Vísir


Vísir - 29.07.1965, Qupperneq 4

Vísir - 29.07.1965, Qupperneq 4
a V í SIR . Finuntudagur 29. júlí 1965- Sjúkdómar / matjurtum Kristinn Árnason Garðyrkjufélag íslands hefur ákveðið að fá birta 5—7 stutta fræðsluþætti í dagblöðunum á tímabilinu ágúst—október n.k. Þetta er í samræmi við á- kvörðun félagsins nýlega um að auka fræðslustarfsemi félags ins til almennings. Reynt verð- ur að haga svo til, að efni þátt- anna komi á þeim tíma, sem mest þörf er á viðkomandi efni. Fyrsti þátturinn, sem hér birtist, er um sjúkdóma í mat- jurtum, en nú fer einmitt í hönd rétti tíminn til að vera á verði og meðhöndla vágest þennan á réttan hátt. Er svo ætlunin að birta nokkra þætti sem vonandi koma að góðu gagni, og enda á þætti sem fjallar um frágang skrúðgarða undir veturinn. Margir af okkar hæfustu mönnum á þessu sviði munu skrifa þessa þætti. Til aí, fyrirbýggja misskiln- ing, skal það tekið fram, að Garðyrkjufél. íslands er ekki atvinnumannafélag heldur á- hugamannafélag opið öllum, sem áhuga hafa á garðyrkju. Kristinn Helgason, v.form. Sjúkdómar í matjurtum. 1. Kartöflumyglu verður vart á hverju sumri í lágsveitum sunnanlands, en tíðarfar ræður úrslitum hvort sýkin gerir mikinn eða lítinn skaða. Ef veð ur er rakt og hlýtt seinni hluta júlí og I ágústmánuði, má búast við mikillí kartöflumyglu. Fyrstu einkenni eru grágrænir blettir á blaðjöðrum og sést Ijós myglurönd í röndum blett anna neðan á blöðunum, ef veður er rakt. Geta þá blett- irnir dökknað og breiðzt ört út, unz mikið af blöðunum verður svart og visið og leggur af rotn unarlykt. Regn ber gró myglu- sveppsins niður að kartöflun- um, sem geta smitazt og fengið blýgráa bletti er éta sig inn í þær í garðinum eða síðar í geymslu. Skemmdirnar geta komið fram í geymslu, þótt ekki sjái á kartöflunum við upp töku. Varnir. tJðun með varnar- lyfjum um mánaðamótin júlí— ágúst er hagkvæm vátrygging gegn myglunni. Úða skal í þurru veðri vel og vandlega og má nota koparlyf, zineblyf o.fl., er fást í Sölufélagi garðyrkju- manna. Úðunarvökvinn læknar ekki sýki, sem þegar er komin, en myndar varnarhimnu gegn smítun. í öðru lagi er mikilsvert að tekið sé upp í þurru veðri. 2. Stöngulsýki er varasamur kartöflusjúkdómur, er off veld- ur miklum skemmdum á kartöfl um í geymslu. Stönglar kartöflu grasanna verða svartir, blautir og linir niðri við moldina, þegar líður á sumarið. Oft kryplast blöðin í toppinn. Gerlar valda veikinni, sem er bráðsmitandi og fylgir útsæðinu. Kartöflurn- ar blotna og rotna. í hlýrri geymslu getur veikin breiðzt ört út og skemmt miklar birgð- ir á skömmum tíma. Vamir. Lítið eftir í görðun- um, grafið stöngulsjúk grös uj)p og flytjið burt áður en tekið er upp, svo að smitaðar kartöflur lendi ekki saman við uppsker una. Ef tekið er upp með vél- um, særast jafnan margar kar- töflur og getur þá orðið mikil smitun, ef ekki er búið að fjarlægja sjúku jurtirnar. 