Vísir - 17.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 17.08.1965, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 17. ágúst 1965. Giacometti við uppsetningu sýningarinnar í Tate Gallery. * ,,t. Á hátindi frægðarinnar Skömmu eftir seinni heims- styrjöldina sá Giacometti sýn í París. Honum fannst, í neðan- jarðarbrautinni, í veitingahús- um meðal vina sinna, að allir lifandi væru dauðir. Og hann fór að sjá höfuð í tómu rúmi. Síðan málar og mótar Sviss lendingurinn Giacometti, 63 ára gamall, fæddur í þorpinu Stampa, það sem hann sá þá í París. Hann málar og mótar með miklum árangri. Verk hans sýna stirðnað líf, svipl. fólk, þoku- kennd andlit, innfallna vanga, opna munna og beinagrinda- vöxt. Þetta hefur gert hann frægan. Martraðir hans eru seldar á verði, sem hleypur frá 500.000 krónum á listaverk allt upp í 1,8 milljónir króna. Þau eru til sýnis f stærstu söfnum Evrópu Höggmyndir á sýningunni. og Ameríku. Árið 1961 fékk hann Carnegie-verðlaunin, 1962 Feneyja-verðlaunin og 1964 Guggenheim-verðlaunin. Á þessum vikum er frægð hans í hámarki. Tvær geysi- miklar sýningar hafa nýlega verið opnaðar á verkum hans í tveimur af frægustu söfnum heims, Museum of Modern Art í New York, og Tate Gallery f London. 1 New York eru sýnd- ar 72 höggmyndir, 34 málverk og 34 teikningar, og í London eru sýndar 94 höggmyndir, 61 málverk og 41 teikning. Giacometti byrjaði að mála 12 ára gamall og að móta 13 ára gamall. Hann var nemandi hins fræga prófessors Antoine Bourdelle, en gekk illa að fást við lifandi fyrirmyndir. „Aldrei mun ég geta gert höfuð þannig að það líti út eins og raunveru- legt höfuð“, segir Giacometti. Hann fór að reiða sig á eigið ímyndunarafl. Fyrst fór hann að fást við tótem-myndir, síðan varð hann súrrealisti og málaði myndir undir nöfnum sem þessum: Hendi í gildru og kona með skorinn háls. Hann var samt óánægður með þetta og taldi það einskis nýtt, nema til að henda því. Hann fékk sér eina fyrir- sætu og lét hana sitja fyrir í „Ég verð að mála og móta áfram, því ég verð að komast að því, af hverju ég get það ekki“ Höggmynd af bróður listamanns ins. fimm ár samfleytt. Árangurinn var ekki góður. „Þegar ég horfi á andlitið, missi ég sjón- ar á hálsinum, og þegar ég horfi á hann, missi ég sjónar á andlitinu. En ég þarf að nota hvort tveggja. Þetta er full- komið brjálæði“. Giacometti var vísað úr hreyfingu súrrealista, og hann færðist æ meira inn í sinn eigin hugarheim. Hann hellti bronsi yfir beinagrind hunds og sagði: „Mér fannst hundurinn vera ég“. Giacometti er óneitanlega Kkur mörgum mynda sinna. Svipur hans er afar sérkenni- legur, eins og maðurinn er sjálfur. Hann er milljónamær- ingur, en kýs að lifa eins og róni í tveggja herbergja íbúðar- kompu. Þar hefur hann búið í 38 ár. Kona hans, sem er hans uppáhalds fyrirsæta býr í al- mennilegri íbúð skammt frá. Hann heldur tryggð við knæpur og vændishús Parísar. Hann hefur fengið snert af krabbameini og er hættur að reykja. Allt þetta hefur engin áhrif haft á minnimáttarkennd hans. Giacometti: „Ég verð að mála og móta áfram, því ég verð að komast að því, af hverju ég get það ekki“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.