Vísir - 17.11.1965, Blaðsíða 8
8
JWPfwgg
V í SIR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965.
sr
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri:, Agnar ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími J1S60 (5 línur>
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f
Ósæmileg órás
Forustugrein Alþýðublaðsins s.I. föstudag, um veit-
ingu sýslumannsembættisins í Hafnarfirði, hefði ver-
ið betur óskrifuð. Allra hluta vegna hefði blaðið átt
að leiða hjá sér þetta mál, a. m. k. ekki taka þátt í
árásum á samstarfsflokkinn út af því.
Ráðamenn Alþýðuflokksins hafa ekki farið var-
hluta af gagnrýni fyrir embættisveitingar, sem undir
þá hafa heyrt á liðnum árum. Þeim hefur eflaust oft
þótt ómaklega á sig deilt í þeim tilvikum, en sumar
þær embættisveitingar orkuðu þó ekki síður tvímælis
en veiting sýslumannsembættisins í Hafnarfirði nú.
Það er gömul saga hér á íslandi, að deilt sé um,
hver embætti skuli hljóta. Og það er líka gömul saga,
að því sé haldið fram, að sá ráðherra, sem embættið
veitir, fari eftir stjórnmálaskoðun umsækjandans. All-
ir flokkar hafa verið gagnrýndir fyrir þetta, en sé
fullrar sanngirni gætt í dómum. verður Sjálfstæðis-
flokkurinn sízt sakaður um hlutdrægni í þessu efni.
Enginn efast um það, að Bjöm Sveinbjömsson sé
ágætur embættismaður og vinsæll mjög, en það er
sá líka, sem embættið hlaut og hafði langan feril að
baki sem skipaður bæjarfógeti.
Það er rétt hjá Alþýðublaðinu, að þótt einhver
hafi áður „haft rangt við“ er það engin afsökun fyrir
þann, sem síðar gerir hið sama. Vonandi hafa for-
ustumenn Alþýðuflokksins þessi orð aðalmálgagns
síns í huga framvegis. En við rólega íhugun ættu allir
að geta séð, að við embættisveitingu þá sem hér um
ræðir, voru engin rangindi viðhöfð. Hún er fullkom-
lega réttlætanleg. Það getur varla talizt goðgá, að
veita embættið manni, sem hefur verið skipaður bæj-
arfógeti í 13 ár, þótt annar hafi gegnt því settur í 9 ár.
En Alþýðublaðið vildi máski upplýsa það, hvers
vegna Guðmundur í. Guðmundsson sagði ekki emb-
ættinu lausu löngu fyrr en hann gerði. Og þá einnig
um leið, hvers vegna leiðtogar flokksins hafa þann
sið, að því er virðist, að halda ámm saman opnum
embættum, og hafa þar menn setta fyrir sig. Þetta
er mjög á orði meðal almennings og honum þætti
fróðlegt að fá skýringu.
Það er rangt hjá Alþýðublaðinu, að nokkur hafi
veitzt að Finni Jónssyni látnum, þótt á það væri
bent, að veiting Guðmundar í. fyrir sýslumannsemb-
ættinu á sínum tíma hefði orkað tvímælis, og hún
geiði það af fleiri ástæðum en þeirri ,að embættið
var ekki auglýst. Það var aðeins verið að minna á
þetta atriði í sögu flokksins, en ekki einstaks ráð-
herra. Virðist fullkomlega ástæðulaust fyrir blaðið
að vera að dylgja um stjórnarslit út af þessu máli,
enda munu þá einhverjar aðrar ástæður valdá, ef Al-
þýðuflokkurinn sæi sér hag í því nú.
MIKIL FJÖLGUN
I SKÓLABARNA OG
| UNGLINGA Á
I NÆSTU ÁRATUGUM
| Sagt frá álitsgerð dr. Wolfgangs Edelsteins
| Fyrir nokkru var lögð
I/ fram í borgarráði álitsgerð
\\ sem dr. Wolfgang Edelstein
' hefur samið á vegum Fræðslu-
) skrifstofu Reykjavíkur, sem
\ fjallar um áætlun fram í tím
í ann um nemendaf jölda og skóla
iSj þörf í Reykjavík. Er hér um
\ allmikla og nákvæma skýrslu
{ að ræða, þar sem reynt var að
j sjá fyrir með hagfræðilegum á-
\ ætlunum. hver muni verða nem
/ endafjöldi í ýmsum aldursflokk
um árin 1970 og 1980 og einnig
lögð drög að því hver nem-
endafjöldinn verði aldamótaór
ið 2000.
i / Þróun
) skólamálanna
) Jónas B. Jónsson fræðslu-
^ stjóri Reykjavíkur skrifar for-
I mála að skýrslu þessari. Hann
1 ( rekur þar 1 fáum orðum þróun
j skólamála Reykjavíkur. Á fyrri
Iáratugum var vöxtur Reykjavík
ur að vlsu mikill, en jafn og
stöðugur, svo að unnt var að
gera sér grein fyrir þörf skóla-
húsnæðis mörg ár fram í tím-
ann.
Miðbæjarskólinn sem reistur
i var á öldinni sem leið og var þá
í! rúmgóður. Austurbæjarskólinn
L' bættist við um 1930 og var þá
( í svipinn séð fyrir þörfum
! Reykjavíkur í þessu efni.
ÍEn upp úr 1940 eykst vaxt-
arhraði borgarinnar til mikilla
muna svo að ekki hafðist und-
an að byggja skólahús. ,
Gerð var tilraun til þess á ár-
!ll unum 1952-53 að áætla þörf
) skólahúsnæðis fram f tímann,
/ en sú áætlun stóðst ekki lengi.
