Vísir - 21.09.1965, Qupperneq 7
7
V1SIR
mééhémm
Þriðjudagur 21. september 1965.
Erhard reyndist ekkert ,gúmmíljón'en Willy
Brandt hefur heðið alvarlegan hnekki
jjrsiit þingkosninganna
I Vestur-Þýzkalandi eru
fyrst og fremst tnikuð
sem mikiil og óvænt-
ur persónulegur sig-
ur fyrir Ludwig Er-
hard forsætisráðherra.
Þau munu vissulega
festa hann í vöidum, svo
að hann getur verið
miklu sterkari og sjálf-
stæðari en hann var,
þann tíma af síðasta
kjörtímabili sem hann
gegndi stjómarforust-
unni.
Þetta er vafalaust þýðingar-
mesta ályktunin, sem dregin
verður af kosningaúrslitunum.
Og þýtta skiptir mestu máli í
sambiandi Erhards við flokk
sin'n. Með sigri sínum hefur
hann ef svo má segja yfirunnið
Adenauer fylkinguna, þennan
harðskeytta hóp innan ftokks-
ins, sem stöðugt hefur reynt að
lítillækka hann og gera minni
mann úr honum. Það var þessi
fylking sem kom þeim hug-
myndum af stað, að Erhard
væri lítill og fákænn stjómmála
maður. Þeir gáfu honum heitið
„Gúmmíljónið“ og þeir gerðu
honum á margan hátt mjög erf-
itt fyrir. Nú síðast fáum dögum
áður en kosningarnar voru kom
Adenauer fyrirrennari hans
fram á sviðið og gaf furðuleg-
ar yfirlýsingar sem varla var
hægt að túlka öðm vfsi en beina
skemmdarstarfsemi gagnvart
hans eigin flokk og Erhard.
Adenauer lét í það skína, að
kosningabaráttan væri töpuð,
að það væri vegna þess, að Er-
hard væri svo lélegur forustu-
maður. En Adenauer sagði að
það gerði ekki mikið til þó Jafn
aðarmennirnir ynnu kosningarn
ar, þá yrði stofnuð samsteypu-
stjóm Jafnaðarmanna og Kristi
lega flokksins.
ZÁllum þessum hugmyndum
Adenauer-hópsins hefur ver
ið vísað á bug með úrslitum
kosninganna. Eftir þennan glæsi
lega sigur er ekki hægt að halda
því lengur fram að Erhard sé
lélegur stjómmálamaður. Má nú
gera ráð fyrir að hann taki ým-
is vandamál innan Kristilega
flokksins ákveðnari tökum en
áður.
\ nnars er fylgisaukning Kristi
lega flokksins að sumu
leyti eðlileg og auðveldlega
hægt að útskýra hana. í síð-
ustu kosningum þótti mörgum
fylgismönnum Adenauers að
gamli maðurinn væri nú farinn
að þrauka einum of lengi við
íhuganir við úrslit þýzku kosningunnu
stjómvölinn og óánægja hafði
og komið upp vegna þess,
hve hann hafði hlaupið á
sig, þegar hann fékk þá hug-
mynd að þjóða sig fram til for-
seta, en dró svo allt það til
baka. Vegna þessa var talið að
allmargir fyrri fylgismanna
flokksins hefðu þá kosið Frjálsa
demokrataflokkinn til að mót-
mæla með því þrautsetu Adenau
ers. Nú þegar Erhard hefur tek
ið við forustunni koma þessir
kjósendur aftur og sést þetta
m.a. bezt af því að Frjálsir demo
kratar hafa mjög tapað atkvæð-
um.
Þó mikill meirihluti flokksins
sé á sveif með Erhard er Ade-
nauer-hópurinn enn mjög sterk
ur. Adenauer sjálfur er nú orð
inn rúmlega níræður, en hann
var samt í kjöri enn og náði
glæsilegri kosningu.
4 nnar flokksmaður, sem erfitt
er að glíma við er sjálfur
Frans Josef Strauss, sem varð
að víkja úr stjórn fyrir þremur
ámm vegna Spiegel-málsins.
