Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 11
- T SíÐAN Rekinn úr landi Vegna jbess oð húsið var nokkrum þumlungum of háti Lögregluvörður hélt aftur af hundruðum óðra svissneskra karla og kvenna, meðan lög- reglulið hélt að lúxusvillu ná- lægt St. Sulpice nýlega til að koma úr landi eiganda hússins. Hvort er hvað? Það er alltaf gaman að spreyta sig á hjónamynd- um af bítlum, því það getur verið hreinasti vandi að sjá út hvort hjónanna sé eiginmaður inn. A þessarj mynd er það eigin- maðurinn til hægri: John Walk er, einn þremenninganna í hljómsveitinni Walker Broth- ers. Hann lýsti því nýlega yfir. að hann hefði verið leynilega kvæntur síðan í júní, en félag- arnir Scott Engel og Gary Leeds vissu það þó. Eiginkonan, sem vel að merkja, er til vinstri, heitir Kathy, 19 ára gömul, og er frá Kaliforníu. Eigandinn, Henri Eentener van Viissingen, auðugur Bandarikja- maður af hoUenzknm ættum, hefur í þessu einkeimilega máli unnið sér samúð fjölda manna. Fentener, sem er 44 ára gam- a!l, hefur verið gerður útlægur vegna þess að húsið hans er 19 þumlungum of hátt, og yfir völdin urðu leið á því að hann var stöðugt að kvarta yfir því. Fentener virti að vettugi skip im um að hafa sig úr landi, og varð það til þess að lögreglan var látin taka hann, nauðugan, viljugan, og koma honum úr landi. Hann sagðist þá koma • aftur — ef hann gæti ekki kom- ið landleiðis, kæmi hann niður f fallhlíf. Hinni 29 ára gömlu hollenzku konu hans og fjórum bömum þeirra hefur verið leyft að dvelja f Sviss, þar til heimil- isfaðirinn hefur fundið veru- stað handa þeim í öðra landi. Fentener kom til Sviss árið 1960 og byggði þá þetta 8 metra háa glæsihús, sem kostaði hann um sjö milljónir króna, En skömmu áður en bygging- unni var lokið, kom út ný reglu gerð, þar sem kveðið var á um hæð húsa, og var þetta hús, samkvæmt þeirri reglugerð, 19 þumlungum of hátt_ Fentener barðist fyrir þvf að hús hans yrði dæmt löglegt, á þeirri for- sendu, að byggingu hafi verið að mestu lokið áður en reglu- gerðin kom til skjalanna. En þrátt fyrir stuðning blaðanna og sjónvarpsins var honum meinað, m. a. á þeirri forsendu, að hann væri „óæskilegur íbúi“. Henri Fentener kveður konu sína. Kári skrifar: „Búi“ skrifar: „T ræðu þeirri, sem Gylfi Þ. Gfslason viðskiptamálaráðh. flutti á aðalfundj Verzlunarráðs nýlega kvað hann sannleikann þann, að vandamál landbúnað- arins væru orðin að einu höf- uðvandamáli íslenzkra efnahags mála, vegna þess að landbúnað- arframleiðslan hér hefði aukizt svo mikið, að nú þurfi að flytja verulegan hluta hennar til út- landa — hins vegar sé svo bil- ið milli framleiðslukostnaðar innanlands og söluverðsins vax- andi, og útflutningsbætur orðn- ar svo miklar samkvæmt gild- andi lögum, að þær séu að verða lítt bærilegur baggi fyr- ir rfkissjóð og skattgreiðendur f Iandinu. Samkvæmt upplýs- ingum ráðherrans eru útflutn- ingsbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir 184 millj. króna (heildsöluverðmæti útflutra landbúnaðarafurða 1964—1965 284 millj. kr.). Öllum getur komið saman um að hér sé um eitt af mörgum vandamálum þessarar þjóðar að ræða, en ég vildi mega benda á nokkur atriði, sem vert er að hafa í huga, þegar um þessi mál er að ræða, einkanlega með tilliti til ýmiss konar misskiln- ings, sem mér virðist allmikill hjá mörgum. í fyrsta lagi er hér um að ræða vandamál, sem víða er við að etja, framleitt meira en neytt er í Iandinu og hægt er að selja jafnóðum og framleitt er, og safnast þá birgð ir. Dæmi: Öllum er kunnugt um hinar miklu kombirgðir, sem safnazt hafa saman í Banda- ríkjunum og víðar, og héldu á- fram að hlaðast upp, þrátt fyrir að kom væri látið af hendi með sérstökum kjörum eða gef- ið, — þar til eftírspurnin kom vegna uppskerubrests f öðrum komræktarlöndum. En alls stað ar hafa menn skilning á mikil- vægi landbúnaðarins fyrir þjóð arbúskapinn og bændur studdir á ýmsa lund, þegar við slík vandamál landbúnaðarins er að etja.Og hér er það stefna þeirr- ar rfkisstjórnar, sem herra Gylfi Þ_ Gíslason á sæti f, að kanna með hverjum hætti íslenzkur landbúnaður geti bezt séð þjóð innj fyrir landbúnaðarvörum með sem minnstum tilkostnaði, framleitt samkeppnishæfar vör- ur tll útflutnings og tryggt bændum viðunandi lífskjör. Það er þannig yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka, sem að henni standa, að tryggja bændum landsins viðun andi lífskjör. Og vitanlega er það mergur- inn málsins, að tryggja bænd- um viðunandj lffskjör, vegna þess að þjóðhagslega og á all- an hátt er það lífsnauðsyn, að bændastéttin haldi velli og haldi áfram að rækta landið og bæta. Hvaða leiðir sem farnar verða ber að játa, að útflutningsbæt- urnar eru til jöfnunar á lífs- kjörum og engan veginn á glæ kastað, því að þær hafa verið bændum stoð til þess að heyja sína baráttu við mannsæmandi skilyrði. Um framleiðslukostnaðinn er það að segja, að framleiðslu- kostnaður á öllum sviðum hef- ur aukizt, og er meginorsökin stöðugar kaupgjaldshækkanir og allt sem af þeim leiðir, og munu bændur sfzt vera sekir um að vera valdir að þeirri dýr- tíðaraukningu, sem af kaupkröf- unum stafar, en hún bitnar á þeim sem öðrum. Allir tala um það árlega, að enginn hagur sé í rauninni að þvf að fá fleiri krónur, en alltaf er risið upp og krafizt meira kaups, og þann ig blátt áfram hrópa menn yf- ir sig hækkað verð á mjólk, kjöti og öllum öðram nauð- synjum. Um byrðar skattgreiðendanna er það að segja, að þær bera bændurnir eins og aðrir, en svo fávfslega tala sumir, að engu líkara er en að þeir telji, að allir aðrir en bændur verði að bera þær, Loks vil ég endurtaka að æskilegt er að skilyrði verði fyrir hend; til lækkunar útflutn bóta, m. a. með breyttri þróun á sviði landbúnaðarframleiðslu, sem raunar er komin til sög- unnar. Og stórkostleg ný þróun kann að vera framundan, — að hafin verði vfða um land gras- rækt til grasmjölsframleiðslu í stórum stíl og fleira mætti hér nefna. Sparnaður er sjálfsagður — en -höfuðatvinnuveginn verður að styðja þegar þörf krefur. Reynum að koma á betra skipu lagi. Það er sjálfsagt — og spörum þegar skilyrði era til þess. Og umfram allt spöram þar sem hægt er að spara — og rétt að gera það. — Búi“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.