Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 16
KL~. í síí:?:Míí:::::s::!:íí ''■■■■■!: • ' ■ ur eftir fallið Nokkrir fulltrúanna á kirkjufundinum. Kristján Friðriksson, maðurinn sem hrapaði ofan af 5 hæða húsi í gærmorgun, lá enn í slysavarð- stofunni í gærkveldi er Vísir hafðl síðast spurnir af. Samkvæmt upplýsingum læknis ’ slysavarðstofunni í gærkveldi voru meiðsli Kristjáns furðu lítil miðað við allar aðstæður og hið mikla fall hans. Læknirinn sagði að Kristján væri brotinn á vinstri úlnlið, og þó engan veginn illa brotinn, auk þess væru tvoir þver- tindar á hryggjarlið sprungnir og loks væri maðurinn nokkuð mar- inn. en hvergi alvarlega slasaður svo séð yrði. Líðan Kristjáns virt- iist einnig undarlega góð miðað við I aðstæður. Safnaðarþjónusta rædd á hinum almenna kirkjufundi í gær var hinn almenni kirkju fundur settur í húsi K.F.U.M. við Ammannsstíg. Stendur fundurinn yfir helg- ina og lýkur á mánudag. Aðal- fundarefni er safnaðarþjónusta, einkum varðandi aldrað fólk. Fundinn sækja fulltrúar sóknar nefna víða af landinu. Nokkr- ir fulltrúanna eru ókomnir enn, en á undanfömum árum hafa á annað hundrað fulltrúar sótt þessa fundi. í gær fluttu framsöguerindi Framhald bls. .6. Isl. listamenn fá samastaí Laugardagur 16. október 1965 Fyrsta fréttakvikmynd íslenzka sjónvarpsins Kvikmyndatökumaður frá sjónvarpinu við opnun Kjarvalssýningarinnar íslenzka sjónvarpið þreytti sina frumraun í gær viðfangs efnið var verðugt — Jóhannes Kjarval. Við opnun Kjarvalssýningar innar I Llstamannaskálaum i gær mætti kvikmyndatökumað- ur frá sjónvarpinu, Gísli Gests- son, ásamt ljósameistara sér til aðstoðar. Kvikmyndaði hann af- mælisbarnið hátt og lágt, svo og marga góða borgara sem komu til að hylla Kjarval átt- ræðáh. |J' Er þetta í fyrsta skipti, sem sjónvarpið sendir út mann í því skyni að taka fréttakvikmynd, en þegar er byrjað að afla efnis eftir öðrum leiðum, að því er útvarpsstjóri tjáði Vísi. Á myndinni er Gísli Gestsson við töku fyrstu fréttamyndar sjónvarpsins. Kjarval er að ræða við Eggert G. Gíslason kaupmann. Fyrir aftan þá má greina Steingrím J. Þorsteins son prófessor. Islenzkir málarar hafa nú eignazt nokkurs konar „sumar- bústað“ suður á ItaUu, 1 sjálfri borginni eilifu. Þannig sténdur á þessu, að við það að gerast aðilar að norræna listabandalag inu hafa þeir fengið hlut f Hsta- mannaíbúð f Rómaborg, sem getur gefið þeim tiltölulega ódýra dvöl þar, en eins og kunnugt er, þá er það talið mjög hollt fyrir andrika listamenn að dveljast í Rómaborg, þessari fomu höfuðborg menningar og lista. Listamannahíbýli þessi eru kölluð Circolo Scandinavio og eru í Via Condotti 11, en sú gata er beint á móti hinnm frægu spænsku tröppum, en ailt það hverfi hefur um langan ald ur haft mikið aðdráttarafl fyrir listamenn frá Þýzkalandi, Eng- landi og Norðurlöndunum. Þar í nágrenninu mun Thorvaldsen m. a. hafa búið. Framhald á bls. 6. Brezkir sjómenn ýta bíl í Tjörnina Það er víðar en á Seyðisfirði, sem drukknir sjómenn af brezkum skip um koma við sögu, því í fyrrinótt voru þeir að verki í Reykjavík og voru þá að leika sér að því að ýta