Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 1
ISIR 55. árg. — Mánudagur 5. júlí 1965. - %Í9. tbl. NORRÆNIR HUSMÆÐRA KENNARAR ÞINGA HÉR Norræna húsmæðrakenn- aramótið var sett f gær í Haga skólanum kl. 14 með ræðu land búnaðarráðherra Ingólfs Jóns- sonar en um morguninn höfðu þátttakendur verið við messu í Dómkirkjunni. Stendur mótið yfir dagana 4.—7. júlí og eru þátttakendur frá öllum Norður- löndunum 135 alls þar af 92 erlendir. í sambandi við mótið voru opnaðar tvær sýningar „Búrið í gamla daga“ kynning á gömlum islenzkum mat og geymsluaðferðum og svo sýning á handavinnu nemenda Handa- vinnukennaradeildar Kennara- skóla islantls og vefnaðardeild ar Myndlistar- og handíðaskól ans. Á fyrsta mótsdegi í gær flutti Baldur Johnsen læknir erindi um mataræði í gamla daga, en ýmsir fyrirlestrar verða haldnir mótsdagana. í morgun flutti Sig urður Þórarinsson, jarðfræðing ur erindi um jarðfræði íslands, og Elsa Guðjónsson flutti erindi Framh. á 6. síðu. Íe-IX: Séð yfir fundarsalinn í Hagaskólanum, þar sem Norræna húsmæðrakennaramótið fer nú fram. GRÚÐURELDUR í VÍFILSSTAÐA- HLÍD AF MANNA VÖLDUM 1 gær var lögreglu og slökkvi- liði í Hafnarfirði tilkynnt um eld í gróðri í Vifilstaðahlíðunum og sendi slökkviiiðið sveit mann til að kæfa eldinn. Það var um fjögur leytið e.h. að lögreglunni í Hafnarfirði barst til kynning um að mikinn reyk legði upp frá hlíðunum austan Vífilstaða vatns. Lögreglan og slökkviliðs- stjór'inn í Hafnarfirði fóru á vett- vang til að kanna aðstæður og komust að raun um að eldurinn væri svo mikill að ástæða væri til að senda lið að kæfa hann. Ekki varð slökkviliðsbílum kom ið á staðinn, enda þykja önnur ráð hentugri og fljótvirkari til að kæfa eld f gróðri heldur en vatn. Og í þetta sinn voru það einkum kústar sem notaðir voru til slökkvistarfsins. Um sjöleytið um kvöldið hafði tekizt að hefta út- breiðslu elds'ins að fullu. Ekki er talið að hann hafi orsakað annað tjón heldur en á gróðrinum. Að því er slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði tjáði Vísi í morgun, er þetta í þriðja skiptið í sumar, sem gróðureldur kviknar eða er kveikt ur á þessum sömu slóðum. I bæði fyrri sk'iptin náði hann ekki telj- andi útbreiðslu og lognaðist út af af sjálfu sér. Sagði slökkviliðs stjóri að svo virtist sem einhver eða einhverjir gerðu sér það að I um kosti væru þessar tíðu íkvikn leik að kveikja í gróðrinum, því öðr ' anir í honum lítt skiljanlegar. Mikill viðrisstrókur úr Syrtlingi Gosið í Syrtlingi var óvenju myndarlegt í gær og varð mörgum ferðamönnum starsýnt á það af Kambabrún og af Suðurlandstmdir lendinu. Hitinn og stillilognið gerði það að verkum, að gufustrókurlnn steig beint og hátt til lofts, án þess að leysast upp. Hins vegar var goskrafturinn ekki meiri en hefur verið undanfarið. Töldu sum ir, að strókurinn hefði náð kíló- metra hæð eða meira. Helzt veiurblíðan áfram ? — Fólk fékk aðsvif í hifanum á Lougarvatni* Gærdag- urinn var í hópi heitustu daga, sem hafa komið hér Einstök veðurblíða var fyrir helg , fest af veðurstofunni. Hitt mun þó ina, og sagt frá Laugarvatni að hiti áþreifanlegt, að fólk statt á ung- þar hafi komizt i 25 gráður, en sú mennafélagsmótinu hafi fengið að- mæling hefur þó ekki verið stað-! svif i hitanum. Skátar aðstoðuðu Soo manns — 