Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 20. júlí 1965.
• Hér í blaðinu í gær voru birtar niðurstöður hinnar merku
álitsgerðar norska sérfræðingsins Ame Haan um það hver
áhrif lækkuð tollvernd hefði á íslenzkan iðnað, en sú skýrsla
hefur verið trúnaðarmál fram til þessa.
• í dag birtir Vfsir annan kafla álitsgerðarinnar. Fjallar hann
umþaðhvemig höfundur hugsar sér aðlögun íslenzks iðnaðar,
er tollvemdin minnkar. Hér er með öðrum orðum skýrt frá
hvemig íslenzkur iðnaður getur bezt mætt vaxandi sam-
keppni og staðizt hana á næstu árum.
Cvo sem þegar hefur verið á
^ minnzt mun lækkun tolla og
framhald á afnámi hafta á inn-
flutningi leiða af sér þörf á ör-
ari tæknilegum nýjungum og
endurskipulagningu þeirra iðn-
aðargreina, sem ráðstafanir
munu hafa áhrif á. Við slfka að-
lögun ætti jafnframt að leita
allra ráða til þess að marka
stefnu og koma á stofnunum,
sem séu mikilvægar fyrir þróun
iðnaðarins til lengri tíma litið.
Sjálf aðlögunin að minni toll-
vemd verður að vera fram-
kvæmd af iðnaðinum sjálfum og
þeim stofnunum, sem eru í bein
um tengslum við hann. En jafn
framt er þörf á þátttöku og að-
stoð stjómarvaldanna.
Hér á eftir verða stuttlega
ræddar nokkrar þeirra ráðstaf-
ana, sem yfirvega skyldi í sam-
aðlögunaráætlun ætti að veita
því sérstaka athygli, hvort ekki
sé ráðlegt að taka upp þátttöku
ríkisins í kostnaði slíkrar ráð-
gjafaþjónustu, samanber niður-
stöður um þetta atriði.
Þjónustu ráðgjafanna má einn
ig skipuleggja með þeim hætti.
að gerðar verði hagræðingar-
áætlanir fyrir iðngreinar, en þá
staldrar ráðgjafinn aðeins um
skamma hríð við í hinum ein-
stöku fyrirtækjum, en styðst
annars við ráðstefnur um fram
Ieiðni og skýrslur um alla iðn-
aðargreinina. Þessi háttur var
oft hafður á um tækniaðstoð, er
Bandaríkin veittu Noregi. Þessi
háttur á þjónustunni er síður
vænlegur til árangurs heldur en
þjónusta ráðgjafa við hin ein-
stöku fyrirtæki, en hefur bó
þann kost, að vandamál iðnaðar
sín sérfræðinga til þess að að-
stoða fyrirtækin í aðlögun að
hinum nýju markaðsskilyrðum,
t. d. í sambandi við Fríverzlun
arsvæðið. Helmingur kostnaðar-
ins af þessari starfsemi er sem
stendur greiddur af ríkinu, og
sýnir reynslan, að þessar að-
gerðir gefa góða raun.
Hagræðingaráætlun verður
einnig að fela í sér endurskipu-
lagningu reikningshalds fyrir-
tækjanna. Reikningshaldið hefur
grundvallarhlutverki að gegna í
skynsamlega reknum iðnaði,
m. a. vegna þess að rás fram-
leiðslunnar er aðeins hægt að
fylgja og réttar ákvarðanir að-
eins hægt að taka með hjálp vel
skipulagðs reikningshalds. Ýms-
ar upplýsingar benda til þess, að
mörg fyrirtæki í íslenzkum iðn-
aði notist við ófullkomið reiknis
hald. Þörf er á sérstökum ráð-
gjöfum og sérstökum námsskeið
um til þess að gera fyrirtækjun-
um kleift að koma á og ástunda
framvegis fullkomið reiknings-
hald. Einnig verður þörf fyrir til
tölulega einföld bókhaldskerfi,
sem henta smáfyrirtækjum.
Framkvæmd raunhæfrar á-
ætlunar um hagræðingu og þjálf
un mun hafa í för með sér veru
leg fjárútgjöld, og verður ekki
hægt að búast við því af iðnað-
inum, að hann kosti að fullu
það átak, sem hér er nauðsyn
legt. Þess vegna skyldi sú lausn
yfirveguð að ríkið leggi fram
fjárhagsaðstoð, sem hugsanlega
tollalækkanir og áframhald á
afnámi innflutningshafta.
Kynnisferðir til annarra
landa.
Svo sem þegar er getið á sér
nú stað umfangsmikil aðlögun
að nýjum markaðsaðstæðum 'í
iðnaði hinna Norðurlandanna.
Breytingarnar fela í sér al-
menna hagræðingu, upptöku
nýrrar tækni og breytingar á
skipulagi og starfsháttum fyrir-
tækjanna, svo sem þróun nýrra
útflutningsgreina, aukna verka-
skiptingu o. s. frv. Mikilvægur
þáttur þessarar þróunar er sam-
vinna milli fyrirtækjanna. Á-
stæða er til að ætla, að íslenzkir
iðnrekendur geti aflað sér þýð-
ingarmikilla upplýsinga og
hvatningar af nánari kynnum af
þeirri þróun, sem nú á sér stað
á hinum Norðurlöndunum. Vert
væri að athuga möguleikana á
því að skipuleggja kynnisferðir
til hinna Norðurlandanna, og
ætti að athuga, hvort ekki feng
ist um það samvinna við Efna-
hags- og framfarastofnunina.
Vandamál
lánsfjáröflunar.
Sennilega hafa hinar toll-
vernduðu iðnaðargr. mjög ríka
þörf fyrir ýmsar tækninýjungar
og endurnýjun verksmiðjubygg
inga og véla, og verður sú þörf
miklu brýnni, ef tollalækkun
verður framkvæmd. Vaknar þá
skipulagningu framleiðslu og
sölustarfsemi fyrirtækja, sem
hefja samstarf sín á milli, eða
þróun nýrra útflutningsgreina,
samanber næstu kafla hér á eft
ir. Einnig ætti að gera sérstak
ar ráðstafanir til fjáröflunar
samstilltra meirih. átaka svo
sem til uppb. ullariðnaðarins
meiri háttar átaka, svo' sem til
uppbyggingar ullariðnaðarins.
Síðustu umbætur í lánamálum
fjárfestingarlánum. En ekki er
eins vel séð fyrir rekstrarlánum.
iðnaðarins hafa allar beinzt að
Rekstrarlán til iðnaðarins eru
einkum veitt af einkabönkunum
og venjulega í formi stuttra
vöruvíxla en að takrnörkuðu
leyti einnig með lánum á hlaupa
reikningi. Tryggur aðgangur að
nægilegum rekstrarlánum hefur
mikla þýðingu fyrir stöðugan
viðgang iðnaðarframleiðslunnar
og þar meg einnig fyrir fram-
leiðni og fjármagnsnýtingu iðn
aðarins. Skortur á rekstrarfé
leiðir oft til þess, að gangur
framleiðslunnar er skrykkjóttur
og ójafn. Jafnframt má halda
því fram, að þörfin fyrir rekstr-
arfé, og þar með einnig fyrir
rekstrarlán, sé stöðug og varan
leg, jafnvel þótt upphæðirnar
geti verið nokkuð breytilegar
frá mánuði til mánaðar. Af því
leiðir, að stuttir vöruvíxlar eru
varla hagfellt form fyrir veit-
ingu rekstrarlána. Víðtækari not
kun hlaupareikningslána mundi
sendilega hafa ýmsa kosti í för
NÝJAR LEiBIR í IÐNAÐINUM
bandi við gerð áætlunar um að-
lögun iðnaðarins að hinum nýja
skilyrðum.
Hagræðing og aukin
framleiðni.
Reynslan hefur sýnt, að oft
er kleift án útgjaldasamrar nýrr
ar fjárfestingar að auka veru-
lega framleiðni og afköst I iðn
aði með skipulagslegum aðgerð-
um. svo sem með einföldun og
hagræðingu á niðurskipan, með
takmörkun tegundafjölda, með
einföldun i stíl og útliti, og með
því að taka upp tímamælda 1-
kvæðisvinnu og með öðrum svip
uðum aðgerðum. Þessar aðgerð
ir standa i nánu innbyrðis sam-
bandi og ættu innan hvers fyrir
tækis um sig að vera hluti heild
aráætlunar um hagræðingu. Til
þess að ná skjótum árangri verð
ur sennilega nausðynlegt, eink
um á fyrsta stigi aðlögunarinn-
ar, að færa sér í miklum mæli í
nyt þjónustu erlendra sérfræð-
inga og ráðgjafa, sem geta miðl
að af reynslu og þekkingu, sem
áunnizt hefur nýlega í iðnaði
annarra landa.
Hagfelldasta form slíkrar
miðlunar á reynslu og kunnáttu
mun vera það, að ráðgjafar
vinni á vettvangi hinna einstöku
fyrirtækja. Dæmi eru til þess í
Noregi, einkum í húsgagnagerð
og fatagerð, að framleiðni hafi
aukizt um 50-60% á stuttum
tíma við það, að hagnýtt var
þjónusta ráðgjafa.
Ráðgjafaþjónusta af þessu
tagi er hins vegar kostnaðarsöm
og mörg íslenzk iðnfyrirtæki
mundu sennilega eiga í miklum
erfíðleikum með að standa undir
þeim kostnaði. í sambandi við
greinarinnar eru könnuð í heild
sinni, t.d. vandamál samvinnu-
sölustarfsemi til útflutnings o.
s. frv., og jafnframt eru vanda-
málin rædd í þessu heildarsam-
hengi.
Jafnframt aðstoð frá erlend-
um ráðgjöfum er nauðsynl., að
komið verði upp hæfum sérfræð
ingum f hagræðingu á vegum ís-
lenzka iðnaðarins sjálfs, og
gætu þeir tekið þátt I gerð 5-
ætlunar um aðlögunina og fylgt
starfinu fram eftirleiðis. Iðnan-
aðarmálastofnun Islands er eðli
Ieg miðstöð slíkrar menntunar
og þjálfunar. Um nokkurn tíma
hafa verið haldin þar námskeið
um hagræðingu og framleiðni.
Meðal annars var haldið níu
vikna námskeið árið 1961—1962
í stjórnun, og var mikil þátttaka
í því, sem leitt hefur til jákvæðs
árangurs. Sem stendur er haldið
námskeið fyrir verkstjóra. Einn
ig er ætlunin að halda námskeið
fyrir fulltrúa stéttarfélaga og
framkvæmdarstjóra sameigin-
lega. Elfing og þróun starfsemi
stofnunarinnar mundi vera rök
réttur þáttur í aðlögunaráætlun
um iðnaðinn. En nauðsynlegt er
að tryggja að stofnunin sé
mönnuð nægilegum fjölda hæfra
starfsmanna. Sem stendur hefur
stofnunin nokkrar lausar stöður
vegna getuleysis til að bjóða
nægilega há laun.
í sambandi við menntun sér-
fræðinga í hagræðingu, væri
rétt að yfirvega tillögur Iðnaðar
málastofnunarinnar frá þvl í
desember 1962 þess efnis, að
komið verði á fót fastri ráðgjafa
starfsemi á vegum atvinnusam-
taka og stéttarfélaga. Benda má
á það ,að margar greinar norska
iðnaðrins hafa nýlega ráðið til
mætti takmarka við ákveðið að
lögunartímabil. Slíka aðstoð
mætti kosta með sérstökum f jár
veitingum á fjárlögum um á-
kveðið tímabil eða með stofnun
sérstaks hagræðingarsjóðs.
Þess má geta í þessu sam-
bandi, að Noregur hefur sérstak
an hátt á ríkisaðstoð til aðlögun
ar í iðnaðinum að tollalækkun-
um innan Fríverzlunarsvæðis-
ins. Á fjárlögum hafa verið veitt
ar 5 millj. norskra króna í þessu
skyni. Tilsvarandi fjárveitingar
verða veittar næstu þrjú til fjög
ur árin. Fé þetta má nota til
samræmdra aðgerða, sem gerð-
ar eru af sérgreinafélögum eða
af hópi fyrirtækja I samvinnu
sin á milli. Einnig má nota féð
til ráðgjafaþjónustu af ýmsu
Gre/n II
tagi. Fjárhagsaðstoð þessari er
úthlutað eftir meðmælum nefnd
ar, sem skipuð er fulltrúum við
komandi iðnaðar og stjómar-
deilda.
Frá byrjun sjötta áratugsins
hefur Noregur einnig haft sér-
stakan sjóð til framleiðniauk-
andi aðgerða. Sjóður þessi veitir
lán og beina fjárhagsaðstoð til
framkvæmdar hagræðingaráætl-
unum I iðnaðargreinum eða ein
stökum fyrirtækjum. Svipaður
háttur er einnig hafður á þessari
starfsemi 1 öðrum löndum.
