Vísir - 29.07.1965, Síða 5

Vísir - 29.07.1965, Síða 5
V í S IR . Fimmtudagur 29. júlí 1965. 5 útlönd í morr/un utlönd í morgm útlönd i morgun útlönd í morgun Frá orrustuvellinum að samningaborBinu LBJ segir Bandaríkjamenn ávallf fúsa til samninga Þegar Johnson Bandaríkja- forseti tilkynnti í gær ákvarð- animar, sem teknar voru að af- loknum nærri viku viðræðum við sérfræðinga og þingleið- toga um Vietnam, tók hann fram að Bandarikjastjórn væri alltaf reiðubúin að flytja sig frá orrustuvellinum að samninga- borðinu, en undanlátssemin byði öryggisleysinu heim, eins og reyndin hefði sýnt, og Bandaríkin mundu ekki hvika frá þeim ásetningi að vinna af megni gegn því að kommúnist- ar næðu Suðaustur-Asíu á sitt vald og öðrum frjálsum lönd- um, en Bandaríkin væru jafn- an reiðubúin til þess að semja, og 15 sinnum væri Bandaríkja- stjórn búin að gera tilraunir til þess að'koma á samkomulags- umleitunum um frið í Vietnam. Forsetinn tilkynnti jafnframt, að hann kynni vel að meta hverja tilraun sem gerð væri af einstaklingum og þjóðum til þess að vinna að friði, og nefndi bæði friðarnefnd Brezka samveldisins og sendinefndina frá Ghana, sem nú er komm til Hanoi og hefir setið þar fyrsta fund sinn með Ho Chi Minh, og afhenti formaður nefndar- innar honum bréf frá Nkrumah forseta Ghana, en ekki frekara um fundinn kunnugt. OG L.B.J. tilkynnti, að hann hefði skrifað U Thant framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna bréf og hvatt hann til þess að halda á- fram viðleitni sinni til þess að fá aðila til þess að setjast að samningaborði um Vietnam. Þetta bréf afhenti Goldberg hinn nýi aðalfulltrúi Bandaríkj- anna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna U Thant framkvæmda stjóra f gær. Meðal ráðstafana þeirra, sem Johnson boðaði var að auka lið Bandaríkjamanna í Suður- Vietnam upp í 125,000 eða fjölga um 50 þúsund í liðinu. Hann kvað skrásetta nýliða til þjálfunar verða 35,000 á mán- uði nú í stað 17,000, en varalið yrði ekki kvatt til vopna að svo stöddu. Útvarpað og sjónvarpað var frá fundi forsetans með frétta- mönnum og svaraði hann fyrir- spurnum þeirra greiðlega. HEATH B0ÐAR VANTRAUST Á STJ0RN WILSONS ■ hún hélt vellS í gær með aðeins tveggja atkvæða meirihluta Edward Heath hélt í gær fyrsta fund sinn með fréttamönnum og boðaði, að hann mundi bera fram tiilögu um vantraust á stjóm Harold Wilsons eftir næstu helgi. Einnig tilkynnti hann, að keppi- nautar hans um flokksforustuna, þeir Réginald Maudling og Enoch Powell, verði í- „skuggastjóm- inni“ (shadow cabinet), þ.e. verði talsmenn1 sfjómarinnar í málstofunni og ráðherraefni, ef flokkurinn myndar ríkisstjörn. Sama máli gegndi um Sir Alec Douglas-Home fyrrverandi forsæt- isráðherra og leiðtoga stjórnarand stöðunnar, þar til Heath nú hefir tekið við henni. Menn höfðu búizt við því, að Heath myndi bregða skjótt við til sóknar og það hefir hann líka gert. Stjómin hélt velli f gær með aðeins 2ja atkv. meirihluta. í gær var felld í neðri málstof- unni, er rætt var um dýrtíðina, tillaga sem fól í sér vantraust á stjórnjna fyrir vanrækslu og getu- leysi í að hamla gegn dýrtíðinni, með' ááeiris'3ja átkváeðk riíúffl, éSF breytingartillaga frá krötum um traust til stjórnarinnar fyrir með- ferð hennar á þessum málum marðist í gegn með aðeins 2ja at- kvæða meirihluta. Kurr í liði krata. Sterlingspund hækkaði í verði í gær á alþjóða peningamarkaði eft- ir að tilkynntar höfðu verið strengi KÓPAVOGUR Barn eða ungling vantar til að bera út í Kópa- vogi, vesturbæ. Vinsamlegast hringið í af- greiðsluna í Kópavogi, sími 41168. VISIR Bílskúr ti! leigu Hentugur fyrir smáiðnað eða geymslu til leigu í Norðurmýrinni. Uppl. í síma 41982 eftir kl. 5 í dag. í ferðalagið Filmur, sólgleraugu, sólolía og rafhlöður í ferSatækið. VERZLUNIN ÞÖLL Veltusundi 3 (gegnt Hótel ísland bifreiðastæði), sími 10775 legar ráðstafanir til þess að styrkja sterlingspund og draga úr óhag- stæðum greiðslujöfnuði (sbr. frétt í Vísi í gær). En þessar ráðstaf- anir eru óvinsælar heima fyrir á Bretlandi og einkum í flokki krata sjálfra, sem óttast að af sparnað- inum leiði stöðvun á framkvæmd nýrra félagslegra umbóta og að til atvinnuleysis kunni að koma. Þessa kvíða gætir einnig £ sam- bandsstjórn verkalýðsfélaganna (TUC). SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ms. Herðubreið fer austur um land í hringferð 31. þ.m. Farseðlar seldir í dag. BÍLASALÁ VIÐ SELJUM BÍLANA. j Prince 4 ’62-’64, Fiat 1300 ‘63, Con j sul Cortina ’63-’65, Zephyr-4 ’62 Ford Consul 315 ‘62, Skoda Octa- via ’62, Land Rover, benzín ’64, Willys station ‘55 í topplagi, Land j Rover, diesel ’62-‘63, Fiat 500 ’60, Volvo station ‘62, Ford station M 1700 ‘59, vill skipti á ódýrari bíl. Gjörið svo vel og skoðið bílana. Bílasalan Borgartúni 1 Símar 18085 og 19615. Edward Heath — með sigurbros á vör FARSVÉL hakkavél, kæliskápur, stór 3ja dyra óskast til kaups. Þeir sem vilja selja þessa nluti gjöri svo vel að leggja nafn sitt inn á augl.d. Vísis fyrir 6. ágúst n. k. merkt „Farsvél". RÖNNINC H.F. Sjávarot-iut 2 vií ingólfsg. Sfmi 14320 Raflagnir. viðgerðir j helmilis tæk'”iv ofnissala FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA Ferðafélag íslands ráðgerir eft- irtaldar ferðir um næstu helgi: 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar 3. Breiðafjarðareyjar og kringum Snæfellsnes 4. Hveravellir og Kerlingarfjöll. 5. Hvanngil á Fjallabaksveg syðri. 6. Jökuldalur við Sprengisand. Þessar ferðir hefjast allar á laug ardag og standa yfir til mánudags. Allar nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu félagsins Öldugötu 3, símar 11798 og 19533.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.