Hann var enn í kjöri í sínu
heimaríki, Bæjaralandi og náði
glæsilegri kosningu. Það var
ekki að sjá að kjósendur hans
hefðu mlsst trú á' honum og
fylgi flokks háns, hin hæverska
Kristilega flokks jókst enn nokk
uð .
í gær þegar umræður voru að
hefjast í Bonn um stjórnmálaá-
standið eftir kosningarnar var
Strauss þar kominn og mun
hann nú vafalaust sækja það
fast að komast í stjórn aftur.
Hann hefur nú fengið forustu-
hlutverk sitt í heimahéraðinu
viðurkennt og vafalaust verðun
. • • V jmc X' Vfjr'
Erich Mende neitar að sitja i
sömu stjóm og Strauss.
það fremsta krafa flokksdeildar
innar f Bæjaralandi, að Strauss
fái sinu framgengt.
I^n á móti því kemur annað
vandamál að Erich Mende
foringi Frjálsra demokrata hef-
ur lýst því yfir að flokkur
hans sé algerlega mótfallinn því
að taka þátt f stjóminni ef
Strauss situr þar. Andstaða
Frjálsra demokrata gegn Strauss
er all einkennilegt fvrirbæri í
þýzkum stjórnmálum. Undirrót
þess er e.t.v. að Frjálsir demo-
kratar leita kjósendafylgis ein-
mitt á líkum slóðum og Strauss
það er meðal efnaðri hluta borg
arastéttarinnar. En þar við bæt-
ist að Frjálsi demokrataflokk-
urinn rekur rætur sínar að
nokkru til þeirra afla í Þýzka-
landi, sem ákveðnast börðust
fyrir lýðræði í landinu. Sjálf-
byrgingsháttur og hagsmuna-
streita Strauss hefur farið mjög
í taugarnar á þessum flokksarmi
og þeir líta á Spiegel-málið sem
stórfeilt hneyksli er eigi að úti
Strauss þykist nú eiga rétt á
ráðherrastóli.
loka Strauss frá stjórnmálaaf-
skiptum.
Þessa þraut verður erfitt að
leysa. Strauss var neyddur til að
gefa eftir, þegar Spiegel-málið
stóð sem hæst. Nú ætlar hann
sér að nýju einhvern frama.
Hann getur líka bent á það, að
eftir þessar kosningar hafi fylgi
Frjálsa demokrataflokksins
dregizt svo saman að hann sé
ekki orðinn meiri en flokksdeild
in f Bæjaralandi. Vafalaust
mun þessi ágreiningur gera Er-
hard örðugt fyrir um stjórnar-
myndun, en vafalaust mun hún
samt takast, sennilega þannig
að Strauss dragi sig enn í hlé
því að annað yrði talið skemmd
arverk gegn flokknum.
#
■jVTú eftir kosningaúrslitin er
talið útlokað að farið verði
að semja við Jafnaðarmenn um
stjómarmyndun. Sú hugmynd
gat því aðeins gilt ef Kristilegi
flokkurinn biði verulegan hnekki
í kosningunum.
Orslitin em þannig jafnmikill
persónulegur ósigur fyrir Willy
Brandt foringja Jafnaðarmanna
eins og þau em sigur
fyrir Erhard. Að vísu get-
ur Brandt bent á það, að Jafn-
aðarmannaflokkurinn hafi aukið
atkvæðafylgið og hafi nú fleiri
atkvæði en nokkm sinni eftir
stríð. En það nægir honum
ekki. Hitt er staðreyndin sem
menn einblína á. að Brandt hef-
ur nú tapað öðrum kosningun-
um f röð, fyrst tapaði hann síð
ustu kosningum Adenauers og
nú fyrstu kosningum Erhards.
Eftir það getur Brandt ekki gert
sér neinar vonir um að vinna
sigur fvrir flokk sinn. Brandt
hefur mjög verið hossað, hann
hefur verið gerður að nokkurs
konar stjörnu, fylgismennirnir
hafa dýrkað hann og trúað og
treyst því að hann væri spámað-
urinn, serh ætti að leiða þá á
endanum út úr eyðimörkinni.
