Vísir - 24.08.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1965.
EDWARD S. ARDNS:
15
'iísi'jwvw.i.'édk
tmms
pæjarar
= Saga um njðsnir og ásiir á ííaSíu
til umráða tii þess að ljúka hlut-
verki sínu. Durell gat ekki hætt
á að verða látinn dúsa inni nokkra
daga.
Hann tók skjóta ákvörðun. Hann
greidd’i manninum nýtt högg og
maðurinn hneig niður án þess að
gefa frá sér hljóð. Durell greip
han í fallinu og lagði hann varlega
niður. Svo þre'ifaði hann á slag
æð mannsins eins og hann væri
að gera eitthvað, sem ekki skipti
máli.
Tíu minútum síðar sat hann í
íeigubil á leið tii Hote! de la Paix.
Prinsinn veitti honum strax mót-
töku. Þjónn í austurlenzkum bún'-
ingi hneigði sig fyrir honum, og
sagði, að hans hátign prinsinn
hefði beðið eftir honum og vildi
herra Durell gjöra svo vel að
koma með sér. Þjónninn gekk á
undan honum gegnum hvert her-
bergið á fætur öðru og voru þau
öll búin dýrindis húsgögnum. Prins
inn var ekki klæddur austurlenzk
um búningi, heldur frænum fötum
og hann var f hvítri skyrtu með
dökkt, einlitt bindi um hálsinn.
Hann sat út við vegg í stól með
háu baki. Hann var smáfættur
mjög og var í gljáburstuðum skóm
Fætur hans snertu ekki gólfið.
, — Monsjör Durell, sagði hann,
þolinmæði vor var næstum þrotin,
bg oss hafði flogið í hug, að banda
rísk stjórnarvöld hefðu ekki mik~
Jnn áhuga á máli \ því, sem vér
höfum miklar áhyggiur af.
, — Flugvél minni hafði seink- ,
,að, sagði Durell. Ég er nýkominn
frá Bangkok, þar sem ég starfaði
með viðskiptasendinefnd og mönn
jum frá Noramco Tin.
, — Eruð þér verkfræðingur?
— Nei.
— Leynisnápur, vitanlega. Þér
lítið líka þannig út. Sama mann-
gerð og herra Talbot.
— Ég held nú ekki að við Tai-
bot séum neitt líkir.
Prinsinn brosti kuldalega. Hann
var kringluleitur, feitlaginn í and-
liti. í augum hans var ekki meiri
hlýja en i granít, en samt vöktu
augu hans nokkra athygli Durells, |
sem ályktaði að fyrir nokkrum;
mannsöldrum kynni blóð einhvers |
forfeðra hans hafa blandazt frönsku |
blóði. Mikil óprýði var að öri á
andliti hans sem náði úr öðru
munnvikinu f boga að eyrnarflipa
■hans.
— Vér verðum brátt að hverfa
til lands vors, þar sem nauðsyn |
krefur a" vér hröðum okkur heim.'
Vitið þér nokkuð um málverkin
m(n?
— Mér skilsf að þér séuð viss
um, að Jack Talbot hafi tekið þau
án leyfis?
— Hann stal þeim, sagði prins-
inn. Og vér krefjumst þess að
þeim verði skilað þegar í stað. Mér
er sama hvernig þér náið þeim —
— en það verður að ná þeim og
skila þeim án tafar.
— Eruð þér nú viss um, að
Jack Talbot sé sökudólgurinn?
spurði Durell. Við efumst ekki um,
að þér teljið hann hafa stolið þeim
en vel vitið þér að hér er um svo
verðmæta dýrgripi að ræða, að hver
einasti listmunaþjófur á meginland
inu mundi hætta á mikið til þess
að ná þeim.
— Vér erum ekki að hugsa um
peningaverðmæti málverkanna.
Þau eru heilög í okkar augum. eru :
ættartafla vor í 1200 ár. Þau eru ■
vor dýrmætasta eign. Maður eins
og herra Talbot, sem vér treystum,
og var í þann veginn að tryggja
landi yðar viss réttindi í voru
'iandi, gæti verið gott dæmi um
það, hve vel er treystandi þeim
fyrirtækium bandarískum, sem
vilja semja við oss.
— Og það er sama sem og að
segja umbúðalaust, að fyrst Jack
Talbot sé þjófur séu allir Banda-
ríkjamenn jrjófar.
— Afföll þau er menn verða fyr-
ir hafa áhrif á skoðanir þeirra og
afstöðu. Þar sem ríkisstjórn yðar
hefur falið yður málið munum vér
tala í fullri hreinskilni. Vér óskum
eftir því að hafa fengið í vorar
hendur Dwan-málv., er við stíg-
um upp í flugvélina eftir þrjá daga.
Vér hvikum ekkj frá þeirri af-
stöðu. Gerist þetta ekki, er öllum
samkomulagsumleitunum ráðherra |
lands yðar við oss slitið.
