Vísir - 22.10.1965, Side 6

Vísir - 22.10.1965, Side 6
6 VlSIR . Föstudagur 22. október 19s5. Frá bókauppboðinu í gærkvöldi Sigurður Benediktsson uppboðshaldari með bók i höndum og við hlið hans uppboðsritarar. Fremst á myndinni sést á hnakka Páls Jónssonar bókavarðar og við hlið hans á Böðvar Kvaran skrifstofustjóra. Dýrasta ritiS var slegið á 15000 króaur Á bókauppboðl Sigurðar Benediktssonar f gær — því fyrsta sem haldið hefur verið á þessu hausti fóru ýmsar bækur á sanngjömu verði, jafnvel ó- dýrt, þótt aðrar færu nógu hátt. í meginatriðum gerðu menn þar góð kaup. Nýtt leikrit Jökuls Jukobssonur frumsýnt Á þriðjudagskvöld frumsýnir L. R. leikrit Jökuls Jakobssonar, sem hlotið hefur 'nafnið „Sjóleiðin til Bagdad“. Tónlist við leikritið er eftir Jón Nordal, leikstjóri er Sveinn Einars son leikendur þau Guðrún Ás- mundsdóttir, Inga Þórðardóttir, Valgerður Dan, Steindór Hjörleifs son, Helgi Skúlason, Gestur Páls- son og Brynjólfur Jóhannesson. Leikmynd er eftir Steinþór Sig- urðsson. Dýrasta ritið á uppboðinu var Skímir frá 1855—1958, samtals röskir 100 árgangar á 15 þúsund krónur.' Aðrar bækur, sem fóru á 1000 krónur eða þar yfir voru Akur- eyrar-Iðunn 1300 kr., Iðunn Bjöms Jónssonar 1400, nýja Ið- unn 1300 kr., Eimreiðin 5500, Dvöl (1933—46) 1200, Járnsíða 1700, Ævisaga Jóns Eiríkssonar 1600, Lagasafn og hrafl af Stjómartíðindum 1100, Lög- fræðingur I—V 2500, Ferðabók Olaviusar 12000, Sunnanfari I—XIII 8500, Turistruter paa Island I—V 1000, Vestur-Skafta- fellssýsla og íbúar hennar 2500, Lexicon poeticum (1931) 2200 kr., Lestrarbók Þorvaldar Böðv- arssonar 1200, Líkprédikun yfir Gísla Magnússyni 1700, Fjölnir og eineygði Fjölnir 1500 kr„ Að- finning við eineygða Fjölni 2700, Garðyrkjufélagsársritið (1895— 1901) 2100, Garðyrkjufélagsárs- ritið (1920—34) 2500, Frón I— III 1000, Electron I—VI 1000 íslenzk fyndni (1—25) 1200, ferðabók Mackenzie 1700, The Birds of Iceland 1000, Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen 4600, Ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir GUÐBJARTUR ÁSGEIRSSON Lækjargötu 12 B Hafnarfirði verður jarðsunginn á morgun laugardaginn 23. þ. m. kl. 3,30 e. h. frá Hafnarfjarðarkirkju. Herdís Guðmundsdóttir böm og tengdaböm. Faðir okkar KRISTINN STEINAR JÓNSSON Laufásvegi 50 andaðist í Landakotsspítala að kvöldi hins 20. okt. Börn hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GEIRS KONRÁÐSSONAR kaupmanns Guðbjörg G. Konráðsson, Guðmundur S. Kristinsson. leikrit Davíðs Stefánssonar 1100, Ijóðasafn Davíðs Stefáns- sonar I—VII 2300, Munaðarleys- inginn 2500, Leikhúsmál 1500, Reykjavíkurpósturinn I—III 2200, Llf og list 1000, Leiðir og lendingar I—II 1500, Láki 1100, Búalög (Hrappsey) 1600, I upp- námi I—II 1100, Skýrsla Bessa- staðaskóla 2500, og Skýrsla Lærðaskólans 4500 krónur. gsamm Súsanna — Framhald af bls. 1. ion skipafélagsins í Hamborg, sem mun eiga átta eða níu skip flest flutningaskip af líkri stærð og Susanna Reith. Eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum óskuðu eigendum ir eftir því að lögbann yrði lagt á skipið nú í haust, en þeir lögðu ekki fram 2 milljón króna lögbannstryggingu, svo að kyrrsetningin féll þannig sjálfkrafa niður. Björgun h. f., sem gerir eignar tilkall til skipsins getur ekki fengið það lögskráð hér á landi vegna þess, að það hefur ekki verið afskráð í Hamborg. Ef ekkert samkomulag