Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 2
I ' 11: ! i , i n ' i: i ' \ '! IMM! II I' , I ' 1 ' M I 1 ' I ' | ' VISIR . Laugardagur 16. oRtoner. AKRANES og KEFLA VlK / undtm■ úrslitum á Meluvelli á moruuu Á morgun kl. 15 leika Akranes og Keflavík í bikarkeppni KSÍ og er leikur liðanna seinni leikurinn í undanúrslitum, en Valur hefur þegar tryggt sér aðild að úrslitunum, sem fram fara sunnudaginn 24, október. Margir álíta að leikur Keflavíkur og Akraness, sé hálfgerður úrslita- leikur mótsins, Valsmenn geta þó bitið vel frá sér í úrslitunum gegn öðru hvoru þessara liða, jafnvel unnið, ef þeir leika eins og móti Akureyri um síð- ustu helgi. Liðin á morgun eru skipuð svipað og undanfarið, nema að Rlkharður Jónsson verður ekki með Akurnesingufti og sagði Guðjón Firvnbogason, þjálfari liðsins, að ekki væri enn ákveð ið hver tæki stöðu Ríkharðar i liðinu. Eru eflaust uppi ráða- gerðir um að setja inn einn af „eldri mönnunum“, og látum við okkur detta í hug Þórð Þórð arson eða Halldór „Donna“ Sigurbjörnsson, en þeir hafa oft reynzt vel leik og leik, enda þótt úthaldið væri ekki upp á marga fiskana. „Mér lízt ann- ars ekki meira en svo á þetta allt saman“, sagði Guðjón. „Þeir eru mjög harðir Keflvíkingar og ég álít þá sterkasta liðið í dag“. Það er staðreynd að Akurnes ingum gengur yfirleitt illa gegn Keflavík og hafa þeir tap að báðum leikjunum gegn þeim í 1. deildinni í sumar og nú vant ar uppistöðuna í liðið, þar sem Ríkharður er. En allt getur gerzt og þess vegna verður leik urinn án efa nokkuð fróðlegur og skemmtilegur. Leikurinn hefst kl. 15 sem fyrr segir og er á Melavelli í Reykjavík. Niímskeið í músik- leikfimi í unglinga, stúlknn og frúnflokkum Kvennadeild íþróttakennarafél. ís- lands mun í vetur gangast fyrir námskeiðum f músikleikfiml fyrir kvenfólk. Með námskeiðum þess- um vill deildin kynna músikleik- fimina og gefa konum á öllum aldri kost á að iðka hana. Leikfimi eftir músik er orðin all almenn erlendis og er það von deildarinnar að kvenfólk hérlendis notfæri sér þetta tækifæri. Kennt verður í leikfimisal Laugarnesskól- ans á þriðjudögum og föstudögum. Kennarar verða Jónína Tryggva- dóttir og Þóra Óskarsdóttir, en und irleikarar þau Magnús Ingimars- son og Herdís Egilsdóttir. Allar nánari upplýsingar eru veittar I síma 30418, 30198 og 36956. útlund í mor^un útlönd í morgun útlond í morgun utlönd morguri MIKAIL SJ0L0K0V HLAUT RÓKMENNTA VERÐLA UN NOBELS Jíuft 'iuíli'jv go muJlKj ulí 1 ?.i!a Þessa dagana stendur yfir landsfundur íhaldsfiokksins brezka í Brighton. Á landsfundinum voru tekin fyrir ýmis vandamál, svo sem Rhodesíumálið, landvarnar- og efnahagsmál. Á myndinni er Edw ard Heath leiðtogi brezka thaldsflokksins, einn umræddasti maðurinn í brezka stjórnmálaheiminum. Eiskendurnir aftur á móti virðast staddir í öðrum heimi. í gær var tilkynnt i Stokk- hólmi, að sovézkl skáldsagna- höfundurinn Mikail Sjolokov hefði verið sæmdur bókmennta- verðlaunum Nobels. Sjolokov er fæddur árið 1905 og hlaut heimsfrægð fyrir