Vísir - 22.10.1965, Síða 9

Vísir - 22.10.1965, Síða 9
V í S I R . Föstudagur 22. október 1965. * ^ VIRKJUM ALMENNINGSÁLIT- IÐ TIL EININGAR EVRÓPU Jþorvaldur Garðar Kristjánsson, sat þing Evrópuráðsins sem haldið var í Strassborg síðustu daga septembermánaðar, sem eini fulltrúi íslands. Við hinar almennu stjómmálaumræð- ur þingsins fiutti hann ræðu sem mikla athygli vakti og birt- ist hér í heild. í umræðunum var rætt um þróun mála í Evrópu að undanförnu og stefnu Evrópuráðsins nú. Stjóm- málanefnd þingsins hafði lagt fram skýrslu og fylgdi brezki Verkamannaflokksþingmaðurinn Maurice Edelman henni úr hlaði með framsöguræðu. £* lustaði með athygli á ræðu framsögumanns stjórnmálanefndarinnar, dr. Edelmans. Það er eitt atriði í tillögu stjórnmálanefndarinn- ar, sem ég vildi sérstaklega gera að umtalsefni. í tillögunni segir, að þingið fagni þeirri ákvörðun ráð- herranefndarinnar að fela framkvæmdastjóranum að gera „starfsáætlun" fyrir Evrópuráðið í heild. Frá mínu sjónarmiði er hér um mjög þýðingarmikið mál að ræða. Þó að Evrópuráðið hafi nú starfað meir en 16 ár, hefir skort á skipulögð vinnubrögð í viðleitni ráðsins, til að koma á meiri samvinnu milli aðild- arríkjanna. í frábærri ræðu, sem framkvæmdastjórinn, Mr. Smithers, hélt hér í þing- inu í maí s.l., gerði hann ýt- ; arlega grein fyrir, hvað átt er j við með „starfáætlun" fyrir j Evrópuráðið. Ég ætla ekki að : endurtaka hér það, sem fram- kvæmdastjórinn sagði. En eitt er það, er framkvæmdastjór- inn lagði áherzlu á, sem ég tel alveg sérlega veigamikið. Hann taldi rétt, að gert væri skipulegt átak á vegum Evr- ópuráðsins til að kanna á hvaða sviðum aðildarríkin geta haft samstöðu og koma þar á samvinnu milli þeirra. í margbreytileik mannlegs lífs hljóta að vera mörg svið, þar sem hagkvæmt væri að koma á samkomulagi eða samvinnu milli aðildarríkja Evrópuráðsins. Þetta hlýtur í mörgum tilfellum að eiga við á vettvangi félagsmála, heil- brigðismála, skóla- og menn- ingarmála, laga og rétta, tæknimála og á öðrum svið- um. Með þvi að koma á sam- eiginlegum viðhorfum og starfsaðferðum á sem flestum sviðum verður bezt unnið að einingu aðildarríkjanna. Með slíkri þróun verða aðildarrík- in sér betur meðvitandi um sína sameiginlegu hagsmuni, sem eining. þeirra hlýtur til langframa að byggjast á. ÍJ>að er ekki ósjaldan, að ræðumenn á þessu þingi lýsi óánægju sinni með, hvað hægt gangi að koma á einingu Evrópu. En við hverja er að sakast, þegar kvartað er um að hægt gangi? Það er staðreynd, að ríkisstjórnum aðildarríkjanna er ekki nægi- lega umhugað um að koma í framkvæmd hugsjóninni um sameinaða Evrópu. En hvað er það, sem getur fengið rík- isstjórnirnar til að vera at- hafnasamari? Áhrifaríkasta leiðin er vafalaust sú, að fá stuðning almenningsálitsins. Við þingmenn skiljum vel töframátt almenningsálitsins. En þá ris sú spuming, hvernig við getum bezt haft áhrif á almenningsálitið. Ég fyrir mitt leyti er ekki í nokkrum vafa um, að raun- hæfast er að geta bent á á- þreifanlegan árangur af sam- vinnu aðildarríkjanna. Slíkur áþreifanlegur árangur ætti að nást bezt á þeim vettvangi, þar sem samstaða er mögu- leg. Með tilliti til þessa tel ég svo mikilvægt, að Evr- ópuráðið taki upp „starfs- áætlun“ samkvæmt þeim hug myndum, sem framkvæmda- stjórinn hefir komið fram með, og ég er fullkomlega samþykkur því, að þetta sé tekið upp í stjórnmálaályktun ina. En hvað um vandamálin, þar sem samstaða hefir ekki verið möguleg? Hvað um vandamálin varðandi Efna- hagsbandalagið og Fríverzl- unarbandalagið? Ég vil ekki gera lítið úr þeim né þörf þess að leysa þau. En höfum við ekki varið mest af tíma Ráðgjafarþingsins ár eftir ár í umræður einmitt um þessi vandamál? Gengið hefir verið þeint til atlögu við erfiðleik- ana með tiltölulega litlum ár- angri. Það virðist jafnvel svo ■■ — að við höfum stundum barið höfðinu við steininn. jþetta hefir ekki verið upp- örvandi. En það er engu að síður engin ástæða til að örvænta. En þá verðum við að hafa í huga nauðsyn þess að treysta starfsemi Evrópu- ráðsins á þeim vettvangi, þar sem samstaða er möguleg milli aðildarríkjanna. Góður árangur á einu sviði getur verið sterk rök fyrir sam- komulagi á öðrum vettvangi. Um leið og unnið er beint að einu markmiði getur verið unnið óbeint að öðru. En treystum við ekki stundum um of á möguleika þess að leysa með beinum aðgerðum vandamálin, sem snerta Efna- hagsbandalagið og