Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 11
iBwaa'fe'-’.'aiaiia&isssag. rt»sr s1 •^wwa^wHHWM ra o' l'*-C.'9, ir að mála í LONDON stúlkur vekja alls staðar athygli og oft má sjá myndir og viðtöl við þær í er- lendum blöðum. Eitt þeirra rák umst við á í h'inu stóra enska blaði Daily Express á dögunum og-þar var það Nini Björnsson, dóttir Henriks Sv. Bjömssonar, sem blaðið hitti á förnum vegi og tók taíi. Birtist það hér Hin ljóshærða Nini Bjöms- son, 20 ára, hagnast á störf- um föður síns sem ambassa- dor. Nini, sem er listmálari, er dóttir íslenzka ambassadors- ins í London, hr. Henriks Sv. Björnssonar. Hann fer í sept- ember n. k. til íslenzka sendi- ráðsins í París. „Ég var mjög fegin þegar faðir m’inn var sendur til Lon- don, því ég hefði ekki getað komið til betra lands til að læra að mála“, sagði Nin'i. Hún hefur numið við Byam Shaw listaskólann £ þrjú ár. „Ég ætla til íslands í næstu viku, nokkmm vikum á undan foreldrum mínum. Ég sakna þess að ég get ekk'i séð eina af myndum mínum á sumarsýn- ingu í skólanum, en foreldrar mínir fara þangað í staðinn", sagði hún. Nýja HLJÓMA- platan komin Ný hljómplata frá vinsælustu unglingahljómsveit landsins hlýtur að teljast merkisv'iðburð ur, ekki s£zt þar sem lögin eru öll samin af meðlimum hljóm sveitarinnar. Nýja Hljóma-plat- an fjögurra Iaga, öll lögin eft- 'ir Gunnar Þórðarson nema eitt, „Ef hún er nálægt mér“, sem er eftir Erling Björnsson. Textarn ir eru eftir Ómar Ragnarsson, nema einn, „Minningin um þig“ eftir Ólaf Gauk. Óefað standa Hljómar öðrum fslenzkum unglingahljómsveit- um skrefi framar, þvf þeir hafa ekki einungis náð óhemju vin sældum fyrir Ie'ik sinn á dans- leikjum um land allt, heldur eru þeir og tónskáld. Ertu með? verður að öllum Ifkindum aðallag plötunnar, það er mun hraðara og fjörugra en hin, Kvöld við Keflavík, Ef hún er nálægt mér og Minning in um þ'ig, sem öll eru róleg og þýð. En það er eins með þessi lög sem önnur, maður þarf að hlusta á þau þrisvar sinnum til að venjast þeim. Við birtum hér texta lagsins SiÐAN Ertu með? og ef óskir berast munum við birta fleiri sfðar. ERTU MEÐ? Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Ómar Ragnarsson. Ertu með út á ball? Ertu með mér á rall? Ertu með upp f dans? Ertu með mér á sjans? Eins og smér er ég hér ef út af ber. Ástin er óð hjá mér. En hjá þér? Ertu með upp f skóg? Ég ætla að kveða f ró ástarljóð þar til þín. >ú ert rjóð. Þú ert fín. Þú ert góð. Þú ert mín. Þú ert hljóð. Vig ástaróð í augum skfn ástarglóð. Kári skrifar: kvöld verður mikið fjöl- menn'i á Laugardalsvellin- um til þess að fylgjast með Ieik íslands og Danmerkur í knatt- spymu, fátt er meira rætt í dag, en hvemig landsleikur- inn fari og flestir virðast vera þeirra skoðunar að Danimir „btxrsti" okkur. Áfram ísland. „Ef okkar menn vinna fyrri hálfleikinn vinna áhorfendur þann seinni". Þessa setningu sá ég í blaðagre'in fyrir skömmu og er hún höfð eftir Poul Petersen þjálfara danska landsliðsins. Það væri gott ef hægt væri að segja það sama um íslenzka áhorfendur — en því miður er það ekki svo. Þeir mæta á völlinn hnusa og bölva leikmönnum okkar æpa ef t'il vill einhverjum ókvæðisorðum að dómaranum og svo ekki mein. Þannig taka fslenzkir á- horfendur þátt í leiknum. — í kvöld verða allir að leggjast á éitt og hvetja okkar menn, kalla áfram ísland og klappa þeim leikmönnum lof f lófa sem standa sig vel. Það er engin ókurteisi við Danina, þó að við hvetjum okkar landslið. „Drengirnir okkar“. Jón B'irgir Pétursson íþrótta ritstjóri Vfsis segist hafa fregn að það að aldrei hafi forsala aðgöngumiða gengið eins vel fyr'ir nokkurn leik eins og þennan, og ef veður verður gott verður margt um manninn inn í Laugardal. — Hér í Reykja vfk er stór hópur knattspymu- manna, sem aldrei lætur sig vantá á knattspymuleiki, — en þeir láta heldur aldrei á sér standa að skammast og ríf ast yfir hvað fslenzk'ir knatt- spyrnumenn séu lélegir. „Þá vantar úthald, tækni, hraða og samleikinn", segja þessir menn og hrista höfuðið. En þegar vel gengur stendur ekki á þe'im að tala um „drengina sfna“ hvað þeir séu nú góðir og svo framv. — f kvöld eiga þessir miklu á- hugamenn og knattspyrnuspeku lantar að láta frá sér heyra, já ekki aðeins eft'ir leikinn heldur á meðan á honum stendur og hvetja fslenzka landsliðlð með þvf að hrópa: ÁFRAM ÍS- LAND K. S. í. í. S. í. LANDSLEIKURINN ISLAND - DANMÖRK fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal í dag (mánudag) og hefst kl. 20,30. | [ * * * •• > > r Dómari: T. Wharton fró Skotlandi L-' ’ jP* Línuverðir: Magnús V. Pétursson og Hannes Þ. Sigurðsson. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19.45. Aðgöngumiðar og leikskrá selt við Útvegsbankann í dag og við leikvanginn frá kl. 19.00 Knattspyrnusnillingurinn Þórólfur Beck leikur með ísl. liðinu. | mMkx Wmm Ellert Schram fyrirliði fsl. liðsins Sæti Stæði Barnamiðar kr. 150.— kr. 100.— kr. 25.— Ole Madsen fyrirliði danska liðsins. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.