næst myndi því verða að fara í málaferli til að fá það afskráð í Þýzkalandi. En þess e.t.v. að vænta að lín umar í þessu máli fari að skýr ast nú við komu hins þýzka skipseigenda til landsins Susanna virðist vera í góðu ástandi þar sem hún nú liggur samansoðin um mittið. Hún lekur ekkert og vélar hennar ganga. Engar vemlegar skemmd ir hafa orðið f klefum áhafnar og mætti taka hana I notkun með Iftlli fyrirhöfn. Merkileg — Framh. af bls. 1 stöðva mælinálina er sýnir hraða bifreiðarinnar og hún er þannig sönnunargagn gegn beim sem tekinn er fyrir of hraðan akstur. Það er auðvelt að koma tæki þessu fvrir í bifreiðum lögregl unnar og beina geislanum þann ig að beim bifreiðum sem lög reglubjónar telia að gerist brot 'egar eegn reehim um öku- braða. Þetta fvrsta tæki er fengið til revnslu o<j v'rðist af ölium aðctn^nm nð t>að eisi "'rS npfp citnrf ’^nnar. Fram aö ^ecsM ba^a lö^ rnorVpfS Viraða bíf- — -»i <-» *. moK oVo A ftffí- beim og líkri ferð og þær eru, eða með þv£ að setja mæliverði meðfram akbraut á tveimur stöðum og er erfitt um sönnun- araðstöðu. Sú aðstaða ætti að gerbreytast við tilkomu þessa nýja tækis. Radar-tæki af ýms- um gerðum hafa verið I notkun við umferðargæzlu vfðsvegar f Bandaríkjunum um langt ára- bil og eru þau viðurkennd sem óyggjandi sönnunargagn um hraða bifreiða. Verður fróðlegt að fylgjast með hvemig þetta tæki reynist hér, vonandi get- ur það stuðlað að bættu um- ferðaröryggi, sem svo mikil þörf er fyrir. Rannsókn — Framh. af bls. 16 Rannsókn í brennumálinu stóð yfir f allan gærdag hjá bæjarfógeta embættinu í Hafnarfirði. Auk þess var nærliggjandi hreppstjórum og lögreglustjórum gert aðvart um brunann og þeir beðnir að vera vel á verði og fylgjast með bílaferðum. Lögreglan f Keflavík mun hafa tek- ið tvo bifreiðarstjóra til yfirheyrslu í gær og fannst bifreið annars þeirra benzínlaus á Keflavfkurveg- inum í gærmorgun. Hilmar sagði að sér hefði enn ekki borizt skýrsla frá lögreglunni um þessar yfir- heyrslur en bjóst ekki við að þaðan væri neins fréttnæms að vænta, því þá myndi lögreglan vera búin að láta sig vita. í Hafnarfirði voru m. a. smiðir þeir og verkstjóri kvaddir fyrir rétt, sem að byggingunni höfðu staðið, m. a, til að fá upplýst hver verð mæti hafi verið gevmd í skýlinu og hvort líklegt sé að einhverju hafi verið stolið úr því. Ennfrem- ur voru lögregluþjónar kvaddir fyrir rétt, sem farið höfðu að Straumi skömmu áður en eldsins varð þar vart. En þeir urðu einskis varir, eins og skýrt var frá í Vísi í gær. Leið þó ekki nema hálf klst. frá því að þeir voru á staðnum og þar til skýlið stóð f björtu báli. Fulltrúi bæjarfógeta sagði að benzínbrúsamir hefðu verið sendir tæknideild rannsóknarlögreglunnar f Reykjavík til athugunar. Að lok- um sagði hann, að enn hefði ekkert það komið fram sem leiði grun í ákveðna átt. Rannsókn í málinu verður haldið áfram eftir því sem tilefni verður til. Barnaverndardagur Framh. af bls. 16 framlagi. Með þvf fé sem félag ið hefur lagt fram síðan og þeim gjöfum sem sjóðnum hafa borizt nemur hann nú rúmri einni milljón króna. Sfðast í gær afhenti Bamaverndarfélag- ið sjóðnum 100 þúsund krón- ur að gjöf_ Er forráðamenn sjóðsins ræddu við blaðamenn í gær, sögðu þeir að þörfin fyrir heim ili fyrir taugaveikluð börn væri mjög brýn, miklu brýnni en al- menningur gerði sér grein fyrir. Væru mörg börn svo illa á sig komin