Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjðrar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vesaldarleg viðbrögð 'y’iðbrögð stjórnarandstæðinga, þegar forsætisráð- herra flutti yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi s.l. miðvikudag, voru svo sem vænta mátti, eftir hegð- un þeirra allt frá því að nýsköpunarstjórnin var mynduð 1959. Mátti skilja á Eysteini Jónssyni, þótt hann segði það ekki berum orðum að yfirlýsingin væri óþörf, en eins og Emil Jónsson tók fram í sinni ræðu á eftir, væri ef til vill rétt að ríkisstjórnin gæfi alltaf í byrjun hvers þings yfirlýsingu um, hvaða verkefni verði lögð megin áherzla á að leysa, svo að þjóðin gæti fylgzt með því, sem verið er að gera á hverjum tíma. En slíkar upplýsingar eru víst óþarf- ar að dómi formanns Framsóknarflokksins. Aðalefnið í ræou Eysteins var hið sama og menn hafa getað lesið í Tímanum flesta daga, semsé að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við nein af loforðum sínum. Þjóðin gæti ekki sætt sig við ríkjandi ástand og finna yrði nýjar leiðir til þess að leysa vandann. En auðvitað gætti tormaður Framsóknarflokksins þess vandlega, eins og áður, að nefna ekki hverjar þessar nýju leiðir væru Þessi gagnrýni er einna lík- ust því er götustrákar eru að deila á félaga sína í leikjum: Þetta er allt vitlaust hjá ykkui. Við vitum hvernig á að gera það, en við segjum það ekki! Lítið var það betra, sem kom út úr Lúðvík Jósefs- syni. Hann virðist ekki geta skilið það, þegar hann er í stjórnarandstöðu, að fjárlög þurfi að hækka, þótt útgjöld ríkissjóðs vaxi, Það er ósköp fyrirhafnarlítið að standa upp á Alþingi og segja: Þetta er gagns- laus yfirlýsing, stjórnin mun ekki standa við hana. En viturlegra hefði verið að segja: Hér er mörgu góðu lofað. Við fögnum þessari yfirlýsingu og vonum að staðið verði við hana. Er ekki nógur tíminn að taka stjórnina til bæna, ef í ljós kemur að hún efnir ekki loforðin? Eða er ef til vill ætlunin að segja á sínum tíma, að hún hafi svikið þau öll, hvað sem staðreyndunum líður? Það væri í samræmi við allan málflutning stjómarandstæðinga hingað til. Eitt viðurkenndi þó Lúðvík Jósefsson, sem stang- ast illa á við skrif Tímans. Lúðvík sagði að það væri rétt að gjaldeyrissjóðir hefðu myndazt, en þakkaði það góðu árferði. Sama daginn stóð í forustugrein Tímans, að gjaldeyrisstaðan hefði ekkert batnað, heldur versnað frá því að vinstri stjórnin fór frá! Þannig er ekki alltaf gott samræmi í máli stjómar- andstæðinga. Stjórnarandstæðingar þrástagast á því, að ekki hafi tekizt að stöðva verðbólguna, og því sé ekki hægt að taka yfiriýsingu stjórnarinnar hátíðlega, sagði Eysteinn. Allir hljóta að sjá hvílík fjarstæða þetta er. Ótal margt hefur áunnizt. Lífskjörin hafa stór batnað, eignir landsmanna hafa aukizt. Allir hafa örugga atvinnu og uppbyggingin heldur áfram á öll- um sviðum. V í S IR . Laugardagur 16. október. Útgáfubækur Menningarsjóðs r r i ar Hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs eru ýmis rit á döfinni í haust, og sum þeirra stór og mikil. Framkvæmdarstjóri útgáf- unnar, Gils Guðmundsson hefur tjáð Visi í aðalatriðum hvaða bækur kæmu út á þessu ári, en þrjár eru þegar komnar á mark aðinn. Þær bækur sem út eru komn ar eru þessar: Laxá í Aðaldal eftir Jakob Hafstein, Humor and Ironie in the Newtestamenteftir síra Jakob Jónsson og Raftækni og ljósorðasafn. Að síðastnefndu bókinni hafa unnið menn sem kosnir eða skipaðir hafa ver ið á vegum Verkfræðingafélags- ins, Kjamfræðifélagsins og Ljós- tæknifélagsins. I bókinni eru 2 þúsund heiti á íslenzku og sömu orð á ensku, þýzku og sænsku. Þarna eru bæði fjölmörg nýyrði og eins gömul orð eða heiti