skáld- sögu sína „Lygn streymir Don“ og aðrar skáldsögur. — Skáld- sagan „Lygn streymir Don“ kom út í íslenzkri þýðingu fyrir mörgum árum. Afhending verðlaunanna fer fram 10. desember. Sjolokov er annar sovézki rit- höfundurinn, sem sæmdur er bókmenntaverðlaunum Nobels. Hinn var Pasternak, sem var sæmdur þeim 1958, en hann hafnaði þeim. í framhaldsfréttum frá Stokk- hólmi og Moskvu segir, að fyrir aðeins 7 árum hafi Mikail Sjolo- kov, sem nú hefir verið sæmdur bókmenntaverðlaunum, gagn- rýnt harðlega Sænsku akadem- íuna fyrir þá ákvörðun að veita landa hans Boris Pasternak verðlaunin. Sjolokov hélt því fram þá, að akademíuna hefði skort raunsæi í mati sínu á bókmenntalegt gildi verka hans. í hópi menntamanna í Stokk- hólmi efuðust ýmsir um, minn- ugir fyrri gagnrýni hans, að hann myndi taka við sæmdinni og verðlaununum, en skömmu eftir að tilkynning akademíunn- ar varð kunn í gær birti Tass- fréttastofan ýtarlegt æviágrip Sjolokov undir fyrirsögninni: Mikall Sjolokov — Nobels- verðlauna-sigurvegari. Þegar hinn kunni sovézki rit- höfundur Ilja Ehrenburg frétti í gær, að Sjolokov hefði verið sæmdur bókmenntaverðlaunun- um lét hann í ljós ánægju sína yfir því, og sagði svo, að hann hefði þar engu við að bæta. Sovézki rithöfundurinn Leo- nid Sobolev: Vér rithöfundar af „hinum sovézka ruaiistiska skóla“ fögnum því, að heimur- inn viðurkennir starfsaðferðir vorar — ég er sannfærður um, að verðlaunin hlaut bezti sov- ézki rithöfundurinn, og þjóð vor mun fagna úthlutuninni með mikilli ánægju. Einn af félögum Frönsku akademíunnar, Henri Troyat, kvaðst dást að verkum Sjolo- kovs. Hann væri mikið skáld. Troyat sem er fæddur í Rúss- landi hefir skrifað fjórar bækur um rússneskan skáldskap fyrir byltinguna. Forstöðumaður slavnesku há- skóladeildarinnar í Sorbonne- háskóla, Henri Granjard prófes- sor, segir Sjolokov mesta skáld- sagnahöfund Rússa síðan 1924, — á Stalintímanum hafi hann verið einn hinna fáu rússnesku höfunda, sem sömdu verk, sem höfðu alþjóðaverðmæti. Lelðtogl kommúnista stjórnar aðgerðum gegn her Indonesiu í frétt frá Jakarta í gær segir, að höfuðforsprakki kommúnista- flokks Indonesiu — sem fyrir nokkru var sagður flúinn til Kína — sé fremstur í flokki í mótspyrn- unni gegn stjórnarhernum. Aðal- forsprakkinn, Aidit, virðist ætla að halda mótspyrnunni áfram. í kommúnistaflokknum eru 3 mill- jónir manna. Það er nú kunnugt orðið, að Aidit flaug til Jakarta, höfuðborg- arinnar, 2. október, eða um það bil sólarhring eftir að samsæris- áformin („30. september-hreyfing- in“) höfðu farið út um þúfur. Stjórnarherinn segir hann nú stjórna ólöglegum aðgerðum komm únista. Þá er það kunnugt orðið. að f sömu flugvél og Aidit, 2. okt., var yfirmaður flughers Indonesiu, Omar Dheni. Afstaða hans er þó ekki með öllu ljós. I Jakarta og víðar er haldið á- fram að krefjast banns við starf- semi kommúnistaflokksins og allra félaga sem studdu samsærisáform- in. — Víða er enn ráðizt inn f stöðvar kommúnista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.