Jafnframt því hafa þeir reynt að
setja nýja og glæsilegri fram
hlið á flokkinn, þaggað niður
gömlu sósíalisku vígorðin en
sýnt flokkinn í ljósi þeirra borg-
araleg'i hugmynda sem nú hafa
orðið Mls ráðandi í Þýzkalandi
með aft<inni velmegun.
n allt þetta hefur komið fyrir
ekki og því er það mjög
alvarlegt fyrir Brandt að hafa
ekki náð takmarkinu. Það er
örðugt fyrir hann að koma fram
eftir alla þessa dýrkun. Þar við
bætist það, að Willy Brandt
hefur ekki tekið þátt í stjórnmál
um Vestur-Þýzkalands. Hann er
leiðtogi flokksins í Berlín fvrst
og fremst, sem hefur staðið all
einangruð og utan við stjóm-
mál Vestur-Þýzkalands. Brandt
hefur ekki starfað á sambands-
þinginu í Bonn og hann hefur
lítil persónuleg tengsl innan
Jafnaðarmannaflokksins í Vest-
ur-Þýzkalandi. Hann varð fyrir
valinu sem foringi í tveimur
mikilvægum kosningabardögum
af því að litið var á hann sem
ungan og glæsilegan mann, sem
myndi verka líkt og kvikmynda
stjama á kjósenduma. En allt
af þegar sú leið stjörnudýrkun-
ar er farin veldur það erfiðleik
um og óánægju innan flokks-
starfsins. Og það er nú þegar
Erhard, hinn raunverulegi sig-
urvegari.
nóg af óánægju og urg innan
þýzka Jafnaðarmannaflokksins.
Þar verða sterkar raddir uppi
um að hætta þessum Hollywood
stíl, sem hefur einkennt forustu
flokksins og hefja þess í stað
stjórnmálabaráttu byggða á
raunhæfu pólitísku mati. Otlitið
fyrir Willy Brandt er því ekki
sérlega glæsilegt f náinni fram-
tíð.
Brandt nær sér ekki eftir þetta
áfall.
Sænskur prófessor
flytur erindi
Rektor Uppsalaháskóla, prófess-
or Torgny Segerstedt, mun dveljast
hér á landi þessa viku f boði Há-
skóla íslands. Hann flytur fyrir-
lestur í Háskólanum í dag 21.
sept. kl. 5.30 e. h. Fvrirlesturinn
verður fluttur á sænsku, og nefn-
ist hann „Utbildningssamhállet,
dess framváxt och problem". Er
öllum heimill aðgangur.
Rektor Torgny Segerstedt er einn
kunnasti háskólarektor á Norður-
löndum. Hann er prófessor í fé-
lagsfræði, en hefur jafnframt látið
mjög til sín taka endurbætur á
sænsku skólakerfi og þá einkum á
sviði æðri menntunar.
Brezku stroku-
mennirnir þukku
Flestir munu minnast brezku sjó-
mannanna þriggja, sem struku af
togara, er hann lá inni á ísafirði
síðast í ágústmánuði. Hugðust þeir
félagar halda fótgangandi til
Reykjavíkur og voru lagðir af
stað, þegar þeim var náð af um-
boðsmanni togaraeigenda og flutt-
ir til Reykjavíkur og þaðan til
Englands. Orsök stroksins sögðu
þeir vera slæma aðbúð um borð.
Einn þeirra félaga hefur nú rit-
að brezka sendiráðinu hér bréf,
þar sem hann biður það að flytja
öllum Islendingum ,sem þeir félag-
ar hittu, beztu þakkir fyrir góða
aðstoð og hjálp í þrengingum
þeirra. Sá, sem bréfið ritar, er
Steven Bunting, Doncaster, Eng-
landi. Hann segir:
„Hvarvetna sem við komum á
Islandi var okkur sýnd mikil greið-
vikni og hjálpsemi. Mundi sendi-
ráðið geta komið þakklæti okkar
til Islendinga áleiðis? Það myndi
okkur ðllum þykja mjög vænt um“