Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 6
6 VlSIR. Föstudagur 10. september 1965. MINNINGARORÐ UM GÍSLA j. JOHNSEN STÓRKAUPMANN Tjegar maður kemur til Vest- mannaeyja í fyrsta sinn uppgötvar maður að þar varð- veitast enn nokkur ummerki gömlu dönsku verzlunarinnar. sem hafði um aldaraðir einok- unarvald yfir verzlun, atvinnu og öllu daglegu lífi manna í Eyjum. Hin ummerkin eru samt miklu meiri og setja svip á bæinn, sem vitna um uppreisn- ina gegn danska kaupmanna- valdinu og þá stórfelldu við- reisn og framfarahug sem brauzt fram í því uppgjöri. Fremstur í þeirri baráttusveit stóð án alls efa Gísli J. John- sen. Nú eru að vísu liðin 35 ár síðan hann varð að hverfa frá Vestmannaeyjum, en hin miklu athafnaár hans skilja eftir mark sitt. Þau sjást enn í ótal húsum og fyrirtækjum, sem hann kom á fót. Og jafn- vel þótt þessi mannvirki kunni með tíð og tíma að verða að víkja fyrir öðrum húsum sem svara til síns tíma, mun verka Gísla halda áfram að gæta í Eyjum um ókomna tíð. Það er hans andi fyrst og fremst sem enn ríkir þar í framkvæmda- krafti Eyjamanna. ísli var kornungur maður, þegar hann brauzt fram til forustu og afleiðingin er að í Eyjum hefur legið í landi miklu sterkar en i öðrum byggðar- lögum sú löngun ungra manna að sanna sem fyrst manndóm sinn og athafnakraft og hefja á unga aldri þátttöku í atvinnu- lífinu. Þar hefur farið saman viljinn að fylgja fordæmi þessa brautryðjanda og sú virðing sem menn hafa þar fyrir fram- taki og starfsorku. Áhrifa af lífsstarfi Gísla gætir þó langt fyrir utan þetta byggð- arlag hans. Hann er einn allra sterkasti persónuleikinn í þeim hópi framfaramanna, sem stund um hafa verið kallaðir alda- mótamenn og lifað hefur hann lengst þeirra allra, vegna þess hve hann var ungur þegar hann hóf starf sitt. Er varla hægt að finna nokkum mann sem var betra dæmi um það, hvemig hinn innilokaði framkvæmda- kraftur íslenzku þjóðarinnar brauzt fram. Hann hafði margt til að bera sem gerði honum kleift að taka að sér þetta hlutverk, djörfung, ráðdeild, reglusemi og dómgreind, auk fyrirmannlegrar framkomu, svo að hann sómdi sér vel jafnvel meðal erlendra höfðingja. Og sérstaklega að hann hafði aug- un jafnan opin fyrir nýjungun- um og varð þannig fvrstur allra íslendinga til að innleiða margs konar framfarir sem sfðan ollu straumhvörfum í atvinnulifi þjóðarinnar. Sögu hans er vert að rifja upp nú við fráfall hans, sögu eins mesta athafnamannsins sem þessi þjóð hefur alið. í þvf efni styðst ég hér bæði við hans eigin ummæli og það sem almannarómurinn, og þeir sem þekktu hann bezt hafa sagt mér. — T>að sem mest einkennir mig, er það hvað ég hefi verið heppinn, sagði Gísli einu sinni við mig. Og síðan rifjaði hann upp sögu af sjálf- um sér frá því hann var dreng- ur. Hann hafði þá einhvem tíma farið um borð í útlent skip og skipverjar gefið honum spegil- fagran krónupening. Svo ætlaði hann að fara út í bátinn en missteig sig og féll í sjóinn milli borða. Einhvern veginn náðist hann samt upp aftur meðvitundarlaus, nær dauða en lifi. — Og þegar þeir höfðu loksins komið mér til lífsins aftur, þá tóku þeir eftir því að hvað sem á hafði gengið, þá hafði