Vísir - 22.10.1965, Síða 7
V í S IR . Föstudagur 22. október 1965.
7
Cú var tíðin, að brezka heims-,
^ veldið átti samfellda landa
lengju Afríku endilanga, alla
leið frá Nílarósum til Góðra-
vonarhöfða. Við munum það
enn glöggt hvernig fyrirbæri
þetta leit út á heimskortinu, en
þar var alltaf venja að merkja
Imperium Bretakonunga í Ijós-
um rósrauðum lit.
Bretar voru í þann tíð ákaf-
lega hreyknir af þessum langa
rósrauða renningi á heimskort-
inu. Auðvitað hafði þetta kost-
að þá feykilega fyrirhöfn og
þeir lent í árekstrum við margs
konar óvini. En svo var til nokk
uð betra sönnunargagn fyrir
seiglu brezka kynstofnsins.
Þarna höfðu þeir náð markinu
ýmist með samningsskjölum
eða byssunni til skiptis. Þeir
höfðu gert út mikla landkönnun
ar- og herleiðangra og þama
öðluðust margir fremstu stjóm-
málamenn og herforingjar sína
frægð og nægir t.d. að minna
á að sjálfur Churchill hlaut
sina fyrstu þjóðfrægð í bar-
dögum í Afríku.
Síðustu
leifur brezku uýleadu veldisins
liggur Höfðaborg, sem komst í
mikla þjóðleið eftir að Portu-
galar fundu siglingaleiðina til
Indlands suður fyrir Afríku. Þar
var viðkomustaður farskipanna
af öllum þjóðemum. Auk þess
leið ekkj á löngu áður en far-
mennirnir uppgötvuðu það að
veðurfar á þeim slóðum var
heilnæmt og ágætt fyrir evr-
ópskt fólk. Síðan hefur Höfða-
nýlenda eða Suður-Afríka átt
sér viðburðaríka sögu, sem
minnir að mörgu leyti á land-
námssögu Bandaríkjanna. I
fyrstu voru Hollendingar þótt
þeir væru tiltölulega fámennir
ötulusta siglinga- og nýlendu-
þjóð Evrópu. Höfðaborg varð
þannig hollenzk nýlenda, en
bráðlega fóru Brétar að sækja
mjög á og sérstaklega fóru þeir
að verða yfirsterkari eftir að
hollenzka siglingaveldinu var
hnekkt á Napoleonstímunum.
Þá lögðu Bretar Höfðanýlendu
undir sig.
Hollenzku landnemarnir eða
Búarnir eins og þeir vom kall-
aðir vildu ekki una því, heldur
Höfðanýlendunni merkur stjórn
skörungur að nafni Cecil Rhod
es. Hann dreymdi stóra drauma
um það að ' Suður-Afríka gæti
tekið sér Bandaríki Ameríku
til fyrirmyndar. Þarna skyldi
rísa upp nýtt stórveldi hvítra
manna, er ætti að ná yfir allt
tempraða veðráttusvæðið fyrir
sunnan Kongó. Hann vildi
vinna að sáttum við Búana svo
þeir gætu beitt sameiginlegri
orku til að koma á fót slíku
voldugu sambandsríki yfir allan
suðurhluta Afríku. Og eins og
Bandaríkjamenn færðu veldi
sitt smám saman vestur yfir
Missisippidal, Klettafjöll og
Kaliforniu, eins lagði Rhodes
ríka áherzlu á það að færa
veld; sitt norður á bóginn til
hinna frjósömu héraða kringum
fljótið Zambesi, er myndast
þama úr mörgum kvíslum und-
an suðurjaðri Kongó regnsvæð-
isins og fellur austur á bóg-
inn út í Indlandshaf. Og brátt
risu þama upp enskar nýlendur
er hafa verið kenndar við þenn-
an upphafsmann landnámsins
Skopmynd úr Daily Mail, sem á að sýna stefnu Ian Smiths er sjálf-
stæðisyfirlýsingu Ródesíu þar líkt við það ef hann ætlaði að ríða
nashymingi.
izt að ná tangarhaldi yfir allri
landalengjunni frá Egyptalandi
til Góðravonarhöfða. Upp komu
háleitar hugmyndir um að
tengja þessi lönd sem traustust
um böndum með því að leggja
t.d. jámbraut alla þessa leið
svo hægt yrði að senda hraðlest
frá Alexandriu til Höfðaborgar.
~p|n sú járnbraut er ekki kom-
in enn og hinn afríski
Eftir er nú af brezka ný-
lenduveldinu aðeins slitur af þvl
landssvæði sem kallað var Rhod
esia og þar er nú barátta háð
um það hvar markalína sjálf-
stæðissóknar svertingja og yfir-
ráða hvítra manna skuli liggja*
Það hefur orðið gerbylting
í aðstöðu Rhodesiu á fáum ár-
um. Það eru ekki nema tíu ár
síðan það var á döfinni
að gera tilraunir til að sameina
.
allt þetta landssvæði, Norður
og Suður-Rhodesiu og Njassa-
land í eitt samveldisríki. Þetta
var í rauninni aðeins varnar-
leikur hvítu landnemanna þarna
gegn vaxandi svertingjahætt-
unni. Aðstaðan var þannig, að
fyrir norðan Zambesifljót voru
hvítir, menn tiltölulega mjög fá
mennir, svo útilokað virtist að
þeir gætu stofnað þar sjálf-
stæð hvít þjóðfélög. Sunnan
fljótsins í þeim hluta sem kali
aður var Suður-Rhodesia var
samfélag hvítu mannanna tals-
vert öflugra, líkt og í Suður-
Afríku og með þeim kjarna
vildu þeir fá að stofna hið víð-
lenda Samveldisríki. Það mun-
aði þá litlu að forustumanni
Rhodesiu, Sir Roy Welensky
tækist að koma þessum áform-
um í framkvæmd, því að mót-
þróaalda svertingjanna var þá
ekki enn hafin að fullu. Allt
virtist vera tilbúið, búið að
semja drög að stjórnarskrá hins
nýja samveldisríkis og aðeins
eftir að brezka nýlendustjórn-
in legði blessun sína á þessar
aðgerðir.
