Vísir - 06.12.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 06.12.1965, Blaðsíða 11
n VlSIR OBmmmm Mánudagur 6. desember 1965. lyjf?.' * ■’vTwt’—-- Hvað varð af -K Eftir Louis Bromfield Önnu Bolton? leikja og skemmtileikhús og há stéttavaendi, á þessum tíma, en yfir öllu hafði mjög dofnað, vegna þess að menn í sívaxandi mæli misstu áhugann á að láta aðra skemmta sér og „skemmtu sér sjálfir" og kom þannig til eins konar áhugamanna-keppni manna við atvinnu-skemmtikrafta. Og vissulega hefði það verið erfiðleik um bundið þarna, að gera sér ljós an muninn á sanndyggðugum kon um og lauslátum. Lafði Haddonfield tókst að ná mér á eintal og veiða upp úr mér allt það, sem ég vissi um það, sem var að gerast í Moskvu og Berlín, en þegar ég lét í ljós þá skoðun við hana, að stefna íhaldsstjórnar- innar brezku leiddi til hruns, kom fyrirlitningarsvipur á andlit hennar og hún svaraði þyrrkingslega. Það var gamla íhalds-svarið, að þess væri ekki að vænta, að útlendingar, jafnvel ekki Bandaríkjamenn, gætu gert sér grein fyrir brezkum stjórn málum. — þau væru flóknari en svo, að þeir gætu botnað í þeim. Ég lét hvergi undan síga og svaraði brosandi, að mér virtist þau ekki flóknari en svo, að réttara væri að segja, að brezk stjórnarstefna nú væri gegnsæ — og stundum blátt áfram heimskuleg. Ég leit líka þann ig á, að á Englandi þessa tfmabils væri þjóð, sem hefði ekki áhuga á öðru en að allt rorraði áfram með sama hætti og áður, — spill- ingar gætti á stundum meðal há- stéttanna, verkalýðurinn byggi við eymdarkjör, heimskan ríkjandi hjá miðstéttunum, öll þjóðarfylkingin á leið niður brattann við forustu stjórnar, að meirihluta skipuð fá vísum mönnum og glæfraspilsridd- urum. En mynd þannig upp dregin — er aðeins hluti annarrar myndar og stærri — af allri Evrópu þessa tíma. En í önnu augum — og jafnvel mínum — var þó eitthvað heill- andi við þetta. Hún skildi þetta ekki til fulls, bakhjari hennar uppeldi, menntun, var ekki sú undirstaða, sem hún gæti byggt á raunhæfar skoðanir um ástandið, svo að frá hennar sjónarhóli skoðað mátti líkja þessu við stórkostlega sýningu, þar sem hún sjálf lék smáhlutverk, en var stöðugt að eflast að áhrifum. Og segja má, að þetta kvöld hafi hún fyrst orðið kunn sem einn f leikaraflokknum. Ég veitti henni athygli þaðan, sem ég stóð, þar sem hún gekk í allri sinni fegurð meðal gestanna, gagntekin Á stundum brá fyrir hinu bamslega í svip hennar, það, sem gert hana svo aðlaðandi forðum. Við og við nálgaðist hin virðulega og alvarlega ungfrú Goodwin hana og sagði eitthvað við hana, varð andi hófið. Tvennt var mér fylli- lega ljóst, að Anna var í fagnaðar- vímu — og að hún forðaðist mig af ásettu ráði. Mig grunaði líka — og það kann að hafa stafað af því hve vænt mér þótti um hana forðum — að hún skammaðist sfn dálítið fyrir, að hafa ekki tekið mér sem vini þegar í byrjun. Og ég hugsaði sem svo: Skammist hún sín, þótt ekki sé nema örlítið, er ég ekki vonlaus um hana. Klukkan var farin að ganga þrjú, er ég bjóst til þess að halda heimleiðis, og þegar ég gekk gegn um danssalinn sá ég hana vera að ræða við ráðherra nokkum og lafði Kemogan, Hún lék við hvern sinn fingur og var Ijómandi fögur. Og þá sá ég ganga út úr hópn- um, hinn háa og beinvaxna von Kleist ofursta, kaldhæðnislegan á svip. Hann nam staðar sem snöggvast og virti hana fyrir sér. Hann