ég ekki sleppt krónupen- ingnum úr lófa mér, heldur kreppt hnefann utan um hann. Þegar ég varð þess vísari, þá hugsaði ég að mikið hefði ég verið heppinn að missa ekki krónupeninginn. Síðan hef ég alltaf verið heppinn. Einn var sá hæfileiki, sem Gisli hafði snemma umfram aðra menn a.m.k. í Eyjum og varð honum síðan til mikillar hjálpar þegar hann þurfti að koma málum fram og fá við- skiptasambönd erlendis. Það var tungumálakunnátta. Hann þakkaði þetta m. a. því, að bam að aldri kynntist hann og hafði mikil samskipti við út- lendinga sem gistu hjá föður hans. Jóhann Jörgen Johnsen faðir hans hafði fyrir stóru heimili að sjá og bjargræðis var leitað víða. Hann stundaði útveg og fuglatekjan í úteyjum var stór liður í öflun matfanga. Þar við bættist svo veitingareksturinn. Hann hóf hann í gömlu íbúðar- húsi Frydendal, en svo byggði hann nýtt hús, nýju Frydendal, þá var Gísli fimm ára. Húsið kostaði þá 8 þúsund krónur, sem var stór peningur í þá daga. Það var eina veitinga og gistihúsið í Eyjum. En það kom fyrir að húsnæðið var stundum ekki nóg og minntist Gísli þess, að þá hefði oft fyrir komið að hann varð að ganga úr rúmi fyrir frönskum skipbrotsmönn- um af skútum sem stundum gistu svo vikum skipti í húsinu. J>á skeði hið mikla fjölskyldu- áfall, faðirinn og fyrir- vinnan féll frá og barnahópur- inn var stór. Gísli var þá að- eins 12 ára, en ejztur ■ systkin- anna og hafði slíka ábyrgðar- tilfinningu að nú áleit hann það skyldu sína að gerast fyrir- vinna heimilisins. Að sjálf- sögðu hneigðist áhugi hans að sjónum. Hann var 16 ára, þeg- ar hann fór f fyrsta sinn utan- lands sem háseti á togara. Ekki líkaði honum vel togaravistin, en því meira fannst honum koma til allra nýjunganna sem fyrir augun bar erlendis og fékk þar að auki tækifæri til að æfa sig betur í útlendum tungumálum. Skömmu eftir að hann kom heim úr þessum túr hóf þann sína fyrstu þátttöku í útgerð. Gísli sagði mér hvernig það atvikaðist: — Ég hafði aurað mér saman dálítilli upphæð gegnum það að ég var umboðs- maður fyrir lífsábyrgðarfélagið Star. Það varð nægilegt til að kaupa sjöunda part úr vertíðar- skipi, það kostaði 120 krónur Aðalaeigandinn og formaðurinn á skipinu sem hét Björg var Jón Ingimundarson. Svo ábat- aðist ég töluvert á þessu og fór að láta byggja mitt eigið skip. Það var sexæringur, hét Nýja öldin til að heilsa 20. öld- inni sem var að ganga í garð. Það byggði ég einn og gerði út. Þótti það víst með ódæmum, í Vestmannaeyjum þá, að svo ungur maður hefði miklu eldri formann í þjónustu sinni. For- maðurinn hét Bjöm Finnboga- son mesti dugnaðarmaður á alla lund, fiskinn og heppinn. Um þetta leyti voru að hefj- ast í Vestmannaeyjum nýjar veiðiaðferðir, það voru línu- veiðar, sem hófust um 1897, áður var notað færi og þá stundum ber öngullinn og tók Gísli þá upp þá nýjung að fara að veiða síld til að hafa í beitu. /~kg svo er komið að hinum mikiu þáttaskilum í lífi hans. Samhliða þessari byrjun- arútgerð hóf hann að verzla. Hafði faðir hans haft verzlun- arlevfi sem hann notaði til inn- kaupa fyrir gistihúsrekstur sinn en nú stofnaði Gísli sína eigin verzlun, hann var þá eitt- hvað um 18 ára gamall og