Vísir - 17.08.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 17.08.1965, Blaðsíða 15
VISIR . Þriðjudagur 17. ágúst 1965. ,2J 15 JENNIFER AMES: Mannrán og ástir SAGA FRA 3ERLÍN — Við verðum að koma hinum fötunum fyrir kattarnef. Ég kom með brauð og smjör frá býlinu. Við skulum fá okkur b'ita áður en við förum af stað. Og nú skulum við vona að þetta verði seinasti þáttur ævintýris'ins. — Ó, David, andvarpaöi hún. og hjúfraði sig upp að honum. og hann vafði hana sterkum örm- um sínum. Og svo var eins og þau gætu ekki slitið sig hvort frá öðru, unz hann allt í einu hratt henni frá sér næstum nranalega: — Þetta dugar ekki, Linda, þú mátt ekki freista mín — við verð- um að vera köld og ákveðin. Varð- mennirnir geta byrjað leit að herra yfirhershöfðingjanum hvenær sem er. Svona, við skulum koma okkur af stað. Linda hló og leit í kringum sig. —Veiztu, mér þykir næstum leiðinlegt að verða fara héðan. Þrátt fyrir allt var hér heimilislegt. — Við eigum eftir að stofna heimili, sagði David, þótt það verði bara kytra — ef við varð- veitum ást okkar, verður kytran dásamlegt heimili. Komdu, elskan mín. Hann rétti fram hönd sína og hönd 1 hönd hlupu þau eftir veg inum til þorpsins, þar sem bænd ur voru að safnast saman til kröfu- göngunnar. 20. KAFLI Þau þrömmuðu alla nóttina, hlið við hlið sveitafólksins, þótt þau yrtu ekki á neinn. Þau ætluðu að segja, að þau væru frá Götz, ef einhver spyrði — en enginn spurði. Lindu var léttir af því, að enginn gaf sig að þeim. Sumir, bæði karlar og konur, báru spjöid með áletrunum: Vér krefjumst sjálfsábúðarréttar Vér krefjumst jarða vorra. Niður með samyrkjubúskapinn. David lagði annan handlegg sinn um mitti Lindu á göngunni. Þegar þau komu til útjaðars borgarinnar í birtingu var hún dauðþreytt — en glöð. Aldrei hafði hún verið hamingjusamari — af því að hún var með David var þátttakandi I baráttunni með honum og reiðubú- in að horfast í hvaða hættu sem koma kynni hans við hlið — og meira krafðist hún ekki af lífinu. Ef hún aðeins þyrfti aldrei að víkja frá hlið hans. Aldrei mundi' hún gleyma viðræðu þeirra f skóg j arkofanum og hún hugsaði um j hvað framtíðin mundi færa þeim. Þegar inn i borgina kom reyndi lögreglan að dreifa fylkingunni, en svo margir höfðu bætzt við, að það var ógerlegt og haldið var á- fram inn í borgina. — Nú getum við laumast úr fylkingunni hvenær sem vera skal, sagði David. Ég þarf að kom- ast til Schloss Gasthaus eins fljótt og hægt er til þess að komast að raun um hvernig ástatt er. Ég þarf að ná tali af maddömu Helenu. Það er svo margt sveitafólk hér í borginni, að>v okkur _verður ekki veitt sérstök athygíi. Áðeins Hansfi Sell ber kennsl á okkur og ég vóna að hann sé enn í búrinu f skógar- kofanum. — En ef hann er sloppinn? Hann yppti öxlum. — Hvernig ætt; hann að finna okkur hér í þrönginni? Hvernig ætti hann að vita hvert við för- um? — Karl veit það. — Hann spyr Karl ekki neins — og hann mundi ekkert segja. — Það væri skelfilegt ef hann fengi grun á þeim. Honum og Helgu. — Við verðum að sjá um, að ekkert illt komi fvrir þau. David þekkti hvern krók og kima í bænum og hann fór með Lindu um ýmsar hliðargötur, þar til þau komu til gistihússins — eldhúsmegin. Það var verið að byrja að starfa í eldhúsinu, en enginn veitti þeim athygli ,er þau laumuðust upp stigann baka til í húsinu. — Ég veit