Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 4
 V í SIR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965. wwmm—wa—w*—» niður þennan miðaldasið eins og aðrir, og ættum við þá ekki að fara að endurnýja vitleysuna. Sömuleiðis má sú tilhneiging ekki færast í aukana, að for- svarsmenn og prófessorar Há- skólans klæðist miðaldaskikkj- um við hátíðleg tækifæri. Ein- kennisbúningur vísindanna nú á tímum er vinnusloppur og upp brettar skyrtuermar. Klassiska dinglumdanglið, latínan og skrúðklæðin, duga aðeins, þegar dylja þarf andlega fátækt, þegar kalka þarf grafirnar. Ekki má einskorða byltinguna við fjölgun kennaranna. Húsa- kostur og rannsóknaaðstaða verða að batna samhliða fjölgun starfskrafta. Það er ekki nóg að hafa sérfræðinga, þeir þurfa að hafa tækin til að vinna með og húsrými til að starfa í. Og þeir þurfa að hafa handbærar nauð synlegar bækur. Það dugir ekki að auka bindafjölda Háskóla- safnsins úr 120 þúsund bind- um upp í 240 þúsund bindi, þeg- ar 500 þúsund bindi eru alls staðar talin algert lágmark. Fjár veitingar til Háskólabókasafns- ins, bæði í bókakaupum og bygg ingu nýs húsnæðis, hljóta að verða mjög miklar á næstu ár- um, ef vit á að ráða, og þá er aðeins verið að bæta fyrir hálfr ar aldar iðjuleysi ríkisvaldsins á því sviði. Aðferðir við skipun þessa 81 embættis, er um er rætt, verða að breytast frá því sem nú er ef bæta á gæði kennslunnar. Það dugir ekki, að önnur hver stöðu veiting við Háskólann verði til- efni hneykslunar og háðsglotta. Það dugir ekki að frændsemi eða stjórnmálaskoðanir hafi á- hrif á stöðuveitingar, eins og gerzt hefur. -Það dugir heldur ekki, að ráðnir séu prófessor- ar, sem ekki hafa unnið neitt I vísindalegt sér til ágætis, eins og gerzt hefur. Það dugir enn- fremur ekki, að stjórnrtiájamenn haldi prófessorssætum sem elli- tryggingu fyrir sjálfa sig, eins og gerzt hefur. Með samvizku- samlegum veitingum í þetta 81 embætti má lyfta Háskólanum verulegæ gera hann að sannri vísindastofnun, þar sem vísinda- leg afrek eins verða öðrum til hvatningar. TTm 1100 stúdentar stunda nú nám í Háskólanum. Ef þar stunduðu nám hlutfallslega jafn margir stúdentar og í nágranna löndunum væri tala stúd- entanna yfir 2000. Eftir tíu ár, þegar Háskólaáætluninni lýkur, ei'ga stúdentar við Háskólann að vera orðnir 3000 eða fleiri ef við ætlum ekki að verða eftirbátar annarra þjóða. Það er nægilegur nemandafjöldi til að örugglega sé hægt að halda uppi rekstri alvöruháskóla. Alvöruháskóli á íslandi eftir 10 ár Myndin er tekín á Háskólafundinum, þegar menntamálaráðherra lýsti yfir þvi, að tiu ára áætlunin hefði verið samþykkt. T fyrri viku skýrði fulltrúi rikis j stjómarinnar opinbert og af j dráttarlaust frá því, að Háskólij íslands verði á næstu tíu árumj reistur úr þeirri niðurlægingu, [ sem hann er í, stofnað verði 811 nýtt kennaraembætti við hann, kennslugreinum fjölgað og náms tilhögun breytt verulega. Háskólinn er orðinn rúmlega hálfrar aldar gamall og hefur átt erfiða daga. Á fyrstu árum sínum fékk hann 3,1—3,5% af heildarupphæð fjárlaga, en árið 1956 var það hlutfall komið nið- ur í 0,94% og árið 1966 verður það komið niðpr i 0,85%. Nú verður þessari þróun snúið við. Ástandið er nú þannig, að á- litlegur hluti nýstúdenta verður að leita til útlanda í háskóla- nám, því Háskólinn gefur aðeins kost á litlum hluta af þeim fræð um, sem nauðsynlegt er að iðka I nútímaþjóðfélagi. Bókakosti og rannsóknaaðstöðu er þannig háttað, að útilokað er að stunda þar neinar raunhæfar rannsókn- ir í öðrum vísindagreinum en norrænum fræðum, enda er Há- skólinn alveg slitinn úr sam- hengi við rannsóknastofnanir landsins. Þá hefur skólinn hvergi nema í norrænum fræð- um þeim kennslukröftum á að skipa, að hægt sé að bera hann saman við hliðstæða skóla í ná- grannalöndunum, og mörg próf hans, t. d. B. A.