varð því að reka verzlunina á nafni móður sinnar fyrst í stað þar sem hann var ekki lögráða. Áður höfðu þrjár verzlanir verið í Eyjum, en tvær höfðu verið lagðar niður og sú eina sem eftir var, Brydes-verzlun lagði undir sig hús og lóðir hinna og var komin í algera einokunaraðstöðu. Það var árið 1901, sem Gísli sótti um að fá lóð einnar verzl- unarinnar, er hafði verið kölluð Godthaab. Allar lóðir f Eyjum voru konungseign, en umsóknin var m. a. á því byggð að Bryd- es-verzlun hefði ekkert að gera með lóð þessa, nema til þess að bægja öðrum frá og viðhalda einokuninni. Umsóknin kom fyrst fyrir Júlíus Havsteen amtmann, en hann og Bryde voru miklir vin- ir. Úrskurðaði amtmaður, að Gísli fengi ekki Ióðina. Þeim úr skurði var áfrýjað til Magnúsar Stephensen landshöfðingja sem veitti honum lóðina. í þessu máli fékk Gísli Johnsen m. a. góðan stuðning Jóns Magnússon ar landshöfðingjaritara og síðar ráðherra. 'y7'iðbrögð Brydes-verzlunar voru sérkennileg og sýna að fyrirætlunin var að drepa þetta verzlunarbrölt Gísla í fæð ingunni. Við eignaskiptin skyldi Gísli kaupa byggingar og stakk stæði á lóðinni eftir samkomu- lagi og ella eftir matsverði. En það kom aldrei til þess að nein ir samningar væru reyndir, því að strax og Bryde fékk að vita um úrskurðinn lét hann rifa öll hús á lóðinni og taka upp hvern stein af stakkstæðinu. Fengu karlarnir mikla atvinnu við þetta niðurrif. En Gísli lét ekki bugast, hann var ekki lengi að sækja grjót í nýtt stakkstæði. Eitt lítið íbúðarhús sem God- haabs-faktorar höfðu búið í stóð eftir á lóðinni og tveimur árum seinna fékk Gísli svo timbur- farm frá Svíþjóð og byggði nýtt og stórt verzlunarhús 24 álna langt í staðinn. Verzlunin gekk ákaflega vel. Margir voru orðnir þreyttir á einokunarverzlun Bryda og fögn uðu starfsemi Gísla. Um þetta skrifaði Þorsteinn Jónsson lækn ir í Eyjum í tímaritsgrein „Það er gleðiefni, að hér er að rísa upp ný innlend verzlun, sem þégar hefur vaxið talsverður þróttur og bætt verðlag á ýms um varningi að verulegum mun. Hyggnir menn óska því þessari verzlun velfarnaðar". En til eru líka varðveittar nokkrar bréfa- skriftir sem þá áttu sér stað milli faktors Bryde-verzlunar og skrifstofunnar i Kaupm.höfn. Faktorinn skrifar Bryda, að ef svo haldi áfram með þennan „konkurrans" þá líði ekki á löngu þar til Gísli verði búinn að yfirtaka alla verzlun í Eyj- um. Þessu svaraði Bryde svo, að enginn ástæða væri til að óttast Gísla, hann væri bæði „illa upp alinn og ókurteis" og slíkur maður gæti ekki rekið verzlun. J>að yrði langur lista að rekja allar hinar miklu og víð- tæku framkvæmdir hans. Árið 1904 fékk hann sér fyrsta vél- bátinn og var þannig í hópi fyrstu vélbátaeigenda á íslandi, en um líkt leyti og kannski nokkru fyrr lét Isfirðingur einn setja mótor í bát sinn og nokkru síðar fékk Seyðfirzkur útgerðar maður tvo vélbáta. Þessi fyrsti vélbátur Gísla hét Eros, hann reyndist sæmilega ,en var þó í minna lagi. Hann var upphaf hinnar miklu vélbátaaldar í Vestmannaeyjum en upp úr því hófst einnig hin mikla útgerð og verzlun Gísla með bátavélar. Hann varð skömmu síðar um- boðsmaður Dan-mótorverksmiðj anna, því fylgdi að hann beitti sér