3. Tiglaveiki, (Virus), er al- geng í gullaugakartöflum og finnst í fleiri tegundum. Blöð kartöflugrasanna fá gulleita, oft upphleypta díla, en á milli eru þau eðlilega græn. Þetta áést bezt ef blaðinu er haldið upp á móti birtunni. Stundum vérða blöðin ennfremur hrukk- ótt og oft mjög rýr. Veikin fylgir., útsæði, en smitun getur og farið fram, ef sár koma á jurtina, t.d. af verkfærum, eða ef blöðin slást saman f stormi. Mikið getur dregið úr uppskeru, en ekkert sér á kartöflunum. Varnir. Notkun heilbrigðs út- sæðis og að gæta þess, að kar- töflur undan sýktum grösum lendi ekki saman við útsæði. Er rétt að taka tiglasjúk grös upp í tíma eins og stöngulsjúk grös. 4. Kartöfluhnúðormar mynda örsmáa, en þó vel sýnilega, ljósa hnúða, sem festir eru á stilk kartöflugrasanna. Þessir hnúðar eru bakhluti kvenorm- anna fullir af eggjum. Hnúð- ormamir geta dregið mikið úr uppskeru. Ef sýking er mikil verða kartöflugrösin gulleit og rýrðarleg. Athugið ræturnar til að sjá hvort ormahnúðar eru á þeim, fljótlegast er að finna þá með stækkunargleri. Skal grafa grösin varlega upp ella' geta ormarnir hrunið af svo erfiðara er að finna þá. Grunuð grös með mold og rótum má senda Atvinnudeild Háskólans til skoðunar. Hnúðormarnir berast með kartöflum og mold, verk- færum' og kartöflupokum. Garð urinn er sýktur í mörg ár. Ætti að leggja alla „ormagarða" niður og hefur svo viðast verið gert, en þó er vitað um sýkt garðlönd einkum á Eyrarbakka og Akranesi. Er mjög hæpið að taka kartöflur úr hnúðorma- smituðum görðum til verzlun- armeðferðar. Bannaður er inn- flutningur kartaflna frá sýkt- um svæðum erlendis og gildir sama regla í öllum helztu við- skiptalöndum vorum. Enginn vill kaupa kartöflur frá hnúð- ormasmituðum stöðum. 5. Æxlaveiki á rótum káls og á rófum er illræmdur sveppasjúkdómur, sem veldur ljótum, vörtukenndum æxlum og uppskerubresti. Veikin getur lifað mörg ár í moldinni og ber a6 :*'legpja smitaða ■ garða og uppeldisreiti niður. Pest þessi berst aðallega með jurtum til gróðursetningar úr smituðum reitum. Getur og borizt með búfjáráburði, ef gripirnir eta sjúkt kál eða rófur. 6. Flestir þekkja kálmaðka og skemmdir af þeim völdum í káli og rófum og kunna ráð gegn þeim. Síðustu árin hefur einnig orðið vart í Reykjavík a.m.k. ormaskemmda í gulrót- um. Veldur þvl önnur flugu- lirfa, gulrótarmaðkur. Gætið vel að, þegar þið takið upp gulrætur og ef þær reynast Minning t dag er lagður til hinztu hvílu Kristinn Árnason bifreiðastjóri, Hann var fæddur í Bergskoti á Vatnsleysuströnd þarm 13. marz, 1895. Á fyrsta ári var Kristinn tek inn til fósturs af prestshjónunum á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, þeim séra Árna Þorsteinssyni og Ingibjörgu Sigurðardöttir. Hjá þeim sæmdarhjónum ólst Kristinn upp til fullorðinsára. í kringum 1920 fluttist Krist- inn til Reykjavíkur og hóf þá að aka vörubifreið, þá atvinnu st.und aði hann alla ævina, þar til fyrir einu ári, að hann varð að hætta akstri sökum heilsubrests. Kvæntur var Kristinn Vilbiörgu Guðvarðardóttur og bjuggu þau í farsælu hjónabandi þar til fyrir fáum árum að hann missti konu sína. Einn son eignuðust þau hjón Árna prentara, auk þess ólu þau hjón upp sonardóttur sína Hali- dóru, sem nú á að bak að sjá elskulegum afa: Kristinn Árnason var félags- lyndur maður og tók mikinn þátt I félagsmálum. Hann var ákveðinn í skoðun og slakaði þar ekki til ef hann taldi sig fara með rétt mál hann gat verið beinskeyttur og harður I orðræðum ef svo bar und ir, og kom þá fyrir að undan gat sviðið. ef honum fannst hallað réttu máli. Hann var hre’inskipt- ormsmognar er mjög óráðlegt að rækta aftur gulrætur í sama garði