Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 2
V í SIR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965. Orn Steínsen þjálfori Þróttar i — og leikur með L deildarliði þeirra \ kjörim formahr Þráttar Guðjón Sverrir Sigurðsson var kjörinn formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á sunnudaginn var á Hótel Sögu, en fráfarandi formaður Jón Ásgeirsson baðst eindregið undan endurkosningu. Ársskýrsla félagsins ber vott um mikið félagsstarf, en um þessar mundir eru félags- menn að festa rætur í nýju umhverfi og unnið er í sjálfboðavinnu að því að innrétta félagsheimili við Sæviðarsund, en þar munu vallarmannvirki félagsins verða í framtíðinni. Það kom fram á aðalfundi Þróttar að Örn Steinsen hefur I verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Þróttar í vetur og næsta sumar. Þjálfaði Örn Víking i fyrrasumar við mjög góðan orðstír. Mun öm hafa í hyggju að æfa og keppa með liðinu, en 1 öm hefur í fjölmörg ár keppt með KR og á rúmlega hundrað leiki að baki með Iiðinu og hefur að auki leikið með lands-1 liðinu. Þá hafa heyrzt raddir um fleiri skipti á félögum, en enn hafa þær fregnir ekki fengizt staðfestar. Knattspymumenn félagsins unnu 2. deild í sumar eftir harðan úrslita leik gegn Vestmannaeyingum, en handknattleiksmenn Þróttar eru í 2. deild. Starf yngri flokkanna hefur gengið upp og niður, en þar er um algjöra nýliða að ræða en efni- viðurinn á hinum nýju slóðum ó- þrjótandi og ekki þörf á að kvíða neinu í því efni. Fjárhagurinn á ár- inu var allgóður og þrátt fyrir það að tap yrði á knattspyrnunni sjálfri i 2. deild tókst að komast hjá halla | rekstri. Er það /ekki sízt að þakka mörgum góðum stuðningsmönnum, sem hafa rétt hjálparhönd þegar með þurfti. Handknattleiksdeild félagsins skilaði hins vegar ágæt- um hagnaði eftir starfsárið. Búizt er við að I vetur verði hægt að hefja félagsstarf í félags- heimilinu við Sæviðarsund og þar Þróttarliðið sem vann 2. deild í sumar. Guðjón Sv. Sigurðsson,- verða búningsherbergi og böð fyrir knattspyrnumennina ásamt ágætri setustofu og eldhúsi. Stjórn Þróttar var öll endurkjör- in nema formaðurinn. Með Guðjóni I Sv. Sigurðssyni eru í stjórninni \ Óskar Péturéson, Guðjón Oddsson, Jón M. Björgvinsson, Börge Jóns- son, Steinþór Ingvarsson og Hauk- ur Þorvaldsson, en varamenn eru Eysteinn Guðmundsson og Helgi Þorvaldsson. Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna Verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld 17. nóv. kl. 20.30 S jálf stæðisf ólk! Takið þótf í góðri skemmtun Sækið spilakvöldin VÖRÐU1* ^7ÖT ÓÐINN — HEIMDALLUR Ávarp kvöj'Vns flytur Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri Verzl- unarm.fél Reykjavíkur. Húsið opnuð kl, 20.00 Veitt verða góð spilaverðlaun og happdrætti | verður að vanda. -jfc- Kvikmynd: „Eiðfesting“ með íslenzku tali. Þá verður endursýnd kvikmynd úr sumarferð Varðar 1965, vegna fjölda áskorana. & Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN. ET 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.