25.000 manns voru á Laugarvatni ó landsmótinu Geysilegur mannfjöldi sótti mót Ungmennafélags Islands að Laug- arvatni nú um helgina. Gizka kunn ugir á að um 25 þús. manns hafi verið þar samankomið, þegar mest var. Mikil umferð var á veg unum i nágrenni Laugarvatns og var settur einstefnuakstur á laug ardag og sunnudag á tvær helztu leiðir sem liggja að staðnum, til þess að greiða fyrir umferðinni. Landsmótið fór mjög vel fram og var glampandi sólskin báða dag- ana. Nokkuð var um ölvun sérstak lega þó á aðfaranótt sunnudags, en öll löggæzla var vel skipulögð Hjálparsveit skáta úr Reykjavik var á staðnum með tjaldbúðir og leituðu hátt á fimmta hundrað manns til skátanna um aðstoð. Milli 10-12 manns fengu aðkenn- ingu að sólsting, en nokkuð fleiri mimu hafa brunnið illa i sólinni. Méstur var mannfjöldinn á Laug arvatni á laugardagskvöld og eft ir hádegi á sunnudag. Á laugar- dagskvöldið var dansað þar til kl. eitt um nóttina. 25 manna lögreglu sve'it undir stjórn Óskars Ólasonar og Páls Eiríkssonar var á staðnum allan tímann og einnig voru 1 ná- grenni staðarins vegaeftirlitsbílar og bifhjól voru á Laugarvatn'i til þess að greiða fyrir umferðinni. Þá hafði Félag denzkra bifreiða- éigenda nokkra vegaþjónustubíla á Laugarvatni og í nágrenni og fé lagfið hafði eir’-.ig sjúkrabíl á staðnum. AIls þurfti að flytja um 10 sjúklinga frá Laugarvatn'i en flestir voru fluttir til Reykjavík- ur. Hjálparsveit skáta f Reykja- vík var eins og fyrr segir á staðn- um og vann þar bæði mikið og gott starf. Fréttamaður Vísis hitti Stefán Jasonarson form. Landsmósnefnd- ar að máli og sagði hann m.a.: Það hefur tekið okkur tvö ár að undir búa þetta mót og m'ikill fjöldi fólks úr Árnessýslu hefur lagt á sig mikla vinnu við að undirbúa mótið. Ég er mjög ánægður hvað mótið hefur gengið vel fyr'ir sig og eigahinirfjölmörgu gestir sem sýnt hafa góða framkomu stóran þátt í því. í sama streng tóku þeir sr. Eiríkur J. E'iríksson sambands- stjóri Ungmennafélags Islands og Sigurður Greipsson form. Skarp- héðins. Óskar Ólason aðalvarðstjóri sagði: Allt hefur gengið hér mjög vel og framkoma fólks’ins til fyrir- Framh. á bls. 6. Orsök þessa hita mun sú, að undanfarna daga hefur gengið há- þrýstisvæði yfir landið og loft hitn að mjög. Þegar svo stendur á er ekki mjög algengt að hið heita loft nái til jarðar, sem þó gerð- ist í gær. Mun þar af leiðandi yfir leitt hafa verið heitara til fjalla en á láglendi. Var til dæmis 17 gráða hiti í Jökulheimum og 20 gráða hiti á Þingvöllum og víðar. Var gærdagurinn með hlýjustu dög um, sem hafa komið hér á landi. í morgun var heiðríkt um allan miðhluta landsins en nokkur þoka með ströndum fram. Hiti var víð- ast 8 til 9 stig við sjávarsíðuna, 15 gráður í Jökulheimum, en í byggð var heitast að Síðumúla, 17 gráður. Slíkir hitadagar sem þessir eru teljandi yfir sumartímann hér á landi. Erfitt er að spá nokkru um áframhaldandi blíðu, þótt hita mælingar nú í morgun veki með mönnum bjartsýni. Slfku hita- streymi sem þessu fylgir nokkur þoka, einkum við strendur, og kann að verða fremur sólarlítið af þeim orsökum. Þótt hitinn hafi verið sérlega mikill að Laugarvatni, þá hefur það eflaust haft sitt að segja, að ungt fólk gengur títt fulllangt í sóldýrkun sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.