Vísir - 24.08.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 24.08.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1965. ^SHtSHIHHHIHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHH 9 II, Súðavík v/'ð Álftafjörð ísafjarðarkaupstaður er við Skutulsfjörð, vest asta fjörðinn við ísa- íjarðardjúp. Næsti fjörð ur þar fyrir austan, bak við Arnarnesið, er Álfta fjörður. Þar kúrir lítið þorp við miðja vestur- hlíð fjarðarins og ber nafnið Súðavík. Þorpsbyggð hófst þarna, þeg- ar norska hlutafélagið „Mons Lars Compani“ reisti hvalveiði- stöð á eyri tveimur kílómetr-. um innan við Súðavík, — Lang- eyri. Þar er raunar talin gömul bækistöí Hansakaupmanna. Norsku hvalafangaramir höfðu mikið umleikis þama á sínum tíma og dáðust íslendingar að verkmenningu þeirra á Lang- eyri. Verksmiðjuhúsin voru rifin árið 1905, en eftir að Norð menn fóm frá Langeyri var þar rekin saltfiskverkun og síð- ar hraðfrystihús. Nú hefur ver- ið reist þar niðursuðuverk- smiðja. Óx upp um aldamótin. Vísir átti fyrir stuttu tal við Halldór Magnússon, útgerðar- mann og oddvita f Súðavík, og spurðist fyrir um viðgang staðarins. Halldór sagði m. a.: Framleiða lostætið kavíar. — Það er heldur lítið um að vera hér núna. Þrír 20—40 tonna bátar leggja upp hér núna, tveir heimabátar og einn ísfirzkur bátur. Það er svo sem alveg nóg að gera hér, enda er töluverð atvinna við niður- suðuverksmiðjuna á Langeyri, hér skammt fyrir innan þorpið. Þar er nú verið að undirbúa niðurlagningu grásleppuhrogna, eða kavíar. — Verksmiðjan hefur starfað í rúmlega tvö ár. Hún er að nokkru leyti í gömlum húsa- kynnum hvalveiðistöðvar og frystihúss, sem vom þar áður, en að nokkru leyti í nýjum húsakynnum. 1 fyrra var lagt Hér er Súðavik við Álftafjörð. Fjallið er SúðavíkurfjalL OF NÁLÆGT ÍSAFIRÐI Súðavík óx smám saman á tveimur síðustu áratugum lið- Toloð vlð Halldór Magnús- son oddvita innar aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar, en hefur lengi staðið í stað. Þorpsbyggðin stendur dreift á meira en kfló- Imetra löngum kafla við sjóinn og rýmið er nóg. Stunda marg- ir þorpsbúar enn lítilsháttar búskap og garðrækt og er ekki síður sveitaþorpsbragur heldur en útgerðarbragur á Súðavík. Þorpið er byggt í landi þriggja jarða, Súðavíkur, Traða og Saura. niður í verksmiðjunni heilmikið af þorskhrognum, sem seld voru til Englands. Aðalstarf- semi verksmiðjunnar hefur þó verið í rækjunni. Hér hafa lagt upp 6—8 rækjubátar frá Isa- firði. Við verksmiðjuna hafa starfað 10—15 manns, þegar hún er f fullum gangi. — Hér er ekki stunduð nein trilluútgerð, enda emm við of langt frá miðunum fil þess að það borgi sig. En aftur á móti hefur verið stunduð hér sér- kennileg útgerð á einum bát. Hann hefur verið á hrefnuveið- um og hefur fengið fimm hvaii síðan í vor, — Hreppurinn fær 1 milljón í útsvör á þessu ári og alls 1,6—1,7 milljónir f tekjur. Mest af þessu fer í rekstur á ýmsum föstum liðum svo sem líftrygg- ingum og skólamálum. Engin höfn — bara bryggja. — Hvað framkvæmdir snertir, er veitt 200.000 krónum til þess að gera við trébryggjuna héma. Til viðbótar fáum við lán, svo. sem úr atvinnuleysistrygging- arsjóði, þannig að það verður unnið við bryggjuna fyrir 600.- 000 krónur á árinu. Bryggjan var raunar stækkuð og endur- bætt fyrir tveimur árum, svo að hún verður allgóð sem slík eftir endurbætumar f sumar. — Það hafa verið gerðar á- ætlanir og mælingar í sambandi við mögulega hafnargerð hér, því trébryggjan er alveg ófull- nægjandi, en við höfum ekki haft bolmagn til að ráðast í neinar slíkar framkvæmdir. Við eigum að vísu að fá 600.000 krónur af Vestfjarðaráætlun- inni til þe að endurbæta höfn ina, en það er lftið hægt að "iíT’v 1 JjO? 6» i stækka hana fyrir þá peninga. Til þess að gera höfn hér þarf 4—5 milljónir króna, ef eitt- hvað gagn á að vera í því. Hér eru mjög góð skilyrði til hafn- argerðar. — Hafnarsjóður er mjög fá- tækur af því að skipaumferð er hér nær engin. Strandferðaskip- in koma ekki hingað, þótt að- staðan leyfi það. öllum vörum hingað er yfirleitt skipað upp á Isafirði og þaðan er fram- leiðslan héðan líka flutt út. Skammur vegur til ísafjarðar. — Samgöngumar til ísa- fjgrðar eru ágætar nú orðið. Þangað liggur sæmilegur vegur og er hálftíma leið á bíl til ísa- fjarðar. Og .