Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 8
8
V 1 S I R . Föstudagur 10. september 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
SBlustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
Ungir Sjálfsfæöismenn
1 dag hefst þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna
og er það í þetta sinn haldið norður á Akureyri. Á
herðum ungra Sjálfstæðismanna hvílir mikilvægt for-
ystuhlutverk. Þeir eru brjóstvöm stærsta stjóm
máluaflokks landsins, flokks, sem telur nær hálfa þjóð
ina meðal kjósenda sinna. Það er að miklu leyti
undir starfi þeirra og hugsjónabaráttu komið að flokk
urinn haldi fylgi sínu og auki afl sitt í þjóðlífinu í bar-
áttunni fyrir göfugum hugsjónum og betra mannlífi
á þessu landi. Það er aðal æskunnar að sýna fram-
sækni og frjálslyndi. Eldri mennimir vinna nú að
framkvæmd þeirra mála sem fyrir nokkrum árum
voru aðeins nýjar og ferskar hugmyndir, sem ekki
höfðu þá verið lagðar undir dóm reynslunnar. Það
er hlutverk ungra manna í stjómmálum að sækja
jafnan á brattann og kanna nýja tinda, benda flokki
sínum og þjóðinni allri á nýjar leiðir í framsækinni
þjóðmálabaráttu. Á þann hátt eru þeir vaxtarbrodd'
ur framfaranna og þjóð sinni verðmætur sjóður.
Vitanlega má vera að reynslan leiði í ljós að ekki
séu allar þær hugmyndir framkvæmanlegar, sem í
upphafi virðast svo vera. En án nýrrar hugsunar
verður ekki um neinar framfarir að ræða, án áræðis
vinnst ekkert.
IJngir Sjálfstæðismenn hafa um margt að ræða á
þingi sínu. ísland stendur í dag á vegamótum og mik-
ilsvert er að mið séu rétt tekin. Vandamál hins nýja
velferðarríkis eru mörg, og gjörla þarf að því að
hyggja hvemig við þeim verður snúizt. Atbeini rik-
isins má aldrei verða fjötur um fót einstaklingsvilja
og framtaki. Á flestum sviðum þjóðlífsins er þörf
endurskoðunar og umbyltingar. Skólamálin eru um
það gott dæmi. Fræðslukerfið er um margt úrelt.
Kenna verður í samræmi við kröfur nýs tíma. Vís-
indin hafa verið vanrækt á þessu landi. Það þarf að
breytast því þau em töfralykill framtíðarinnar. Um-
fram allt verður þó að brjóta nýjar leiðir í þjóðfélags-
málum sem leiða til afléttingar hinnar gömlu, geldu
stéttabaráttu og gera þjóðinni kleift að samemast í
friði um uppbyggingu landsins og bót lífskjaranna.
Þannig em verkefnin ærin, hvert sem auganu er
rennt Það er hlutverk æskumannanna að leysa þau.
Nokkrir hinna dönsku höfunda sem gefa út bækur í ár: Ulla Ryum, Tage Skou-Hansen, Dorrit Wlll-
umsen og Poul Örum.
Islendingasögur og margar nýj-
ar skáldsögur hjá Gyldendal
Gyldendals-bókaútgáfan danska
hefur nú aS venju sent út lista
yffr haustbækur sínar. AS venju
er að finna á þelm Usta nokkuð
af bókmenntum sem frá íslend-
ingum stafa, aðallega þó varð-
andl hins fsienzku fomrit.
íslendingasögur
Þriðja útgáfa kemur nú út af
verkinu „De Islandske sagaer
I-m“, en það eru íslenzk fomrit
í þýðingu danskra skálda en
forróála skrifa Johannes V. Jens
en og Vilh. Andersen. Ritinu
fylgja ættartölur og landabréfa
uppdrættir. Johannes Larsen hef
ur myndskreytt. Þetta er hið
prýðilegasta og fegursta verk.
Þá kemur út í danskri þýðingu
bók Peters Hallbergs „De is-
landske sagaer“ sem er skýring
á íslendingasögunum með kynn-
ingu á lffsviðhorfum manna þeg
ar þær gerðust og þegar þær
voru skráðar.
Bókin Vikingetidens Kunst
eftir Ole Klindt-Jensen og David
M. Wilson snertir og fomsögu
okkar.
Vann samkeppni.
Þá hefur maður af íslenzum
uppruna, Magnús Bjamason
kennari við Holsteinborg skóla
í Grænlandi skrifað unglinga-
bók sem fjallar um hemáms-
árin í Danmörku 1940-45.
Hafði Gyldendal boðið þetta
verk út til samkeppn'i og voru
þrír góðkunnir menn í dóm-
nefnd. Af mörgum sem tóku
þátt í samkeppninni, skrifuðu
ritgerðir um vissa þætti her-
námsáranna, kom nefndinni
saman um að Markús hefði stað
ið sig bezt og var honum falin
ritun bókarinnar.
Margir íslendipgar hafa ver
ið á Askov-lýðháskólanum.
Hann á nú 100 ára afmæli og
gefur Gyldendal út í því tilefni
tvær bækur um skólann: J. Th.
Amfred hefur samið bók sem
kallast Askov Höjskóle í Mands
Minde og safnað þar saman
ýmsum minningum um skóla-
vist í Askov I hálfa öld. Hins
vegar hefur Mans Lund sagn
fræðingur ritað stóra og mynd-
skreytta bók sem fjallar um
sögu Askov-skólans. Er það
fyrsta raunverulega sagnfræðí-
lega ritið sem skráð hefur ver
ið um þennan merkilega skóla.
Gyldendal heldur áfram að
gefa út stórverk um danska
kirkjusögu og kemur út þriðja
bindið sem fjallar um Siðbótar
tímann, hana hafa samlð Niels
Knud Andersen og P. G. Lind
hardt. Má ætla að sá þáttur
snerti talsvert íslenzka kirkju
sögu.
Langur listi nýrra
skáldsagna,
Af listanum má segja nokkr-
ar helztu nýsmíðar í dönskum
skáldskap og eru þessar tald
Karl Bjamhof: Uden Retur.
Það er safn af fimm stórum
„smásögum“. Fjalla þær um við
viðbrögð mannsins, þegar hann
er kominn í þá aðstöðu, að
hann fær ekki snúið við.
Poul Borum gefur út nýja
kvæðabók sem hann kallar
„Mod“.
Ályktun ráðstefnu
stórkaupmanna
Fulltrúar á ráðstefnu norrænna
stórkaupmanna héldu á þriðjudag
fund með blaðamönnum, og lögðu
þar fram álitsgerð frá fundinum
fyrsta daginn. Hljóðar ályktunin
svo:
„Á ráðstefnu norrænna stórkaup-
manna, haldinni í Reykjavík, hinn
6. september 1965, hafa fulltrúar
skýrt frá reynslu sinni viðvlkjandi
þróun vörudreifingar og hagræðing
ar f umræddum löndum.
Ráðstefnan ræddi einnig þau mál
alheimsverzlunar, sem á baugi eru
og þrþun Evrópumarkaðar.
Hin norrænu stórkaupmanna-
samtök leggja áherzlu á nauðsyn
þess, að innan alþjóðlegra verzlun-
arbandalaga verði skjótt afnám
hvers kyns hamla á viðskipti og
flutningi fjármagns, landa í milli.
Norrænir stórkaupmenn eru þess
fullvissir, að Norðurlöndin muni
geta lagt fram mikinn skerf til
aukins frjálsræðis á sviði alþjóð-
legra fjármála".
Fulltrúamir kváðu það reynslu
sína 1 viðkomandi löndum, að með
niðurfellingu verðlagsákvæða hafi
vöruval vaxið og verðlag lækkað,
auk þess sem þjónusta við neytend
ur hafi stórbatnað.
Albert Dam gefur út „Menne
skelinien — Elleve skildringer“
sem fjalla m. a. um líf manna
á steinaldartímum.
Aage Dons gefur út „Brænde
til mit Baal“. þetta er fyrsta
skáldsagan hans eftir fimm ára
hlé. Hún gerist í Vínarborg fyr
ir stríð.
Palle Fischer: „Ikke sær-
lig mærkelig Aften“. Kaup-
mannahafnarskáldsaga þar sem
nýjar leiðir eru reypdar.
Svend Fleuron: „Haren den
graa“. Þetta er skáldsaga um
dýr, þrjá héra, sem lýsa lífi
sínu. Frá honum kemur önnur
bók: „Den röde Kobbel“ sem
einnig er dýrasaga, sem fjallar
um refi. Bækur þessar eru þó
ekki bamasögur.
Sven Holm: „Fra den ned-
erste himmel“ frumsmíði höf-
undar af skáldsögu að vera. Áð
ur þekktur fyrir smásögur.
Christian Kampmann: „Ly“
Þetta er safn tíu smásagna.
Gerast meðal borgara og lægri
millistétta í Kaupmannahöfn.
Erik Rnudsen: „Læn Dem
ikke ud“ skáldsaga sem fjallar
um jafnvægiskúnstir stórveld-
anna.
Hans Lyngby Jepsen: „Træ-
eme“. Þetta er saga af þremur
bræðrum framhald sögunnar
„Paradishuset".
Sven Aage Madsen „Otte
gange orphan“. Þetta er smá-
sagnaflokkur með grófum og
all ægilegum mannlýsingum.
Leif Panduro: „Den Gale
mand“. Saga af bankastjóra
sem missir vitið og byrjar með
því að sprengja Dómkirkju
Kaupmannahafnar í loft upp.
Bent William Rasmussen:
„Hold Öje med Söndag“ nú-
timaleg skáldsaga sem fjallar
um afbrot og sálgerðir afbrota
manna.
Klaus Rifbjerg: Sendir frá sér
nýja kvæðabók „Amagerdigte"
gerist á bemskuslóðum höfund
ar á Anakri.
Ulla Ryum: „Latterfuglen".
Skáldsaga um fólk sem leitar
hvert að öðru en er á villigöt-
um.
Tage Skou Hansen: „Paa den
anden side“. Hjúskaparskáld-
saga um blekkingu gagnvart
lífssannleikanum og raunveru-
leikanum.
Dorrit Willumsen: „Knagen“.
Smásögur eftir byrjanda, um
æskuna og sambandið milli
karls og konu.
Pou Örum: „Hanegal“. Ör
skáldsaga um mann sem liðin
atvik hafa fyllt sektartilfinn-
ingu.
Af þessu sýn'ishorni má sjá
að skáldsagan er enn fjarri því
að vera dauð í Danmörku, jafn
vel talsverður hópur af nýiiðum
að gefa út sínar fyrstu bækur.