreldra Jóns Leifs þetta sama kvöld, en ein af þessum kunningjastúlk- um mínum var uppeldisdóttir þeirra. Og þar lét ég svo tilleið ast að syngja ein, en þó því aðeins að ljósið væri slökkt á meðan. — Og svo gerðist það, þegar Einar bróðir minn kom heim öðru sinni, að afráðið var að ég færi út með honum, til Þýzkalands, og réði þar mestu um álit hans á rödd minni. Ég átti þá dálítið af peningum í sparisjóðsbók, sem ég hafði unn ið mér inn, bæði með kennslu og píanóleik á dansæfingum, svo að ég hafði nokkurn farar eyri. Einar hafði gagnrýnanda- skýrteini frá „Tidens Tegn“ í Noregi — raunar rekur mig ekki minnj til að hann skrifaði staf sem slíkur — en fyrir bragðið höfðum við ókeypis að- gang að söngleikahúsum og tón leikum, og er óþarft að taka fram að maður notfærði sér það. Ég var samt rög við að láta til skarar skríða, þó að margir gerðust til að hvetja inig — en svo var það, að ég heyrði söngkonu, sem hreif mig öllum fremur, og þá ákvað ég að draga þetta ekki lengur. Ég fór til kennara hennar, sem tók mig ekki einungis sem nemanda að lokinni prófraun, heldur gerði hún allt, sem I hennar valdi j mey I skilning um að með þessu væri hún að bregðast skyldum sínum við skólann. — Já, en ég get ekki mað nokkru móti sungið ein, svaraði stúlkan. Ég skal syngja með hin um hvað sem er og hvar sem er, en ég get ekki sungið ein . . . ég get ekki sungið ein . . Þessi unga kvennaskólastúlka átti þó eftir að sannfærast um það, að hún gat sungið eln Og ;hún átti eftir að sannf. aðra um það, þar á meðal ströngustu tón Ilistargagnrýnendur úti í hinum stóra heimi, að þær voru telj- andi, sem sungu eins vel og enn færri, sem sungu betur. í hlutverki Höllu Einhverra hluta vegna munu ÍReykvíkingar alltaf hafa eignað sér Maríu Markan Östlund talið hana í hópi þeirra innfæddu, • sem allir vita að gengur næst því að vera infæddur Vesturbæ 9 ingur. En þegar blaðamaður Vís is fer að spyrja hana um ætt og uppruna, kemur allt annað í Ijós. Hún er fædd vestur i Ólafs vík, þar sem faðir hennar, Einar Markússon, veitti forstöðu svo nefndri „Bændaverzlun". Það fyrirtæki gekk þó ekki eins vel og vonir stóðu til, hvað varð til þess, að foreldrar Maríu flutt ust hingað suður með börn sín, þar sem Einar gerðist ráðsmað -ur við holdsveikraspítalann i Laugarnesi. Síðar gerðist hann svo bókari í stjórnarráðinu. Þá var María fjögurra ára, ,:st sjö barna þeirra hjóna. Þar ólst hún svo upp, þangað til hún var sextán ára. Þá fyrst fluttist hún — Hvað er þér minnisstæðast frá þeim árum? Hundurinn eða brimið? — Nei, fyrsta leiksýningin, sem ég sá á ævinni. Ég mun hafa verið níu ára, þegar foreldr ar mínir tóku mig með sér' á leiksýningu í Iðnó, og hittist svo á, að það var Fjalla-Eyvind- ur, sem ég sá. Þessi fyrstu kynni mín af dramatíkinni höfðu gífurlega sterk áhrif á mig. Það var lengi á eftir, sem ég átti það til að bregða mér í gervi Höllu . . . tók þá svæfil eða eitthvað, sern var hendi næst og gerði úr krakka, sem ég þeytti ofan stigann, reif svo í hár mér og orgaði af örvænt- ingu. Það var leikur Guðrúnar Indriðadóttur í atriðinu við foss inn, sem náði slíkum tökum á mér. — Hvert sóttuð þið systkinin sönginn, eða sönghneigðina og raddgæðin? „Heyrði ekki í sjálfri mér fyrir hinum...“ — Ætli það hafi ekki ver:3 í báðar ættir. Móðir mín hafði að vísu ekki mikla rödd, en hún var mjög músikölsk og radd- viss, átti til dæmis auðvelt með að halda tónhreinni milli- rödd. Faðir minn hafði góða tenórrödd. Helga, elzta systir mín, Iék á orgel, og það var mikið sungið á heimilinu. Það var lengi vel, sem ég heyrði ekki í sjálfrj mér fyrir hinum Og fáir munu hafa átt þakklát ari áheyrendur en við. Sjúkling arnir komu út undir veggi spft- alans, og hlustuðu hugfangnir Þá var ekki um útvarp að ræða, og yfirleitt ekki neina dægra- styttingu fyrir þetta