Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 9
 VtSIR . Laugardagur 16. október. Engin skynsemi í að flytja inn kjöt S.l. þriðjudagskvöld hélt sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt fund í Sjálfstæðishúsinu. Ræðumaður fundarins var Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og ræddi hann um landbúnaðarmál og af- stöðu sveitafólks og kaupstaða fólks til þéirra. Fer hér á eftir úrdráttur úr ræðu ráðherrans.: Bráðabirgðaástand f verðlagsmálum Ég er ekki í vafa um það, að enda þótt ýmsir telji landbúnað inn vera mikið vandamál á Is- landi og að bændur fái jafnvel of mikið fyrir afurðir, þá er eng inn sem að heldur því fram að landbúnaður á íslandi sé ekki nauðsynlegur fyrir þjóðina. Um það held ég að allir séu sam- mála. En um leið verða menn að gera sér grein fyrir því, að landbúnaður verður ekki rek inn, nema að bændurnir geti Iif að við svipuð kjör og aðrir lands menn, og það er þetta sjónar- mið sem gilt hefur á undanförn um árum, allt frá árinu 1943, þeg ar lög um sex manna nefnd voru sett. Þá skyldi við það miðað, að bændur fengju ekki lakari kjör en iðnaðarmenn, verka- menn og sjómenn. Þessi lög hafa verið í gildi síðan, þang- að til í haust að fulltrúi Alþýðu sambandsins neitaði því að taka þátt í nefndinni. Sex manna nefndin hefur oft- ast orðið sammála um afurða- v“rðið og dreifingarkostnað, en þegar það hefur ekki verið þá hefur máli'nu verið vísað tii yfir nefndar, þar sem hagstofustjóri er oddamaður og hefur skorið úr. Haustið 1964 var sex manna nefndin sammála um það verð sem greiða skyldi bændum. Hún var einnig sammáia um það verð sem skvldi gilda í smásölu og heildsölu ,og hver dreifingar- kostnaður hennar skyldi vera. Það verð sem var ákveðið 1964 var gert með góðu samkomulagi við neytendafulltrúana og við bændafulltrúana. Ég tel að sam ið hafi verið af sanngirni á báða bóga. Um var að ræða frjálst samkomulag fulltrúa neyt enda og atvinnurekenda Hins vegar var ekki hægt að vinna á sama grundvelli á þessu hausf-' þar sem fulltrúi Alþýðusam- bandsins var dreginn út úr nefnd inni áður en á reyndi hvort sam komulag gæti tekizt. Það var gert á algjörlega skökkum for- sendum. Talað var um, að dreif- ingarkostnaðurinn væri óhóflega hár. Á það vil ég ekki leggja dóm, en ef svo er. þá er sá dreifingarkostnaður, sem hefur gilt og gildir nú, á ábyrgð full trúa Alþýðusambandsins ekki síður en fulltrúa bænda Ég tel, að það hafi ver- ið annarleg sjónarmið, sem þama réðu, það átti að skapa öngþveiti og glundroða með því að sprengja löggjöfina. Ég held, að það hafi verið búizt við því, að ríkisstjórnin gripi ekki í taum ana á þann hátt sem gert var og leysti málið á þann veg, sem raun ber vitni. Ég man það, að í þremur tölu blöðum Tímans, um það leyti sem verðið var að koma, var ráðizt nokkuð harkalega á mig fyrir bráðabirgðalögin og fyrir það, að ég vildi níðast á bænd um. Nú síðustu vikurnar hefur ekki sézt stafur um bráðabirgða lögin og er það vegna þess, að bændur gáfu tóninn og álitu, að ekki hefði verið annað ráð fvrir hendi, heldur en að gera það sem gert var. Þjóðviljinn ætlaði að leika sama leikinn og æsa neytendur upp, vegna þess að verðlagið væri of hátt. Alþýðubandalags- menn töldu, að þeir gætu skapað sér betri vigstöðu með því að vera ekki í néfndinni og skipta sér ekkert af því verði, sem á- kveðið var í haust og ætluðu síð an að vega að stjórninni með því að telja neytendum trú um, að verðið væri óhóflega hátt. Þetta skyldi vera aðalárásarefnið á stjórnarflokkana í sambandi við neytendurna í kaupstöðunum. En Þjóðviljinn er einnig hættur þessum