Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 5
VlSIR. Föstudagur 10. september 1965.
5
utlönd
iQi’gun
útloild í morgun
;lönd
morgun
útiöjpLd- í morgun
Eina lausnin í Kashmír er
friðargæzia og bjóðaratkvæði
— Lið beggja yrði flutt burt
U Thant heldur í dag áfram við-
ræðum sinum við Ayub Khan for-
seta Pakistan og fer sennilega til
i morgun til viðræðna við
Sk '' : forsætisráðherra Indlands.
I kk rrt hefir verið látið uppskátt
um a:\mgur af viðræðunum í gær.
Brezka útvarpið, sem hefir sér-
legan sendimann til þess að síma
blaðinu um viðræðumar, segir það
álit stjómmálamanna i Pakistan,
að ef til vill væri eina leiðin til
lausnar deilunni, að allt herlið
yrði flutt burt frá Kashmir, bæði
indverskt og pakistanskt, en frið-
argæzlulið frá Sameinuðu þjóðun-
um tæki þar við öllu eftirliti og
hefði og eftirlit með framkvæmd
þjóðaratkvæðis, sem fram færi
innan þriggja mánaða. En þess er
að geta, að Indverjar hafa getað
eyðilagt öll áform um þjóðarat-
kvæði til þessa, vegna þess að þeir
óttast að bíða ósigur.
I Pakistanfréttum segir, að Pak-
istanar hafi hrakið Indverja á und-
anhald á Lahore vígstöðvunum og
yfir landamærin og reki þá á
undan sér. Segjast þeir hafa farið
yfir landamærin inn á Indland á
tveimur stöðum, gegnt Lahore og
nærri 100 km. norðar. Indverjar
segja, að gagnáhlaupum Pakistana
hafi verið hrundið og barizt sé á-
kaft á öllum vígstöðvum. Þá var
sagt, að bardagar væru hafnir í
fyrsta sinn í Austur-Pakistan.
Tvennt gerðist m. a. í gær, sem
síður en svo bendir til, að sam-
komulag sé nálægt. I fyrsta lagi
fyrirskipuðu Pakistanar að leggja
hald á allar indverskar eignir í
landinu — og á Indlandi var til-
kynnt, að varalið hefði verið
kvatt til vopna. í Pakistan var bú-
ið að gera slíkar ráðstafanir.
Líkur eru fyrir, að Pakistan fái
einhverja hernaðarlega aðstoð frá
Tyrklandi og Iran (Persíu), senni-
lega veitt með hergagnasending-
um. Tyrkland, Iran og Pakistan eru
í CENTRO-varnarbandalaginu.
Manntjón og
hergagna.
Tekið er með nokkurri varúð
fullyrðingum beggja aðila um her-
gagnatjón. Indverjar segja til
dæmis, að Pakistanar hafi teflt
fram öllum sínum skriðdrekum til
þess að stöðva framsókn Indverja,
sem hafi eyðilagt 75 skriðdreka
fyrir þeim á einum sólarhring og
114 á 8 dögum.
De Gauile.
HVIRFILVINDAR
Hvirfilvindurinn Betzé hefir hafa meiðzt. Flætt hefir yfir
valdið miklu tjóni í New Orle- allt á svæðum þar sem samtals
ans f Luisiana og ósalandinu eru 8000 hús.
þar. Þúsundir manna þar hafayq-j iiisRif.nnciriR^iin.^'iiA-
orðið að flýja heimili sín. Sjáv- . 4
árgangur er mikill við ströndina í' )
og óttazt, að flóðgarðar bresti.
Vindhraðinn er 185 km. á klst.
— Sjór flæðir inn f sum hverfi,
en mörg standa lágt, mun
lægra en yfirborð sjávar vana-
lega er.
A.m.k. 12 rnanhs hafa beðið
bana i Japan af völdum hvirf-\
ilvindsins Shirley. Þrettán
manna er saknað. Tugir manna
De Saulle hótar úrsögn úr
NA T0 1969 og úr EBE
De Gaulle Frakklandsforseti i
ræddi við fréttamenn í gær í \
Elysé-höll og hafði fundarins verið j
beðið með nokkurri eftirvæntingu 1
sem jafnan, og reyndar enn frekar
en vanalega, þar sem óvenjumiklir
hættutímar eru nú í heiminum.
Vitað var, að hann mundi ræða af- j
stöðu Frakklands til Norður- j
Atlantshafsbandalagsins og Efna-
hagsbandalagsins, og menn gerðu
sér vonir um, að hann hefði eitt- j
hvað mikilvægt að segja um styrj-
aldirnar í Vietnam og á Indlandi.
Ekki vildi hann segja ákveðið um
hvort hann yrði í kjöri sem fíkis-
forseti enn að nýju.
