Vísir - 22.10.1965, Side 16

Vísir - 22.10.1965, Side 16
Föstudagur 22. október 1965. Datt tvisvar í höfnina Síðdegls í gær, eða skömmu fyrlr kl. 6 e. h. var lögreglunni tilkynnt að maður hefði fallið í Reykjavíkur höfn. Manninum varð bjargað upp í bát. Reyndist þama vera um drukkinn sjómann að ræða og mun þetta hafi verið í annað skipt- ið á einum sólarhring sem þessum sama manni er bjargað úr höfninni. Ekki er þess getið að manninum hafi orðið meint af volkinu, enda vel hlýtt inni fyrir. DOMARAR LANDSINS A FUNDI Myndin er tekin á fundi Dómarafélags Islands í Tjarnarbúð í gær. Þama voru samankomnir dómarar, sýslumenn, bæjarfógetar, lögreglu- stjórar og hæstaréttardómarar og ætluðu að þinga í þrjá daga. I ræðustól er Hjálmar Viihjálmsson ráðuneytisstjóri, sem flutti erindi um sýslumannsembættið fyrr og nú. Lengst til hægri á myndinni er formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, og lengst til vinstri eru Baldur Möller ráðuneytisstjóri og Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra. Fundi Dómarafélagsins var fram haldið í morgun. 171 ný leiguíbúi borgarinnar tek- notkun á skömmum tímu m i Tveir bein- brotnuðu í gær Borgarstjóri Geir Hallgrí'ms- son gaf yfirlit á borgarstjórnar fundi í gær um leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar og kom fram í því yflrliti, að miklar end- urbætur hafa orðið á leiguhús næðinu á síðustu árum, sem eru aðallega í því fólgnar, að all mikið af óíbúðarhæfum ibúðum hefur verið rifið og mikið tekið í notkun af nýjum og vönduðum íbúðum. Um nýju íbúðimar sagði hann að nú væri eins og kunnugt er búið að taka í notkun 48 íbúðir við Meistaravelli. Þá verða tekn ar í notkun á næstunni 54 leigu íbúðir við Kleppsveg og 69 leigu íbúðir í húsinu að Áusturbrú.i 6 og þegar þetta væri allt lagt saman væri um að ræða 171 nýja leiguíbúð á vegum borgar innar. Árið 1964 voru góðar og við- unandi leiguíbúðir borgarinnar taldar 150, en við tilkomu þess ara nýju íbúða verða þær um 340. íbúðir sem teljast lélegar verða áfram rúmlega 100 þar sem ekki er ætlunin að rýma Höfðaborg næstu 3 árin. Óíbúð arhæfum íbúðum mun hins vsg ar fækka úr 105 eins og þær voru árið 1964 í 70 á næsta ári. Þá ræddi borgarstjóri um út- rýmingu herskála. Hann benti á það að 1. janúar 1963 hefði tala íbúða í þeim verið 147 en væri nú komin niður í 49 og byggju 170 íbúar í þeim þar af 46 börn. Borgarstjóri skýrði og frá við haldskostnaði við leiguhúsnæð- ið en hann er allmikill. Nam hann á s. 1. ári 4,9 millj. kr. og er það sem af er þessu ári kom inn upp í sömu upphæð. Hann sagði að æskilegast væri að hver fjölskylda ætti sína eigin íbúð og bæri að stuðla að því. En því væri svo varið um allmargt fólk, að það hefði ekki getu eða vilja til að ráðast í íbúðarbyggingu og handa þessu fólki þyrfti borgin að hafa ráð á leiguhúsnæði. Umferðarslys varð á Lækjargötu síðdegis í gær. Roskin kona, Elinóra Ingvars- dóttir til heimilis að Hllðarhvammi 11 í Kópavogi var að ganga yfir Lækjargötu klukkan rúmlega 5 e. h., en lenti þá fyrir bíl og kastað- ist í götuna. Sjúkrabíll og lögregla voru kvödd á staðinn og konan flutt I slysavarðstofuna til