skrifum. Og það er vegna þess, að almenningur hef ur gefið tóninn og Alþýðubanda lagsmenn vita, að þeir geta ekki hvað gerðist í verðlagsmálunum. Þetta er bráðabirgðaástand. Það verður að reyna að endurvekja aftur samstarf fúlltrúa framleið enda og nevtenda. Það verður verkefni þessa þings, að endur skoða löggifcfina um afurðasöl- una á þeim Hrundvelli, að fram- leiðendur og neytendur geti við það unað. Ég legg ákaflega mik- ið upp úr því, og veit að það er vilji sjálfstæðismanna, að þetta samstarf eeti tekizt aftur. Niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur Niðurgreiðslukerfið hefur ver ið notað víðar en hér á landi. Það er efnahagsráð, notað til að halda niðri dýrtíð í landinu. Mið að við verðlag erlendis þykir verðlag á islenzkum landbúnað- arafurðum nolíkjið hátt.:,:gn; . í Bandaríkjunum kostar mjólkur lítrinn 13.00 kr. og kjötkílóið 80—100 krónur, en það er nokk uð hærra en hér. í Evrópu er verðið nokkru lægra, og þá sérstaklega á Norð urlöndum, en búVöruverðið nálg ast víða að vera ekki langt frá þvi sem hér er. í verðlagsárinu, sem lauk 1. sept. s.l. voru greiddar útflutn- inguppbætur 184 millj. kr., en út voru fluttar vörur fyrir að- eins tæpar 300 millj. Þegar þetta til að vinna öll skinnin, en flytja þau ekki út söltuð og blaut, þá væri ekki verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar 1840 milljónir, heldur miklu fremur 2500 milljónir. i Ingólfur Jónsson Iandbúnaðarráðherra En við skulum halda okkur við hráefnisverðmætið. Það er þó á 1600 millj., sem þjóðin hefur fengið frá landbúnaðinum í hráefnum. Til þess að tryggja bændum fullt verð fyrir vöruna þurfti að borga á útflutninginn 184 millj. eða 10% af heildar- verðmæti hráefnisins. Sú stund mun kom<a að íandbúnaður- inn þarf ekki ríkisframlög. Ingólfur Jóns- son ræðir vandamál landbúnaðarins skotizt undan áby^-gðinni «ieð svo einföldum hætti, sem þeir ætluðu sér Almenningur veit. að hað var samkomulag haustið 1964. Almenningur veit það einn ig ,að Alþýðusambandið ber á- byrgð á því verði. sem þá var ákveðið og almenningur veit bað einnig að það verð, sem sett var á vöruna í haust er al- gjör-lega í samræmi við bað verð sem ákveðið var haustið 1964. Verðlagsgrundvellinum er í engu breytt. Hlutur bænda er á eng- an hátt bættur frá því haustið 1964. Reiknisdæmið ei reiknað með sama hætti og sex manna nefndin gerði haustið 1964. Það er bess vegna sem Al- býðubandalagsmenn sjá sér ekki lengur ávinning i því, að ráð- ast á stjórnarflokkana fyrir háti verðlag í búvörum. Ég Held. að úr því að svo er komið ,þá geti stiórnarfMkkam ir unað við það þessu sinni er borið saman. þá getum við verið sammála um að útflutn- ingsuppbótin er hár hundraðs- hluti. En það er ekki rétt að bera þetta saman. Við skulum heldur athuga það, hvert er meginhlutverk landbúnaðarins. Meginhlutverk landbúnaðar- ins er að framleiða matvæli fyr- ir þjóðina. Hvers virði eru þessi matvæli? Þau voru á þessu verð lagsári, sem ég talaði um, hrá- efnið eitt, 1840 milljónir. Útflutn ingsuppbæturnar mega ekki fara fram yfir 10% af heildarverð- mæti hráefnisins, en eins og áð ur segir, voru aðeins vörur flutt ar út fyrir tæpar 300 millj. Hitt var. notað í landinu. Þetta eru aðeins hráefnin sem ég tala um og við vitum að mikil verðmæta aukning verður begar búið er að vinna úr landbúnaðárafurð- unum, s.s kiöti og innmat. Þeg- ar úið er að vinna úr ullinni og gerðar haf'a verið ráðstafanir Framtíðarhorfur landbúnaðarins. Ég held, að framtíð Islenzks landbúnaðar sé mikil og það þurfti enginn að efast um það, að hægt sé að koma Iandbúnað- inum á