Vísir - 21.09.1965, Qupperneq 2
VISIR . Þriðjudagur 21. september 1965.
§ . .. ■. ' 38 ÍMÍ&3ÍS6. <. / ' %} ' ^ ÍUtf
Það verða oft orðahnippingar á leikvellinum. Hér er verið að reka einn leikmanna Sunderland af
velli, en fyrirliðinn, Charley Hurley mótmælir. Hurley er írskur landsliðsmaður og lék hér fyrir
nokkrum árum.
.CjLÓUÚ ^BíUHJjOit
WEST BROMWICH tek-
ur
forystuna
West Bromwich tók
við forystunni í 1. deild-
inni ensku um helgina
með stórum sigri yfir
Stoke City, 6:2. John
Kay, miðherji liðsins
skoraði 3 mörk, „hat-
trick“, í þessum leik,
sem var mikill yfirburða
Ieikur WBA, eftir að
fyrstu 20 mínúturnar
voru jafnar.
Tottenham lék sinn 30. leik
án taps á heimavellinum og
vann nú Liverpool með 2:1 i
mjög spennandi leik, sem 46.770
manns komu til að horfa á.
Alan Gilzean skoraðl 1:0 með
skalla og Eddie Clayton bætti
öðru við. Geoff Strong skoraði
eina mark Liverpool rétt fyrir
lelkslok.
West Bromwich og Sheffield
United hafa nú bæði 13 stig en
United, sem vann Sheffield
Wednesday með 1:0 á laugar-
daginn hefur lakara markahlut-
fall. Burnley hefur 12 stig og
er f þriðja sæti en Bumley tap-
aði útileik sínum í Newcastle
með 2:3. Tottenham og Leeds
hafa líka 12 stig.
Leikurinn milli Newcastle og
Bumley varð nokkuð harður á
köflum og varð dómarinn D.
Payne að kalla leikmenn fyrir
sig og áminna þá um að sýna
betri lelk og ekki eins mikla
hörku.
Manchester United vaknaði
loks til lífsins aftur á laugar-
daginn, vann Chelsea 4:1 og
skoraði Denis Law þrjú mörk
í selnni hálfleik og naut sín nú
aldeilis vel.
Úlfamir leika nú í 2. deild
og um helgina urðu þeir að
þola mesta tap sitt siðan fyrir
stríð, þeir töpuðu 9:3 fyrir
Southampton og skoraði ung-
lingalandsliðsmaðurinn Martin
Chivers 4 mörk.
Um helglna fóru 38 leikir
fram í deildunum i Englandi og
voru óvenju mörg mörk skoruð,
eða 153 taisins og tíu leikjunum
lauk þannig, að liðin skomðu 4
eða fleiri mörk.
Valbjörn Reykja-
víkurmeistarí
— en Ólafur og Kjartan eru ekki
langt undan
Valbjörn Þorláksson varð Reykjavíkurmeistari í
tugþraut í fyrradag, en hann hlaut 6836 stig, sem er
langt frá hans bezta árangri, en Ólafur Guðmundsson
varð annar, vann Kjartan Guðjónsson og hlaut 6492
stig, sem er hans bezta, en Kjartan hlaut 6420 stig
og Jón Þ. Ólafsson 5800, en það er bezti árangur Jóns
til þessa.
ólafur Guðmundsson vann 100
metra hlaup á 10.7, sem er bezta
afrekið í hlaupinu í ár og lang-
stökk vann hann einnig, stökk 7.00,
sem er sömuleiðis bezta afrekið á
íslandi í ár. Kjartan kastaði kúlu
lengst 13.61 en Jón Þ. vann að
sjálfsögðu hástökkið 2.02. í 400
metra hlaupi varð Ólafur hlut-
skarpastur með 50.6 sek. og leiddi
eftir fyrri dag með 3613 stig en
Valbjöm hafði 3578 stig og hafði
enga grein unnið.
Valbjöm vann 110 metra grinda-
hlaupið á 15.2 sek., en Jón Þ.
kringluna á 40.68, Valbjöm stöng-
ina á 4.19 og spjót á 57.35, en Ól-
afur vann 1500 metrana á 4.31.4.
Úrsllt:
Valbjöm Þorláksson, KR, Reykja-
víkurmeistari (11.0 — 6.52 —
12.67 — 1.80 — 51.7 - 15.2
— 34.35 — 4.19 — 57.35 —
5.26.0).
Ólafur Guðmundsson, KR (10.7 —
7.00 — 11.09 — 1.71 — 50.6
— 16.9 — 30.30 — 3.01 —
49.00 — 4.31.4).
Kjartan Guðjónsson, ÍR (11.4 —
6.62 — 13.61 — 1.80 — 57.0
— 19.7 - 37.49 — 3.22 —
54.15 — 5.12.0).
Jón Þ. Ólafsson, ÍR (11.6 — 6.41
— 12.02 — 2.02 — 61.8 —
17.3 — 40.68 — 3.03 — 45.33
- 5.57.1).
jr
Arsþing
GLI
Ársþing Glímusambands Islands
1965 verður haldið sunnudagitjn
24. okt. n.k. og hefst kl. 10 árdegis
í húsakynnum Iþróttasambands Is-
lands.
Tillögur frá sambandsliðum, sem
óskast lagðar fyrir ársþingið þurfa
að hafa borizt stiórninni þrem vik-
um fyrir þingið. Stjórnin.
Þessi mynd var tekin á sunnudaginn á Akureyri og eru Akureyringar að skora annað marka sinna.
úfifl
Herbergi óskost
Herbergi óskast til leigu strax fyrir þýzkan
bifvélavirkja. Uppl. í síma 15450.
Ungling
pilt eða stúlku, vantar til sendiferða.
TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli.
Veitingnstofn
Veitingastofa með öllum fullkomnustu tækj-
um til leigu fyrir sanngjarnt verð. Sá, sem
hugsaði um að skapa sér sjálfstæða atvinnu
með því að sinna þessu þarf að geta borgað
sem svarar hálfs árs leigu fyrirfram. Uppl. í
síma 18400 kl. 3—5 daglega. Laugavegi 56.