Vísir - 06.12.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 06.12.1965, Blaðsíða 1
Verkfall fjögurra matsveina hafið — Esja hefur stöðvazt Erfitt nð koma jólavarningi og jólapósti út um land Verkfall matsveina hjá Skipa útgerðinni hófst á miðnætti á laugardagskvöld og stóð enn yf ir skömmu fyrir hádegi í dag. Hafði sáttasemjari þá boðað fund með deiluafíilum. Verkfall þetta nær til fjögurra fullgildra matsveina á tveimur skipum Skipaútgerðarinnar, Esju og Heklu, og er því eitt fá mennasta verkfall, sem hér hef ur verið háð Hekla fór frá Reykjavík á laugardaginn í strandferðir og stöðvast því ekki strax, en Esja hefur þegar stöðvazt í Reykjavíkurhöfn. Hún átti að fara í strandferð á morg un, fullfermd af jólavamingi. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðarinnar sagði blað inu í morgun, að nú værí ó venju mikið um flutninga hjá útgerðinni. Jólin eru alveg á næsta leiti og þar við bætist, að ófærar eru flestar leiðir á landi og lítið um vöruflutninga þá leiðina. Ef Esja losnar ekki mjög bráðlega er hætta á, að jóla gléðin spillist hjá mörgu fólk inu úti á landi. Margir eiga von á pöntunum með jólagjöfum og öðru slíku og hafa stillt svo til að þessar vörur kæmu rétt fyr ir jólin. Verkfallið getur orðið til þess, að póstur og póstkröfu sendingar, vörur til verzlana og einstaklinga út um land komi ekki til skila fyrir jólin. <8>----—------------------------------ Þar sem fylgi hans reyndist ekki nægilegt til sigurs verður að kjósa aftur sem að ofan greinir og þá milli hans og Mitterands, en ef svo færi — sem fremur ólfklegt er talið — að de Gaulle dragi sig í hlé, kæmi slagurinn til með að standa milli annars og þriðja mánns eða þeirra Mitterands og Lecanouet. Parísarfréttaritari brezka út varpsins telur líklegt, að de Gaulle muni berjast til þrautar, þótt það vafalaust hafi sært mjög metnað hans, að hann sigraði ekki þegar { gær. Framh. á bls. 5 5NJÓ KYNGIR NIDUR UM ALLT NORDURLAND Alúmínmálið: Samningsuppkast- ið til eftir áramót f De Gaulle Frakklands-| forseti fékk ekki hreinan meirihluta í kosningunum í gær og verður því að kjósa að nýju lögum sam- kvæmt eftir hálfan mánuð. De Gaulle hlaut 44.42% greiddra atkvæða, en þurfti yfir 50% til þess að sigra þegar. Mitterand fraipbjóðandi vinstri flokkanna hlaut yfir 32% og Lecanouet fram bjóðandi MRP (miðfl.) 16.34 af hundraði. Því l.sfði verið spáð fyrir kosn ingarnar, að de Gaulle mundi ekki fá nema 43 af hundraði, en beztú spár honum í vil voru, að hann sigraði með 54% kjósenda að baki sér. VISIR 55. árg. - Mánudagur 6. desember 1965. - 279. tbl. DE CAULIE fíKK ADEINS 44% A TKV. , Dregur hann sig til baka? - Kosió á ný 20. þessa mánaóar Moksturs snjókoma hefur verið norðanlands um helgina, byrjaði að snjóa á laugardag inn, en samt aldrei verið melri snjókoma en í morgun. í viðtali sem Vísir átti við Akureyri í morgun var blaðinu skýrt frá því að enda þótt aðal umferðargötumar í hjarta bæj arins ættu að heita færar bif reiðum, væri þar víða þvngsla færð á götum og sumar þeirra með öllu ófærar. Jafnvel stærstu vörubílar eiga erfitt BLAÐIÐ i DAG með að komast leiðar sinnar. Mest hefur snjóað { logni á Akureyri og jafnfallinn snjór allt að hálfs metra djúpur. I morgun var logn og 5 stiga frost og þá kyngdi niður snjó. Er talið að ef hvessir lokist allar leiðir til Akureyrar á skammri stundu og sömuleiðis verði götur ófærar innanbæjar, þær sem þó eru færar sem stendur. Að fengnum upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun hefur sú ákvörðun verið tekin að aðstoða bíla á Norðurlandsleið inni, þ. e. milli Reykjavíkur og Akureyrar tvisvar I viku, á þriðjudögum og föstudögum, en Framh. á bls. 5 Eins og getið hefur verið f frétt um náðist samkomulag milll full trúa rikisstjómarinnar og Swiss A1 uminlum Ldt og Alþjóðabankans um byggingu aluminlumbræðslu f Straumsvík. Stóð samningafundur inn f þrjá daga, fram á föstudags kvöld. Eftir þessa fundi er mðlið komið á það stig að samkomulag hefur náðst um öll meginatriði málsins. Það sem næst gertst er að gengið verður frá samntngsupp kastl með margháttuðum fylgtekjöl um. Munu lögfræðingar aðfla starfa að þvf næstu vikur. Má bú ast við að öllu undirbúnlngsstarfi verði lokið í febrúar eða marz, og þá verður unnt að leggja frumvarp um málið fyrir Alþingl til umræðna og afgrelðslu. Sjálft samningsupp kastlð verður tilbúið eftir áramótin Landbúnaðarráðherra opnaríslands húsið í London eftir viku Eftir rúma viku, eða 15. og 16. des. mun ilmurinn af ís- lenzkri lambasteik berast út á gangstéttlr Regent Street, eða Lower Regent Street, eins og Lundúnabúar kalla götuna þar sem Iceland Food Centre opn- ar matvælamiðstöð sína. Verða þama á boðstólum allir beztu réttir úr fslenzku eldhúsi og er kynning þjóða á mat sfnum i þessu formi orðin afar vinsæl. Reka Danir. Norðmenn, Þjóð verjar og Finnar og fleiri sifkar verzlanir og matsölustaði f heimsborgunum. Iceland Food Centre verður opnað af landbúnaðarráðherra, Ingólfi Jón^syni, sem mun fara utan f næstu viku ásamt stjóm armönnum félagsins þeim Ólafi Johnsen, Agnari Tryggvasyni, Jóni Bergs, Sveini Tryggvasyni og Sigurði Magnússyni. Eigend ur þessa fyrirtækis eru ríkið, sem á helming, Framleiðsluráð landbúnaðarins, SlS og Loft leiðir. Húsnæði þetta við Regent Street númer 5 er um 165 fer metrar að stærð, 125 fermetrar á efri hæð, þar sem er matvðru búð með íslenzkar afurðlr ýmiss konar, grillbar, almennar veit ingar við borð og lítill vinbar innst. 1 kjallara em snyrtiher bergi og eldhús. Þykir húsnæði þetta mjög fall egt og skemmtilega innréttað en teikningamar gerði Jón Har aldsson arkitektj Staður þessi er f hjarta Lundúna og gera for ráðamennimir sér miklar vonir um, að þama takist að kynna Is lenzkan mat og vekja áhuga Breta á honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.