Vísir - 24.08.1965, Blaðsíða 6
6
V1 S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1965.
Stórkostlegt —
/ •
Framhald at bls 1.
ugt unz hún var orðin að geysi
legu skýfalli. Af þessu mynd-
uðust í fyrstu pollar í sandinn,
en þeir voru þó síðar fljótir að
síga niður.
Þar kom fréttamaðurinn
fyrst að hinni svonefndu skot-
sveit Frakka, þar sem hún stóð
í dyrunum á flugskýlinu sem
byggt hefur verið þar og horfðu
þeir Fransmennirnir í forundran
á alla þá vætu, er gat streymt
úr loftinu. Þeir sem höfðu
dvalizt í frumskógunum kváðu
þessa dembu ekkj gefa eftir
verstu frumskógarigningum.
Veðurathugunarbelg
sleppt á loft.
Þrátt fyrir rigninguna var
mikið um að vera í eldflauga-
bækistöð Frakka. Þar var hver
maður kominn á sinn stað. Að-
alatriðið var að veður var stillt,
svo að segja algert logn og þó
hann gengi á með regnhryðjum
var þurrt á milli, skýjafar var
og komið á vestan eftir að
landssynningsrosi og þoka
hafði verið þar síðustu daga.
Hélt og svo fram eftir kvöld-
inu, að hið mikla skýjaþykkni
sem arúft hafði yfir öllum
Eyjafjöllum og Skógasandi var
smám saman að greiðast í sund-
ur. Þrátt fyrir þetta sögðu
Frakkarnir um kl. 9 þegar
geysistórum vetnisloftbelg var
hleypt á loft frá söndunum, að
enn væru likurnar fyrir geim-
skoti aðeins 50 á mót'i 50.
Ákveðið kl. II að skjóta.
Yfirmenn rannsóknanna þeir
Drófessor Blamont og Mozer
ásamt hinum unga aðstoðar-
manni þeirra Renou sátu um
bessar mundir í aðalstjórnklef-
anum, sem er blár Karavan-
vagn og voru þeir mjög hugsi,
er þeir rýndu þar í tæki sín og
biðu eftir upplýsingum frá veð-
urathuganatækjum þeim sem
voru send upp með loftbelgn-
um. Það er lengri bið en menn
skvldu ætla, því að loftbelg-
urinn er mjög lengi að hækka.
Frá því einn vinnuflokkurinn
starfaði að því að dæla vetni
inn í bennan mikla gegnsæja
plastbelg og þar til hann v^r
kominn í hæfilega hæð eða um
40 km átti að líða 1 y2 klst, en
belgurinn var ennþá seinni að
hækka sig en búizt hafði verið
við og var ; að ekki fyrr en kl.
rúmlega ellefu, sem þau radíó-
boð bárust frá belgnum að
kleift yrði að skjóta eldflaug-
inni.
Skömmu fyrir miðnætti
gre'iddist skýjaflókinn yfir sand
inum skyndilega í sundur. Við
vorum þarna nokkrir frétta-
menn niðri við flugskýlið. Rétt
í þessu kom prófessor Blamond
akandi með m'iklum hraða nið
ur að flugskýlinu og merki var
gefið um að allir skyldu hefja
starf sitt eftir fyrirfram gerðri
áætlun. Rétt um leið sveipaðist
skýjaþykknið frá og him'inninn
heiðskír og stjömubjartur opn-
aðist fyrir ofan og bragandi
norðurljósin þeystu yfir himin-
hvolfið.
Öll umferð um þjóðveginn
yfir Skógasand hafði nú verið
Eiginmaður minn
stöðvuð og hópur lögreglu-
manna úr Reykjavík fylgdist
með því að enginn gæti kom-
izt nálægt eldflaugasvæðinu.
Rauð aðvörunarmerki voru
kveikt og hættusírenur blásnar.
Yfir hundrað bílar forvitinna á-
horfenda voru á þessu svæði.
Eldflaugin reist.
Um þessar mundir gekk hin
hvítklædda skotsveit Frakka
út í litla plastskýlið sem stóð
á skotpallinum. Þeir tóku s'ig
nú til og lyftu skýlinu upp á
hjól og renndu því ofan af eld-
flauginni. Tók það þá nokkurn
tíma að gera allt klárt og var
eldflaugin upplýst, þar sem
þe'ir voru að reisa hana upp á
skotpallinum.
M. Haise styður á hnappinn.
Nokkrum mfnútum áður en
skotinu var hleypt af var skot-
ið nokkrum rauðum aðvörun-
arrakettum yfir svæðinu. Síðan
le'ið tíminn og skyndilega kvikn
aði ægibjart og rauðleitt ljós á
skotpallinum. Haise yfirmaður
skotsveitar'innar hafði stutt á
hnappinn. Fréttamaður Vísis
var þegar þetta gerðist staddur
niðri við brimandi sjávar-
ströndina og var furðulegt að
sjá eldflaugina líða eins og
glóandi eldkúlu upp í loft'ið.