það stig, að hann þurfti ekki að fá framlög úr ríkissjóði. Það hefur oft verið talað um það, að ísland væri harðbýlt land. og að íslendingar gætu ekki keppt við aðrar þjóðir, sem hafa lengri sumur og frjórri gróðurmold. En þeir sem eru með slíkar fullvrðingar, gleyma þeirri víðáttu lands sem hver bóndi hefur á íslandi. Þeir gleyma því, þegar þeir eru að tala um ágæti nágranna- landanna, að bændur þar eru landlitlir. Hver blettur er rækt- aður og byggður. Bændur þar verða að búa að því sem þeir hafa og geta litlu bætt við. Ég öfunda ekki þá menn. En að vera bóndi í íslenzkri sveit er starf sem gefur mikla mögu- leika. Það er ekki langt síðan, að íslendingar fóru að rækta jörð- ina í stórum stíl. Það var 1923, sem jarðræktarlögin voru sett. Þeir sem sömdu þau voru Val- týr Stefánsson, Sigurður búnað- armálastjóri og Magnús heitinn Guðmundsson. Upp frá því byrjaði ræktun- in hægt og rólega. Ég held, að það hafi verið 300 hektarar fyrsta árið. í nokkur ár um 500 hektarar og siðan um 1000 hekt- arar á ári. Á árunum 1950— 1960, komst ræktunin upp í 2500 hektara að meðaltali á ári, og árið 1964 var ræktunin 7000 hektarar. Og við höfum ekki ræktað ennþá nema 90.000 hektara og miðað við það, þá er framlag s.l. árs mikið. Þetta er vegna þess að jarðræktarlögun- um hefur verið breytt. Framlag- ið hefur verið aukið sérstaklega til þeirra jarða er höfðu tún undir 25 hekturum. Og það er talið, að það sé ekki hægt að lifa nútíma lífi, með því að hafa minni ræktun en það. Auka þarf fjölbreytni framleiðslunnar. Bændur á Islandi hafa aðal- lega búið við kúabúskap og sauðfjárbúskap og það hefur verið talað um, að þetta væri einhæft. Það hefur verið talað um, að fsl. matur væri ekki nógu fjölbreyttur og núna á aðal- fundi Verzlunarráðsins, var tal- að um, að nauðsynlegt væri að flytja inn kjöt. Ég get sagt að svo verður ekki. Það er alveg tilgangslaust að vera að tala um það. og það er engin skyn- 9,semi í að flytja inn kjöt. Það er annað sem á að gera. Það er að hafa fjölbreyttari framleiðslu vörur á boðstólum, heldur en gert er. Það er nú verið að renna stoðum undir það, að hafa á markaðinum alikálfa- kjöt og meira af nautakjöti, en verið hefur. í því skyni var kálfakjötið nú hækkað, til að örva bændur til þess að ala kálfana upp, eyða í það mjólk- inni og koma svo með kjötið á markaðinn þegar það er orðin góð vara. Kjöt af kálfi sem al- inn er á mjólk í sex mánuði er hvítt og meyrt og sú bezta vara sem hægt er að fá. Vona ég að það komi á markaðinn fljótlega Sömuleiðis væri sjálfsagt að auka alifuglarækt. Mér finnst það hlálegt, þegar talað er um vandamál íslenzks landbúnaðar aðallega í því formi, að þau séu offramleiðsla. Hér á landi er starfandi nefnd, sem ég kann ekki orðrétt að nefna, en hún starfar vegna baráttunnar gegn himgri í heim- inum. Og hér er hafin söfnun, vegna baráttunnar gegn hungri, og hver er það, sem ekki hefur samúð með þvf. Þriðji hluti mannkynsins þjáist af hungri. Helmingurinn er talinn vera vannærður að einhverju leyti. Allar þjóðir, bæði vestan og austan jámtjalds, hvetja til aukinnar framleiðslu á öllum sviðum, og ekki sízt matvæla- framleiðslu. Ég leyfi mér að hafa þá skoð- un og fullyrða það, að ef haldið verður áfram stefnu okkar sjálfstæðismanna, sem gilt hefur seinni árin í sambandi við viðreisn landbúnaðarins, að það verði ekki mörg ár þangað til við erum komin yfir þann punkt, að landbúnaðurinn og landbúnaðarframleiðslan í þessu landi verður án framlaga úr ríkissjóði. Efling landbúnaðar er til heilla fyrir þjóðina alla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.