Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 7
VlSXR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965. Kalt sólskin lék um Grímstaðaholtið, þegar beðið var á tröppunum við Tómasarhaga 9. — Kristmann er handskrif- að á örlítið spjald við efri dyrabjölluhnappinn. Hann býr í risinu. Yng- ismær opnaði, sagði, að pabbi sinn væri heima. Hún heitir Ninja og er Kristmannsdóttir, orðin fimmtán og er í Haga- skólanuni í vetur og borðar hjá pabba sínum. Tveir stigar liggja upp til ný gifíu hjónanna. Sá lukkulegi tekur á móti komumanni á pall inum — snöggklæddur, — og þegar hann hefur þakkað fyrir ámaðaróskir, opnar hann silfur dósir og fær sér í nefið. Opið er inn í stofuna, sem er blóm sem hefur komið út eftir mig, í undanfarin sex ár“, segir hann, „annars er ég búinn að vinna að henni lengi. Ég hef látið hana liggja f salti eins og fimm aðrar, sem ég er með“. Hann var þýfgaður meira um rómaninn. „Sagan gerist f vor og sumar. Ég skrifaði hana um leið og hún varð til. Ég er búinn að stúdera Reykjavík undanfar- in ár. Ég þekki Reykjavík — ég er gamall Reykvíkingur eins og þú veizt. Reykjavík er orðin stórborg. Osló er bara sveita- þorp í samanburði við hana“. „Þér fellur við Reykjavfk?" „Ég kann vel við mig héma“, segir hann og lítur út um glugg ann fram hjá appelsínutrénu með nokkmm glóaldinum, sem hann hefur sjálfur ræktað, „ég var farinn að hugsa alvarlega um London sem dvalarstað — það er ein viðkunnalegasta borg, sem ég hef komið f. Vorið er yndislegt þar“. „Hvers vegna varstu svona lengi í Hveragerði?" „Vegna garðs og gróðurtil- Kristmann (64 ára) og hin unga eiginkona hans, Hólmfríður Hulda Maríasdóttir (27 ára) á heimili þeirra að Tómasarhaga 9 í gær (mynd: stgr.) CIFTIN6 CINS OCINNBLÁSTUR um prýdd. Á sófanum situr ungJkona og reykir langa síga rettu, dökkhærð, með bjart hör- und, í hvítri blússu og gras- grænu pilsi. Þegar hún lítur upp, sést, að hún hefur stór dimm augu. Hún virðist ekki fs lenzk í útliti við fyrstu sýn eins og margt fólk af Vestfjörðum. „Hólmfríður Hulda j Marías- dóttir“, kynnir hún sig. Askja með Macintosch-kon- fekti er opin á reykborðinu. „Viitu gott?“ segir Kristmann við komumann og réttir öskj- Kristmann f Noregi (24 ára.) una. Svo segir hann við níundu konuna sína: „Heyrðu, elskan, ætlarðu að gefa okkur kaffi — og það þýð ir ekki að hafa lítið af því, þeg- ar þessi er kominn“. Hólmfríður Hulda fer fram f eldhús og það heyrist, þegar fossar úr krananum í ketilinn. ♦ í fyrradag kom út ný skáld- saga eftir Kristmann, Torg- ið. Rómaninn fylgdi í kjölfar giftingarinnar eins og hala- stjarna eða öllu heldur eins og brúðarmars, sem leikinn er af ákefð á torgum. Um bókina er talað mikið eins og annað um þessar mundir. „Þetta er fyrsta skáldsagan, raunanna . „Heldurðu, að það hafi skað- að þig sem rithöfund að búa þar svona lengi?“ „Það veit ég fjandakomið ekki, en veit, að það er ekki gott að skrifa nema mann langi til þess. Maður var líka alltaf öðru hverju í Reykjavík". „Hvemig hugsarðu þetta nýja verk?“ „Ég hugsa það á vissan hátt eins og sinfónfu — kannski ekki beinlínis, heldur sem tón- verk: Ég spilaði á gftar og mandólín einu sinni, en nú er ég með hálflamaða hönd af völdum mænusóttar". „Hefur þessi lömun háð þér?“ „Ekki á öðmm sviðum", seg ir hann. „Þú nefnir einn vínstaðinn í bókinni Sjóbúðina — hefurðu fyrirmynd?" „Ég hafði Naustið í huga“. Hann sagði að nöfn skiptu máli — hann leitaðist við að semja saman náttúrn og per- sónurnar, „Þegar ég samdi „Gyðjan og uxinn“, varð ég að læra svo lítið í grísku til að skilja hið myndræna í orðum og nöfnum”. Hann sagði, að „Torgið" væri á engan veg -ádeila beinlfnis. „Er þetta ástarsaga?" „Ég skrifa náttúrlega mikið um ást — það er talsvert af ástum og erótík í henni — það er ekki hægt að skrifa um mann h'fið án þess að það sé fyrir hendi. Sagan er fyrst og fremst um fangbrögð nútímafólks (í Reykjavík) við lífið með þess ar einkennilegu erfðir:, Manni er allt í einu kastað út úr kláfnum upp í þotuna". Kristmann sagðist hafa haft Vilhjálm í Skáholti heitinn til hliðsjónar, þegar hann bjó til Bótólf skáld: „Samtíðin leggur manni til efniviðinn“. Jj^rú Hólmfrfður Hulda Marías dóttir bar inn postulíns- bolla og sterkt kaffi. „Hvaðan er frúin?