'P’n þá fór að verða vart við
svertingjaóróa, sérstaklega
í Njassalandi, þar sem svertingj
unum hafði tekizt að mynda
all sterk stjórnmálasamtök und
ír forustu Hastings Banda.
Þetta varð til þess, að Bretar
tóku sér lengri umhugsunar-
frest og smám saman koðnuðu
áætlanir Welenskys niður fyr-
ir uppreisn svertingjanna.
Rhodesiusambandið er þegar
sundurliðað, þar sem áður
hétu nýlendurnar Norður-Rhod
esia og Njassaland eru nú kom
in sjálfstæðu svertingjaríkin
Zambia og Malawi.
Eftir er aðeins Suður-Rhod-
esia. Þar hafa hinir evrópsku
landnemar en ntögl og hagldir
Þeir eru Bretum sárir og reið-
ir fyrir það að þeir brugðu fæti
fyrir áætlanimar um myndun
Rhodesiusambandsins. Þeir líta
Framhald á bls. .3.
\fið skulum líta lauslega yfir
’ landabréfið. Nyrzt er
Egyptáland, sem Bretar fóru að
fá sérstakan áhuga á, eftir að
Súesskurðurinn hafði verið
grafinn og limuðu það þá und-
an Tyrkjasoldáni. Þá kemur Su-
dan, þar sem Kitschener lávarð
ur átti sinn glæsta frægðarfer-
il sem herforingi er hann ger-
sigraði í orustunni við Omdur-
man, þó innfæddir hefðu þar
ofurefli liðs.
Þar fyrir sunnan tekur við hið
mikla vatnasvæði við upptök
Nílar, þar lágu spor hins fræga
landkönnuðar Davids Living-
stones. Hann ferðaðist um sem
fulltrúi mannúðarinnar, mark-
mið hans þá var að berjast á
móti þnælaverzlun þeirri, sem
Arabar ráku frá mðistöð sinni
á eynni Zansibar. En í fótspor
hans fylgdu hersveitir hennar
hátignar Viktoriu.
Ekki fengu Bretar þó að vera
einir um að leggja þetta land
undir sig. Þar rákust þeir á
keppinauta frá Evrópu með
pikkhjálma á höfði. Keisari
Þýzkalands ágimtist líka að fá
sína sneið úr tertunni. Til þess
að forða vandræðum ákváðu
þeir þó að sinni að skipta land-
inu bróðurlega á milli sín. Und-
irritaður var alþjóðasamningur
um að Bretar skyldu eiga norð-
urhluta strandsvæðisins og
nyrðri helming hins mikla Vikt
oriuvatns og heitir það land-
svæði Kenya. Þjóðverjar skyldu
hins vegar eiga suðurhlutann,
sem kallast Tanganjika og þar
á meðal eyjuna Zansibar fyrir
utan ströndina. En nokkru síð-
ar ákváðu Þjóðverjar að láta
Breta fá Zansibar í skiptum
fyrir smáeyjuna Helgoland í
Norðursjónum. Þannig höfðu
nýlenduvöldin það þá. Heil
lönd með áhöfn milljónaþjóða
gengu kaupum og sölum eins
og lóðir eða jarðarpartar með
gangandi kvikfé.
lyTú skulum við snúa okkur að
suðurenda álfunnar. Þar
tóku sig upp og fluttust í vold-
ugum þjóðflutningí norðar og
innar í álfuna, þar sé'rá' þeir
fundu hin gróðúrsælústu héruð
er síðar reyndust auðug af gulli
og gimsteinum. Þar stofnuðu
þeir Transvaal-nýlenduna. En
sama sagan og áður endurtók
sig, sérstaklega eftir að gullið
fannst. Bretar komu eins og
vargar yfir þá, yfirbuguðu og
innlimuðu þá I Búastríðinu um
síðustu aldamót.
þeim árum var uppi meðal
ensku landnemanna í
og kallaðar Rhodesíur, Norður-
Rhodesia fyrir norðan Zambesi
fljót og Suður-Rhodesia fyrir
sunnan.
Þar með erum við komin aft-
ur að Tanganjika, þýzku ný-
lendunni sem áður var nefnd,
því að Norður-Rhodesia jaðrar
upp að henni og þá mátti segja
að hringnum væri lokað, þeg-
ar Bretar hrepptu Tanganjika
frá Þjóðverjum við lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar.
Bretar voru mjög hreyknir af
því, er þeim hafði þannig tek-
heimsveldisdraumur Breta hef-
ur hrunið eins og spilaborg.
Fyrst voru þeir hraktir með
háðung frá Súez-skurði og þar
situr mesti fjandrhaður þeirra
Nasser öruggur að völdum og
síðan hafa svertingjaþjóðirnar
hver á fætur annarri heimtað
sitt sjálfstæði að viðlagðri ógn
aröld á borð við Mau-mau morð-
in í Kenya á sínum tíma. Og
sunnan megin hafa afkomendur
hinna hollenzku Búa tekið völd
in og sagt sig úr brezka sam-
veldinu.
Uppdráttur sem sýnir legu Ródesfu.