mun hafa haldið, að enginn veitti honum sérstaka athygli, því að honum gleymdist að halda svipnum sem hlutverki hans hæfði og litlu, gráu augun hans Ijómuðu af aðdáun skoðarans, sem allt í einu sér fagurt listaverk, svo fag- urt, að hann gleymir sér gersam lega. Tillit augna hans var ekki ástartillit eða ástríðu, heldur hreinnar aðdáunar. Hann sneri höfði sínu lítið eitt, fyrst til ann- arrar hiiðar, svo til hinnar, eins og til þess að geta virt hana fyrir sér frá báðum hliðum, fagran líkams vöxtinn, fagurjarpt hárið, sem er ein mesta prýði kvenna af írskum stofni, og ekki aðeins hana sjálfa, lfka Chanelkjólinn svarta með silfurstjörnunum, smaragðana og demantana. Hún minnti í einu orði i sagt á Hstaverk, sem fáir Banda- ríkjamenn mundu hafa getað skil- ið eða kunnað að meta til fulls. En von Kleist mundi gera sér grein fyrir, að gimsteinamir vom greyptir í sínar gullumgjarðir hjá Cartier, hann mundi gera sér grein fyrir, að kjóllinn var frá Chanel, og skómir frá Perugia. Þetta allt hlaut hann að vita, það tiiheyrði hans hlutverki að kunna skil á öliu, og reynsla hans á heimsborg- aralega vfsu var mikil orðin, og slík reynsla gat gagnleg verið sendiráðsmanni á þessum tíma. Klæðnaður Önnu, skartgripimir, framkoman, fegurð hennar, allt vakti þetta mikinn áhuga hans, vegna þess að það var hin örláta, fagra og auðuga frú Bolton, sem bar þá. f hans augum var ef til vill enginn munur á konu sem þessari og hóru, og mun flestum Banda- ríkjamönnum erfitt að átta sig á slíku hugarfari og afstöðu — þess- ari köldu, ástríðulausu aðdáun, en rætur þessarar afstöðu lágu djúpt. Þær lágu í jarðvegi uppruna og uppeldis, fágunar og menningar, sem iilu heilli spilltist og leiddi til lasta og villu. f aðdáunarsvip hans var ávallt eins og vottur hins nístingskalda og hrottalega. Og svo gekk hann í áttina til hennar. Og er hún sneri sér að honum ávarpaði hann hana og þau fóru að dansa, en Vínarborgar- hljómsveitin lék keisaravalsinn. Ég horfði á þau andartak. Það voru aðeins þrjú eða fjögur önnur pör að dansa undir Feneyja-ljósa krónunni miklu, svo að segja mátti, að þau hefðu allt gólfið til þess að svífa um að viid. Von Kleist dansaði sem góður, þjóð- verskur dansari, og Anna var fylli lega jafningi hans Hún hafði á- vallt verið slyng f danslistinni eins og flestir eru, sem þmngnir eru lífsorku, og leggja stund á dans- iðkun. Og í kvöld dansaði hún eins og hún aldrei fyrr hafði dansað og eins og allur heimurinn horfði á hana dansa. Og er ég horfði á hana vaknaði á ný minning í huga mér. Og ég sá hana standa unga og með leiftr- andi augum fyrir framan mig og segja beizklega: — Ég skal sýna þeim það ein- hvem tíma héma f Lewisburg — ég skal sýna þeim . . . Og ég hugsaði með sjálfum mér: Það er það, sem hún er að gera f kvöld, — að sýna þeim þama f Lewisburg, að hún gæti komið sér áfram og í álit. En Lewisburg var fyrir löngu búin að gleyma henni. Og ef til vill mundi enginn frá Lewisburg eftir þvf, að mér und- anteknum, að hin fræga og dáða frú Bolton, hafði átt móður, sem var hreingemingarkona og hét Mary Scanlon. Ég vildi ekki verða valdur að neinni truflun svo að ég fór án þess að kveðja hana. Ég gekk nið- ur stigann breiða milli tveggja þjóna í litklæðum með hvít parruk, sem stráð hafði verið á ilmdufti og það var gott að komast útundir bert loft, því að veður var fagurt, og þetta var f júní, og júnínætur eru indælar hvar sem er og einnig í Lundúnum, þegar vel viðrar. Veðrið var sannast að segja svo indælt, að ég gekk alla leið til gistihússins og á göngunni hugsaði ég sem svo, að þeir sem kæmust áfram, væm þeir sem settu sér á- kveðið mark að keppa að. Demos- þenos varð mikill mælskumaður, vegna þess að hann var staðráðinn í að sýna lærisveinum sínum, að hann gæti orðið það þrátt fyrir málgalla. Napoleon lagði undir sig alla álfuna og breytti allri rás við- burðanna f mannkynssögunni vegna þess að hann var staðráðinn í að sýna liðsforingjunum í hernum, félögum sfnum hvað hann gæti, — lítill og ómerkilegur piltungi, sem gengi ekki einu sinni f augun á kvenfólki. Og Alexander Ham- ilton ... Þeir voru margir, sem um mátti segja. Metnaður þeirra varð þeim stökkbretti. Listinn var langur, allt frá tímum Salomons til tíma Adolfs Hitlers. — Ég fann hvernig hitinn streymdi fram í kinnar mér, er ég kom inn f dimmt herbergið mitt, því að sannarlega mátti ég fyrir- verða mig fyrir hugsanir mínar um Önnu. Hafði ég ekki sjálfur farið að heiman til þess „að sýna þeim þarna í Lewisburg" hvað ég gæti, en ég hafði verið ónýtur í íþróttum og fengið margar glósumar fyrir að vera stelpulegur, þegar ég var í barnaskólanum. En ég hafði bitið á vör í kyrrþey og heitstrengt að „sýna þeim“ hvað ég gæti, og þessi heitstrenging varð mitt stökkbretti. Og þegar ég lá þama í myrkrinu hlýnaði mér í huga til konunnar svipbjörtu og sviphörðu, sem stóð á pallinum fyrir ofan stigann breiða í Haddonfield House. Ég tók það ekki nærri mér, að hún vildi ekki við mig kannast í byrjun — af þvf að ég hafði séð hana sem særða, stolta unga stúlku, sem ég eitt sinn hafði eiskað, — og er það ekki svo með þessar gömlu glóðir, að þótt á þeim kunni að vera bros legur blær, þá voru þær svo skærar einu sinni, að bjarminn hverfur aldrei — alveg. Lewisburg var gömul borg. Hún stóð þarna í hæðunum, sem gnæfa yfir Ohio-ána. Lewistown hafði aldrei verið borg, sem óx með hraða gullæðistímabilsins. Hún var smábær lengi framan af og stofn endurnir voru landnemar frá Nýja Englandi og Virginiu. En hún varð auðug borg, grundvöllur efnahags ins var þar traustur, eins og f ótal öðrum borgum svipaðrar stærðar um öll Bandaríkin. Og þær áttu sér sömu sögu varðandi stofnun og þró un. Hún var höfuðborg frjósamra landbúnaðarhéraða og ýmiskonar smáiðnaður kom fljótt til sögunn ar og svo var byggð mikii brú yfir ána þarna og yfir hana lágu sporbrautir tveggja jámbrautar- félaga. Og borgin ávaxtaði sitt pund visn KÓPAVOGUR Á.fgreiðslu VÍSIS! Kópa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, sími 41168. Aigreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, ■iími 50641 Afgreiðslan skráii nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða KEFLAVBK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- ^on. sími IS49. Afgréiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanír er að ræða Hvað ertu að pera Tarzan? Þú ættir aldrei að láta yndislega á renna án þess að búa til krók skreyta hann með fjöður sem lítur út eins og fluga og þú ert farinn að fiska. Þér heppnaðist það, hvað hann er falleg ur. EFLIÐ SAMBAND ÆTTINGJA OG VINA ERLENDIS VIÐ 'ISLAND 9 SENDIfi ÞEIM ÁRSÁSKRIFT AÐ VISI I JQLAGJÖF ÁSKRIFT ARSIMI 1-16-61 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.