Skömmu síðar, þegar hljóðið
hafði haft tíma til að berast
niður að ströndinni kváðu Við
hinar óskaplegustu drunur sem
yfirgnæfðu gersamlega brim-
hljóðið og urðu síðan ærandi
þó fjarlægð'in væri rúmur kíló-
metri. Eftir augnablik þaut eld
flaugin upp í skýjaflóka sem
lá yfir skotstaðnum f nokkurri
hæð og lýsti skýið allt upp og
loks mátti þar fyrir ofan fylgja
eldrákinni eftir upp í alstirndn-
an næturhimininn. Það sem
vakfi mesta undrun var hversu
Iengi eldflaugin hélt förinni á-
fram. Fréttamaður blaðsins
fylgdist með henni í upp und'ir
hálfa mínútu, þá hvarf ljósrák-
in á bak við sk ýeða ertthvað
upp í fjarlægðina. En drunurn-
ar kváðu enn við e'inhvers stað
ar úr fjarska. Þannig átti eld-
flaugin að halda ferðinni áfram
upp á við í um 5 mínútur unz
hún komst í 400 km. hæð. Og
12 mínútum eft'ir að henni var
skotið upp féll hún í sjóinn um
300 mílur suður af íslandi.
Eldur í Skipholti 64
Eldur kviknaði í húsinu nr. 64
við Skipholt í gærdag, skömmu eft
ir hádegið.
Slökkviliðið var kallað á vett-
vang stundarfjórðungi fyrir kl. 2
e. h. og fékk fljótlega kæft eldinn
Brunaskemmdir urðu ekki miklar,
en nokkrar skemmdir urðu af völd
um vatns í húsinu.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Vlsir hefur fengið um elds-
upptök, var maður, Gísli Guðjóns-
son að nafni að vinna við að setja
plasteinangrun inn á háaloftið í
Skipholti 64. Birta mun lítil eða
engin hafa verið þarna uppi og
varð Gísli að notast við kerti. En
Arekstur
Frh. af 16. síðu:
upp að gangastéttarbrúninni. Þar
fór blllinn á hliðina og skall um
leið á ljósastaur uppi á gangstétt-
inni. Báðir bílarnir skemmdust, en
Volvobíllinn þó miklu meira. Hann
er talinn mjög illa farinn. ÖSu-
maðurinn, Sigurður Söbeck,
skrámaðist í andliti og hlaut tauga
áfall. Hann var fluttur í Slysa-
varðstofuna.
Fyrir utan þennan árekstur var
mikið um árekstra f gær og á tíma-
bilinu frá hádegi og fram til kl.
8 síðdegis munu 15—20 bifreiðir
hafa lent í árekstrum á götum
Reykjavíkur.
Þotan
Árás —
Framh. af bls. 1:
aði þá að kaupa fyrir hana mjóík.
Þá fann hann hana stórslasaða
liggjandi á legubekk, blóðuga og
marða. Var hún þá með mikil
glóðaraugu á báðum augum, mar-
in og bólgin á kinn og kjálka og
hálsi. Hún var marin og hrufl-
uð víða á brjóstholi og mar’in á
báðum handleggjum. Þá fann hún
og til þrauta í bringubeini og
vinstri síðu.
Var fósturdóttur konunnar gert
aðvart um hvernig ástatt væri fyr-
ir konunni og voru þá strax ráð-
stafanir gerðar til að flytja hana
í slysavarðstofuna og sfðan í
Landspítalann þar sem hún liggur
nú. Fullnaðarrannsókn á meiðsl-
um hennar er enn ekki lokið.
Lögreglan handtók árásarmann-
inn í gær, og játaði hann á sig
sakir. Hann situr nú í gæzluvarð-
haldi.
Framhald af bls. 16.
smekklega í litum, ásamt lit-
mynd af DC-9 eins og hún
mundi verða eftir að hún væri
búin að fá einkennismerki og
liti Flugfélags I'slantjs. , uó
Douglasvél af gerðinni 30 tek
ur 105 farþega, og flughraði
hennar á leiðinni Reykjavfk
Kaupmannahöfn mundi verða að
eins rúmir 3 tímar. Douglas-
verksmiðjurnar og F. í. hafa ár
um saman átt mjög góð við-
skipti og hefur megnið af flug-
flota F. í. verið frá þeim verk-
smiðjum.
