Vísir - 22.10.1965, Síða 8
8
V í S I R . Föstudagur 22. oktúber 19s5.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Nýir menntaskólar
\ síðasta þingi var samþykkt að reistir skyldu
menntaskólar á Vestfjörðum og Austurlandi, þegar
Alþingi veitti fjárveitingar til þeirra framkvæmda.
Var þessi ákvörðun í fullu samræmi við þá stefnu
núverandi ríkisstjórnar að auka fjárveitingar til skóla-
mála og byggja nýja mennta, gagnfræða og barna-
skóla. í fjárlagaræðu sinni gat Magnús Jónsson þess,
að þótt veitt væri nú byrjunarfjárveiting til þessara
tveggja menntaskóla kæmi að sjálfsögðu ekki til mála
að hefja byggingu þeirra skóla fyrr en viðunandi
ástand hefði fengizt í sambandi við hina mennta-
skólana. Er þar fyrst og fremst nauðsynlegt að stór-
stækka byggingar Menntaskólans á Akureyri, hraða
byggingu nýja menntaskólans í Hamrahlíð og auka
við húsrými Laugarvatnsmenntaskólans. AUt eru
þetta aðkallandi framkvæmdir og fer vel á því að
ekki eru áhöld um þá stefnu að vinna þær áður en
hafizt verður handa um byggingu fleiri menntaskóla.
Lýðræði götunnar
^llar líkur eru til þess að í fyrrinótt hafi brennu-
vargar verið á ferð við Straum og lagt eld í nýju toll-
búðina þar. Minnir sá atburður á þau lítilmenni, sem
í skjóli myrkurs sprengdu myndastyttuna í Tjörninni.
í bæði skiptin hefur yfirgangseðlið og skrílsmennsk-
an náð yfirhöndinni — mótmælin borin fram að hætti
sjúkra afbrotamanna. Vitanlega tefur bruni tollbúð-
arinnar ekki opnun hins nýja Keflavíkurvegar um
einn dag, eða frestar ákvörðuninni um innheimtu
vegaskattsins. En bruninn sýnir að til eru þau öfl í
þjóðfélaginu, sem ekki hafa heyrt getið um lýðræðis-
legar bardagaaðferðir, en kjósa að láta andúð sína
á stjórnarathöfnum í ljós með ofbeldi og lögbrotum.
Því framferði verður að svara með viðeigandi ráðum.
Hrópað á byggingarhöft
J>jóðviljinn og Tíminn kvarta nú dag eftir dag undan
því að leyft er hindrunarlaust að byggja íbúðarhús
og verzlunarhús í landinu. Hrópa þessi málgögn á
hömlur og eftirlit með slíkum byggingum og helzt
strangar takmarkanir. Halda þau að þjóðin hafi
gleymt Fjárhagsráði og þeim eftirminnilegu haftaár-
um, þegar menn um allt land voru sektaðir fyrir að
byggja sér bílskúra og steingirðingar? Vilja þessir
flokkar innleiða svipað haftaástand aftur í íslenzkt
þjóðfélag? Annað er ekki að skilja á skrifunum.
Friður saminn í fiskveiði-
deilu Breta og Færeyinga
Endanlegur friður hefur nú
loksins verið saminn í „þorska
strfðinu“ milli Færeyinga og
Breta. Gerðist þetta með þeim
hætti að samkomulag varð milli
færeyskra útgerðarmanna og
nefndar brezka útvegsins um að
lina á hömlum á innflutningi
færeysks fisks til Bretlands.
Þegar Færeyingar lýstu yfir
12 mílna landhelgi, skapaði það
mikla reiði meðal enskra tog-
aramanna, svo að þeir komu á í
hefndarskyni takmörkunum á
fisklöndunum Færeyinga. Árið
áður höfðu Færeyingar selt til
Bretlands fisk fyrir 1,2 milljónir
sterlingspunda, en nú var ákveð
ið að takmarka það við 850
þúsund sterlingspund. Eins og
geta má nærri hefur-þessi aftur-
kippur í útflutningnum valdið
færeysku útgerðinni miklum
erfiðleikum og hefur það komið
fyrir að skip þeirra sem komin
voru til brezkra hafna hafa ver-
ið rekin til baka með farm sinn.
Að vísu hafa Færeyingar ekki
verið í vandræðum með að selja
afla sinn, en fá ekki eins gott
verð á öðrum mörkuðum.
Samkomulagið sem nú var
gert gengur út á það, að hækka
þennan færeyska innflutnings-
kvóta upp í eina milljón ster-
lingspunda á ári.