rannsóknar. Konan reyndist vera fótbrotin og var flutt i Landakotsspítala. Áður í gærdag varð vinnuslys í Bílasmiðjunni hér í borg. Mað- ur að nafni Stefán Sigurðsson til heimilis að Laugarteigi 48 féll af vinnupalli og mun hafa brotnað á úlnlið. AA/WWVWWWWVWWWVWWWVWVNAAAA/VS Sl f Jb B fff £ ytanwverndardsigl eyddi penings- urínn er á morgun húsin og bruut bæjardyr Það var rausnarleg gjöf ,sem fjórar litlar telpur afhentu gjaldkera Heimilissjóðs tauga- veiklaðra barna í gær: 8500 krónur, fé, sem þær höfðu safn að með því að efna til hluta- veltu. Það er þarft verk að efla þennan sjóð og litlu stúlkumar vissu það. Á morgun gefst borgarbúum tækifæri til að láta eitthvað af hendi rakna til Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna. Þá er Barnaverndardagurinn, fjáröfl- unardagur Bamaverndarfélags Reykjavíkur, en aðaláhugamál þess er nú að efia sjóðinn. Stofnaði félagið sjóðinn árið 1961 með 100 þúsund króna — Okkur brá óneitanlega, þeg-1 ar skriðan féll á bæinn, sagði Magnús Sigurðsson í Amarholti 1 Lundareykjadal, þegar blaðið j spurðist fyrir hjá honum um. skemmdir af vöidum skriðunnar í fyrradag. — Þetta var á sjötta • tímanum um morguninn og allt j heimilisfólkið, fimm manns, var I fastasvefni. Hávaðinn var eins og í skmggu, en þetta gerðist svo hratt, að enginn hafði tíma til að óttast. Skriðan braut útihurðina, leðjan rann inn i eldhúsið, svo við sáum strax, hvers kyns var. — Skriðan hafði farið niður 6— j 700 metra langa hlíðina, yfir þjóð ; veginn og eyðilagðí þriðja hluta j töðuvallarins. Fjósið, þar sem 12 ; gripir vom, slapp alveg, en önnur ; peningshús fóru undir skriðuna, ' og eyðilögðust gersamlega. í þeim vom fjórar kvígur, sem allar sluppu út ómeiddar. — Þetta er mikið fjárhagslegt tjón, því peningshúsin og heyið, sem þar var, var allt óvátryggt. En það er ekki um annað að gera en að hefjast handa við að koma þessu upp aftur, því einhvers stað ar verða skepnurnar að vera. sagði Magnús að lokum. Tollskýlisbruninn: Rannsókn stóð yf- ir í allan gærdag Ekki hefur tekizt að hafa upp á brennuvarginum sem valdur var að bruna tollskýlisins að Straumi í fyrrinótt, að því er Hilmar Ingi- mundarson fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði tjáðl Vísi í morgun, en Hilmar hefur rannsókn málsins undir höndum. brúsar við skúrinn, sem ekki áttu að hafa verið þar. Framh. á 6. sfðu. Rúðstefnu um sveiturstjórnurmúl ---------------- ----- -------- B,________ ________-------------------nama, sr. Ingólfi Ástmarssyni ávís un að upphæð 8500 krónur. Þær eru taldar frá vinstri: Kolbrún Edda Jóhannesdóttir, Bryndís Aðalsteins- dóttir, Guðrún Steinarsdóttir og Sigriður Ágústa Skúladóttir. Hilmar sagði að allar líkur bentu til þess að þarna hafi verið um i íkveikju af mannavöldum að ræða, því ekki hafi verið rafmagnsstraum ur á skúrnum og ekkert það í honurn sem orsakað gæti sjálf- íkveikju. Loks fundust 3 benzín- Fulltrúar á ráðstefnu Sjálf- stæðisflokksins um sveitar- stjómarmál em vinsamlega beðn ir að vitja fulltrúaskirtelna sinna í skrifstofu flokkslns í Sjálfstæðishúsinu fyrir kL 7 í kvöld.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.