að nær ótækt væri að hjálpa þeim öðru vísi en koma þeim á sérstakt heimili þar sem þau gætu notið umönnunnar sér ! menntaðs fólks. Yrði hafizt handa um byggingu heimilisins eins fljótt og auðið yrði fjár- hagsins vegna. Á þessu ári hafa sjóðnum bor izt um 270 þúsund krónur, en árið er enn ekkj búið og því óvíst hve há upphæðin verður í árslok. Sjóðurinn hefur nú °efið út minningarkort sem far ið er að selja í Bókaverzlun S'gfúsar Evmundssonar og á Biskupsskrifstofunni.. í stjórn Heimilissjóðs tauga- veiklaðra barna eru: Prófessor Matthfas Jónasson, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri, Sigur- jón Bjömsson sálfræðingur og Ingólfur Ástmarsson biskups- ritari. Á morgun, á fjáröflunardegi Bamavemdarfélags Reykjavfk- ur verða seld merki félagsins og bamaritið Sólhvörf, sem Anna Snorradóttir hefur tekið sam' an. Hvort tveggja verður af- hent sölubömum f öllum bama skólum Reykjavíkur og Kópa- vogs kl. 9—4.______ Ljósmyndar um 350 bæi á Vestfjörðum Þegar Búnaðarsamband Vest- fjarða verður sextugt er ætlunin að gefa út mikið rit, þar sem birta á myndir af öllum bæjum á sam- bandssvæðinu og ábúendum þeirra. Ferðaðist Jón A. Bjamason ljós- myndari á ísafirði um sambands- svæðið f sumar og tók myndir af um 300 bæjum og ábúendum þeirra. Er Vísir hafði tal af Jóni kvaðst hann eiga eftir að ljósmynda bæi á svæði við ísafjarðardjúp. Þegar verkinu væri lokið myndu liggja fyrir myndir af um 350 býlum f byggð og í eyði. Kvað hann mikið vera af eyðibýlum á Vestfjörðum, meira en hann hefði haldið og fækkaði stöðugt byggðum bæjum. Drukkinn — Framhald af bls. 1. hlið ökumannsins. Hann hlaut all mikla áverka á andlit og var flutt ur f Landakotsspítala að lokinni bráðabirgðarannsókn í slysavarð- stofunni. Þegar læknir tók að athuga hugsanleg meiðsl á hinum drukkna ökumanni, varð ökumað urinn óður og kom til mikilla á- taka hvað eftir annað milli hans og lögreglumanna og að lokum var ekki annað úrkosta en setja manninn í jám. Hann var síðan fluttur í fangageymslu og mun þurfa að standa fyrir máli sfnu einhvern tíma í dag. Hann var mjög drukkifcn og dró heldur enga dul á það sjálfur þegar hann var tekinn. í strætisvagninum sakaði eng- an. Athugasemd Vegna fréttar, sem birtist f Morgunblaðinu 8. þ.m. og greinar, sem hr. Ragnar Ásgeirsson hefur sent dagblöðunum og ber fyrir- sögnina „Opið bréf til dómsmála- ráðherra", vil ég leyfa mér að taka eftirfarandi fram: Það er rangt að ég hafi lýst því yfir, að ölvun við akstur og of hraður akstur væru 95% allra um ferðarslysa. Hér er um misskiln- ing að ræða af hálfu blaðamanns, sem mætti á blaðamannafundi hjá Umferðamefnd Reykjvíkur og sam starfsnefnd tryggingafélaganna, en þar lýsti formaður samstarfs- nefndarinnar, hr Egill Gestsson, þvf yfir, að of hraður akstur, gá- leysi og ölvun við akstur væri or- sökin fyrir 95% allra umferðar- slysa hér á landi. Einnig finnst mér rétt að benda á það, í sambandi við þessi blaða- skrif, að samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni, fékk hún 2995 umferðarslys til rann- sóknar á sl. ári og talið er að í 95 tilfellum hafi orsökin verið öiv un. Er hér ekki eingöngu átt við ölvun við akstur, heldur ölvaða vegfarendur almennt, sem talið er að hafi valdið slysi. Virðingarfyllst, Pétur Sveinbjamarson, fulltr. Umferðardeildar Gatnamálastjóra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.