Durell var Ijóst hve erfiður mað ;
ur Túvanafan prins var við að
eiga. Hann var sjálfselskur ein-
ræðisherra, sem var vanur að fá
vilja sínum framgengt í öllu. Hann
var slægvitur, gat dansað stjórn-
málalegan línudáns af mikilli list.
Hann hafði til að bera allt það,
sem einkennir stjórnmálamenn
Austurlanda, slægvitra, dula, sem
aldrei létu vélast til neins, og á-
vallt hugsuðu eitthvað, sem þeir
létu ekki í Ijós, er þeir töluðu. Dur
ell hafði kynnzt mörgum slíkum,
en í hans starfi giltu ekki aðrar
reglur en þær, sem leiddu til þess
að árangur næðist.
Viðræðan var stutt, en það
heppnaðist Durell að varðveita ró
sína þrátt fyrir hinar grófu ásak-
anir Tavanafans. Sannleikurinn var
sá, að engar sannanir lágu fyrir
um að Jack Talbot væri sökudólg
j urinn, aðeins líkur, Talbot og tveir
S af mönnum prinsins höfðu komið
aftur frá Rómaborg kvöldið áður
klukkan hálfsjö, og hólkarnir voru
settir í eitt af svefnherbergjunum
í íbúðinni. Klukkustundu síðar
kom í Ijós, að Talbot var horfinn
og þjónninn, sem hafði fengið það
hlutverk að gæta málverkanna lá
meðvitundarlaus á gólfinu. Þegar
hann raknaði úr rotinu sagði hann
að Talbot hefði barið sig niður og
farið með málverkin.
Þegar Durell baðst leyfis um
að megr. yfirheyra þjónustufólkið
neitaði Túvanafan því afdráttar-
laust. Og Durell gat engu lofað
um að vera búinn að hafa upp á
Talbot og málverkunum áður en
prinsinn héldi heimleiðis. Viðræð-
urnar höfðu því næsta lítinn árang
ur borið.
— Við höfum þó rætt málið hvcr i
frá sínum sjónarhóli, sagði prins-
inn brosandi. Vér óskum ekki
hefndar. Vér látum yður um að
hegna Talbot, en ekkert samstarf 1
við North American Tin kemnr til
greina fyrr en búið er að finna
viðunandi lausn á þessu máli.
Þegar Dureil var á leið út úr,
íbúða Túvanafans gat hann ekki var ^
izt því, að ala grunsemd um, að
prinsinn hefði af ásettu ráði leit-
að átyllu til þess að fella niður ,
viðræður þær við Ncramco Tin, j
en ekki var hann viss um það.
Framkoma prinsins var eðlileg j
1 þegar tekið var tillit til tignar hans ■
uppeldis og skapgerðar. Og það
: sem skipti máli nú var að finna
málverkin og afhenda þau. Elien
hafði engar upplýsingar getað gefið
sem að gagni komu varöandi gerðir •
Talbots síðasta sólarhringinn, um j
{hvað hann aðhafðist, að undan-
téknu þvf, að líkur voru fyrir, að ■■
hann væri valdur að hvarfi mál-:
verkanna, en Silas Hanson hafði i
i fengizt Við málið allan daginn j
j svo að hann ákvað að fara á fund j
j hans þegar f stað.
En hann tafðist dálítið. í for- j
salnum að íbúð greifans brosti I
þjónninn einkennilega og sagði:
— Afsakið herra, en það er mað
ur sem óskar að hafa tal af yður,
áður en þér farið.
* í sömu svifan opnuðust dyrnar
og Anton Pacek kom inn.
Durell brá, en lét ekki á því
bera. Pacek brosti gleitt.
Hann minnti á krókódfl, sem
opnaði gin sitt. Þótt hann væri feit
laginn og þungur var hann furðu
léttur í hreyfingum. Hann rétti
fram þykka, luralega hönd, en Dur
ell lét sem hann sæi það ekki.
— Gott kvöld, herra Durell. Við
hittumst hér á hlutlausu svæði
Pacek dró að sér hönd sína
brosandi.
— Þér virðist úr jafnvægi, vinur
minn.
— Ég er ekki vinur yðar, sagði
Durell.
— Svo sannarlega eruð þér reið
ur, sagði Pacek
— Alls ekki, hvað eruð þér að
gera hér, Pacek?
— Ef til vill er ég í sömu er-
indum þér. Við höfum talað um
viðskipti, Túvanafan prins og ég.
Það er allt og sumt. Dálítið við-
skiptasamkomulag milli míns lands
og Hans var til umræðu okkar í
milli.
