Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 9
VlSIR. Föstudagur 10. september 1965. O Aðalstöðvar Efnahagsbandalagsins í Briissel. Þar starfar 3000 manna lið sérfræðinga frá aðildar- ríkjunum sex. pyrir tveimur ártim fóru fram miklar umræður um það hér á landi hvort ráðlegt væri fyrir okkur íslendinga að tengjast Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Skortur á upplýs ingum um bandalagið og starf semi þess olli því að þessar umræður urðu flestum til lít- ills gagns, enda frá upphafi byggðar þeirri röngu for- liugtakið aukaaðild ekki skýrt, svo reynslan hefur verið látin leiða það í ljós hvers eðlis auka aðildarsamningamir hafa orðið. Eru þeir all mismunandi að efni og gerð eftir því hvaða land samið hefur verið við og er þar gert ráð fyrir mismunandi mikl um viðskiptatengslum við Efna hagsbandalagslöndin. veitir banki Efnahagsbandalags ins þessum tveimur löndum 170 milljón dollara framlag næstu fimm árin til uppbyggingar at- vinnulífs og annarra verklegra framkvæmda. Árið 1964 gerði Efnahags- bandalagið einnig aukaaðildar- samninga við 18 Afríkuríki, sem haft höfðu tengsl við bandalagið allt frá 1958, þá sem hjálendur Frakklands og Belgíu. Austurríki um svipuð tengsl við bandalagið. Þar er þó við mörg sérstæð og erfið vandamál að etja, þar sem Austurríki er enn aðili EFTA og er auk þess bundið ýmsum böndum vegna hlutleys isyfirlýsingu lands’ins. Viðræð- unum við Austurríki er hvergi nærri lokið og munu þær ugg laust standa fram yfir nýárið, og ennþá hefur Austurríki ekki um árum. uk þess veit'ir Efna- hagsbandalagið Libanon allmik il fjárfestingar og uppbygging- arlán næstu árin. Þessi samningur við Libanon er all mikilvægur áfang'i í starf semi bandalagsins og viðskipt um þess við lönd sem utan þess standa. Það er vegna þess að hann skapar fordæmi um aðra slíka viðskiptasamninga, þar sem gagnkvæmar tollalækkanir eiga sér stað, báðum þjóðunum fil augljósra hagsbóta. Nokkur vandkvæði hafa skap azt við gerð aukaaðildarsamn- inganna og viðskiptasamnings- ins við Libanon vegna beztu kjaraákvæða GATT samnings- ins og annarra víðtækra al- mennra viðskiptasamninga, sem mæla svo fyrir um að sömu viðskiptafríðindi skuli veitt öll- um þjóðum. Fram hjá þessum vandkvæðum hefur yfirleitt ver ið siglt, m.a. í samningum Nig- eríu við bandalagið, með því að tollar hafa verið afmundir á við komandi vöruflokkum. í stað þess hefur verið settur á sölu- skattur, sem er mun lægri á vörum frá löndum Efnahags- bandalagsins en löndum utan þeirra. Þannig er söluskatturinn aðe’ins 10% þar á vörum frá EBE en t. d. 14—15% á sams konar vamingi frá Bandaríkjun um og öðrum löndum. Þá eru innflutningsniðurgreiðslur ann- ar háttur sem hafa má á því að veita vörum frá EBE löndun um betri samkeppnismögu- leika í þeim löndum sem fyrr greindir viðsk’iptasamningar eru gerðir við. SmáþjóBirnar og Efnahagsbandalagið sendu að ákvörðun hefði ver- ið tekin af íslenzkum stjóm- völdum að leita aðildar að bandalaginu. Síðan hefur verið furðu hljótt um starfsemi Efnahags- bandalagsins hér á landi og fátt ritað um þá merkilegu markaðs og viðskiptaþróun, sem síðustu misserin hefur átt sér stað 'inn- an þess, og hvemig sakir þar standa í dag. Er þó fróðlegt að fylgjast með þeirri þróun, þar sem hún snertir vemlega ís- lenzka útflutningshagsmuni þótt ekki sé aðild fslands að þessu efnahagsbandalagi nú á dag- skrá. Enginn veit h'ins vegar hvemig viðhorfin munu verða á næstu árum í markaðs málum álfunnar, því sú lausn sem öllum þjóðum hennar er Ijóst að æskilegust væri er eitt stórt markaðssvæði — fríverzl unarbandalag allrar Evrópu. Hindranir hafa hingað til reynzt óyfirstíganlegar á þeirri braut, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, en ekki er þar með sagt að veður kunni þar ekki að skipast 1 Iofti á næstu ámm. Fyrir skömmu heimsótti ég aðalstöðvar bandalagsins í Briissel og átti tal við nokkra forráðamenn þess. Snémst þær viðræður að miklu leyti um af- stöðu bandalagsins til landa, sem utan þess standa, sam- bandsins við önnur efnahags- bandalög og viðskiptaheildir, og samninga sem átt hafa sér stað að undanförnu um aukaaðild ýmissa landa. AIl- mörg r(ki hafa sem kunnugt er gert samninga um aukaaðild að bandalaginu síðustu árin, en ráð er gert fyrir slíkri aukaað ild í Rómarsamningnum. Þar er Aukaaðildin. Árið 1963 var gerður auka- aðildarsamningur við Grikk- land og við Tyrkland 1964. Efni þeirra samninga