Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 4
VISIR. Föstudagur 10. september 1965. Gísli J. Johnsen — Framh. af bls. 7. , þau vissu að slíkan bát vant- aði ennþá hér í höfuðstaðnum, þótt liðin væru rétt 50 ár frá því fyrst kom fram hugmynd um að byggja hann. Mér er næst að halda, að mesta ánægju stund i lífi þeirra hjóna hafi ver ið þegar bátnum var gefið nafn og hann afhentur í Svíþjóð, svo aftur þegar báturinn kom siglandi frá Svíþjóð inrí á Reykjavíkurhöfn og var móttek- inn með viðhöfn. Báturinn hlaut að ósk Slysa- vamafélagsins nafn gefandans Gísli J. Johnsen. Við nafngift- ina í Svíþjóð voru viðstaddir margir kunnir Svíar og björgun arfrömuðir, þar á meðal for- seti og framkvæmdastjóri sænska Slysavarnafélagsins og sænski aðmírállinn. Frú Anna Johnsen skírði bát- inn með svofelldum orðum: „Ég bið þér blessunar Guðs. Heill og hamingja fylgi þér í hinu mikilvæga og kærleiksríka starfi sem þín bíður í þágu íslenzkra slysavarna. Ég skíri þig Gísla J. Johnsen úr vatni, sem Guð- mundur biskup góði vígði til guðsblessunar fyrir sjöhundruð árum.“ Undirritaður, sem ferðaðist út með þeim hjónum og tók við bátnum fyrir hönd Slysavarna- félags íslands sá og fann við þetta tækifæri, af eigin raun, hve mikils álits Gísli og þau hjón nutu erlendis meðal kunn ingja sinna þar og viðskiptavina. Slysavamafélag Islands stend ur í mikilli þakkarskuld við Gísla J. Johnsen og eftirlifandi ekkju hans frú Önnu. í nafni Slysavamafélags íslands og starfsfólks félagsins, sem og annars slysavamafólks leyfi ég hérmeð að senda frú önnu innilegustu samúðarkveðjur. Sömuleiðis börnum Gísla frá fyrra hjónabandi, barnabömum hans og öðrum nánustu aðstand- endum. Hjá Slysavamafélagi Islands, eins og víðar, hefur Gísli J. Johnsen reist sér óbrotgjarnan minnisvarða með verkum sínum, er ei mun gleymast. Henry Hálfdánsson. 11. síðan — mennings, að bílaframleiðend- ur sjái sig tilneydda að verða v'ið kröfum hans, um aukið ör- yggi farartækjanna og þeirra, sem í þeim sitja. Þegar fólk fer að gæta að sér og taka öryggið fram fyrir gljáann, er þess að minnsta kosti nokkur von. Aðalstöðvar — Frh at bls. 9: Eins og fyrr segir þá er aðild íslands og annarra Norðurlanda að Efnahagsbandalaginu ekki á dagskrá eins og sakir standa og verður það vafalaust ekki um alllangt árabil. Ef viðskipta tengsl íslands við Efnahags- bandalagið væru hins vegar síð ar meir talin æskileg yrði við- skiptasamningur sennilega heppilegasta leiðin, a. m. k. að áliti forráðamanna Efnahags- bandalagsins. Með slíkum samningi, sem eingöngu snerti verzlunaratriði, fengju íslendingar þá fljótlega tollfrjálsan innflutning fiskjar inn í Efnahagsbandalagslöndin gegn lækkun tolla á einhverj- um vörutegundum frá EBE löndunum og síðar afnámi þeirra eftir nokkurt aðlögunar timabil. Um aðild eða aukaað- ild að bandalaginu vrði þá ekki að ræða. Víst má segja að varla sé tímabært að hafa uppi slíkar bollaleggingar á þessu stigi mál anna. Hins vegar er rétt að minnast þess að enn sem komið pr hefur Efnahagsbandalagið ekki markað stefnu sína í fisk sölumálum og hafa því hags- munir okkar í fisksölumálum þangað tiltölulega lítt verið skertir. Eftir að bandalagið markar fisksölustefnu sína munu ný og vandasamari við- harf skapast sem gera þarf sér grein fyrir hvemig bezt verð ur við brugðizt. Skeidarárhlaup — Framhala at bls. 16. ef leiðangur’inn kæmist ekki á 2 dögum úr Tungnárbotnum og að Grímsvötnum. Hann bjóst við að ferðin héðan og hingað aftur tæki a. m. k. viku. Við Grímsvötn verða verks- ummerki skoðuð og mælingar gerðar á lækkun vatnsyfirborð ins m. m. Jón Eyþórsson sagði að fregn in um að hlaupið í Ske'iðará vapri í rénun hafi komið nokkuð á óvart. Það hafi staðnað fyrr en búizt var við, því venjan er sú að Skeiðará haldi áfram að vaxa 10-12 daga, en hætti þá snögglega. Hann taldi það þó engan veginn óhugsandi að önn ur hlaupgusa kæm'i fram síðar. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður var í gær á leið austur á hlaupsvæðið og mun sennilega vera kominn þangað nú. Síldin — Frh. af 16. síðu: ir bátar inn með slatta af þessari síld. Til Vestmannaeyja komu t.d. þessir: Sigurður með 200 tunnur, Reynir 450, Ófeigur III 200, Engey 400, Mars 150, Ófeigur II 400, Ágúst 2 — 300 og Heimir sem Eggert Gíslason er skipstjóri á með 200 tunnur. Fisksala — Frarnh. af bls. 1: Salan í Aberdeen gekk sérlega treglega. Hafði markaðurinn jafnvel einkenni þess að hann þyldi ekki þessa Vestmannaeyja farma í ofanálag á annan fisk sem að berst. Blaðið hefur átt tal við einn af útgerðarmönnunum í Eyjum sem gert hefur út á troll í sum- ar. Hann sagðist varla muna eftir jafnlélegri trollútgerð sem nú í sumar, og svo myndi vera hjá flestum. Sumarvertfð hefði verið slæm, lítill afli. Taldi hann að miklu betra væri hjá humar- bátunum. Laxveiði — Framh. at dis i verið ákaflega léleg fram eftir- sumri, en allgóðar skorpur komið í hana er á leið sumarið. Miðfjarð- ará hafi verið mjög léleg og gott ef hún næði þvf að verða hálf- drættingur miðað við góð veiðiár. Bæði Vfðidalsá og Vatnsdalsá hafi gefið litla veiði í sumar, og Laxá á Ásum, sem er dýrasta laxveiðiá landsins — þar kostar 3500 kr. fyrir stöngina á dag — hefði reynzt með afbrigðum léleg f sumar. Aft- ur á móti hafi verið sæmileg lax- veiði í Blöndu f sumar. Loks gat Albert þess að lítið hafi veiðzt í Laxá í Þingeyjarsýslu f sumar og að hún hafi verið með lakara móti. í viðtali sem Vísir átti við Þór Guðjónsson veiðimálastjóra, sagði hann að endanlegar tölur um lax- veiði hafi óvfða borizt ennþá, en hann var þó sammála Albert um það, að f heild myndi laxveiðin hafa verið með lélegra móti. Or- sökina taldi hann fyrst og fremst vera óvenjulega lftið vatnsmagn f ám. Hann sagði að síðastliðið sumar væri eitt hið lakasta sem yfir ísland hafi komið um áratuga skeið hvað vatnsmagn f ám snert- ir. Bruninn — Framh at bls. 1 skömmu síðar tveir slökkviliðs- bflar úr Reykjavík. Þegar Gísli slökkviliðsstjóri kom á vettvang gaf hann fyrir- skipun um að fara með dælu- bílinn niður að læknum og dæla vatninu með bíldælunni. Bar sú tilraun árangur og var vatni dælt úr læknum eftir það. En frá þvf að vatnið á dælubíl nr 2 þraut og þar til byrjað var að dæla vatni á eldinn aftur munu hafa liðið um 15—20 mínútur. Gísli Jónsson slökkviliðsstjóri kvaðst hafa komið á vettvang um það leyti, er vatnið þraut á dælubílnum. Hann kvaðst hafa kynnt sér aðstæður allar, m. a. að fólk hefði ekki verið f hættu statt og að eina kýrin, sem f fjósinu hafði verið, var köfnuð. Hann kvaðst hafa beð- ið um aðstoð slökkviliðsins f Reykjavík þegar hann sá hve eldurinn var magnaður, og hann hefði auk þess gert ráð- stafanir til að breiða yfir hey- stakka sem stóðu úti. Stefán Hirst kvaðst í morgun ekki hafa fengið skýrslu raf- magnseftirlitsins um orsakir eldsins. Hann kvaðst að vfsu hafa haft samband við þá aðila hjá rafmagnseftirlitinu, sem með rannsóknina höfðu að gera. Þeir sögðu að mjög erfitt hafi verið um vik með athuganir á eldsupptökum vegna þess hve allt var kolbrunnið á bruna- staðnum. Þeir kváðust ekki treysta sér að fullyrða að eld- urinn hafi kviknað út frá raf- magni, þótt nokkrar