í íslenzku. sem viðkomandi nefnd ir telja góð og gild. ÆVISAGA TRYGGVA GUNNARSSONAR. I haust kemur út 2. bindið af ævisögu Tryggva Gunnarssonar. Fyrsta bindið kom út fyrir 10 árum, um það skrifaði dr. Þor- kell Jóhannesson prófessor. Hafði Landsbanki íslands á sin- um tíma ráðið dr. Þorkel til þess að skrifa ítarlega ævisögu Tryggva, sem jafnframt yrði að nokkru hagsaga þess tímabils, sem Tryggvi starfaði á. Verkið var áætlað þrjú bindi. Þegar dr. Þorkell féll frá varð frestur á samningu ritsins. Hafði hann þó viðað að sér miklu efni og samið verulegan hluta annars bindis. Fyrir ]—2 árum var Bergsteinn Jónsson cand. mag. fenginn til að taka upp þráðinn þar sem dr. Þorkell varð frá að hverfa, og hefur hann nú samið síðari hluta 2. bindis og gengið frá því öllu til prentunar. Hann mun og semja lokabindið, sem væntan- lega kemur út eftir 1—2 ár. RIT UM GEST PÁLSSON Sveinn Skorri Höskuldsson lektor skrifar ævisögu Gests Pálssonar og gerir jafnframt mjög ítarlega könnun á skáld- skap hans í tveim miklum bind- um. samtals um 700 blaðsíðna bók. Allmargt mynda verður í ritinu. Bindin koma bæði út í einu lagi í haust. SIGURÐUR Á YZTAFELLI OG SAMTÍÐARMENN. Það er heiti á bók, sem Jón Sigurðsson á Yztafelli skrifar um föður sinn og samtíðarmenn hans, þá sem stóðu í nánustum tengslum við félagsmálahreyfing ar þær sem áttu upptök sín í Þingeyjarsýslu á þeim tíma. Þetta verður 19. arka bók, mvnd skreytt. ÞRJÚ SKÁLDRIT Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út tvær ljóðabækur og eitt smásagnasafn í haust. Ljóðabæk umar eru eftir þá Jón úr Vör og Þorgeir Sveinbjamarson. Bók Jóns heitir „Maurildaskógur“, frumsamin ljóð og þýdd. Bók Þorgeirs er önnur ljóðabókin í röðinni frá hans hendi. Hann gaf fyrir nokkrum árum út ljóðabók „Vísur Bergþóru“, sem vöktu þá talsverða athygli .Hafa margir beðið með nokkurri óþreyju eft ir nýrri bók frá þessum höfundi. Smásagnasafnið er eftir Einar Kristjánsson rithöfund á Akur- Sveinn Skorri Höskuldsson. eyri.. Það heitir „Blóm afþökk- uð“, og kemur út í smábóka- flokki Menningarsjóðs. NY biblíuþýðing Ásgeir Magnússon frá Ægis- síðu hefur fengizt við að þýða ýmsa kafla Heilagrar ritningar í Ijóð og í haust gefur Menn- ingarsjóður út eftir hann þýð- ingu á Jobsbók. Prédikaranum, Orðskviðunum og Sálmum. sem þýð. nefnir einu nafni „Speki rit Biblíunnar“, Bókin verður mjög sérstæð í útgáfu, því hún verður gefin út með eiginhendi Tryggvi Gunnarsson. og skreytingum þýðandans. Þetta verður viðhafnarútgáfa og aðeins prentuð í 300 eintökum. MYNDABÓK UM ÍSLENZKA FUGLA Á þessu ári gefur Menningar- sjóður út eina fegurstu mynda- bók, sem komið hefur út á Is- landi og fjallar um íslenzka fugla. Bæði er það að Ijósmynd- irnar eru með hreinum ágætum margar þeirra í litum, og lík» hitt að prentunin hefur tekizt mjög vel. Ljósmvndarinn er þýzkur Hermann Schlenker a8 nafni, en hefur dvalizt hér á landi langdvölum og tekið mik- ið af myndum. Texta bókarinn- ar hafa þeir ritað dr. Broddi Jóhannesson skólastjóri og Stein dór Steindórsson menntaskóla- kennari. Bókin kemur út í þrem útgáfum, sín á hverju tungumáli, íslenzku, ensku og þýzku. Bókin er gefin út í samvinnu við þýzkt útgáfufyrirtæki. AÐRAR BÆKUR Aðrar bækur, sem væntanleg ar eru á markaðinn í haust er m. a. Mannkynið, seinna bindi, eftir Ólaf Hansson menntaskólakenn- ara, en fyrra bindið kom út fyrir tveimur árum. Þetta rit Ólafs kemur út í flokknum „Lönd og lýðir“. Loks koma timaritin Al- manakið, Andvari (tvö hefti) og íslenzk tunga, 6. árgangur, út á vegum Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Kríur á flugi - mynd úr fuglabók Menningarsjóðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.