var það að ýmsar helztu útflutningsvör’ ur þessara landa fá nú tollfrjáls an aðgang að mörkuðum landa Efnahagsbandalagsins. Hefur það mjög aukna sölumöguleika í för með sér og betri afkomu þessara atvinnugreina, sem verður kleift að auka fjárfest ingu og framleiðslu sina af þess um sökum. Þar á móti skuld- binda þessi lönd sig til þess að lækka tolla á ákveðnum vöru- flokkum sem inn eru fluttir frá Efnahagsbandalaginu. Er gert ráð fyrir að sú tollalækkun verði um 70% næstu 10 árin. alllagur, þar sem nauðsyn hef- ur verið talin á því að veita sambærilegum iðngreinum heimalandanna góðan tíma til þessarar aðlöðunar. Auk þessa Efni þeirra samninga er í aðal atriðum það sama og aukaaðild arsamninga Grikklands og Tyrk lands. Að undanförnu hafa stað ið yfir samningav'iðræður í Briissel við eitt stærsta ríki Afríku, Nígeríu, sem áður laut Bretum. Er þeim aukaaðildar- samningum nýlega lokið, og að- eins eftir að fá samþykki Við- komandi ríkisstjórna að efni þeirra. Höfuðatriði þess sam- komulags er það að Efnahags- bandalagsríkin leyfa tollfrjálsan innflutning á fjóru mmikilvæg- ustu útflutningsvörum Nigerlu og er magn þess innflutnings miðað við meðaltal þess inn- flutnings síðustu þrjú árin. Þar á mótí veitir Nfgería nokkur tollafríðindi á ýmsum vöruflokk um frá Efnahagsbandalagslönd- unum. Að loknum aukaaðildarsamn ingnum við Nígerfu hófust nú í sumar viðræður í Briissel við Marokkó, Alsír og Túnis um svipaða samninga, og einnig hafa staðið yfir Viðræður við gefið til kynna hvort og hven ær landið hyggist hverfa úr frí verzlunarbandalaginu, EFTA. Ný tengsl: Viðskiptasamningur Á það hefur oft verið drepið að aukaaðildargreinin í Rómar samningnum sé svo rúm að innan hennar geti tengsl frá 1%—99% rúmast. Mörkin milli þess sem kallast aukaaðild og viðskiptasamriingar eru heldur ekki skýr. Þó hafa þau tengsl sem Líbanon hefur stofnað til við Efnahagsbandalagið verið talin viðskiptasamningur frem- ur en aukaaðild. Kjami þess viðkiptasamriings er sá að efna- hagsbandalagslöndin leyfa al- gjörlega tolífrjálsan innflutning á nokkrum mikilvægustu vöru- flokkum Libanon, svo sem tóbaki og appelsínum. Á móti hefur Lábanon lækkað tolla á nokkrum vöruflokkum sem Efnahagsbandalagslöndin hafa flutt út til landsins á undanföm TOLLURINN ÞREFALDAST II elztu vandamálin sem snúa að íslenzkum út- flutningsatvinnuvegum i dag vegna starfsemi Efna- hagsbandalagsins er hin vax andi hækkun ytri tolls bandalagsins á framleiðslu- vörum okkar. Þegar sá tollur hefur verið endanlega ákvarðaður, árið 1967, munu tollar á íslenzkum sjávarafurðum sem fluttar eru út til landa Efnahags- bandalagsins hafa þrefaldazt að jafnaði. Af þeirri tölu má glöggt sjá að hér er um nokkuð vandamál að ræða fyrir íslenzka útflutnings- aívinnuveg'. Hér skulu á eft ir tekin nokkur dæmi um þetta: Tollurinn á freðfiski verð- ur 18%. Áður var enginn toll ur á freðfiski í Beneluxlönd unum og aðeins 5% f Þýzka landi. Tollur á skreið og salt fiski hækkar úr engum tolli upp í 13%. Tollur á ísuðum fiski verður 15% i Þýzka- Iandi en hefur verið 10%. Engar pólitískar kvaðir. Þegar rætt er um aukaaðildar samninga þá sem Efnahags- bandalagið hefur fram til þessa gert við þann fjölda ríkja sem fyrr var nefndur, er eðlilegt að sú spuming vakni f hugum manna hvort hér fylgi ekki nokkur böggull skammrifi, hvort ýmsar pólítískar skuld- bindingar séu ekki skráðar í samningana, jafnvel einhver sjálfræðisskerðing. Um það er auðvelt að ganga úr skugga með þvf að kynna sér efni þessara samninga. 1 þeim er ekki um slíkar skuld- bindingar að ræða. Þeir samn- ingar, sem fyrr em nefndir, eru eingöngu gerðir á hreinum við- skiptagmndvelli, fjalla um gagn kvæmar tollívilnanir og önnur verzlunaratriði, en ekki pólitísk ar skuldbindingar á einn eða neinn hátt. Efnahagsbandalag- inu er ekki að nienu leyti heim ilaður íhlutunarréttur í efna- hagsmálum samningsríkjanna eða nokkrar aðmennar kvaðir lagðar á hagstjóm þeirra, sam bærilegar og finna má sums staðar í sjálfum Rómarsamn- ingnum. Framkvæmd fyrrgreindar auka- aðildar og viðskiptasamninga annast nefnd, skipuð fulltrúum beggja aðila. Fulltrúar beggja hafa þar algjört neitunarvald, og þannig er jafnframt tryggt að á grundvelli samninganna verði engar þær ráðstafanir gerðar sem viðskiptaland banda lagsins telur ganga gegn samn ingsákvæðunum og hagsmun- um sínum. Framh. bls. 4 %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.