hvar herbergi mad- dömu Helenu er, hvíslaði David. Ég ber varlega á dyrnar og segi hver ég er. En hún vaknaði ekki við það, að barið var létt á hurðina. David varð að berja allharkalega til þess að hún vaknaði, og kom hún til dyra allbyrst á brún og mælti þurrlega, því að ekki bar hún kennsl á þau í sveitafólksgervinu: — Hver þremillinn gengur á? spurði hún á þýzku. Hver eruð þið og hvað viljið þið? — Þekkirðu mig ekki aftur, maddama litla? spurði David hlæj andi. — Ó, David, sannarlega gerðirðu mig hrædda, komið þið inn og hún flýtti sér að loka og læsa. — Hvað ertu að gera hérna? Veiztu ekki að lögreglan leitar þín hvarvetna? Og hver er þessi kona? Húri leit spurnaraugum á Lindu. — Það er Linda, þekkirðu hana ekki aftur? David brosti ,en varð svo aftur alvarlegur á svip — Ég veit að lögreglan er á hæl um mér. Er ég enn grunaður um morðið á Frankie? Það kom alvöru- og sorgarsvipur á andlit hinnar frönsku konu. — Nei. væni minn ,þeir gruna þig ekki lengur. Það var Fay, sem gerði það. Vesalingurinn, hún hlýt ur að hafa verið eitthvað rugluð, er hún gerði það — sennilega hefur hún verið ofsahrædd við eitthvað. Þegar hún kom úr yfirheyrslu í gær frá lögreglunni tók hún svo margar svefntöflur, að hún vakn- aði ekki aftur. Hún er ekki lengur í lifenda tölu. Hún skildi eftir skriflega játningu. — Gerði hún það? spurði David af ákefð. Veiztu hvað stóð í henni? - Já. M.addama Helena hristi höfuðið raunamædd á svip. — Hún kvaðst hafa gefið henni inn morfín, sem hún hafði með- ferðis, og gefið Frankie það sam kvæmt fyrirmælum, en það hefði ekki verið tilgangurinn að myrða hana, en óvart hafði hún gefið henni of stóran skammt. —. Fyrirmæli frá hverjum? íþurðr 'DavId hvasslegá. — Hún sagði ekkert um það, eða þá að lögreglan vildi ekki segja mér neitt um það ,en hún játaði að hafa haft tengsl við kommúnista til þess að komas; yfir eiturlyf. Hún hafði fyrirmæli um að láta Frankie vera undir á- hrifum morfíns í nokkra daga. Þú skilur. Hún sá einhvern fyrsta kvöldið sem við komum fram í danssalnum, einhvern, sem hún þekkti — og hafði haft kunnings skap við fyrir nokkrum árum. Vesa lingurinn. Hún vissi of mikið. Maldama Helena var sýnilega mjög miður sín, en settist nú og hélt áfram frásögninni: — Fay fór á eftir henn'i þetta kvöld. Hún fann Frankie fyrir utan dyrnar á íbúðinni, sem þú hafðir feng'ið leyfi til að nota. Vesalings stúlkan fór þangað til þess að reyna að ná tali af þér. Fay sagði við hana, að hún hefði lykil og fékk hana til að koma inn með sér. Það var vitanlega ekk'i erfiðleik- um bundið fyrir Fay að fá hana til þess að þiggja glas, og svo gaf hún henni morfín og laumaðist burt. Seinna fór hún í íbúðina t'il þess að sjá hvernig henni liði og kom aftur nær viti sínu fjser eftir að hafa fundið Frankie dauða og sá þá að hún hafði gefið henni of stóran skammt. — Mér geðjaðist svo vel að Frankie, -sagði Linda og lá við gráti — Farðu ekki að gráta, sagði David hvasslega. Þú mátt ekki eyði leggja andlitsgervi þitt. Vitanlega hörmum við örlög Frankie og Fay líka , en ef til vill hefur með þess- um atburðum verið afstýrt því, sem verra var, hvað Fay snertir, því að það var komið svo fyrir henni að hún mundi hafa gert hvað sem var til þess að ná í eiturlyf — og guð einn veit hvernig þá hefði far ið. — Ég vissi að Fay myndi aldrei hafa drepið Frankie af yfirlögðu