Forsetinn kvað Frakkland telja
sig laust við allar skuldbindingar
gagnvart Norður-Atlantshafsbanda
laginu 1969, er núlíðandi samn-
ingstímabili lýkur, nema önnur
skipan yrði gerð á. Hvaða banda-
lagsríki sem er getur sagt sig úr
bandalaginu með árs fyrirvara
1969. Forsetinn kvað Frakka
styðja NATO áfram og ekki slíta
öllu samstarfi við bandamenn sína,
en Frakkland vill ekki,
leggja örlög sín í annarra
hann,
hendur,
heldur vera alveg sjálfrátt gerða
sinna.
Framtíð Efnahagsbandalags
Evrópu taldi hann undir þvf
komna, að samkomulag næðist um
landbúnaðarmálin og kenndi hann
hinum þjóðunum í EBE um að
samkomulag hefir ekki náðst. Sam-
komulag um landbúnaðarvörurnar
væri skilyrði af Frakklands hálfu
fyrir samstarfi framvegis.
j
De Gaulle hvatti til þess, að
hætt yrði allri íhlutun um málefni
Suðaustur-Asíu, en núverandi bar- í
dagasvæði yrði að gera hlutlaus og I
taka þar upp eftirlit.
í Hann lagði mikla áherzlu á
bætta sambúð við Sovétríkin og
þjóðir Austur-Evrópu.
Forsetakosningarnar eiga að fara
fram í desember. Almennt er bú-
izt við að de Gaulle verði í kjöri.
Aðalkeppinautur hans verður
Francois Mitterand. Mitterand er
kunnur stjórnmálamaður og hefir
markað sér stefnu milli miðflokka
og róttæku flokkanna.
Ekki vonlaust um
stjórnormyndun
í Aþenu
Hófleg bjartsýni er nú sögð
ríkja meðal þeirra, sem vinna að
því að Tsirimokosi heppnist stjórn
armvndun, en hann ræddi í gær
við leiðtoga hægri flokkanna,
Panayotis Kanellophoulos og
Spyros Markeziniu, og gerir
Tsirimokos Konstantin konungi
grein fyrir árangrinum í dag.
Bjartsýnin er sögð ríkjandi
vegna samkomulags sem náðist í
gær um viss atriði.
Áður hafði verið látin í Ijós
nokkur von um, að Stefano Stef-
anopoulos, sem sleit samstarfi við
Pappandreu, kynni að heppnazt
stjómarmyndun, en aðrir eru van-
trúaðir á það.
$>. Sovétstjómin heflr „hafnað
kurteislega“ boði Bandaríkja-
stjómar að sovézkur geimvís-
indamaður verði viðstaddur, er
næsta Geminigeimfari verður
skotið á loft. — Af hálfu
Bandaríkjastjórnar er tekið
fram, að boðið standi hvenær
sem slílcu geimfari veröi skot'.f
á loft.
•
$> Egypzka stjórnin hefir á-
kveðið að visa úr landi öllum
forsprökkum uppreisíarmanna :
Kongó, 25 talsins, og fengu
þeir frest þar til á miðnætti
síðastliðnu að fara úr landi
Fowler, fjármálaráöherr;.
Bandaríkjanna sagði það skoð
un sina í gær, að staða :;íe ii.pg
punds væri talsverðum i •lu'.
traustari en áður. Hann rædd
við fréttamenn við komu sin,
frá Amsterdam en hann hefi.
að undanförnu verið í Parí;
Bonn, Róm og vicar til vif,
ræðna.
Látin er í Hollywood biökl
lcikkona, sem var allkunr.
Dorothy Dandridge, 35 ára
kunnust fyrir leik sinn í „Carm-
en Jones“. — Hún fannst iátin
í íbúð sinni. Dauðaorsök ó-
kunn.
í sa
Múl
„Bræðrafélag Múhameðstrú-
armanna" í Kairo hafa verið
teknir höndum. Samtökin ern
sögð hafa haft áform á prjón
ununi um að drepa Nasser. Áð
ur höfðu 1000 nienn úr samtök
unum verið handteknir. — Sam-
tökin höfðu smyglað miklur
vopnabirgðum inn i landið
1300 lesta brezkt skip Bov
Queen sökk á Ermarsundi
fyrrinótt. Sjö mönnum af &
höfninni var bjargað, en saknac
er skipstjóra, konu hans og
tveggja skipverja. Fleiri skip-
skaðar hafa orðið og mikið tjór
af ofviðri á landi. í Londor
varð að loka tveimur götum
vegna þess að skorsteinar
hrundu og þakhcllur húsa lágu
um allt.
► Brezka blaðið Guardian segir
einhvers konar sambandsríkis-
fyrirkomulag sennilega einu
framtíðarlausnina á Kashmir-
deilunni.
► Chen Yi utanríkisráðherra
Kína er í Alsír til viðræðna við
Bouteflika utanríkisráðherra,
að því er talið er um Afríku- og
Asíuþjóða ráðstefnuna fyrir-
huguðu.
..\aiEi: