Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 7
7 VÍSIR . Laugardagur 16. október. AÐSTOÐ VIÐREISNARSJÓÐS EVRÓPU VIÐ UPPBYGGINGU VESTFJARÐA SEXTUGUR Á MORGUN: Cextugur er á morgun einn af ^ kunnustu athafnamönnum þessa lands, Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs. Hallgrímur fæddist 17. október 1905 að Grund í Manitoba í Kan- ada. Þar þjónaði þá faðir hans sr. Friðrik Hallgrímsson, síðar Dóm- kirkjuprestur, íslenzku söfnuð- jþunum, Móðir Hallgríms var frú ientína Hansína Björnsdóttir Hall- ’rímsson. Hallgrímur ólst upp vestra þar í íslendingabýggðum og settist á skólabekk í menntaskólanum í Baldur í Manitoba og lauk þaðan prófi árið 1924. Þá hvarf hann leim til íslands og kom til Reykja- /íkur árið 1925. Forstjóri Olíufé- agsins Shell varð Hallgrlmur íkömmu eftir stofnun þess 1928 og forstjóri Skeljungs h. f. frá 1956, eftir að það félag tók við rekstri Shell á íslandi Fyrir utan umsvifamikil við- skipta- og athafnastörf hefur Hall ;rímur Fr. Hallgrímsson gegnt jölda trúnaðarstarfa. Aðalræðis- naður Kanada á Islandi hefur hann ærið frá 1957 og jafnan gert sér nikið far um að treysta böndin nilli þjóðanna tveggja, sem búseta Vestur-íslendinga hefur knýtt. I stjórn Vinnuveitendasambandsins hefur Hallgrímur átt sæti frá 1952 og í stjórn Verzlunarráðs íslands var hann 1955—60. Eru þá ótalin störf hans að íþróttamálum, en hann var formað- Hallgrímur Fr. Ilallgrímsson ur Olvmpíunefndarinnar 1945— ^949, og starfaði reyndar í nefnd- inni allt frá 1932, þá sem varafor- maður. Var hann fararstjóri !srótte.flokka á Ovlmpíuleikana við hinn bezta orðstír. Formaður Golf- klúbbs Reykjavíkur var Hallgrím- : ur 1943—1949. | í brezk-Henzk féiaginu Anglia ihefur Hallgrímur lengi verið einn ! aðal forystumaðurinn og á félagið honum mikið að þakka. 1 stjórn ;Angliu var Hallgrímur frá 1943 og • formaður félagsins 1948--1956 iFjölda heiðursmerkja hefur Hall- grímur hlotið fyrir ýmis embættis og trúnaðarstörf, Riddari af Fálka- ' orðunni var hann gerður 1959, og sæmdur af Bretadrottningu orð- unni C.B.E. árið 1956. I Kona Hallgríms er Margrét Þor- björg Thors, og hefur þeim orðið tveggja dætra auðið. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson er vinmargur maður og vinsæll. Hann ér hinn mesti höfðingi heim að sækja, unir sér vel í góðra vina hópi og er jafnan manna kátastur og hressastur I viðræðum. Á þessu merkisafmæli hans árnar Vísir honum heilla. Hallgrímur er þessa i dagana staddur í Lundúnum (Savoy í Hotel). Önnur forystugrein Vísis í gær fjallaðl um Kjarval áttræðan. Vegna mistaka í prentsmiðju blaðsins féll hluti forystugreinarinnar n-iður. Birtist hún því hér í heild. í dag er meistari Kjarval áttræður. Það sýnist öll- um vinum hans reyndar hin mesta furða, svo léttur í spori og svo kátur í samræðu sem hann er. Kjarval er ekki einungis mesti núlifandi málari okkar ís- lendinga. Hann er fyrir löngu orðin þjóðsagan holdi klædd, sagan um nnga manninn sem brauzt áfram til mennta þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika, vann stór sigur í krafti gáfu sinnar og einstæðra hæfileika. Snillingar eins og Kjarval fæðast ekki nema einu sinni á öld. Hann hefur Öllum öðrum fremur opnað augu okkar íslendinga fyrir fegurð tign og stórfeng- leik náttúru þessa lands sem við byggjum, kynngi- magni lita þess og lína. Pensill hans hefur verið [sannkallaður töfrapensill og Kjarval töframaðurinn, [síungi cg sífrjói. í dag hyllir öll þjóðin hinn mesta listamann, þakkar honum stórkostleg verk á langri listamannsævi og biður þess að enn eigi hann oft eftir að halda út undir heiðan himin til fundar við listagyðjuna. Ræða 6>orvaBdar Garðars Krisljónssonar, á róð- gjafarþingi Evrópuróðsins 1« okfóber síðastliðinn I kvæmd þessum fyrirætlunum um ] ! bættar samgöngur, hefir íslandi j verið veitt lán að upphæð 2 millj. í Bandaríkjadollarar. Jgg er alveg sérstaklega ánægður með hinn góða árangur af samningaviðræðunum við Við- reisnarsjóðinn, sem hefir verið mjög vel tekið af almenningi á ís- landi. Nú þegar er hafin framkvæmd þessarar áætlunar og þess sjást merki, að íbúar þessa landsvæðis hafi fengið endurnýjaða trú á framtíðinni. Þannig er þess að vænta, að með aðstoð Evrópuráðs- ins verði haldið við eðlilegn bvggð í þessum sérstaka landshluta á íslandi, — þar sem er vestasti i hluti Evrópu — eins og hefir verið í nær 11 hundruð ár síðan ísland fannst og landið var numið. Hallgrímur Fr. Ilallgrímsson aðalrœðismaður Eftirfarandi ræðu flutti fulltrúi íslands á þingi Evrópuráðsins 1 í Strassborg, Þorvaldur G. Kristjánsson alþingismaður. Ræðan var flutt þann 1. október þegar til umræðu var skýrsla Pierre Schneiter, forstöðumanns Viðreisnarsjóðs Evrópuráðsins. Þessi sjóður veitti fyrir skömmu 86 millj. kr. lán til framkvæmda eftir Vestfjarðaáætluninni. Herra forseti. Ég las með mikilli athygli ní- undu ársskýrslu hins „Sérstaka fulltrúa“ Evrópuráðsins, og ég vildi mega óska herra Pierre Schneiter til hamingju með störf hans til úrlausnar vandamálum fólksflutninga í Evrópuráðslöndun- um. Mér virðist, að það sé mjög mik- ilvægt fyrir samtök okkar að hafa slíkan fulltrúa til að fást við þessi mál. ísland hefir meira en eina ástæðu til að óska þess, að Ráðgjafarþingið veiti áfram fullan stuðning við verkefni „Sérstaka fulltrúans". Að tillögu ráðgjafarnefndar „Sérstaka fulltrúans" hafa íslandi verið veittir á þessu ári sex starfsfræðslustyrkir. Ég er viss um, að þeir menn, sem styrkinn hlutu og hafa tekizt á hendur hið á byrgðamikla starf að þjálfa ungt fólk í starfsgreinum sfnum, hafa haft hið mesta gagn af náms- styrknum, sem þeir gátu fengið ryrir sameiginlega aðstoð aðildar- ríkja Evrópuráðsins. Ég vona, að fyrstu þrjú árin, sem styrkir til starfsfræðslu hafa verið veittir, megi líta á sem byrjunartíma til- raunar, sem síðar verði haldið á- fram í auknum mæli með tilliti til þess árangurs. sem þegar er feng- inn. Af ársskýrslunni má sjá, að Við- reisnarsjóðurinn lánar til marg- háttaðra framkvæmda vegna fólks- flutninga, bæði til aðstoðar fólki, sem flutt hefir til nýrra heimkynna og til að gera mögulegt, að byggð- arlög, sem eiga í vök að verjast, geti haldið sínum íbúum. T ársskýrslu „Sérstaka fulltrúans" er sérstaklega tekið fram, að mínu landi hafi verið veitt „For- gangsstaða" árið 1964. í þessu sambandi er mér mikil ánægja að segja nokkur orð í framhaldi af því, sem herra Pierre Schneiter sagði varðandi þetta mál í sinni ágætu ræðu áðan. ísland hefir fengið lán, sem sótt var um frá Viðreisnarsjóðnum til framkvæmda á Vestfjörðum, norðvesturhluta landsins, þar sem byggðinni var alvarlega ógnað með fólksfækkun. Eins og bent er á í ársskýrslu „Sér staka fulltrúans", er þessi brott- flutningur fólks ekki sökum skorts á landsgæðum, sem geti skapað góð lífsskilvrði, heldur vegna einangr- unar, sem íbúamir eru sér meðvit- andi um. Umsókn íslenzku ríkisstjórnar- innar var byggð á framkvæmda- áætlun, sem verið er að gera í samvinnu við Efnahags- og fram- farastofnunina, til þess að efla fé- lagslegt og efnahagslegt öryggi á þessu landssvæði. Það er lögð á- herzla á þörf þess að bæta að- Þorvaldur G. Kristjánsson stöðu á sviði skóla- og menningar- mála, heilbrigðismála og sam- göngumála, bæta aðstöðu til fé- lagslegra iðkana og að koma á fót nýjum atvinnugreinum í þeim til- gangi að auka á fjölbreytni at- vinnulífsins. Það er þörf á að bæta aðstöðu til framhaldsmenntunar, koma á fót verkstæðisskólum með sérstöku tilliti til fiskveiða og í öðrum greinum, er snerta fiskiön- að og mynda byggðakjarna og þjónustumiðstöðvar í sveitunum. Til þess að styrkja félagslega og efnahagslega uppbyggingu þessa landshluta, er þegar ákveðið að bæta samgöngur bæði innan þessa i-n ivi-a 'andsfiórð- unga. Til þess að koma í fram-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.