Fríverzl- unarbandalagið? Gæti það ekki verið ómaksins vert að leggja meiri áherzlu á þá ó- beinu aðferð að koma á sam- stöðu á þeim sérstöku svið- um, þar sem við getum náð samkomulagi? Með þeim hætti er einn steinn eftir annan lagður í þann grunn, sem sameinuð Evrópa hlýtur að verða að hvíla á. Það er öruggasta leiðin til að skapa almenningsálit, sem viður- kennir, að samvinna milli að- ildarríkjanna sé bæði mögu- leg og gagnleg. Og eftir því sem við styrkjum betur þá skoðun, þeim mun auðveldara mun það reynast að leysa hin erfiðu vandamál varðandi Efnahagsbandalagið og Fri- verzlunarbandalagið. Ég veit, að sumir munu segja við þessu, að við getum ekki beðið svo lengi. Vanda- málin verði að leysa án tafar, allur dráttur sé til tjóns og við verðum að láta hendur standa fram úr ermum. En ég er ekki alveg sannfærður um, að þetta sé rétt að því er varðar vandamál Efnahags- bandalagsins og Fríverzlun- arbandalagsins. Getur það verið traustur grunnur að byggja á, ef hann varir að- eins svo skamma hríð, að hann verði að hagnýtast þeg- ar í stað, því að ella sé tekin sú áhætta að hann fyrirfinnist ekki lengur? Ég efast um þetta. Mér virðist, að raun- særra sé að leggja smátt og smátt þann grunn, sem eining Évrópu á að hvfla á. Það getum við bezt gert með því að skapa samstöðu í þeim efnum, sem aðildarríkin geta orðið sammála um, en forðast ágreining á þeim sviðum, þar sem við þurfum með breyttu almenningsáliti að skapa betri skilyrði til þess að árangur náist. Þegar talað er um „starfs- áætlun“ fyrir Evrópuráðið og bætt skipulag á störfum þess finnst mér vakna spurningar varðandi Ráðgjafarþingið og störf okkar þingfulltrúanna. Gert er ráð fyrir, að þingfull- trúar vinni umfangsmikil Þorvaidur G. Kristjánsson. störf. Það er ekki aðeins að sækja fundi Ráðgj.þingsins sjálfs, heldur og að taka þátt í nefndarstörfum milli þinga. Kristjánsson Strassborg Sýknt og heilagt rignir svo yfir þingfulltrúa skjölum varð andi mál ráðsins, sem þeim er ætlað að grandskoða, svo að þeir geti mótað afstöðu sína til hinna einstöku mála, sem oft á tíðum eru hin flóknustu vandamál. Mér sýnist, að þetta séu eigi lítil störf, sem okkur þingfulltrúunum er ætlað að rækja. En á þessu væri ekki orð gerandi, nema vegna þess að sömu menn eru jafnframt fulltrúar á þjóðþingum hver í sínu heimalandi. Þar þurfa menn líka að beita kröftum sínum, ef þeir eiga að geta haft þar þau áhrif, sem nauð- synleg eru, til að geta á þeim vettvangi unnið vel að ein- ingu Evrópu. gtöndum við ekki frammi fyrir þeim vanda, að hin miklu störf þingfulltrúa í Evrópuráðinu geti haft til- hneigingu til þess, að áhrif þeirra minnki í þjóðþingun- um? Getur þessu þá ekki fylgt sú áhætta, að eftir því sem menn vinni betur í Evrópu- ráðinu því verr verði þeir færir um að vinna að málum Evrópuráðsins í þjóðþingun- um? Hvernig getum við bezt samræmt hin tvíþættu störf þingfulltrúanna? Mér kemur til hugar, að fulltrúar á Ráð- gjafarþinginu ættu ekki jafn- framt að vera fulltrúar á þjóðþingum sinna heimaríkja. | En cg ætla ekki að gerast talsmaður svo byltingar- kenndra hugmynda, þótt hægt sé að hugsa sér þá framvindu mála í framtíðinni, þegar Evrópa hefir verið sameinuð og kosið yrði til Evrópuþings beinum kosn- ingum. En við erum ekki enn svo langt komnir. Við erum nú að vinna að því, að hug- sjónir um sameinaða Evrópu nái frám að ganga. Af þeirri ástæðu er áríðandi að halda því sambandi, sem nú er milli Ráðgjafarþingsins og þjóð- þinga aðildarríkjanna. gpurningin er, hvort mögu- legt væri að auðvelda störf þingfulltrúa Ráðgjafar- þingsins. Gæti þá komið til greina að ætla þingfulltrúum Ráðgjafarþingsins minni nefndarstörf en í þess stað vinni sérfræðingar meir að þessum störfum? Kæmi til greina að láta skrifstofu framkvæmdastjórans gera úr- tök úr þingskjölum, svo að þingfulltrúar þurfi ekki að lesa í heild þann mikla fjölda skjala, sem þeim berst í hend- ur? Mér þætti gaman að vita hve margir læsu þau í raun og veru. Þetta mál varðar ef til vill ekki stórveldin eins miklu og smáríkin. Én ég minnist á þetta mál hér, því að það gæti haft þýðingu fyrir starfsemi Evrópuráðs- ins, og ég tel það þess vert, að Ráðgjafarþingið gefi þessu gaum. Allt, sem miðar að bættum vinnubrögðum hjá Evrópuráðinu stuðlar að því, að hugsjónir um sameinaða Evrópu rætist. — sagði Þorvaldur Garðar á þingi Evrópuráðsins i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.