Vísir - 06.12.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 4. desember 1965.
9
Úr dagbókmni —
Framh. af bls. 7.
fangsefnið í efnahagsmálum ein
mitt að draga úr þessari of
þenslu og spennu. Alkunn eru
þau hagfræðilegu sannindi, sem
Roosevelt beitti m.a. í „New
Deal“ stefu sinni að á góðæris
tímum, er einstaklingar og fyr
irtæki standa í mikilli fjárfest
ingu og framkvæmdum á ríkið
að halda að sér höndum í stað
þess að keppa við einstakling
ana á vinnumarkaðinum. Á at
vinnuleysis- og krepputímum á
ríkið þar á móti að hefja miklar
framkvæmdir til þess að skapa
sem mesta vinnu og örari veltu
fjármagns þess sem í umferð er
Þetta eru alkunn grundvallar
sannindi, sem nútíma hag
stjóm hefur mjög tekið í þjón
ustu sína.
Vandamál
Búrfellsvirkjunar
Hér á landi hefur hins vegar
þvl miður, orðið mikill misbrest
ur á framkvæmd þessarar
stefnu á liðnum árum. Ríkið hef
ur staðið framarlega í kapp
hlaupinu og magnað ofþensluna
Afleiðing er aukin verðbólga.
Nú á síðasta ári var það stór
skynsamlega spor stigið að
draga um fimmtung úr útgjöld
um ríkisins til verklegra fram
kvæmda. Þá ætlaði allt af göfl
unum að ganga hjá stjórnarand
stöðunni, sem hélt því fram að
hér væri verið að höggva að
rótum lífsmeiðs hinnar ís
lenzku þjóðar. Meiri þvættingur
hefur sjaldnast sést á prenti.
Hér var einmitt verið að gera
tilraun til þess að draga úr kapp
hlaupinu á vinnumarkaðnum
og minnka með því spennuna.
En vitanlega þurfti að snúa stað
reyndunum við og gagnrýna
þessa gjörð.
Þótt öllum sé ljóst að æski
legt er að framkvæma margt i
landi sem íslandi verður jafnan
að hafa það hugfast að ekki má
slíkur framkvæmdahugur leiða
til þess að þjóðfélagið sporð
reisist á efnahagssviðinu. Sér
stök ástæða er til þess að hug
leiða þetta vegna þess að mikl
ar framkvæmdir og sjálfsagðar
eru fyrirhugaðar á næstu misser
um og verður þá að haga svo
málum að þær keppi ekki hver
um aðra við vinnuaflið, heldur
skipuleggja hæfilega nýtingu
þess. Bygging Búrfellsvirkjunar
og aluminíumverksmiðju, ef af
verður, er mjög vinnuaflsfrek
framkvæmd sem standa mun um
alllangan tíma. Þar þarf hundr
uð smiða og verkamanna til
framkvæmdanna, sem eðlilega
verða dregnir frá öðrum verk
um. Vandlega þarf að gæta þess
að þessar tímabæru stórfram
kvæmdir hafi ekki röskunará
hrif á efnahagskerfið og að
jafnframt' verði öðrum fram
kvæmdum hins opinbera í nægi
legt hóf stillt á meðan á þeim
stendur.
Lyftubíllinn
BARNABÆKUR FRÓÐA
ævinfýrabók með
litmyndum.
16 ára unglingur sofnar frá
kulda og þreytu og dreymir
undursamlega sögu undir
suðrænni sól.
Hugljúf ævintýri og sögur.
Þessi saga segir frá ýmsum
sprenghlægilegum atvik-
um, sem ólátabelgurinn
Emil lenti í. — í bókinni
eru 40 litmyndir.
Viggó og félagar hans eru
röskir drengir, sem vilja
færast mikið í fang, jafn-
vel að upplýsa afbrotamál,
en margt fer öðruvísi en
ætlað er.
BOKAÚTGÁFAN
OMEGA úrin heimsfrægu eru enn í gangi frá
síðustu öld. OMEGA úrin fást hjá
GARÐARI ÓLAFSSYNI ÚRSMIÐ
Lækjartorg) — Sfm) 10081
HÚSBYGGJENDUR
2ja herb. íbúð
Höfum til sölu 2ja herb. íbúð á hæð við Eiríks-
götu. Mjög góð íbúð. Tvöfalt gler í öllum
gluggum. Mjög góð íbúð. Verð kr. 650 þús.
Útborgun kr. 450 þús.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10A. 5. hæð. Slmi 24850. Kvöldsimi 37272.
Einbýlishús
Höfum til sölu einbýlishús við Akurgerði.
Húsið er á tveim hæðum 5 herb. og eldhús
ásamt 2 herb. í kjallara. Mjög skemmtilegt ein
býlishús. RæktuS lóð.
Sími 35643
Múrarameistari getur bætt við sig verkum
við púsningu, sími 24954.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10A. 5. hæð. Slmi 24850. Kvöldslmi 37272.