þessi vegur er fær allt árið um kring nema dag og dag á vetmm. Þjónustu sækj- um við að mestu til ísafjarðar. Þar situr t.d. læknirinn í svo- nefndu Súðavíkurhéraði, en það nær yfir alla Norður-ísa- fjarðarsýslu austan ísafjarðar- kaupstaðar. — Það tekur því varla að minnast á byggingaframkvæmd irnar hér, því þær eru engar Að vísu á að fara að byggja dálítið spennistöðvarhús fyrir rafmagnsveituna, en ibúðarhús em engin byggð. Það kom dá- lítil skorpa í byggingarnar fyrir tveimur-þremur árum og voru þá byggð sex íbúðarhús, en síð- an hefur ekkert verið byggt. — íbúðafjöldinn hefur staðið 1 stað hér í mörg ár og eru nú hér 204 íbúar. Það er yfirleitt heldur lítið um að vera hér, en atvinna er samt nóg, þótt hún mætti svo sem vera meiri. Uppi staðan í atvinnunni eru bátarn- ir og niðursuðuverksmiðjan. — Það má segja, að nálægð- in við ísafjörð hafi háð Súðavík og hindrað vöxt þorpsins. Færeyskir stúdentar Stúdentaráð Háskóla íslands bauð nýlega tveimur fulltrúum Megin- félags föroyskra studenta hingað til lands, og dvöldu þeir hér f boði Stúdentaráðs dagana 14. —16. ágúst s.l. Gestirnir voru Hans J. Debes, forrrtaður Meginfélagsins, og Árni Ólafsson, formaður utan- ríkisnefndar þess. Tilgangur Stúd- entaráðs með boðinu var að stuðla að auknum skilningi milli þessara tveggja stúdentasamtaka og sam- vinnu þeirra að ýmsum sameigin- legum áhugamálum. Á fundi Færeyinganna með full- trúum Stúdentaráðs og utanrfkis- málanefndar þess mánudaginn 16. ágúst ríkti mikill samhugur. Var samþykkt, að báðir aðilar könnuðu möguleika á að hefja fljótlega stúd entaskipti á milli Háskóla íslands og Fróðskaparseturs í Tórshavn ,en það er nafn hins nýstofnaða vísis að færeyskum háskóla. Yrði gert ráð fyrir, að einstakir stúdentar dveldust í 3—4 vikur við nám í hinu landinu fyrir milligöngu stúd- entasamtakanna. Þá var samþykkt að kanna möguleika á að halda færeysk-íslenzk stúdentamót, e. t. v. hið fyrsta næsta sumar í sam bandi við Ólafsvökuna í Færeyjum eða 17. 'úní-hátíðahöldin hér. Enn- fremur var ákveðið, að samtökin skyldu í framtíðinni leitast við að skiptast á hagnýtum upplýsingum í ríkari mæli en verið hefur. heimsókn I sambandi við þennan fund færði formaður Meginfélagsins Stúdentaráði að gjöf færeyskan borðfána frá félagi sínu. Á sunnudaginn var færeysku gestunum boðið til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Daginn eftir áttu þeir viðræður við rektor Há- skóla íslands, prf. Ármann Snæ- varr. Þá var þeim boðið að skoða íslenzka útvarpið, en annar þeirra vinnur einmitt v'ið færeyska út- eysku gesta mjög ánægjuleg og I heild var koma hinna fær- eyzku gesta mjög ánægjuleg og allur árangur viðræðna einkar já- kvæður. Þess má geta að' lokum, að A myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Björnsson, yfirmað- ur utanríkismála í Stúdentaráði, Ámi Ólafsson form, utan- ríkisnefndar færeysku stúdentasamtakanna, Hans J. Debes, form. Meginfélags færeyskra stúdenta, og Helgi Guðmunds- son form. utanríkismálanefndar Stúdentaráðs Háskóla íslands Stúdentaráð hefur sent Stúdenta- handbókina, sem það gaf út í fyrra, að gjöf til allra þeirra, sem taka stúdentspróf að ári í Færeyj um, til kynningar á kennsluhátt- um við Háskóla íslands, en fáir Færeyingar hafa verið við háskóla- nám hér undanfarið. (Frá Stúdentaráði Háskóla G- lands).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.