Durell vissi vel hve þjálfaður
og duglegur Pacek var. Hann var
svíramikill, herðar þreknar, hendur
sterklegar, varir bláleitar. Durell
vissi, að Pacek hafði á sínum tíma
tekið ágætt próf í háskólanum í
Moskvu og þar áður hafði hann
lokið verkfræðiprófi í Berlín. Hann
hafði- verið sæmdur Leninorðunni,
orðu Rauða fánans, og slík var
kaldhæðni lífsins, að hann hafði
verið sæmdur bandarisku heiðurs
merki eftir síöustu heimsstyrjöld.
Rándýrslegt útlit hans var villandi.
Þessi kraftajötunn var bráðgáfað-
ur maður — og hættulegur and-
stæðingur.
— Komið msð mér, Durell, við
skulum ræðast við undir beru lofti
Þér getiö verið alveg öruggur...
— ... fyrir hverjum?
Lævísin í svip Paceks hafði ekki
farið framhjá Durell.
Pacek yppti öxlum.
— Eigum við ekki að semja um
vopnahlé — um stundarsakir? Við
skiljum hvorn annan.
— Eruð þér viss um það?
— Verið svo vinsamlegur að
koma út. Veggirnir hér eru ekki
hljóðeinangraðir.
— Yður mun bezt manna kunn
ugt um hvort svo er eða ekki.
— Við ættum að ræða viðskipti,
sngði Pacek. Við erum báðir skyn-
rcniir menn. Ég ber virðingu fyrir
'■••r. Durell. Við vitum allt um yð-
•>r sem vitað verður. Og sumir okk
sr óttast vður. Ég er þó ekki í
beim hópi, en ég viðurkenni yður
sem minn hasttnlegasta andstæðing
Og vitanlega harma éa, að þér
skuluð halda áfram að starfa í
blindni fyrir húsbændur j'ðar,
þessa heimsvaldasinna.
— Hættið áróðursþvættingi yðar,
það er tímaeyðsla.
— Afsakið, ég veit hve önnum
kafinn þér eruð. Ég veit um úr-
slitakosti Túvanafans.
Þeir gengu út. Er út á göfuna
kom hugsaði Durell á þá leið, að
Pacek mundi ekki hætta á neitt,
stm af gæti leitt fhlutun svissn.
lögreglunnar, að minnsf-a kosti
mundi hann ekki hætta á neitt
utan gistihússins. Veður var enn
gott. Pacek kinkaði kolli á áttina
til hafnarinnar, eins og hann með
því vildi gefa til kynna, að hann
vildi, að þeir færu f þá áttina.
Margt manna var á ferli. Klukkan
var ekki enn orðin tfu. Durell fór
ekki í neinar grafgötur um, að
KGU vildi gera hann „óskaðlegan"
ef til vill koma honum fyrir katt-
amef. Hann var því vel á verði
og hugleiddi hvað Pacek mundi
hafa í huga. Hann gat ekki gert
sér grein fyrir hvort þeim var veitt
eftirför. Pacek mundi sennilega
vera vopnaður, en þótt svo væri
ekki, voru margar aðferðir til þess
að ryðja mönnum úr vegi. Hann
gætti þess, að ganga ekki of nærri
Pacek. Og augljóst var ,að Pacek
SNYRTISTOFA
STELLA ÞORKELSSON
Snyrtisérfræðingur
Hlcgerði 14 . Kópavogi
Simi 40613
ViSIR
ASKRIFENDAÞJONUSTA
> Askriftar-
l Kvartana- s,minn er
<1661
virka daga Kl 9- 20. netna
laugardaga ki. 9 - 13.
AUGLÝSING
9 VlSI
eykur vidskiptin
MAV8E I WAITE7 TOOLONG, ,
MOMBAI, AFTER EVIL MEN STICK.
ME WITH BA7 ME7ICINE, BEPORE
T X CAME FOR VIOUK 1“ '
Annar dagur rís yfir þorp bakið á þér, Tarzan vinur. Þú stungið mig með þessu vonda bregzt læturðu hmnavélina
töfralæknanna, en í húsi Momba segir að fætur þínir séu enn lyfi áður en ég kom til þess að koma á morgun og fara með þig
er Tarzan enn með lamaða fætur dauðir. Kannski beið ég of lengi leita hjálpar ykkar? Við eigum til Mombuzzi.
Við höfum notað 3 matimati á eftir að vondu menn’irnir höfðu einn matimafi eftir. Ef þetta
wtsm
KOPAVOGUR
Afgreiðslu VÍSIS í Kópa
vogi annast frú Birna
Karisdóttir, sími 41168.
AfgreiðsJan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða
HAFNARFJÖRÐUR
Afgreiðslu VISIS i
Hafnarfirði annast frú
Guðrún Ásgeirsdóttir,
dmi 50641
Afgreiðslan skráií
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
ar að ræða.
KEFLAVÍK
j Afgreiðslu VlSIS í Kefla
/ík annast Georg Orms-
:on. sími 1349.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanií
er að ræða.