Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 1
 Pramh á ils 6 Á mundi sem forsætisráðherra dr. Bjami Benediktsson hélt í gær með þeim fjölmenna hópi bandarískra blaðamanna, sem hingað eru komnir í heimsókn, mátti heyra glöggt, hvaða mál- um Bandarikjamennirnir höfðu mestan áhuga á. Þeir spurðu mikið um þátttöku íslands i Atlantshafsbandalaginu, um Keflavíkurflugvöllinn, um að- stöðu bandariskra hermanna þar, um mótspyrnu hér á landi gegn þátttöku í NATO um stjórnmálaástandið og hvað sterkur kommúnistaflokkurinn væri. Þá höfðu þeir mikinn á- huga á að vita ýmislegt um efnahagsmál og um skipun al- mannatrygginga og hver að- staða erlendum fyrirtækjum væri gefin hér til að koma upp Hafravatns- rétt í dag í morgun hófst Hafravatns- rétt, „Þetta er eitthvað svlpað og í fyrra hjá okkur“, sagði Kristinn Guðmundsson, réttar- stjóri, bóndi á Mosfelli. „Ég held að það hafi verið eitthvað um þúsund þá og það verður líklega ekki minna núna“. Kristinn stóð við hliðið að al- menningnum og var með stórt gjallarhom í hendi. Þegar fór að lagast með pláss í almenningn- um var fénu hleypt inn í áföng um. „Þeir voru tveir fjallkóngarn- ir að þessu sinni, Ingimundur Ámundason á Hrísbrú og Guðni í Þormóðsdal. Ingimund Framhald á bls. 6. VISIB MRnagr — <BwSj»dagMr 24. septemfaer 1>9®5. — 214 tbl. Hæstiréttur staðsett- ur í Vatnsdal í dag Hæstíréttur er í dag staðsett ur notOar í Vatnsdal í áreið í landamerkjadeilum milli nokk- urra jarðeigenda norður þar. Þessar landamerkjadeilur sfcanda í sambandi við það að Vatnsdalsá hefur breytt um far veg á allstóru svæði, en hún skipti áður landeignum þe'irra jarða sem lágu austan og vest- an hennar. Á undanfömum ár- Framh. á 6. sfðu. Nærþrjátiu kindur drukknuðu áleið ti1 Undirfellsréttar í Vatnsdal Það óhapp vildi til lawgardaginn 18. þ. m. þegar verið var að reka safn Vatnsdælinga af Grhnstunguheiði til Undirfellsréttar að 28 lömb drukknuðu í ánni Álku, sem fellur rétt norðan við Grímstungu- bæinn. Álka fellur fyrst í glúfrum gegnt Grímstungubænum, en sfðan niður sléttar meleyrar og niður í Vatnsdalsá. Tungan sem myndast milli þessara tveggja vatnsfalla nefnist Grímstunga og af henni dregur samnefndur bær nafn — ein af stærstu jörðunum í Vatnsdal. Á laugardaginn komu ganga- menn með safnið niður af Grímstunguheiðinni og voru á leið með það til Undirfellsréttar. Er safnið jafnan rekið yfir Álku á eyrunum fyrir neðan Grímstungu og aldrei komið neitt óhapp fyrir, enda er áin ekki sérlega vatnsmikil. Guðmundur Jónasson bóndi að Ási í Vatnsdal skýrði Visi svo frá í morgun að í þetta skipti þegar verið var að reka safnið yfir ána, hafi einhver tryllingur komið i safnið, það hafi þust allt of margt út í ána samtímis og blátt áfram mynd- að eins konar stíflu £ henni. Við þetta hafi 28 lömb drukkn- að, langflest frá einum og sama bónda í Vatnsdal, Hallgrími Guðjónssyni í Hvammi. Guðmundur í Ási tjáði Vísi að Framh á 6 sið-. Bt "Ð!Ð i DAG Bls. 3 Útvarpsleikrit verður til. — 4 Siðferðisþroski og siðmenning eftir Pétur Sigurðsson. — 7 Rætt um sigur Erhards f þýzku kosningunum. — 8 Verzlunarskólinn byrjar vetrarstarf i — 9 Grein um Gunn- fríði Jónsdóttur myndhöggvara. Nýtt haustverð á búvörum Meðalhækkun um 11°/o — Meiri verðhækkun á kjöti en mjólk „Þriggja manna nefndin", sem ákveðið hefur verðlagningu land- búnaðarafurða, hefur nú lokið störfum, og eins og sjá máttl í dag- blöðunum í morgun var þar birt verð mjólkur og mjólkurafurða. Nákvæmur listi yfir hækkun kjötverðs og annarra afurða verð- ur birtur á morgun. Grundvallar- hækkunin er svipuð á öllum kjöt- vörum, en mismunur í niðurgreiðsl um veldur þvi að hækkunin er ekki jöfn á öllum tegundum. Hér fer á eftir úrdráttur úr greinargerð nefndarinnar um verð- lagningu landbúnaðarafurða: Samkvaemt útreikningi Hagstofu íslands hækkar verðgrunnur land- búnaðarafurða um 11.4% frá hausti 1964, og meðalafurðaverð til bænda um 11.2% frá sama tíma. Á fundi Framleiðsluráðs landbún- aðarins sem haldinn var 10. sept. þ. á. samþykkti ráðið tillögu um verðtilfærslu milli sauðfjárafurða, og mjólkurafurða, — þannig að fært yrði frá mjólk 12.5% af væntanlégri meðalhækk- un grundvallarverðs yfir á kinda- kjöt og færð yrði jafn mikil upp- hæð af mjólk til nautgripakjöts, enda yrðu þessar tilfærslur látnar koma niður á verðlagningu osta, smjörs, mjólkurdufts og kaseins. Hér á eftir fer yfirlit yfir þær aðaltilfærslur er nefndin gerði á tekjuhlið grundvallarins. Hækkun frá hausti 1964 til hausts 1965: Mjólk Nautgripakjöt Kindakjöt Hrossakjöt Kartöflur Fyrfr Eftlr tllfærslu: tilfærslu: 11.22% 8.43% 11.22% ca. 26.75% 14.97% ca. 17.27% 11.22% ca. 14.91% 11.22% ca. 9.14% ForSætisráðherra dr. Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum í gær. Forsætisráðherra á fundi með bandarískum blaðamönnum RÆTTUM VARNARMÁL 0G VIÐ- SKIPTAMÁLISLENDINGA atvinnufyrirtækjum. Blaðamannafundur þessi fór fram i borðstofu ráðherrabú- staðarins f Tjarnargötu, og voru um 30 bandarískir blaðamenn á honum. Flestir eru þeir starf- andi við ýmiss konar smáblöð úti í héruðum Bandaríkjanna. 1 viðtali við fréttamann Vísis höfðu þeir margir hverjir viður- kennt að áður en þeir hefðu komið hingað ,hefðu þeir bók- staflega ekkert vitað um ísland og mætti þar af ímynda sér hve gagnleg þessi ferð væri fyrir þá. , Hópurinn var það stór, að þeir fylltu langhorð mikið sem komið hafði verið fyrir í borð- stofunni endilangri. Strax byrj- uðu þeir að spyrja forsætisráð- herra um þátttöku Islands í NATO. Forsætisráðherra gerði þeim glögga grein fvrir þeirri mótspymu sem hér hefði verið frá fornu fari gegn þátttöku f Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.