eða í grennd. Betra er að leggja garðinn niður eða rækta þar eitthvað annað en gulrætur til að svelta ormana til útrým- ingar, en það ætti enn að vera fært. Gulrótarmaðkurinn leggst aðeins á jurtir af sveipjurtaætt, en kálmaðkurinn heldur sig að krossblómaættinni. Ingólfur Davíðsson. inn og hispurslaus og sagði mein- ingu sína alla. Kristinn átti sæti í stjórn stéttar félags síns vörubifreiðastjórafélag inu Þrótti, hann var formaður þess um eins árs skeið.. Þá tók hann og einnig mikinn þátt í starfi innan Sjálfstæðisflokksins, hann átti meðal annars sæti i stjórn Mál- fundafélagsins Óðinn og tók virk- an þátt i fulltrúaráði Sjálfstæðis- félaganna og átti þar sæti í mörg ár. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að eiga kost á því að kynnast Kristni allnáið bæði 'innan Málfundafélagsins Óð- inn, og eins í fulltrúaráði Sjálf stæðisfélaganna og vil ég fullyrða að á það samstarf féll enginn | skuggi g urðum við góðir vinir upp frá því, og vil ég nú að leiðar- lokum færa honum kærar þakkir fyrir þá kynningu alla og fyrir samstarfið. Þéir eru einn af öðrum að kveðja gömlu og góðu félagarnir og vinirnir og nú ert þú horfinn í hóp hinna yfir móðuna miklu. Mann setur hljóðan er maður heyr ir lát góðs vinar, og manni verður fyrst fyrir að hugsa um fallvalt- leik þessa jarðneska lífs. Það er mikill sjónarsviptir að hvarfj góðs félaga og vinar, en þá er eina hugg unin að orna sér við eld minning- anna um góðan vin. Við vinir þínir söknum þín Krist inn, en sárari verður söknuður ást vina þinna sonarins og sonar og fósturdótturinnar og fóstursystur- innar, sem eiga svo ótal bjartar minningar um elskaðan föður, afa og fósturbróðir, og vil ég færa þeim mína dýpstu samúð. Iírjúptu að fótum friðarboðans fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. i Vertu blessaður og hafðu þökk | fyrir allt. Axel Guðmundsson. Einhvern tíma las ég blaða- grein, sem fjallaði um Hinn almenna kirkjufund, og var um það kvartað, að lítil vitneskja væri gefin um fundi þessa, markmið þeirra og starfshætti, enda bar greinin vott um skort á þekkingu á þessum efnum. Trúlega á það einnig við um marga aðra en áminnstan greinarhöfund, að þeir þekkja lítið til hinna almennu kirkju- funda. Eftirfarandi orð eru rit- uð til að bæta úr þeirri van- þekkingu og til að minna á Hinn alménna kirkjufund, sem haldinn verður nú á hausti kom anda, ef verða mætti, að hann yrði betur sóttur af lærðum og leikum en verið hefur oft á undanförnum árum. Það munu vera um 40 ár sið- an byrjað var á fundum þess- um. Upphaflega voru engar formlegar samþykktir um tilhög un þeirra, en árið 1949 voru samþykktir „Frumdrættir að ,j samþykktum fyrir hinn al- Ímenna kirkjufund.“ • Þessum samþykktum hefur eigi verið breytt síðan, en aðalatriði þeirra eru þessi: Hinn almenni kirkju- fundur er frjáls og óháður sam- fundur presta og leikmanna innan hinnar evangelisk-lút hersjcu kirkju. Rétt til fundar- setu hafa allir, sem starfa í þjón ustu kirkjunnar, biskup, guð- fræðikennarar, prestar, sóknar- nefndarmenn, safnaðarfulltrúar og tveir fulltrúar frá hverju kristilegu félagi innan kirkjunn ar. Hafa þeir allir atkvæðis- rétt en allir meðlimir kirkjunn- ar hafa málfrelsi og tillögurétt. Almennan kirkjufund skal halda : annað hvert ár. Tilgangur