-prófin, eru á engan hátt sambærileg við hlið- stæð erlend próf. Forsvarsmenn Háskólans og einkum núv. rektor hafa upp á síðkastið bent með vaxandi þunga á þessa öfugþróun. Að- varanir þeirra hafa fengið al- mennan hljómgrunri. Hin gamla afturhaldssemi, sem lltur á KRISTJÁNSSON: Á MIÐYIKUDAGSKVOLDI menntun sem óþarfa tímaeyðslu og bagga á „vinnandi fólki“. er svo að segja horfin. Almennur skilningur ríkir á þvl, að fjár- festing í vísindum margborgar sig, þegar hugsað er til langs tíma. Tjriðjudagurinn 9. nóvember 1965 hlýtur að teljast einn mesti umskiptadagur í sögu Há skólans. Þá lýsti menntamála- ráðherra yfir því á umræðufundi f Háskólanum, að rjkisstjórnin hefði samþykkt tillögur Háskóla ráðs um stofnun 32 nýrra pró- fessorsembætta og 49 annarra kennaraembætta á næstu tiu ár- um, samhliða því að framtíðar- stefna Háskólans verði mörkuð. Þ^tta táknar byltingu á högum Háskólans. Yfirlýsingin táknar, að loks- ins verður hafin raunhæf kennsla í raunvísindum við Há- skólann. Fram að þessu hefur aðeins verið kennt til fyrrihluta prófs í byggingaverkfræði og smávægileg kennsla verið fyrir B.A. próf í nokkrum greinum. Eftir tíu ár verður svo komið, að hægt verður að taka raun- hæf B.A. próf í stærðfræði eðl isfræði, efnafræði, líffræði, nátt úrufræðigreinum, fiskifræði jarð fræði og landafræði. Námið I þessum greinum verður ekki ein ungis bókalestur, heldur skapast 1 Raunvísindastofnuninni mögu- leikar fyrir stúdenta að kynnast vísindunum áþreifanlega. Raun vísindastofnunin er nú aðeins að nafninu til tengd Háskólan- um, en á því hlýtur að verða breyting um leið og kennara- embætti verða stofnuð í þessum greinum. Þá hlýtur einnig að reka að því, að Náttúrufræði- stofnunin verði sameinuð Há- skólanum með sömu ágætu af leiðingum. Þessi innreið raun- vfsinda { Háskólann er mikilvæg asta breytingin, sem þar er í vændum. Yfirlýsingin táknar, að verk- fræðideildin verður efld veru- lega^ Eftir 10 ár lætur hún sér ekki lengur nægja að 'veita stúd • entum fyrrihlutapróf, heldur verður hún farin að útskrifa full gilda byggingaverkfræðinga. Og líklega verður þá hafin kennsla í öðrum verkfræðigreinum, svo sem rafmagnsverkfræði, efna- verkfræði og vélaverkfræði, þótt varla verði þar um nein lokapróf að ræða. Þá verður farið að kenna þar matvæla- fræði, fiskiðjuverkfræði og land búnaðarfræði. Ekki má gleyma byggingalistinni þótt lítið sé talað um hana í þessu sambandi. Það er nú orðin knýjandi þörf á kennslu í byggingalist við Há- skólann. Yfirlýsingin táknar að yngsta deild vlsindanna, félagsvísindi fær inngöngu í Háskólann. Eftir tíu ár verður hægt að taka B.A. próf við Háskólann í sálfræði, þjóðfræði, þjóðháttafræði, al- mennri félagsfræði, hagfræði, blaðamennsku og sagnfræði Þessar vísindagreinar eru þegar komnar á traustan grundvöll, þótt margar þeirra séu mjög ungar, og þær eru nauðsynlegar hverri þjóð, sem vill reyna að þekkja sjálfa sig. Yfirlýsingin táknar, að starf ýmissa af grónu deildum Há- skólans breytist. Læknadeildin fer að ráði norska sérfræðings- ins, sem var hér nýlega, leggur niður þýzk-danska kennslukerf- ið og tekur upp engilsaxneskt nútímakerfi í staðinn. Heimspeki deildin heldur áfram á sömu braut og hófst í haust, og legg- ur aukna áherzlu á B.A.-grein- ar og aukna áherzlu á námskröf ur í þeim greinum. Þá er þess að vænta, að sá blettur hverfi af Háskólanum, að engin heim- spekikennsla skuli vera þgr. 