Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 16
VÍSIR Saksóknara ríkisins barst í gær kæra frá Surtseyjarnefnd á hend- ur þeim mönnum, sem fóru út í eyjuna til frimerkjastimplunar s.l. miðvikudag. Samkvæmt upplýsing- Kirkjugripa- sýning Vegna Prestastefnu Islands hef- ur verið haldin kirkjugripasýning f kennslustofu guðfræðideildar H.l. og lýkur henni í dag. I dag verður hún opin kl. 14—17 og 20—22. Aðgangur er ókeypis. Munirnir, sem eru til sýnis, eru allir frá Englandi og hefur kirkjugripaverzl unin Vanpoulles í London útvegað munina. Sýningin hefur fyrst og fremst þann tilgang að kynna ýmsa nýja kirkjumuni. um, sem Vísir hefur aflað sér, eru Vestmannaeyingamir kærðir fyrir brot á lögum um náttúru- vemd og krafizt upptöku á þeim hagnaði, sem þeir kynnu að hafa af ferð þessari. Bragi Steinarsson fulltrúi saksóknara sagði 1 stuttu viðtali við Vfsi í morgun, að kær- an yrði send til bæjarfógetans f Vestmannaeyjum til rannsóknar eft ir því sem kæran gæfi tilefni til. „Allt þetta brölt í Surtseyjar- nefnd og Náttúruverndarráði marg faldar verðgildi umslaganna, sem öll eru uppseld“, sagði Páll Helga- son í Vestmannaeyjum, sá, sem fór út í Surtsey á útgáfudegi Surts- eyjarfrímerkisins og setti þar upp „pósthús“, þar sem hann stimpl- aði á 4500 umslög: Stimplað á út- gáfudegi 23. júní 1965 í Surtsey. Um bann það við mannaferðum í Surtsey, sem Náttúruverndarráð hefur sett sagði Páll m. a.: „Ríkið á ekkert land í Vestmannaeyjum lengur og auðvitað bar Náttúru- verndarráði að bera þetta undir bæjarstjórnina, en eftir þvf sem ég veit bezt, var það ekki gert, og getur því bannið ekki verið lög- legt“, sagði Páll að lokum. Þess má geta, að verðgildi þeirra þriggja frlmerkja, sem póststjórnin gaf úr, var 7 kr. Hins vegar seldi Páll fyrsta dags-umslögin stimpluð Út er komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs fögur bók og sér- kennileg, Laxá í Aðaldal, eftir Jakob V. Hafstein. Fréttamönnum var í gær boðið á he'imili Jakobs til þess að gera þeim grein fyrir útgáfunni. Tók Helgi Sæmundsson, formaður Menntamálaráðs, þar til máls og ræddi útgáfu bókarinnar, en því næst var fyrirspurnum svarað. Höfundur bókarinnar gerir skemmtilega grein fyrir tildrögun- um að því að bókin varð til, en ræturnar liggja nokkuð langt aft- ur f tímann. Jakob ólst upp í ná- grenni ár'innar, á Húsavík, og „gleypti snemma þá flugu," sem bæði með stimpli póststjórnarinn- ar og Surtseyjarstimplinum á 50 kr. Nam því heildarverðmæti þess- ara 4500 umslaga 225 þúsund kr. almennt nú orðið kallast „veiði- veiran“meðal stangveiðimanna. Og svo óx hann úr grasi og tók að stunda stangave'iðar að staðaldri í Laxá.......atburðimir hrönnuð- ust upp í sjóði minninganna, hrifn ingin og kærleikurinn til þessa alls fór vaxandi að sama skapi. Ég kynntist smám saman allri ánni, öllum veiðistöðum hennar, leyndar dómum, óviðjafnanlegri fegurð í smáu og stóru, fuglunum við ána, hinum fjölbreytta og fagra gróðri söng hennar, fossaniði, flúðum og strengjum. Og loks varð þetta allt í huga mér eins og fögur festi, þar sem hver perlan annarri bjartari og litskrúðugri raðaðist Jakob Hafstein. Hafstein hlið við hlið.“ Höfundinum fannst að hann ætti þarna m'ikla skuld að gjalda og hafði fyrst í huga litla bók til þess að gera Laxá viðunandi skil til nokkurrar greiðslu á þakklætis- skuldinni, en hann komst að raun um er hann hafði hafið verkið, að hann vissi alltof lítið, og hafði hann þó þekkt ána f 30 ár. Olli þetta honum þungum áhyggjum en hann tók þá stefnu sem skyn samlegust var, að fá góða menn f lið með sér. Og það heppnaðist allt með ágætum. Enginn mun ef ast um, að Jakob hefði getað skrif að góða og fróðlega bók um Laxá á eigin spýtur, en hann setti i rauninni marl hærra en svo, er hann hafði hálfnað verkið, að það væri á eins manns valdi að ljúka því hjálparlaust. Nefnir Framh. á bls. 6. Saksóknari sendir Surtseyjarfrí- merkjamólið til rannsóknar í Eyjum Kynnt bók Jakobs