Semja ætti heildarátælun um
aðgerðir, sem kynnu að geta not
ið tækniaðstoðar frá Efnahags-
og framfarastofnuninni. Senni-
lega væri ákjósanlegt, að slik
áætlun væri hluti af áætlun um
vandamál lánsfjáröflunar. Iðnað
urinn hefur mjög takmörkuð..
tækifæri til þess að afla fjárfest
ingarlána. Nýlega hafa þó venð
stigin skref, sem munu bæta
verulega úr þvi ástandi. Þýðing
armesta aðgerðin er endurskipu
lagning og aukning Iðnlána-
sjóðs, sem var ákveðin vorið
1963. Samkvæmt nýjustu áætl-
un ættu útlán sjóðsins árið 1964
að geta verið nálægt 45 milljón-
um króna, eða meira en þrefalt
hærri upphæð en lánað var ánð
1962. Frekari öflun fjármagns
er nauðsynleg til þess að halda
útlánaupphæðinni I þessari hæð.
Einnig munu iðnaðarfyrirt. geta
aflað nokkurra lána I Fram-
kvæmdabankanum og hjá trygg
ingafélögum.
Með þessari lánsfjáröflun hef
ur verið ség fyrir verulegum
hluta þeirrar lánaþarfar sem
tengd er tækninýjungum í !s-
lenzkum iðnaði fyrir innlendan
markað. Iðnlánasjóður er hins
vegar ætlaður til iðnaðar og
handiðnaðar almennt, að undan
skildum fiskiðnði, og er þvl á
þessu stigi málsins erfitt að
segja til um, að hve miklu leyti
ráðstöfunarfé sjóðsins muni
ganga til hins tollvemdaða iðn
aðar. Stjórnarvöldin ættu að
vera við því búin að auka upp-
hæð útlána til þessara þarfa. ef
áðurgreind upphæð skyldi reyn-
ast ófullnægjandi.
Einnig gtur komið upp þörf á
að veita fjármagn með sérstök-
um skilyrðum til framkvæmda
sem era taldar sérstaklega þýð
ingarmiklar, með tilliti til
hinnar almennu stefnu f iðn-
aðarmálum. Má þar taka sem
dæmi fjárfestingu og endur-
með sér.
Ekki er kleift að ræða I þess
ari skýrslu hin fjölmörgu fram
kvæmdaatriði, sem tengd eru
endurskipulagningu lánamála
iðnaðarins. Til þess þyrfti sér-
staka sérfræðilega athugun.
Samvinna milli
iðnaðarfyrirtækja.
Áður hefur verið bent á, að
fyrirtæki I íslenzkum iðnaði eru
smá, og að þau halda oft uppi
mjög fjölbreyttri og ósamstæðri
framleiðslu að tiltölu við stærð
sína. Endurskipulagning I átt til
meiri sérhæfingar og takmörk-
unar á tegundafjölda er þýðing
armikið skilyrði fyrir afkasta-
meiri og hagkvæmari fram-
leiðslu. Harðari samkeppni er
lendis frá gæti sennilega að
nokkru leyti ýtt á eftir slíkri
þróun. En reynslan sýnir, með
al annars á hinum Norðurlönd-
unum, að sérstakar skipulags-
Iegar aðgerðir eru oft nauðsyn-
legur grundvöllur fyrir sérhæf-
ingu, eða með öðrum orðum að
samvinna fyrirtækjanna er nauð
synleg til þess að koma sérhæf
ingunni á. Einfaldasta form sllkr
ar samvinnu eru samningar um
sérhæfingu. Annað form sam-
vinnunnar er myndun samtaka
sjálfstæðra fyrirtækja um sam-
starf á afmörkuðu sviði. Mörg
dæmi era frá Noregi um sam-
tök fyrirtækja um sameiginlega
sölustarfsemi þar sem pöntun-
unum er úthl. og framleiðslunni
skipt niður með þeim hætti, að
það leiðir til sérhæfingar og
fjöldaframleiðslu i hinum ein
stöku fyrirtækjum innan sam
takanna. t sumum tilvikum fei
Framh á 6 slðu
Hvernig getur hann bezt mætt vaxandi erl. samkeppr-í?