lfkur bentu til þess. Þeir kváðust og eiga eftir að rannsaka spennubreyti, sem þeir tóku með sér, en þegar þeir væru búnir að rannsaka hann myndu þeir senda bæjar- fógetaembættinu skýrslu sfna og taldi fulltrúinn líklegt að það myndi verða fljótlega f næstu viku. Sælureitur — Hamri h.f. og varð landskunnur fyrir bjarganir sínar á strönduð um skipum. Hann kvaðst hafa reist fjölskyldu sinni sumarbú- stað þarna sunnan í Kópavogs hálsi austanverðum árið 1933 og eftir að hann hætti í Hamri flutti fjölskyldan suður eftir og byggði við húsið. í frístundum var garðurinn hans unninn. „Hér er alltaf logn 1 norðan- áttinni", sagði frú Ragnhildur „og gróðurinn dafnar því vel hjá okkur". Bjarni sagði okkur að þegar hann flutti suður í Kópav. hefði ekki verið eitt einasta hús ná- lægt, hvorki sumarbústaðir né önnur hús. Síðar komu margir sumarbústaðir og þá var byrjað að byggja íbúðarhúsahverfin, sem eru nú farin að þrengja að. „Það var ekki spáð vel fyrir okkur, þegar við byrjuðum hér, það var ekkert nema grjót hér en það hefur sannazt að það er hægt að koma upp ágætum gróðri í Kópavogi sem annars staðar“. Barnabörn þeirra Bjarna og Ragnheiðar eru nú orðin rúm- lega 20 talsins og í trjágarðinum stóra eiga þau sannkallaðan sælureit. Heitir Sigurð- ur Bjarnoson Jóhannes Kjarval hringdi til Vísis í morgun og tjáði blaðinu að vinur sinn sem verið hefði með sér á myndinni, sem Vfsir birti í gær af þeim félögum, héti Sigurður Bjamason, en ekki Þorsteinn, eins og stóð undir mynd’inni. Blaðið bið ur velvirðingar á þessum mistök- um og leiðréttir þau hér með. Verkstjómarnámskeið Næsta verkstjórnamámskeið verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti 4. — 16. október 1965 Síðari hluti 10. — 22. janúar 1966. Umsóknarfrestur er til 24. september n.k. Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37 Stjórn verkstjómarnámskeiðanna SKÓÚTSALAN Munið skóútsöluna, síðasti dagur á morgun Síðasta tækifæri til að gera góð skókaup. SKÓVERZLUNIN Framnesvegi 2. TIL SÖLU 2 djúpir stólar sem nýir, bamarúm, segulband og klæðaskápur. Tækifærisverð. Sími 11149 Sendisveinn ósknst Okkur vantar duglegan sendisvein strax, helzt allan daginn MÁLNING OG JÁRNVÖRUR Laugavegi 23 Sími 12876. Nýtt töskuúrvnl tekið upp í gær, einnig alls konar seðlaveski, hanzkar í úrvali í mörgum litum úr nælon og skinni. TÖSKUBUÐIN, Laugavegi 73. Sími 15755. Tilkynning um útboð Útboðslýsing á túrbinum, gangráðum og innrennslis- lokum fyrir Búrfellsvirkjun f Þjórsá verður afhent væntanlegum bjóðendum að kostnaðarlausu á skrif- stofu Landsvirkjunar eftir 4. okt. n.k. Tilboða mun óskað í eftirtaldar vélar og búnað: Tvær Francis-túrbínur á lóðréttum ás 51.600 hö, 115 m. fallhæð, 300 sn/mín. Tveir túrbínugangráðar ícabinett-actuator, el ectro-hydraulic“) Tveir túrbínugangráðar („cabinet-actuator, el Rétt til kaupa á einni til fjórum samskonar túrbínum, gangráðum og lokum til viðbótar ásamt búnaði og varahlutum. Gert mun verða að skilyrði að hver bjóðandi sendi með tilboði sínu fullnægjandi upplýsingar um tæknilega og fjárhagslega hæfni sína til að standa til fullnustu við samninga. Krafizt verður að bjóðandi hafi hannað og framleitt eina eða fleiri Francis-túrbínur ekki minni en 40.000 hö með fallhæð milli 85 og 145 m., og að þær hafi reynzt vel og verið í notkun ekki skemur en 2 ár, áður en tilboði er skilað Tekið verður við innsigluðum tilboðum í skrifstofu Landsvirkjunar, Laugavegi 116, Reykjavík fram til kl. 14.00 þann 5. janúar 1966. Reykjavík 9.9 1965 LANDSVIRKJUN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.