\ Næsta áætlun Fræðsluskrif-
/ stofu Reykjavíkur er frá árun-
) um 1956-57 en innan fimm ára
( hafði síaukinn vaxtarhraði
) borgarinnar dregið úr gildi
( hennar.
Unnið að
( nýrri áætlun
( Árin 1962-63 hófst enn vinna
j í Fræðsluskrifstofu borgarinn-
í( ar við nýja áætlun, varð þá
) Ijóst, að ókleift yrði að sjá
( fyrir fjölgun nemenda með við-
I hlítandi öryggi nema fyrst
( væri athuguð heildarfjölgun og
/ mannaflaþörf þjóðarinnar allr-
\ ar.
1/ Fræðslustjóri rekur það næst
\ að um 1960 hófust kannanir og
/ skýrslugerðir um skólahald og
I spár fram í tímann f löndum
innan samtaka Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar OECD. Hef
ur komið í ljós f rannsóknum á
þessum málum í sumum þess-
ara landa að þörf sé mikilla
breytinga í skólamálunum.
Nefnir fræðslustióri sem dæmi
að Svíar stefni nú að 10 ára
skyldunámi og undirbúningi að
háskólanámi í beinu framhaldi
af þvf Hyggjast þeir og fjölga
til muna menntunarleiðum ungl
inga og auka valfrelsi. Breyting
ar eru fyrirhugaðar í ýmsum
fleiri löndum.
Samfelld heild
frá bamaskóla
í háskóla
Nú er hæpið að stefna að
meiriháttar breytingum á skóla
kerfi landsins eða framkvæmd
skólastarfsins f Reykjavík án
undangenginna rannsókna á
þörfum atvinnulífsins, lfklegum
flutningum fólks og mann-
fjölda og þróun tækninnar.
En fræðslustjóri segir að hér
sé þörf mikilla umbóta, bæði
á fræðslusviði barna og ungl-
inga og eflaust einnig á stigi
menntaskólans. Kemur þá til á-
lita, segir hann, að sú leið að
byggja alJt skólakerfið upp
sem samfeJlda heild frá barna-
skólum til háskólanáms, en sú
st.efna ryður sér víða til rúms.
Þá segir hann, að meðan
þessi mál voru í athugun í
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
1963 hafi svo viljað til, að hér
var á ferð dr. Wolfang Edel-
stein, við Max Planck Institut
í Berlín sem starfar að marg-
hátuðum rannsóknum á ýmsum
þáttum skólamála. Varð að ráði
að dr. Edelstein kynnti sér
gögn Fræðsluskrifstofunnar
sumarið 1963 og hefur hann
síðan skrifað þessa álitsgerð.
Skýrsla dr. Edelsteins er mjög
ýtarleg með fjölda af töflum,
alls um 60 vélritaðar síður.
Hér er ekki kostur að sinni
að rekja hana i smáatriðum, en
hér skal gefa aðeins nokkur
sýnishorn af því vandamáli
sem hér er við að eiga er kem
ur fram af fjölgun þeirra aldurs
flokka sem eru á skólaaldri.
Aldursflokkur
7—14 ára
Var árið 1960 á öllu landinu
um 30 þúsund, verður orðinn
36 þúsund árið 1970 og 44 þús
árið 1980. Um aldamótin verða
í þessum aldursflokki 70 þús-
ULU
Dr. Wolfgang Edelstein
und börn, hefur þá aukizt um
132% miðað við árið 1960.
í Stór-Reykjavik var þessi ald
ursflokkur um 14 þúsund árið
1960 en verður um 25 þúsund
árið 1980.
I’ sjálfri Reykjavík var þessi
flokkur um 11.5 þúsund árið
1960, en verður 14.6 þúsund
árið 1980.
Aldursflokkur
15— 16 ára
Var árið 1960 á öllu landinu
6316, verður 8556 árið 1970 og
9650 árið 1980. Þá er gert ráð
fyrir að fjöldi unglinga á þess-
um aldri verði aldamótaárið
2000 á öllu landinu um 15.7
þúsundir og þar er um að ræða
15% aukningu frá árinu 1960.
I Stór-Reykjavík var þessi
aldursflokkur 2923 en verður
5477 árið 1980
í sjálfri Reykjavík var þessi
aldurflokkur 2431 árið 1960 en
verður 5400 árið 1980.
Aldursflokkurinn
16— 19 ára
Það er ljóst að fjölgunin verð
ur mest í þessum aldursflokki
á næsta áratug. Og hér er ein
mitt um að ræða þann aldurs
flokk, sem mun að líkindum
gera meira að þvi en áður að
sækja skóla. Þróunin er sú að
skólaaldurinn Iengist og má þvl
nokkuð ímynda sér hve mikil
þörf er á auknu skólarými fyr-
ir þennan aldursflokk.
Árið 1960 voru á öllu Iand-
inu í þessum aldursflokki 11.4
þús. unglingar verða 16.1
þús. árið 1970 og 18.4 þús. árið
1980. Aldamótaárið 2000 er á-
ætlað að í þessum aldursflokki
verði 30.3 þús. unglingar og er
þar um að ræða 166% aukningu
frá árinu 1960
f Stór-Reykjavík voru í þess-
um aldursflokkj 5362 árið
1960 en verða um 10.4 þús. ár
ið 1980.
í sjálfri Reykjavík voru í
þessum aldursflokki 4517 árið
1960 en verða um ,6200 árið
1980.
Ef allar þessar tölur eru at-
hugaðar kemur í ljós, að mikill
ar og stöðugrar fjölgunar skóla
barna og unglinga er að vænta
á næstu áratugum og mikið af
þessari fjölgun mun nú á næst
unnj koma á bæjarfélögin í ná
grenni Reykjavíkur.