“ „Ég er að vestan“, segir hún, ' „pabbi er frá Iíjós við ísafjarð ardjúp, en móðir mín er frá Klúku í Steingrímsfirði". Hólmfríður Hulda á mörg systkini. Hún sagðist vera ó- Þö ert moldin (Til konu mlnnar, Hólmfríðar Huldu). Þú ert moldin, ég er regnið. Sumarmorgunn, árblik, Lygna, léttskýjað, Ilmur af gróðri, angan af rnold, sólris, sólstafir, regnskúr á þyrsta jörð um hádegið og þegar leið að aftni, daginn sem þú fannst mig, kvöldið sem ég fann þig. Þráir ekki regnið moldina, þar sem það dvelur í skýjum, undir bláum boga himinsins? Bak við blámann er myrkur og lífvana einsemd, veröld dauða og draums. En faðmur moldar er mjúkur, sterkur og hlýr, umvefur þig angan lífsins, gefur þér kvöl sælunnar, vekur þig til verleikans, veitir spum þinni svar. Til þess var regnið skapað að vökva þyrsta jörð. Moldin er móðSr þín og ástvina, og er þú að síðustu sofnar faðmar hún þig, gefur þér sæluna hinnstu, sem loks er laus við kvöí. Af mold ertu kominn, og moldin eina getur svalað þinni þrá. Þú ert moldin, ég er regnið. Kristmann Guðmundsson ættfróð. Hún sat stundarkom inni í stofunni við hlið bónda sínum og horfði mikið á hann, en lagði ekki mikið orð f belg í samræðum. Þegar hún fó'r fram til að skerpa á kaffinu, sagði komumaður: „Þagalt og hugalt skyli þjóð- ans bam“ segir í Hávamálum". Kristmann sagði: „Hún talar meira, blessunin, þegar við erum saman tvö ein“. „Hefur hún áhuga á skáld- skap?‘ ‘ „Hún hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar“. Þeðar hún kom inn aftur, var hún spurð, hvort hún hefði les ið Torgið. „Hún var fyrsta manneskjan, sem las söguna“, segir Krist- mann. „Hvemig finnst yður sagan, frú?“ „Mjög góð og skemmtileg að lesa hana. Annars hef ég lítið lesið eftir Kristmann". „Já, sagði ég þér ekki, að hún væri vís til að segja að hún hefði sama og ekkert lesið eftir mig,“ segir hann. TTólmfríður Hulda og Krist- mann kynntust fyrir hálfu ári. Hún vann þá í Ingólfs apóteki. Þau giftu sig á dögun um í Hafnarfirði. Björn Svein björnsson, fógeti, gaf þau sam an. „Pabbi hans og móðir mín voru systkin. Björn er heiðurs- maður. Það er fjandi mikið af lögfræðingum i ætt minni — þú þekkir Friðjón Guðröðarson, bróðurson minn, og þá er það systursonur minn, Þorfinnur Egilsson, sem er langt kominn með lögfræði". Síminn ónáðaði og frúin fór fram til að svara. Á Kristmanni var að heyra, að níunda giftingin hefði komið eins og innblástur. „Ég verð eins og áfram óvinsæll meðal karlmanna", segir hann, „ann- ars er jákvætt að fá á sig nógu miklar svívirðingar hérna á Is landi. Margir halda, að ég sé hrein skepna. Það vegur upp, hvað hinir verða hissa“. „Blandarðu geði við marga nú?“ „Ég umgengst fáa hér, en nógu marga“. „Færðu að kenna á skrýtnu umtali?“ „Hvernig stendur á því að maður fær aldrei að vera í friði fyrir fólki? Einhver kom til tengdamóður minnar til að segja henni, að þetta hjónaband mitt mundi endast í hæsta lagi fram að jólum“. „Álítur þú það aðalatriði fyr ir rithöfund að lifa ekki emlífi?“ „Ég sagði það ekki, en það er mikið atriði — og í hjóna- bandi er það aðalatriði, að hjón kunni vel hvort við annað og séu góðir vinir“. „Hvemig tilfinningu veitir það þér nú að vera ástfang- inn?“ „Mér finnst ég hafi breytzt í viðhorfi — mér finnst ég yngri en áður. Ég var elztur um fimm tugt. Ég finn fjandann ekkert til aldurs. Ég er líka alltaf með ungu fólki og svo á ég ungar dætur, sem eru mér góðar“. „Er ekki gaman að vera svona kvenhollur?" „Mér hefur ekki orðið svo vel til kvenna, að orð sé á gerandi“, segir hann og glottir, „en mig hefur náttúrlega aldrei vantað félagsskap við konur. Þegar ég kom hingað með mína frægð frá Noregi, gátu komm amir hvergi fundið á mér snögg an blett nema þessar giftingar og fyrir bragðið þá vakti það forvitni hins kynsins, ekki sízt þegar talað var illa um mann. Já, kommarnir þeir eru eins og allir vita með þétta própó- ganda. Einn sagði, að ég seldist eins og „Maðurinn með stálhnef ana“ og samtímis, að allir séu hættir að lesa mig — þetta er ekki beinlínis rökrænt“. Framh bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.