fólk, svo söngur okkar var þvl kærkomn- ari skemmtun, en við getum gert okkur grein fyrir nú. En inn til okkar máttu sjúklingaT ir aldrei koma, og ekki máttum við heldur nein skipti af þeim hafa. Þó var ein öldruð kona meðal þeirra, Þórunn Einars- dóttir, sem hafði það afbrigði holdsveiki, sem kölluð var „slétta veiki“, og mun ekki hrfa verið álitin eins næm. Hún var blind, og ég las oft fyrir hana, sem henni þótti ákaflega vænt um, og var látið óátalið þó að hún þakkaði mér fyrir það með því að taka í hönd mér, eða hún klappaði mér — en þá varð ég að þvo mér upp úr lýsólsblöndu á eftir. — Hver urðu tildrög þess að þú lagðir út á sönglistarbraut- ina? — Þau mega kallast marg- þætt og kannski undarleg að sumu leyti. Ég var ung, þegar ég byrjaði að læra á hljóðfæri, átta ára, og eftir að við flutt- umst f bæinn, hafði ég náð það mikilli kunnáttu, að ég fór að segja öðrum krökkum til; ég hafði víst um tíu nemendur á tímabili, en mamma sá um að það, sem ég vann mér þannig inn, var lagt f sparisjóðsbók. Þá fór ég líka að leika á dansæfing um, bæði í verzlunarskólanum og vélstjóraskólanum og víðar, ásamt Vigdfsi Jakobsdóttur, sem síðar giftist Alfreð Gísla- syni bæjarfógeta í Keflavfk. Hún var mun færari en ég hvað það snertj að leika eftir nótun- um — ég var aftur á móti meira fyrir að leika eftir eyranu, og Vigdís heldur því fram, að ég hafi fyrst tekið upp þann sið að leika ýmis vinsæl lög þá, „Nú blika við sólarlag" og „Svífur að haustið“, f valstakt, þannig að dansa mátti eftir þeim; en það komst síðan í tízku um skeið og kannski eim ir eftir af því enn. Já, ég man að dansendurnir urðu ákaflega rómantískir, rauluðu með lögðu vanga að vanga . . . Söng ekki nema ljósin væru slökkt — Svo að það hefur verið píanóleikurinn, sem átti sterk- ust ítök með þér þá? — Já, og þegar Einar bróðir minn, sem stundaði þá söngnám í Noregi kom upp og fór í söng ferð kringum land, eftir að hafa haldið söngskemmtanir hér í bænum, fór ég með honum sem undirleikari. 1 þeirri ferð lærði ég mörg barytonviðfangsefni, t. d. úr „Tannhauser“, bæði lög og texta—og vitanlega „Sverri konung". Og þetta kann ég enn. — En hvenær söngstu svo fyrst einsöng . . . fyrir áheyr- endur? — Það get ég sagt þér. Eins og ég gat um í upphafi þessa rabbs okkar, var ég ekkert feim in við að syngja með öðrum. En ein — það var annað mál, það gerði ég ekki nema þegar ég var ein heima. Og svo var það einu sinni, er ég sat ein heima við hljóðfærið og söng „Sólset urljóð", eftir Bjarna Thorsteins son - báðar raddir sitt á hvað stóð, til þess að mér yrði það kleift að stunda námið, veitti mér til dæmis mikinn afslátt af kennslugjaldinu, og mun ég æv- inlega minnast hennar af inni- legu þakklæti. í fremstu röð — og svo brauzt styrjöldin út — Hvenær komstu fyrst opin berlega fram sem söngkona hér heima? — Það var árið 1930. Eftir fimm ára nám var ég ráðin við óperu í Hamborg, og árið eftir sem „erste singerin“ við nýtt söngleikahús nálægt landamær- um Tékkóslóvakíu. Þar var ég í eitt ár. En þegar hér var komið, hafði ég orðið ýmiss þess á- skynja, sem gerði að ég kaus ekki að ílendast þar f Þýzka- landi og ákvað að leita fyrir mér annars staðar, ef tækifæri byðist. Sumarið 1938 var ég beðin að syngja á norrænni tónlistarviku í Kaupmannahöfn, og kom ég þár að sjálfsögðu fram fyrir íslands hönd. Og þá strengdi ég þess heit, að ef ég gæti fengið starfa á Norð- urlöndum, skyldi ég ekki snúa aftur til Þýzkalands. Það heit efndi ég. Þegar ég hafði kom- izt að samningum við konung- legu óperuna í Höfn, um að syngja þar sem gestur, lét ég senda mér stóru kistuna mína til Danmerkur, með mestu af föggum mínum, en þó varð ým islegt eftir í Þýzkalandi, sem é^ fékk vitanlega aldrei. Ég söng svo í Kaupmannahöfn og Frh á bls 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.