kirkjufundar er að efla og glæða trúarlíf og kristnihald með þjóðinni. Tilgangi sfnum reynir alm. kirkjuf. að ná m.a. með sameiginlegri uppbygg- ingu í guðsorði, söng og bæn, evangeliskri fræðslu og umræð um um einstök mál er varða kristnihald á íslandi. Undirbún- ing og stjórn kirkjufunda ann- ast nefnd sjö manna, sem kos- in er til fjögurra ára í senn. Þegar kirkjuþing tók til starfa árið 1938, var ákveðið, sam- kvæmt tillögum undirbúnings- nefnda, að kirkjufundur skyldi haldinn það árið, sem kirkju- þing kemur ekki saman, en það er, þegar ártalið er oddatala. II. Það var góð réttarbót, er kirkjan fékk sitt þing og það er spor í áttina til sjálfstæðis hinn ar íslenzku kirkju. Þessari um- bót var og fagnað og það svo, að til munu hafa verið þeir menn, sem töldu kirkjufundi nú ef til vill orðna óþarfa. Skal nú vikið að því nokkrum orðum, en tekið skal fram, að hér ræð ir um eigin skoðanir undirritaðs Allt starf kirkjunnar, eins og þjóðlífsins, má greina í tvo að- alþætti, þótt þeir fléttist oft og víða saman. Þessir þættir eru sjórn og almennt, daglegt starf Alþingi setur lög og reglur um alla stjórn og tilhögun þjóðmál- anna, en það gefur ekki reglur um hið hversnagslega starf. Það kennir ekki bóndanum, útgerð- armanninum, skipstjóranum eða iðnaðarmanninum hvaða aðferð ir þeir skuli hafa við starfsemi sína. Svipuðu máli gegnir um kirkjuþing. Það hefur fyrst og fremst afskipti af stjórn kirkju mála, samþykkir ákvæði um ýms félagsmál kirkjunnar, stjórn, fyrirkomulag og fram- kvæmdir hinna ýmsu mála flokka, en það hefur ekki á hendj hið kristilega safnaðar- starf. Það gefur ekki prestum æskulýðsleiðtogum og kristileg- um félögum reglur og leiðbein- ingar um, hvernig haga skuli að öðru leyti hinu áríðandi, en víða vanrækta, almenna leik- mannastarfi hinnar islenzku kirkju. Þetta starf allt verða prestarnir og söfnuðirnir sjálf ir að inna af höndum. Þeir þurfa að ræða saman um, hvern ig starfinu skuli hagað og béra saman ráð sín um, hvaða úr- ræði séu tiltækilegust og gefi von um árangur. Hinir almennu kirkjufundir eru sameiginlegur vettvangur til umræðu og leið- beiningar um öll þessi mál, þótt í smáu sé, og í augum þess, er þetta ritar, hefur aldrei verið meiri þörf á áhuga og samstarfi um þessi mál en einmitt nú. Enn er á það að líta, að eins og tíðkast í þjóðmálum getur kirkjufundur athugað gjörðir kirkjuþings og rætt og gjört á lyktanir um þau mál, sem hann vill koma á framfæri við kirkju þing og Alþingi. III. Næsti almenni kirkjufundur verður haldinn 1 haust f sam- bandi við 150 ára afmæli Hins Islenzka biblíufélags, en þess verður minnzt hinn 15. október Aðalmál kirkjufundarins verður hjálp við gamla fólkið, og verða framsögumenn þeir Gísli Sigur björnsson, forstöðumaður Elli- heimilanna, Grund og í Hvera gerði og prófessor Þórir Kr. Þórðarson. Einnig mun verða drepið á leikmannsstarf í heild innan kirkjunnar. Annars verð ur dagskráin f einstökum atrið um auglýst síðar. Þeir, sem kynnu að hafa í huga mál, sem þeir óska tekin fyrir á kirkjufundinum, eru beðnir að senda tillögur sínar til undirritaðs fyrir lok ágúst mánaðar. Heimilisfangið er Öldugötu 34. Reykjavík, júlí 1965 I undirbúningsnefnd al- menns kirkjufundar, Árni Árnason.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.