ráði — en þegar eitrið nær slík- um tökum á fólki sem á Fay, veit það ekki hvað það gerir, sagði David. En hvað er um þig að segja, maddama Helena og hinar stúlkurnar? — Af okkur er í rauriinni allt gott að frétta. Það hefur rætzt úr öllu. Við höfum fengið leyfi til þess að fara aftur til Vestur-Berlín- ar. Lögreglan stöðvaði vitanlega sýningarnar. Við förum annars í kvöld. En hvað með ykkur L'indu, David ? — svona eins og þið eruð útlítandi? — Já, lízt þér ekki vel á okk- í ur? Hvernig við komumst yfir! mörkin. Við komumst einhvern veg inn, jöglega éða á annan hátt. Það er liklega bezt, að ég verði aftur David Holden. Hann er ekki grun aður lengur. og Linda verður aftur Linda O’Farrell — og hún hefur skyndilega veikzt — þannig hef ég það — og þarf að koma henni í skyndi í sjúkrahús í Vestur-Ber- lín, — hún er með inflúenzu, sem hún hefur vitanlega smitast af í Vestur-Berlín. Þeir verða fegnir að losna við hana. Ef heppnin er með ættum við að vera komin inn -í Vestur-Berlín eftir hálftíma. Þannig verður bezt að hafa það, ef þörf krefur. Hann virtist hugsa sig um andar- tak. — Þú verður líklega að skreppa fyrir mig .maddama Helena, í íbúð ina, sem ég hafði afnot af og sækja föt fyrir mig. Það getur enginn grunur fallið á þig, þótt einhver verði ferða þinna var, þar sem lögreglan hefur mig ekki grunað- an lengur — og enn ætti öllu að vera óhætt vegna gruns um annað Hann leit snöggt á Lindu og vott aði fyrir brosi í öðru munnvikinu. — Hvert augnablik er dýrmætt, maddama l'itla. — Vitanlega fer ég undir eins, sagði hún. Allt vil ég fyrir þig gera á jörðu, sem á himnum, er þar að kemur. En reyndin varð sú. að þegar til landamæranna kom komust þau yfir eftirlitslaust — en slakað hafði verið mjög á eftirlitinu vegna kröfugöngu sveitafólksins, verðir kallaðir fyrirvaralaust frá landa- mærunum og sums staðar varð- mannslaust í bili. Þau þurftu eng MMMnv SNYRTISTOFA STELLA ÞORKELSSON Snyrtisérfræðingur Hlégerði 14 . Kópavogi Sími40613 ViSIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Askriftai- Kvartana- siminn er I I virka daga K! 9- 20. oema taugaidaga ki. 0-13. AUCLYSINC I VISI eykur viðskiptin 9S% £&* T-y.zu;.. m vœs?! m>' j rm ítíxm %hl fs ests> k s-st- w a J\% œæœ asa < 7 ai-ESS ÞT lc&rzu úí BN*m æw. .............. r»w J r - * * ----- /£ ** ZiHýmcsttnizvtmss-ap rne^ HXSZCMS mj-vims nkmL Við verður hér í þyrlunni Yeats hershöfðingi þangað til Medu höfðingi sendir burðar- mann með gjöf til þess að bjóða okkur velkomna. En Medu veit ekki að ég kem með Tarzan vin hans. Hversvegna mun hann senda gjöf til þyrlu þar scm geta verið óvinir innanb Öllum, sem heimsækja þetta undraverða þorp er heilsað eins og vini nema það sannist á hann að hann sé óvinur. Ég Numi búandi í þorpi töfralækn anna býð velkominn vininn, sem heimsækir okkur og spyr um nafn hans. vtsis KOPAVOGUK 4fgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, simi 41168. A.fgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VISIS í flafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttiíj sími 50641 Afgreiðslan skráis nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanii er að ræða KEFLAVÍK r\f^eiðslu VlSIS i Kefla Tík annast Georg Orms- son. sími 1S49. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartamr er að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.