Vísir - 22.10.1965, Qupperneq 10
VÍSIR . Föstudagur 22. október 19s5.
Tilkvnning
Fótsnyrting fyrir aldrað fólk í
Ásprestakalii (65 ára og eldra) er
hvern mánudag 9-12 í lækninga-
stofunni Holtsapóteki, Langholts-
vegi 84. — Kvenfélagið.
Kvennadeild Skagfirðingafél-
agsins í Reykjavík heldur aðal-
og skemmtifund í Oddfellow-
húsinu uppi miðvikudaginn 27.
okt. kl. 20.30. Dagskrá: Venju-
leg aðalfundarstörf. Kaffi og fél
agsvist.
Félagskonur fjölmennið og tak
ið með ykkur gesti. — Stjómin.
Hin árlega hlutavelta Kvenna-
deildar Slysavarnafélagsins f
Reykjavík verður um næstu mán
aðamót. Við biðjum kaupmenn
og aðra velunnara kvennadeildar-
innar að taka vinsamlega á móti
konunum er safna á hlutaveltuna.
Stjómin.
Frá' Glímusambandi íslands.
Ársþing Glímusambands Is-
lands verður háð í Iþróttamið-
stöðinni í Laugardal, sunnudag-
inn 24. okt. 1965 og hefst kl.
10 árdegis. Stjórn G.L.I.
• BELLA*
l .
Halló? Er þetta hjá „Flytjum
matinn heim?“ Er of seint að
panta „rétt dagsins" hjá yður.
borgin i dag borgin í dag borgin i dag
Nætur- og helgidagavarzla
vikuna 16.—23 okt.: Lyfjabúðin
Iðunn.
Næturvarzla lækna f Hafnarflrðl
aðfaranótt 23. okt.: Guðmundur
Guðmundsson, Suðurgötu 57. Sfmi
50370.
Útvarp
Föstudagur 22. október.
Fastir liðir eins og venjulega.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
17.05 Endurtekið tónlistarefni.
18.20 Þingfréttir - tónleikar.
30.00 Efst á baugi Björgvin Guð
mundsson og Eiður Guðna
son tala um erlend málefni.
20.30 „Fyrr var oft í koti kátt":
Gömlu lögin sungin og leik
in.
2045 Buddunnar lífæð og börn
vor. Ólafur H. Ámason
skólastjóri á Akranesi flyt
ur erindi.
21.10 Kammertónieikar f útvarps
sal.
21.30 Útvarpssagan: „Vegir og
vegleysur" eftir Þóri Bergs
son Ingólfur Kristjánsson
les sögulokin (10).
22.10 Mannhelgi, — ritgerð eftir
séra Magnús Helgason
Snorri Sigfússon fyrrum
námsstjóri flytur.
22.35 Næturhljómleikar.
23.40 Dagskrárlok.
Sjónvarp
Föstudagur 22. október.
17.00 Dobie Gilles.
17.30 Sheriff of Cochise.
18.00 I’ve got a secret.
18.30 Bold Venture
19.00 Fréttir.
19.30 Fractured Flickers
20.00 Peter Gunn.
20.30 Shindig.
21.30 Rawhide.
22.30 Kvöldfréttir.
22.45 Kvikmyndin: „Flying Tig-
Minnin^arpjöld
Minnlngabók Islenzk-Ameriska
félagsins um John F. Kennedy for
seta fæst í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, Austurstræfi.
Ferðaskrifstofu ríkisins (Baðstof
unni) og f skrifstofu fsl.-amerfska
félagsins Austurstræti 17 4. hæð
Minningarspjöld Félagsheimilis
sjóðs Hjúkrunarkvennafélags ls-
lands em til sölu á eftirfarandi
stöðum:
Hjá forstöðukonum Lands-
spítalans, Kleppsspítalans, Sjúkra
húss Hvítabandsins og Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur. 1 Hafn
arfirði hjá Elínu E. Stefánsson,
Herjólfsgötu 10.
# % % STJ0RNUSPÁ ‘
Spáin gildir fyrir laugardaginn
23. október.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Þú ættir að bíða með á-
hættusamar framkvæmdir þang
að til síðari hluta dagsins en þá
eru líkurnar meiri á að verkefn
in komist klakklaust f höfn.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Þú þarft að athuga vel þinn
gang varðandi samband þitt við
suma aðila því að það getur orð
ið dýrt áður en yfir lýkur. Ó-
vænt skemmtilegt atvik sfðari
hluta dagsins.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júní: Horfur á nokkrum erfiðleik
um um miðjan daginn. En þú
getur snúið þessu öllu þér í
hag sakir óvæntrar fréttar eða
þróunar málanna.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Þú ættir að ljá eyra þeim aðil-
um, sem ráðleggja þér að fara
ekki i þessa smáferð. Margt get
ur átt sér stað, sem valdið getur
vandræðum f samgöngunum.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Þú þarft að meðhöndla verkefn
in með meiri varúð, sakir þess
að lífsorka þfn er nú fremur
takmörkuð. Þú gætir þurft að
beita sérþekkingu þinni til þess
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept:
Það er almennt viðurkennt, að
vér séum þeim oft verst sem við
í rauninni elskum mest. Þessi
vissa ættj að verða tii þess að
þú forðast slfkt núna.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Þú kannt að þurfa að fóma
einhverju á altari hamingjunnar
og atvinnu þinnar eins og stend
ur. Þú gætir tapað miklu, ef þú
lætur tilfinningamar ráða gerð-
um þínum.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Það eru' iitlar líkur fyrir því, að
málunum verði þokað f sam-
komulagsátt, þegar enginn aðila
vill gefa eftir neitt af sínum
hluta. Andi vináttunnar ríkir
síðar.
Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Þér kann að verða nauð- ,
synlegt að verja gerðir þínar
gegn gagnrýnj annarra í dag.
Það mun borga sig vel að skila
af sér vel gerðu verki.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Smá ferðir eru ekki undir
góðum afstöðum fyrri hluta
dagsins. Það væri ekki hyggi-
legt að láta tjl skarar skríða nú,
eins og ákveðið hafði verið held
ur síðar.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Jafnvel þótt þú hafir rík-
arj tilhneigingar til að eignast
vissan hlut, þá værirðu betur á
vegi staddur án þess. Reyndu
að þroska með þér viljastyrk-
inn.
Fiskamir, 20. febr. til 20.
marz: Góðar ráðleggingar sam-
eiginlegs vinar, gætu orðið til
þess að koma á varanlegum
friði. Þér er nauðsynlegt að
sitja á þér með að særa aðra.
ÁRNAÐ
HEILLA
Fimmtudaginn 7. okt. voru gef
in saman f hjónaband af séra
Frank M. Halldórssyni ungfrú Vil
borg Ágústa Garðarsdóttir og
Stefán Arnórsson. Heimili þeirra
verður að Djúpavogi S-Múla-
sýslu. — (Ljósmyndast. Þóris).
Fimmtudaginn 7. okt. voru gef
in saman í hjónaband1 af séra
Frank M. Halldórssyni ungfrú
Helga Aðalsteinsdóttir og Örlyg
ur Richter. Heimili þeirra verður
að Drápuhlfð 9. R.
(Ljósmyndastofa Þóris).
in saman í hjónaband af séra
Áreulíusi Nfelssyni ungfrú Bót-
hildur Friðþjófsdóttur og Finn-
bogi Þór Baldvinsson. Heimili
þeirra verður að Kleppsvegi 38.
Reykjavík.
(Ljósmyndastofa Þóris).
Þann 9. okt. voru gefin saman
f hjónaband af séra Áreulíusi Nf-
elssyni ungfrú Sigrún Helgadótt
ir og Ingibergur Ingibergsson.
Heimili þeirra verður að Safa-
mýri 42. (Studíó Guðmundar)
FUNDAHÖLD
Langholtssöfnuður. Kynnis- og
spilakvöld verður í safnaðarheim
ilinu sunnudagskvöldið 24. okt.
kl. 8_ Þess er óskað að safnaðar
meðlimir yngrj en 14 ára mæti
ekki á spilakvöldum.
Sumarstarfsncfnd.
Laugardaginn 9. okt. voru gef
in saman í hjónaband af séra
Frank M. Halldórssyni ungfrú
Valgerður Kristjánsdóttir og
Brynjólfur Kristinsson. Heimili
þeirra verður að Langholtsvegi
192.
(Ljósmyndastofa Þóris).
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
KVÖLDÞJÓNUSTA
VERZLANA
Vikan 18.—22. október.
Verzlunin Lundur, Sundlauga-
vegi 12. Verzl. Ásbyrgi, Lauga-
vegi 139. Grensáskjör, Grensás-
vegi 46. Verzl. Guðm. Guðjóns-
sonar, Skólavörðustíg 21a. Verzl.
Nova Barónsstfg 27. Vitastígsbúð
in, Njálsgötu 43. Kjörbúð Vestur
bæjar, Melhaga 2. Verzl. Vör,
Sörlaskjóli 9. Maggabúð, Kapla-
skjólsvegi 43. Verzl Víðir, Star-
mýri 2. Ásgarðskjötbúðin, Ás-
garði 22. Jónsval, Blönduhlíð 2.
Baldur, Framnesvegi 29. Kjötbær
Verzl. Nökkvavogi 13. Verzl.
Bræðraborgarstfg 5. Lúllabúð,
Hverfisgötu 61. Silli & Valdi, Að-
alstræti 10. Silli & Valdi Vestur-
götu 29. SiIIi & Valdi, Langholts
vegi 49. Verzl. Sigfúsar Guðfinns
sonar, Nönnugötu 5.
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis: Kron, Dunhaga 20.
Áheit og gjafir —