Ein ástæðan fyrir því að
brezku útvegsmennimir reiddust
Færeyingum svo mjög segir
blaðið Fishing News var sú, að
meðan erlendum togurum var
bannað að veiða innan 12 mílna
landhelginnar fengu færevskir
togarar að halda áfram veiðum
þar.
Nýjasta sjúkrabifreiðin í Reykjavík. Sjúkraflutningar jukust um 20% á s.L ári.
Sjúkrabifreiðirnar í Rvík fóru
meira en 13 þús. ferðir á sl. ári
Frá aðalfundi Reykjav'ikurdeildar Rauða krossins
Aðalfundur Reykjavíkur-
deildar Rauða kross íslands var
haldinn I s.l. mánuði 1 Tjamar-
búð. Varaformaður deildarinnar
Óli J. Ólason, stórkaupmaður,
bauð fundarmenn velkomna, en
hann hefur gengt formanns-
störfum í nálega 2 ár í veik-
indaforföllum formanns, sr. Jóns
Auðuns, dómprófasts. Jónas B.
Jónsson, fræðslustjóri hefur
gengt starfi varaformanns á
sama tímabili.
Formaður flutti skýrslu um
störfin á s.l. ári Starfsemi deild-
arinnar var með líku sniði og
áður.
Sumardvalir bama.
Á starfstímabilinu naut sam-
tals 701 barn sumardvalar í
sveit á vegum deildarinnar alls
38.120 dvalardaga. Einkum voru
látin sitja fyrir böm frá heim-
ilum þar sem aðstæður voru erf-
iðar, sökum veikinda eða af
öðrum orsökum. Færði for-
maður þeim frk. Jónu Hansen
og frk Danfríði Ásgeirsdóttur,
forstöðukonum sumarbúðanna,
þakkir fýrir mikil og óeigingjörn
störf. Kvað hann þörfina fyrir
sumardvalir bama aukast ár frá
ári, og væri lagt að deildinni að
auka þessa starfsemi sfna svo
sem unnt væri. Það væri þó
miklum erfiðleikum bundið, m.
a. vegna mikils viðhaldskostnað-
ar húseignarinnar, að Laugar-
ási.
Rekstur sjúkrabifreiða.
Deildin á nú þrjár sjúkra-
bifreiðir sem staðsettar eru á
Slökkvistöð Reykjavíkur, og er
ein þeirra ný-tekin til notkunar.
Það óhapp vildi til i nóvember
1964, að ný sjúkrabifreið sem
deildin hafði eignazt fyrir
nokkrum mánuðum, gereyði-
lágðist í árekstri, en deildin
fékk þá lánaða eldri bifreið frá
Hafnarfjarðardeild R.K.Í. meðan
beðið var eftir nýrri. Nú er ný
bifreið í pöntun og gert ráð
fyrir að hún verði komin í
notkun um áramót, því að þörf
in eykst stöðugt.
Á s.l. starfstímabili fóru
sjúkrabifri.:ðir deildarinnar sam
tals 13444 ferðir, og var það
20% aukning frá fyrra tímabili.
Það sem af er þessu ári höfðu
sjúkrabifreiðir Reykjavíkur-
deildarinnar farið rúmlega
4500 ferðir.
Hjálp í viðlögum.
Deildin stóð fyrir kennslu í
hjálp í viðlögum fyrir almenn-
ing og starfshópa, og var sér-
stök áherzla lögð á kennslu í
blástursaðferðinni. Aðalkennari
á námskeiðunum var Jón Odd-
geir Jónsson.
Sjúkrarúm og dýnur voru
lánuð til sjúklinga í heimahús-
um, og var sú aðstoð mjög
vinsæl, Er nú unnið að því að
endurnýja rúm og ' hjúkrunar-
gögn tjl útláns. Á tímabilinu 1.
jan. 1964 til 1. sept. 1965 voru
186 útlán á sjúkrarúmum, gegn
vottorðum heimilislækna.
Stjórn Reykjavíkurdeildar R.
K. í. skipa nú:
Óli J. Ólason, stórkaupmaður,
formaður, sr. Jón Auðuns, dóm-
prófastur, varaformaður, Ragn-
heiður Guðmundsd. læknir ritari
Jón Helgason, kaupm., gjald-
keri, og þeir Jónas B. Jónsson,
fræðslustjóri, Páll Sigurðsson,
tryggingayfirlæknir, og Eggert
Ásgeirsson, fulltrúi, meðstjórn-
endur.
,.am
—iiiin iii fim iiinn iiuiii inniTT
Efc—