Stúdentar —
j Frh af bls. 16:
j ýmissa þjóða, er hafa svipaðra
: hagsmuna að gæta, til að kynn
• ast og ræða hin ólíku vandamál
þjóðanna, sagði Kenneth Myers, | j
í einn af fulltrúum Bandarikjanna
. á þessari ráðstefnu.
Á morgun verða á ráðstefn-
i unni flutt erindi. umræður verða
j og farið verður með þátttakend
1 ur í kynnisferð til fiskvmnslu
stöðva og Samb. ísl. Samv’innu-
félaga. Ráðstefnunni lýkur næst
komandi þriðjudag.
kertið mun hafa oltið um koll og
náði um leið að kveikja f plastinu,
sem er eldfimt í hæsta lagi. Brunnu
þama nokkrar plastplötur, en að
öðru leyti náði eldurinn ekki telj-
andi útbreiðslu. Hins vegar mynd
aðist mikið reykhaf uppi á loft-
inu, en sem betur fór náði hann
ekki að komast niður á neðri hæð-
imar. Vatnsskemmdir urðu aftur á
móti nokkrar í húsinu.
Gfsli mun lítilsháttar hafa brennst
á hendi og var hann fluttur í slysa-
varðstofuna til aðgerðar.
Yfirlýsing
Að gefnu tilefni og vegna ýmissa
fyrirspurna vill undirritaður taka
fram, að stúdentaráðstefna Atlanz
hafsbandalagsrfkjanna, sem þessa
dagana er haldin í Háskóla Islands,
er á engan hátt á vegum Stúdenta
ráðs Háskóla íslands, enda tekur
Stúdentaráð alls ekki þátt f henni.
Með þökk fyrir birtinguna.
Björn Teitsson,
formaður Stúdentaráðs Háskóla
Islands
HILMAR STEFÁNSSON
fyrrv. bankastjóri
verður jarlsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
26. þ.m. kl. 1.30 siðd.
Margrét Jónsdóttir
SKiPAFRÉTTIR
SKIPAUrfitRB KIKISINS
Ms. Herðubreið
fer austur um land í hringferð 28.
þ.m. Vörumóttaka þriðjudag og
miðvikudag t'il Homafjarðar,
Djúpavogs, Breiðdalsvikur, Stöðv-
arfjarðar, Mjóafjarðar Borgarfjarð
ar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar,
Þórshafnar og Kópaskers. Farseðl-
ar seldir á fimmtudag.
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akureyrar
31. þ.m. Vörumóttaka á föstudag
og árdegis á Iaugardag t'il Vest-
fjarðahafna og áætlunarhafna við
Húnaflóa og Skagafjörð og Ólafs-
fjarðar. Farseðlar seldir á mánu-
dag.
HÚS TIL SÖLU
Einbýlishús í Kópavogi, sérlega fallegur garð-
ur. í húsinu er 4ra herb. íbúð. — Til sölu 3ja
og 4ra herb. íbúðir á bezta stað í vesturborg-
inni.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11, sími 2-1515. Kvöldsími 23608 - 13637.
ÍBÚÐ TIL SÖLU
Til sölu mjög glæsileg 3ja herb. íbúð sem ný
á 2. hæð í sambýlishúsi við Kleppsveg. Stærð
ca. 100 ferm.
FASTEIGNASTOFAN
Austurstræti 10 5 h. Sími 20270
STÚLKA ÓSKAST
Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í
kjörbúð. Sími 12112 kl. 6—7 e.h.
Traktor til sölu
Til sölu traktor með nýrri loftþjöppu. Verk-
færi geta fylgt. Sími 30435.
TIL SÖLU
3ja herb. íbúðarhæð ásamt 2 hérb. í risi við Hjallaveg.
3ja herb. íbúðarhæð við Skógargerði, Laus til íbúðar
Útborgun 350 þús. í þrennu lagi.
3ja herb. risíbúð við Drápuhlíð.
4 — 5 herb. íbúðir í Laugameshverfi.
Raðhús í smíðum í Kópavogi.
Raðhús við Otrateig og í Kópavogi.
Einbýlishús í smíðum við Aratún.
Einbýlishús, ný og eldri með byggingarlóðum í Kópavogi
FASTEIGNASALAN
HÚS & EIGNIR Bankastræti 6
Heimasímar 22790 og 40863.
NÝ REIÐHJÓL
Ný ódýr reiðhjól. Allar stærðir. Einnig töskur
á reiðhjól.
LEIKNIR S.F. Sími 35512.
hvert sem þér farið/lwenærsemþerfarið
hvemigsem þér ferðist
ALMENNAR PQSIHUSSTRÆTI9
IHYeGINGARPX^SlMI 17700
■» ferðaslysatrygaiQB