um Laxá * Aðaldal r * segir Olafur Sigurðsson á Ofeigi II um strand Ágústu við Syrtling í fyrrinótt var vélbáturinn Á- gústa mjög hætt kominn við nýju gosstöðvamar við Surtsey. Báturinn hafði kastað á sild við nýju eyna, þegar sog frá gos'nu hreif hann að gosstöðvunum. Samkvæmt því, sem skipstjór- inn á Ófeigi II., Ólafur Sigurðs son, tjáði blaðinu í morgun, var sogið svo mikið að ekki varð við neitt ráðið. Þegar skipstjórinn á Ágústu, Jón Ólafsson, ætlaði að sigla skipinu úr soginu fór nótin f skrúfuna og eftir það sogaðist báturinn stjómiaust að gígnum. Báturinn stöðvaðist við gígbarminn, rak bar stefnið inn í gíginn. Þegar þetta gerðist var goshlé í Syrtiingi og mun sogið hafa orðið begar sjór féll inn í gíginn. Ekki vildi Ólafur fullyrða hvernig báturinn hefði Iosnað en hann taldi að þrjár sprengingar hefðu blátt áfram skotið skipinu frá gígnum en þrjár mjög öflug ar sprengingar komu hver á eft ir annarri. Meðan á þessu stóð sendi skipstjóri Ágústu út neyð arkall, og kom Ófeigur þá á Framh á bls. 6 Tveir slösuðust mikiB í uærkveldi Eöstndagur 25. jöní 1965 Þannlg malaði vörubíllinn litla bílinn undir sér. (Ljósm. I. M.). Lá vií stórslysi í morg- un í Ártúnsbrekkunni Það munaði mjóu að stórslys yrði í Ártúnsbrekkunni í morg un, þegar stór vömbíll hlaðinn holsteini öxuibrotnaði og seig niður á næsta bfl fyrir aftan sem var Opel Caravan, tveir aðr ir bflar fylgdu í kjölfarið, þann ig að alls lentu fjórir bilar i árekstrinum. Opelbifreiðina má telja nærri gjöreyðilagða en hin ir tveir skemmdust minna en þó þurfti að flytja annan þeirra af árekstursstaðnum. Engin slys urðu á mönnum. Áreksturinn varð um kl. 9 í morgun og komu blaðamenn Vísis á vettvang skömmu síðar Var ljótt umhorfs á áreksturs- staðnum. Opelbifreið'in lá hálf undir vörubílnum og virtist mesta mildi að vörubifreið'in skyldi ekki fara alveg yfir hana Á staðinn var kominn bfll frá Vöku og búið var að færa burtu hina bílana tvo sem lentu í árekstrinum. Þarna hefði getað orðið stór slys. Ökumaður Opelbifreiðar- innar hafði tvö börn sín með í bifreiðinni og taldi hann að það hefði bjargað lífi þeirra að hann hafði þau í aftursætinu. Sagð ist hann hafa verið á hægri ferð upp brekkuna, þegar hann sá vörubifreiðina síga niður, og skipti það engum togum að hún klemmdi bifreið hans undir sér. Geta má nærri hvað hefði getað skeð, ef steinhlassið hefði losnað og það lent á bifreiðunum fyr- ir aftan. í gærkveldi urðu tvö allmikii og alvarleg slys. Annað hér f Reykja- vík, en hitt á Hvalfjarðarvegi gegnt mynni Brynjudals. Báðir hin ir slösuðu voru fluttir i sjúkrahús. Slysið hér í Reykjavík varð um átta leytið í gærkveldi í timburaf- greiðsluporti Timburverzlunar Árna Jónssonar við Laugaveg. Fimm drengir, sá elzti 14 ára gam- all, höfðu komizt inn f portið eftir að vinnu var hætt í gærkveldi með því að klifra ofan af skúraþökum. Inni í portinu var þungur og mikill fjórhjóla timburflutningavagn, fóru drengirnir upp á hann og létu renna niður brekku, um 30 metra leið. Vagninn skall á uppistöðu undir geymum neðst f portinu, en elzti drengurinn í hópnum, Sveinn Lárus Austmann Laugavegi 158, klemmdist á milli vagnsins og uppi stöðunnar og slasaðist mikið, hlaut m.m. slæmt lærbrot. Hann var flutt ur í Landakotsspítala. Urðu lög- reglumenn að rjúfa gat á hliðið á portinu til að bjarga hinum slasaða. Slysið í Hvalfirðinum varð á 8. tímanum í gærkveldi. Fimm manns voru á ferð í lítilli fólksbifreið, er hún rakst á brúarstólpa á Brynju- dalsá. Aðeins ökumanninn, Halldór Gunnarsson Kársnesbraut 19 í Kópavogi sakaði, en hann var tal- inn mikið slasaður. Sjúkrabifreið úr Reykjavík var send eftir honum. Var Halldór meðvitundarlaus þeg- ar sjúkrabifreiðin kom uppeftir og hafði hann ekki komizt til meðvit- undar þegar hann kom f Landakots spítala í gærkveldi. Hann mun hafa orðið fyrir miklu höfuðhöggi við áreksturinn. SURTSEYJARNEFND HEFUR KÆRT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.