'p'n margs þarf að gæta, þegar stórt er hugsað. Draugur klassiska háskólans má ekki ganga aftur í Háskólan um. f nýju reglugerðinni um B. A. greinar heimspekideildar er kveðið á um latínuprófskyldu fyrir alla stærðfræðideildarstúd enta, jafnvel þá, sem leggja stund á landafræði og sögu. Það getur vel verið, að það sé fínt og klassiskt að hafa latlnuna þarna að þýzkri fyrirmynd, en nú eru þýzkir að fara að leggja Krisfmcinn — Framh af bls 7 'P’rtu góður við konur, Krist- IL mann?“ „Það skal ég ekki segja, en ég tek þær eins og manneskjur. Góð kona er alltaf inspírerandi. Þegar við karlmennirnir tölum um eitthvað, fetum við frá ein um punkti til annars með skyn semi og tilfæringum, en konan fer beint að markinu með inn sæi slnu. Það er munurinn". „Getur einlífur höfundur skapað bókmenntir? „Það verða sterílar bókmennt ir“, segir hann, „ég get ekki hugsað mér, að maður og rit- höfundur, sem hefur ekki gott samband við hið sterka kyn, geti kynnzt lífinu á raunveru- legum grundvelli“. „Sterka kyn sagðirðu?“ „Já ég meina það. Llttu bara á, hvað þær eru heilsuhraustar og verða langlífar. Þær standa allt af sér. Þrátt fyrir mæðu karlmanna á okkar hunguröld- um, var hlutur konunnar erfið- ari og hþn stóð sig alltaf bezt“. „Geturðu hugsað þér að skrifa án samneytis við konu?" „Það er miklu, miklu hægara, ef kvenmaður er I húsinu“. „Heldurðu, að islenzkir karl menn séu miklir elskhugar?" „Ég held þeir gætu haft gott af því að læra ýmislegt í þá átt. Ég hef heyrt því flevgt, að þeir séu full-eigingjarnir, krefj- ist I staðinn fyrir að gefa.“ ( „Hefurðu eins mikla hæfi- 'leika til að elska og áður fyrr?“ „Miklu meiri hæfileika". seg ir hann ákveðið. „Eru íslenzkar konur miklar ástkonur?" spyr komumaður og fær sér konfekt úr „Mackintosh Quality Street" — öskjunni. „Þær geta orðið það með góð um leiðbeiningum". „Er ástin öll tilvera þín I lífi og bókum?“ „Ég nota oft táknrænt um ást ina I bókum mínum á svipaðan hátt og Omar Kayjam, og gegn um það er ég að reyna að ná þeirri kennd, sem kemur fram í trú og helgiathöfnum. Ástin er kannski það eina, sem allir geta skynjað af æðra lífi, hversu gruggug sem hún kann að verða af okkar ástríðum" „Hefurðu ort ljóð nýlega Kristmann?" „Það er ekki mjög langt sfð- an — ég orti til konunnar eitt kvæði — hvenær var það Fríða?" „1 september", segir hún. „Mætti ég fá að birta það i blaðinu?" „Spurðu hana“, segir hann. „Er það allt I lagi, frú?“ Hún horfir á Kristmann og segir: „Hvað heldur þú, elskan?" Hann sagði, að það væri ekk ert á móti því. „Kristmann — er kvenhvlli kynfylgja?" „Pabbi átti börn hingað og þangað — við erum öll hálfsyst kvni. Hann er kominn af Thor- arensenum. Formóðir hans var systir Bjarna Thorarensens skálds. Tþorarensenar er bó- hemskt fólk öðrum þræði og fjandi listrænt Móðurætt mfn er steddí bændafólk úr Borgar firðinum. Mér finnst ég líkjast I pabbaætt. Pabbi var talsvert líkur frænda mínum Agli Thor arensen. Egill var allra manna skemmtilegastur og sjarmör". „Hefurðu erft kvennamanns- hæfileika frá föðumum?“ „Þar er ég hræddur um, að ég hafi kort. Ég hef aldrei ver- ið kvennamaður", segir hann alvarlegur I bragði. „Aldrei, segirðu?“ „Já, absólút — ég hef mestu skömm á slíku“. „En hvað um þessar tíðu giftingar?" „Þær eru örlög: Fæðing —■ makaskipti — dauði — maður ræður ekkert við slíkt. Þessu er stjórnað, þó að við noturr. viljann að einhverju leyti“. „Og ertu hamingjusamui með þessa ráðstöfun forsjónar innar?“ „Mér finnst ég ennþá ungui maður, sem á eftir mikið aí skrifa“. — stgr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.