mannlausum bílum eftir götum borgarinnar. Skipverjar þessir voru af brezk- um togara, Real Madrid, sem kom inn til Reykjavíkur til viðgerðar. í fyrrinótt gerðust a. m. k. sumir skipverjanna drukknir og um leið greip þá löngun til að láta til sín / gær var fyrsti rjúpnadagurinn Vísir talar við dr. Finn Guðmundsson, Tryggva Einarsson í Miðdal og Guðbjörn Einarsson á Kórastöðum Frá deginum í gær að teija eru rjúpnaveiðar leyfðar fram til ára- móta. Eins og jafnan er, þegar veiðitíminn hefst, er mlkill hugur í rjúpnaskyttunum að lelta fanga, fara þá langt eða skammt eftir at- vikum og eftir því hvar helzt er rjúpnavon. Einhver brögð hafa verið að því í haust, að þvi er kunnugir telja, að skyttur hafi þrotið þolinmæði tíi þess að bíða eftir veiðitímanum og hafið rjúpna- velðar fyrr en leyfilegt var. Vitað er m. a., að Iögreglan handtók elna slika skyttu uppi í Helðmörk fyrir nokkru. Vísir leitaði álits nokkurra manna á rjúpnastofninum i haust og veiðihorfum, og varð þá að ísjálfsögðu fyrstur fyrir dr. Finnur : Guðmundsson náttúrufræðingur, sem manna mest hefur rannsakað rjúpnastofninn á íslandi og upp- götvað hefur sérstakt lögmál í viðhaldi hans, Dr. Finnur sagði, að stofninn væri að komast í hámark. Hámark- ið er jafnan um miðbik hvers ára- tugs, þ. e. þegar ártalið endar á 4. 5 eða 6. Það, sem af er þessum áratug, hefur stofninn verið í stöð- ugum vexti og fjölgað um 30% á hverju undanfarinna ára. „Mér þykir líklegt", sagði Finnur, „að hann eigi eftir að vaxa eitt ár ennþá og nái hámarki næsta ár. Samt er erfitt um það að segja, og það getur líka verið, að „toppur- inn“ sé á þessu ári“. Þegar stofninn hefur náð há- marki, tekur hann að dala jafnt og þétt, og er f lágmarki þau árin, þegar ártalið endar á 8 og 9. Dr. Finnur sagði, að það væri ómögulegt að segja, að rjúpan héldi sig fremur á einum stað en öðrum. En hún er fyrst og fremst háð snjóalögum og veðurfari og færir sig stöðugt til eftir því. Hún leitar þeirra staða, sem eru sam- litir henni. og nú er rjúpan að mestu hvít orðin, svo að hún heldur Frh. á bls. 6. ■taka á einhvem hátt. Réðust þeir á bfla og ýttu þeim úr stað. Alls var vitað um fjóra bíla, sem þeir höfðu reynt við og komið eitthvað áleiðis. Tvo þeirra sakaði ekki, en þriðji bíllinn varð fyrir talsverðum skemmdum. HÖfðu sjómennimir tekið þann bíl á Skálholtsstfg, ýtt honum eða rennt þvert yfir Frf- kirkjuveginn og alla leið út í Tjöm. Þar sat bfllinn með framhjólin ötí í Tjöminni þegar að var komið. Lögreglan hafði hendur í hári þessara þokkapilta og stakk þeim f fangageymsluna. í gær urðu þeir að standa fyrir máli sfnu gagnvart rannsóknarlögreglunni. Drengur rotost Drengur rotaðist, er hann lenti f árekstri í gær á gatnamótum Njáls götu og Barónsstfgs. Hann mun fljótlega hafa raknað úr rotinu, en um meiðsli hans að örðu leyti er blaðinu ekki kunnugt. Áreksturinn varð um kl. 3 e. h. í gærdag. Drengurinn var hjólrfð- andi og lenti fyrir strætisvagni við framangreind gatnamót. Dreng urinn kastaðist í götuna og rotað ist. Hann var fluttur í slysavarðstof Furðu iítið meidd- í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.