fyrir stofnun fyrsta vélaverk stæðisins. Fyrirtæki hans hélt áfram að vaxa og eflast og leið ekki á löngu þar til Gísli var sem ó- krýndur konungur Eyjamanna. Hann beitti sér þá fyrir þvi að útvega frvstivélar og koma upp fyrsta vélfrystihúsinu sem byggt var á landinu og var brautryðjandi í því að koma upp ifskimjölsverksmiðju og fá lýsis skilvindur. Mótorbátarnir stækk uðu og vélbátafloti Gisla sem annarra Vestmannaeyinga jókst. Hann varð einnig fyrstur til að innleiða dragnótaveiði hér á landi, hafði kynnst þeirri að- ferð í Danmörku. Brátt var svo komið f Eyjum að engum ráðum þótti vel ráð ið nema Gisli ætti þátt í þeim. Hann átti merkan þátt í vita- byggingum, lét gera fvrstu haf- skipabryggjuna, átti þátt £ á- samt öðrum að Vestmannaeyj- ar keyptu Þór gamla, fyrsta varðskip íslendinga, þá beitti hann sér fyrir því að sími var lagður út til Eyja, sumir höfðu vantrú á að það væri hægt, og lét fyrstu talstöðvamar i ís- lenzka fiskibáta. Sjálfur starf- aði hann um langt árabil sem að stoðarmaður læknis við upp- skurði og reisti síðan að mestu fyrir eigin fé 40 rúma sjúkrahús úr steini sem hann gaf bæjar félaginu. Hann átti og jafnan sæti í sýslunefnd og síðar bæj- arstjóm Vestmannaevja. Þó Gísli Johnsen væri þann ig höfðingi Eyjanna, þá gætti lítt þeirrar öfundar almennings sem fylgir auði og völdum. Gísli var jafnan vinsæll og vel látinn meðal almennings og hann hafði orð á sér fyrir greiða semi. Hann hjálpaði mörgum efnilegum sjómönnum til að fá báta og var það mál manna, að þau skipti enduðu að jafnaði með því að viðsemjendumir eignuðust sjálfir bátana. T>að er því óhætt að segja að það kom eins og reiðarslag yfir Vestmannaeyinga, þegar viðskiptabanki Gisla lokaði fyrir greiðslur til fyrirtækja hans ár- ið 1930. Árið áður hafði verið mjög erfitt, og m.a. höfðu svo miklir óþurrkar verið að nær ómögulegt var að þurrka fisk- inn. En í stað þess að styrkja þennan máttarstólpa byggðar- lagsins var vegið að honum 1 þessum erfiðleikum. Þetta er eitt dæmið af mörgum sem gerzt hafa með okkar þjóð um misnotkun bankavaldsins í póli tískum og annarlegum tilgangi þar sem því var beitt til að rífa niður atvinnulíf bvggðarinnar. Voru fyrirtækin tekin til gjald þrotameðferðar en síðan opin- beraðist hver leikur hafði þama verið framinn, þegar eignimar reyndust meira að segja á þess um erfiðleikatímum meiri en skuldimar. En með þessu hafðist það, að Gísli var hrakinn frá lífsstarfi sínu i Vestmannaeyjum. Hann venti þá sfnu kvæði í kross, fluttist til Reykjavíkur og gerð ist umsvifamikill og stórefnað- ur kaupsýsluamður. Hann hóf margskonar innflutning, en aðal viðskipti hans voru f bátum og bátavélum, en einnig hafði hann mikinn áhuga á rafvirkjunum og útvegaði bæjarfélögum fjár- magn til þeirra. A árunum fram að síðari henmsstyrjöldinni var hann mesti mótorinnflytjandi með June Munktell bátamótor ana vinsælu frá Jönköbing f Sví þjóð, sem hann mun hafa verið meðeigandi í. Hann var í hópi þeirra innflytjenda sem menn báru hvað mest traust til enda lagði hann heiður sinn í örugga og góða viðgerðarþjónustu. Fyr irtæki sínu hélt hann svo áfram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.